Þjóðviljinn - 12.06.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.06.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. júní 1943 Tilkynning frá Vídskípfaráðínu. Viðskiptaráðið vill hérmeð vekja athygli almenn- ings á því, að 2. þ. m. var reglugerð um sölu og úthlut- un á nokkrum matvörutegundum (skömmtunarreglu- gerðinni) breytt á þá leið, að nú ber að refsa bæði kaupanda og seljanda, ef skömmtunarvörur eru seld- ar án þess að samtímis sé skilað reitum af matvæla- seðli eða annarri löglegri innkaupaheimild. I Þá hefur og einnig verið bætt í þessa reglugerð ákvæði um það að bannað sé að selja eða láta af hendi matvælaseðla eða aðrar löglegar innkaupaheimildir fyrir peninga eða önnur verðmæti. Reykjavík 9. júní 1943. VIÐSKIPTARÁÐIÐ. Aðalfundnr Sjóvátryggingafélags íslands verður haldinn á skrifstofu félagsins mánudaginn 21. þessa mánaðar. Dagskrá samkvæmt félagslögum. STJÓRNIN. Saltkjot. Útflutningsverkað saltkjöt er ágætisvara og geym- ist miklu lengur óskemmt heldur en spaðsaltað kjöt. Höfum til sölu og sendum gegn póstkröfu um land allt: Dilkakjöt, 112 kg. tunna á 530,00 kr. — 100 — — - 473,00 — Ærkjöt, 100 — — - 393,00 — Athugið: Kjöt er nú ódýrasta matvara, sem fáan- leg er, miðað við gæði. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA. S.G.T.* danslcikur í Listamannaskálanum verður næst á annan í hvíta- sunnu kl. 10. síðdegis. — Aðgöngumiðasala sama dag kl. 5—7. — Sími 3240. Hljómsveit Bjama Böðvarssonar. Jónas frá Hriflu hefur ordið: V, lau æflap afl skapa jailalai MWina“ oepo lerkaUiiin! Jónas frá Hriflu markar í hirðisbréfi sínu stefnuna, sem hann aetlar að stýra eftir á næstunni. Og eins og gefur að skilja þá verður hann nú að reyna að taka á öllum sínum klókindum, til þess að reyna að fá báendur til þess að gerast fylgifiskar stórgróðamannanna við sjávarsíðuna, Við skulum nú sjá í hirðisbréfi, hvernig hann reynir að telja bændur á að gerast þjónar auðvaldsins gegn verkalýðnum: Fyrst útmálar hann hvílíkt vald Alþýðusambandið og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja sé orðið. Þar segir svo: „Það eru ekki aðeins verkamenn, sem hafa efnt til hags- munasamtaka fyrir sig heldur líka meginhluti allrar embætt- ismannastéttarinnar og skrifstofufólk bæði hjá ríki og bæjum. Það var tilætlun kommúnista 1. maí s.l. að fá embættismenn og skrifstofufólk með sér í kröfugöngu Einars Olgeirssonar þann dag undir fánum þar sem beðið var fyrir langlífi ráðstjórnar- innar í Rússlandi en ekki fyrir íslandi. Það tókst að vísu ekki í það sinn að fá embættismennina í kröfugöngu, en engu að síð- ur er nú svo komið að ótrúlega mikill hluti þeirra manna, sem taka kaup frá öðrum, er í samtökum launþega í þeim eina yf- irlýsta tilgangi að fá sem hæst kaup frá öðrum, bæjarfélögum, ríki og atvinnurekendum. Öll þessi samtök stefna gegn fram- leiðendum landsins.“ (Leturbr. vor). Meining Jónasar er nú að hræða bændur á þessum samtök- um, bændur, sem meir en að helmingi eru raunverulegir laun- þegar sjálfir, a. m. k. svo lengi sem landbúnaðarafurðirnar eru verðlagðar með tilliti til vinnustundanna, sem þarf til að fram- leiða þær, og vinnulaunin miðuð við taxta verkalýðsins. Og nú kemur Jónas með fyrirætlanir sínar. Svo segir í hirð- isbréfinu: „1 þeim vanda, sem hér steðjar að, er aðeins eitt ráð til, það er öruggt bandalag allra vinnandi framleiðenda í landinu án tillits til þess hvar þeir standa í flokki. Þetta bandalag verð- ur að sýna sama dugnað og ef til vill Iítið eitt meiri en komm- únistar. Þegar afurðaverð er hrunið á erlendum markaði og kommúnistar neita að lækka kaupkröfurnar en heimta ríkis- rekstur til að eyða þar síðustu eignum hins hrynjandi þjóðfé- lags, þá getur samband framleiðendanna tekið góðlátlega í öxl- ina á kommúnistanum og sagt við hann: Hér verður enginn ríkisrekstur, en ef þú vilt ganga inn í framleiðsluna upp á hlut, sem er sanngjarnlega undirbúinn, þá hefur þú fengið ýtrustu óskir skynsamra verkamanna uppfylltar og það er að gerast þátttakandi í framleiðslunni við ræktun, iðnað og útveg með fullum rétti og vissu um að hvergi sé hallað á hlut eins eða neins af þátttakendunum.“ (Leturbr. vor). Ekki mun Jónás eiga við að jarðirnar yrðu með þessu gerð- ar sameign þeirra, sem að þeim vinna, — og ekki talar hann um að togarasjómenn séu upp á hlut, fyrr en að afurðaverðið sé hrunið á erlendum markaði. Honum finnst víst „hæðslupening- arnir“ nógir handa sjómönnunum nú, — en milljónirnar hins- vegar of fáar handa tilvonandi vinum sínum í „bandalagi vinn- andi framleiðenda“, þeim Richard Thors, Garðari Þorsteinssyni, Lofti Bjarnasyni og öðrum, sem Jónas ætlar að „samfylkja“ bændum með gegn alþýðusamtökunum. Það þarf því ekki að fara í neinar grafgötur um hvert Jónas stefnir: Skapa bandalag stóratvinnurekendaniia á felandi, véla bændur til fylgis við það undir Iognum forsendxun og beita því síðan til þess að koma samtökum Iaunþega á kné. Þáð á að bíða eftir hruninu, atvinnuleysinu og neyðinnni, til þess að framkvæma stefnuskrá þessa. Hungrið á að verða bandamaður þessa þokkalega bandalags, kúgunin vopn þess! Alþýða íslands! Þú sérð hvað Jónas frá Hriflu og auðmenn- imir, sem hann vinnur fyrir, hugsa þér. Er ekki að koma tími til að gjalda þessum herrum rauðan belg fyrir gráan? í fjarveru minni verður tannlækningastof- an lokuð til 5. júlí. Engjlbert Guðmundsson. >000-0-0-00000000000^ DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaf f isalan Hafnarstræti 16. ooooooooooooooooo K- R,~ Fram -3íí Framh. af 1. síðu. Á K. R. R., sem hefur yfir- umsjón mótsins, að ákveða hvernig slík athöfn fer fram. K. R. sigraði að þessíi sinni meö 3:1, og er það ekki rétt mynd af leiknum, hefði jafntefli verið sanni nær eft- ir gangi leiksins. Að knatt- spyrnulegum tilþrifum voru liðin mjög jöfn og satt að segja var allt of lítil knatt- spyrna í leiknum, þegar þess er gætt að þama eru margir góðir einstaklingar. Áhlaupin gengu á víxl en fæst þeirra voru vel upp byggð með spyrnu frá manni til manns. Það var engu líkara en að menn hugsuöu sem svo, hvar sem þeir voru í liðinu: burt með hann og það sem hæst og lengst, en tilviljunin ein ræður úrslitum hvað veröur úr slíkum spyrnum. Hvorugt liðið féll vel saman sem heild, en dugnaður og kraftur ein- kenndi leik þeirra. Vörn Fram var ekki eins opin eins og móti Val, en ekki var hún samt eins örugg og hægt er. Átti Ottó þar mest sök, þar sem hann leyfði sér að fljúga allt of víða um og of framar- ega. Þetta notaði Jón, inn- framherji K. R. og mjög lag- inn máður, oft laglega, enda kom hættan við mark Fram oftast frá vinstri. Haukur er öruggur bakvörður. Magnús sýndi ekki sinn venjulega leik, hefði átt að verja, ef til vill, tvö af þessum mörkum. Sæmundur og Sigurður fram- verðir eru ekki hugkvæmir að byggja upp fyrir framherj- ana ,eins og þeir vinna mikið, en framherjarnir eru heldur ekki vakandi fyrir staösetn- ingu. Karl Guðmundsson verður að temja sér lægri spyrnur og hnitmiðaðar. Krist ján og Högni voru beztu menn framherjanna, en Kristján lék nú vinstri útframherja. Þórhallur gerir margt vel, Kristján Pétursson er óvanur sem miðframherji og fékk litlu áorkaö móti Birgi, þó var , skot hans í stöngina mjög fallegt. ,,Dadó“ er ungur og frískur en vantar enn meiri ró og öryggi. Staðgengill Antons í marki K. R. reyndist hinn örugg- asti markmaður og er þar gott efni á ferðinni. Karl er naumast búinn áð ná sínu fyrra öryggi, enda ekki meó í allt fyrra sumar. Sigurjón okkar gamli og góði kunningi hefur ekki í mörg ár verið betri. Guðbjörn er ekki nógu nákvæmur sem framvörður og sama er að segja um Sigur- jón (Síon) en dugnaðinn vantar ekki. Birgir lék mið- framvörð og var eins og oft aður traustur. Jón Jónsson og Óli B. voru þeir sem reyndu að fá spilið í gang, enda ráða þeir yfir mikilli leikni. Óskar gerir margt lag- lega en er nokkuð þungur. Þórður er iðinn og gefst ekki upp og gerir oft mikið úr ’/3ik sínum. Haraldur Guð- munds lék nú hægra útfram- herja, og gerði þáð betur en ég hafði búizt viö þar til hann meiddist svolitið á fæti. K. R. setti eitt mark í fyrri hálfleik (Þórður) en Jón Jón- asson og Óli B. hin, en Þór- hallur setti markið fyrir Fram K. R. lék undan hægum kalda fyrst annars var veðrið gott og áhorfendur margir. K. R. sigraði í III- fl. leik- mun, sem fór fram á undan, með 2:0 Áskriftarsfmi Þjððviljans er 2184 MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.