Þjóðviljinn - 12.06.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.06.1943, Blaðsíða 4
Úp'bof’glnnt, iæknir er i læknavarðstöö Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Ið- unni. Næturvörður næstu viku er í Ing- ólfsapóteki. Helgidagslæknir á hvítasunnudag: Pétur H. J. Jakobsson, Rauðarárstíg 32, sími 2735. Helgidagslæknir á annan í hvíta- sunnu: Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, sími 3951. Þjóðviljinn kemur næst út mið- vikudaginn 16. júní. Verzlunum verður lokað kl. 4 í dag. Sjötíu og fimm ára er í dag Sigur- laug Guðmundsdóttir frá Ási í Vatns dal, ekkja Guðmundar Ólafssonar al- þingismanns. Sigurlaug dvelur nú hjá fósturdóttur sinni, og manni hennar, Friðrik Lúðvígs á Vestur- götu 11. Hjónaband. í dag verða gefin sam an í hjónaband af séra Árna Sigurðs syni, ungfrú Jóhanna Ingimundar- dóttir fegurðarsérfræðingur, Vestur- götu 48, Rvík, og Björn Sigurðsson byggingameistari frá Vestmanna- eyjum. Orlof, heitir lítið fræðslurit, sem fulltrúaráð verklýðsfélaganna i Reykjavík hefur gefið út og fjallar um lögin um sumarfrí verkamanna og framkvæmd þeirra laga. í ritinu eru birt lögin um orlof, reglugerðin um orlof og nákvæmar skýringar um rétt verkamanna til orlofs sam- kvæmt lögunum og hvernig reiknjt skal orlofsfé af vinnulaunum. — Er bæklingurinn ómissandi hverjum verkamanni. Bæklingurffm er tekinn saman af Áma Ágústssyni og Þorsteini Pét- urssyni. Er hann hinn fyrsti í röð- inni af fræðsluritum, sem fulltrúa- ráðið hefur í hyggju áð gefa út. Skömmtunarreglugerðinni hefur nú verið breytt þannig, að refsa skal bæði kaupenda og seljanda ef skömmtunarvörur eru seldar, án þess að skilað sé reitum af matvæla- seðli. Þá er ennfremur bannað að selja matvælaseðla eða aðrar inn- kaupaheimildir fyrir peninga eða önnur verðmæti. • Flokkurinn Til athugunar fyrir þá, sem ætla í Þjórsárdal. Farið verður af stað kl. 4 frá Óð- instorgi. Munið að hafa með ykkur svefn- poka eða teppi, hitunartæki og mat og tjöld. — VERIÐ VEL BÚIN. — MÆTIÐ STUNDVÍSLEGA. Útvai-pið í dag: Laugardagur 12. júní. V 19.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20.30 Leikrit. Útvarpið á morgun: Sunnudagur 13. júní. (Hvítasunnudagur). 11.00 Morguntónleikar (plötur); a) Fiðlusónata í D-dúr eftir Beethoven. b) Tríó í Es-dúr, Op. 100, eft- ir Schubert. 14.00 Messa. 15.30—16.30 Miðdegistónleikar (plöt- PÍÝJA Bló Sðngvaeyjjan (Song of the Islands) Söngvamynd í eðlilegum litum. BETTY GRABLE, VICTOR MATURE, JACK OAKIE. Sýnd annan hvítasunnudag, Kl. 3, 5, 7 og 9. ASKRIFTARSÍMI Þjóðviljans er 2184. TJARNARBtÓ EKsabet og Essex (The Private Lives of Eliza beth and Essex). I I Amerísk stórmynd í eðlileg- um litum um ástir Elísabetar Englandsdrottningar og jarls ins af Essex. BETTE DAVIS, ERROL FLYNN, OLIVIA de HAVILLAND Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9 annan hvítasunnudag. Sala aðgöngumiða hefst kl. 11 Framh. af 3. síðu. BARÁTTAN MILLI LÝÐ- RÆÐIS OG EINRÆÐIS Á ÍSLANDI Eiga þessir „fjármálamenn“ aS ráða atvinnulífi þjóðar- innar eftir stríö, fá aö læsa um þaö helgreipum sínum eins og síðasta áratuginn fyrir stríö? Eiga þeir aö fá aö leiöa atvinnuleysi og afturför, ein- ræöi og klíkuvöld yfir þjóö- ina? Eða á íslenzka þjóðin að skapa sér lýðræði í atvinnu- lífi sínu, láta þjóðina sjálfa ráða Landsbankanum, Eim- skipafélaginu, togaraflotan- Tungan og {>|óðemid Framh. af 1. síðu. arar leika saman á fiölu, org- el og píanó og blandaöur kór, undir stjórn Jóhanns Tryggva sonar syngur nokkur lög. Fundir þingsins veröa haldnir í Austurbæjarskól- anum. Veröur þar opin sýn- ing í barnateikningum og teiknifyrirmyndir úr Hand- íöaskólanum. Ennfremur verða sýndar kennslukvikmyndir og fariö í skemmtiferð. Stjórn S. í. B. leggur á- herzlu á aö sem flestir kenn- arar sæki þing þetta. um, útflutningsverzluninni? Við skulum gera ökkur þaö Ijóst að einræðisklíka á sviði fjármálanna heldur ekki sín- um völdum eftir stríð, þegar hún er búin að leiða atvinnu- leysi og vandræði yfir fólkið, nema með því að afnema hið pólitíska lýöræði, grípa til ein ræðis á stjórnmálasviðinu. Að því að undirbúa slíkt mið- ar allur undirróður þessarar klíku gegn Alþingi, verklýðs- samtökunum, Sósíalistaflokkn um o. s. frv. Baráttan um hvort einræði eða lýðræði skuli ríkja í stjórnmálum og atvinnumál- um íslands er að hefjast. Bandalag alþýðusamtak- anna, er sú samfylking, sem íslenzka þjóðin verður að skapa sér gegn einræðisherr- um fjármálalífsins, sem húast nú til að gerast einræðisherr- ar á sviði stjórnmálanna líka, þó að það mistækist fyrir þeim 1939. Verkamenn, menntamenn, fiskimenn, bændur, verzlun- armenn og aðrir frjálshuga Islendingar þurfa að taka saman höndum til þess að af- stýra þeirri hættu, sem frelsi þjóðarinnar stafar frá þessu fámennisvaldi, og til þess að sækja fram og skapa hér þjóð félag framfara og frelsis, þar sem hinir starfandi menn og konur sigi sjálf atvinnutæk- in og njóti auðsins af vinnu sinni og auðlindum lands vors. ur): Brandenburg-konsertar, nr. 2, 4 og 6. 20.20 Einleikur á píanó (Fritz Weiss- happel): Lög eftir rússneska höfunda. 20.35 Erindi: Trúarjátningin í frum- kristninni (séra Friðrik Hall- grímsson dómprófastur). 21.00 Hljómplötur: a) Píanókonsert nr. 4 eftir Beethoven. b) Lundúnasymfónían eftir Haydn. c) Kirkjutónlist. 22.30 Dagskrárlok. Utvarpid á mánudaginn: Mánudagur 14. júní. 11.00 Morguntónleikar (plötur): Ó- peran „Didó og Eneas“ eftir Purcel. 14.00 Messa. Bretum er ösárt um loft- árásir á Þýzkaland Bandarfski blaðamaðurinn Raymond Clapper segir frá för sinni til London Reymond Clapper Síöast þegar ég var hér í London sumarið 1941, var England ennþá eftir sig eft- ir loftárásir Þjóöverja. Fólkiö haföi gengið í gegn- um þær mestu hörmungar, sem nokkurntíma hafa dun- iö yfir eitt þjóðfélag í svona langan tíma. Og það bjóst viö áframhaldandi loftárás- um um leiö og hinar löngu vetrarnætur gengu í garö. Byggingar, sem hruniö hafa í loftárásum stan,da ennþiá sem rústir. Raöir af skemmd- um húsum standa auöar, eins og fyrir tveimur árum síðan, en nú eru ekki lengur þær hættur, sem þá voru. Nú senda nazistar aöeins fáar flugvélar saman yfir England, oft aðeins tvær og þrjár sam- an. Meö flugferöum sínum yfir London trufla Þjóöverj- 17. IfOÍ 15.30—-16.30 Miðdegistónleikar (plöt- ur); Lög úr óperettum eftir Offenbarh. 19.25 Hljómplötur: Klassískir dans- ar, þýzkir og austurrískir. 20.20 Kvöld Blaðamannafélags ís- lands. 22.00 Danslög. Útvarpið á þriðjudaginn: Þriðjudagur 15. júní. 20.30 Hundi’að ára minning um Ed- ward Grieg: a) Erindi (Emil Thoroddsen). b) Tónverk eftir Grieg, Framh. af 1. síöu. K. R., Ármann, F. H., Ung- mennafélagið Vaka, Höröur, ísafirði, og Knattspyrnufélag Vestmannaeyinga. Tveir flokkar sýna fimleika, flokkur K. R. undir stjórn Jens Magnússonar og flokkur Ármanns undir stjórn Jóns Þorsteinssonar. Keppt verður í þessum x- þróttum: 100 m. hlaup, þátttakendur 18. Langstökk, þátttakendur 4. Kúluvarp, þáttakendur 4. 800 m. hlaup, þátttakendur 9, þar á meöal Brynjólfur Ingvarsson, Sigurgeir og Árni Kj ar tansson. Kringlukast, þátttakendur 8. Hástökk, þátttakendur 8- 5000 m. hlaup þátttakendur 5. 1000 m. boð- hlaup, 7 sveitir. 80 m. hlaup kvenna. 5x80 m. lilaup kvenna Kassaboðhlaup. Um kvöldiö verða skemmt- anir í Oddfellow og Hótel Borg. Vestmannaeyingarnir koma sennilega til bæjarins kl. 2 í dag og tekur K. R. á móti þehn. Akureyringarnir eru væntanlegir n. k. þriöjudag og tekur Fram á móti þeim. KAUPIÐ Þ.IÓÐVILJANN arnir svefn íbúanna um stund arsakir., én þaö þykii' ekki mikil fórn. Það hafa veriö gerðar talsverðar loftárásir á óorgir frheö ströndum frÆun síðastliðnar vikur. En þegar á allt er litiö hafa árásir á England nú ekki veriö aö neinu leyti samanberandi við áriö 1941. Nú eru loftvarna- byssur í fullum gangi á þeim stööurn sem voru auðir fyrir tveimur árum síöan.. Hin mikla breyting hér eru Ameríkumennirnir. Hér er eins og smækkuö mynd af Washington. Amerískir her- rnenn og amerískir borgarar sjást allsslaöai'. Maöur kemur ekki svo inn í anddyri hótels eöa í nágrenni ameríska sendi ráösins, að maður hitti ekki gamla vini nýkomna frá Bandaríkjunum. Þótt ég sé aóeins búinn aö vera hér tvo daga, finn ég ró og traust hér, sem var ekki fyrir tveimur árum síöan. En einkennilegt er það samt hve þolgóðir Bretarnir eru. Mikil- mennskulæti eru engin og há- fleygt tal heyrist ekki. Þeir viröast starfa meö ákveöni at- orkumannsins. Þaö er merkilegt, af því að England leiö ógurlegar þján- ingar. Þaö getur enginn ver- iö í vafa urn hvort rétt sé aö láta Þýzkaland og ítalíu fá svipaöa reynslu af loft- árásum. Breskur og amerískur al- menningur þarf ekki annaö en aö muna hvaö gert var viö Varsjá, Rottei'dam, Ply- mouth og London, til þess aö minnast tilkynninga þýzka flughersins um aö gjör- eyöa’borgum sameinuöu þjóð- anna. Ekki sýndi Mossolini held- ur neina miskunn í grimmd- arlegum hernaöaraöferöum, og ef hann geröi minna tjón heldur en nazistar, var þaö einungis af því aö hann var ekki nógu sterkur, til þess að gera meira. Ég get ekki ímyndað mér aö brezka eöa ameríska stjórn in muni hlusta á neinar grát- bænir um miskunn í loftárás- um á Þýzkaland eöa ítalíu. Stjórnin sýnir enga tilhneyg- ingu til þess aö víkja frá nú- verandi ákvöi'öun smni. Vald ameríkumanna í loftinu eykst jafnt og þétt. Hinir tveir loft- herir fylgja reglunni um loft- árásii' allan sólarhringinn. Slíkar árásir auk hernaöaraö- geröa á sjó og landi, rnunu halda áfram þangaö til vald Möndulveldanna hefur alger- lega verið brotiö á bak aftur. Yiö heyröum aldrei neinar athugasemdir frá Möndulveld- unum um loftárásirnar á sam- einuðu þjóöirnar, þegar þau höföu yfirhöndina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.