Þjóðviljinn - 16.06.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.06.1943, Blaðsíða 1
*>>.»• rs* »• "**-.«*.*smS! ¦ Æf / ¦ jH Hn.'- 1 'v' 8. árgangur. 9 Miðvikudagur 16. júní 1943. - 131. tölublaí í Pins hrezha uephamannafiahhsins afl halda hosningafpiflnom oa sfjúpnaFsamoinnunni áfpam - m Brezki Verkamannaflokkurinn kom saman á þing sitt í fyrradag. Fyrir þessu þingi liggur það að taka þýðingarmestu á- kvarðarnir fyrir brezku verklýðshreyfinguna, sem teknar hafa verið. Nú þegar hefur þingið tekið þá afstöðu að halda stjórnar- samvinnunni áfram og halda því samkomulagi milli stjórnar- flokkanna í gildi, sem verið hafa frá byrjun stjórnarsamvinn- unnar í stríðinu: ,að stilla ekki upp hver gegn öðrum við kosn- ingar um kjördæmi, sem losna, heldur láta þann flokk einan bjóða þar fram, sem hafði það áður. Fyrir þingió voru uppi all- sterkar raddir um að Verka- mannafokkurinn yrði aS fara úr stjórninni og stilla upp við kosningar. En slíkt hefði þý'fct eyöileggingu hinnar þjóðlegu, einingar og gat haft óútreikn- anlega skaðleg áhrif. Óánægj- an stafaöi af íhaldssemi stjórn arinnar hvaö snerti Beveridge- áætlunina og í'leira. Hefur þingið samþykkt á- skorun um að samþykkja Beveridgeáætlunina. En þaö mál á þessu þingi, sem beðið er eftir með mestri eftirvæntingu af verkalýðs- hreyfingunni, er hvort Komm- únistaflokkurinn hrezki verð- ur tekinn inn í Verkamanna- flokkinn eða ekki. 93 sæhia um bælap- fbúðirnar eru 48 Umsóknarfrestur um íhúð- ir í bæjarhúsunum á Melun- um rann út á laugardaginn. Alls höfðu þá borizt 93 um- sóknir um þessar 48 íbúöir. Þessi tala umsækjenda sann- ar áþreifanlega þaö sem Þjóð- viljinn hefur haldið fram, að kjör þau sem Sjálí'stæðismenn og Árni frá Múla ákváðu að láta íbúðirnar með, eru svo öhagstæð, að flestir þ'eir, sem mesta hafa þörfina fyrir íbúð- ir verða frá að hverfa, því að eins og kunnugt er höfðu um 500 sótt um íbúðirnar áður en ókjör þessi uröu kunn. Það eru því yfir 400 fjölskyldú- feður, sem hafa snúið frá er þeir vissu að hverju var að ganga. í dag munu umsóknirnar verða athugaðar og flokkaðar v éftir aöstæðum- umsækjenda>, og síðan mun verða tekin end- eiFauð do do Gaolle balða foDd í dao Giraud hefúr samþykkt þá tillögu de Gaulle að halda í dag 4. fund þjóðfrelsisráðsins, en í því hefur enginn fundur verið haldinn síðan deilan hófst milli þeirra um endur- skipulagningu franska hers- ins- Þeir de Gaulle og Giraud hittust í gær og fór samtal þeirra vinsamlega fram. Deilan um endurskipu- lagningu hersins er enn mjög hórö. Þaö hefur ver- i'ö ein höfuðkrafa franskra frelsissinna, sem fylgt hafa sér um de Gaulle, að hreinsa yrði burt Vichymennina úr franska hernum. Hinsvegar lítur út fyrir aö Giraud eða þeir, sem bak við hann- standa, vilji halda í þessa menn. Um þetta cr nú barízt. Mihll laíiápás á Obephaoseo í pr Mörg hundruð flugvélar gerðu loftárás á Oberhausen í gær. Oberhausen er stór iðnaö- arborg sem liggur hér um bil miðja vegu milli Essen og Dusseldorf. Þýzka útvarpið í gærkveldi viðurkenndi að tjón hefði orö- ið mikið. Um helgina voru höfuðárás- ir flugflotans geröar á Boch- um, Bremen og Kiel. anleg ákvöröun um úthlutun, allra næstu daga. Landamsrum Tyrk- lands og Sýrlands lokað Frá Ankara berast þær frétt ir að landamærum Tyrklands og Sýrlands hafi verið lokað. Ástæöur eru taldar þær, að þýzkir leyniþjónustumenn hafi verið að njósnum við landamærin. — Hershöfðingi Bandamanna, Cunningham, fer frá Ankara í dag. — Bonesfee! hers- Island Bonesteel hershöfðingi hafði boð inn í gær, fyrir marga háttsetta innlenda og erlenda embættismenn. Bonesteel hershöfðingi er nú aö' hverfa af landi burt, en ekki hefur verið gert kunn- ugt hvert hið nýja starf hans verður. Bonesteel er 58 ára aö aldri. Hann útskrifaöist úr hernað- arháskólanum áriö 1908. Hef- ur hann verið starfandi í Bandaríkjahernum um 39 ára skeið. Bonesteel hefur getið sér góðan orðstír fyrir samstarf sitt við islendinga síðan hann tók við starfi sínu hér. íslandsmóííð Valur vann Vest- mannaeyingana Annar leikur íslandsmóts- ins fór fram í gær og kepptu þá Valur og Ve&tmannaeying- arnir. Úrslit urð'u þau að Valur vann með 5 mörkum gegn'l. Veffur var frekar vont, ásohunum ú( af 1MH1 Málverkasýning verður opnuð 1. sept. n. k. Stjórn Félags íslenzka myndlistamanna og stjórn Skemmti- félags góðtemplara kvöddu blaðamenn á fund sinn í gær og skýrðu þeim frá starfrækt Listamannaskálans. Hafði Jón Þorleifsson, formaður Fél. ísl. myndlistamanna, orð fyrir félagsins hönd, en Freymóður Jóhannesson fyrir hönd Skemmtifélags góðtmplara. Tilefni þessa var það umtal, er þeir menn hafa vakið, sem am- ast við því að Listamannaskál- inn sé notaður til annarrar starf semi en sýninga, svo og smá- grein, sem birtist í Tímaum 1. þ. m. I nefndri Tímagrein segir m. a. á þessa leið: „........En hitt tekur þó út yfir, að flest bendir til, að málverkasýning- in hafi nánast verið höfð að yfir- varpi til að reisa skálann. Sýningin stendur yfir í þrjár vikur, svo er skálinn gerður að danskna^pu......." „Væri ástæða til að grafast fyrir um, hverjir hefðu lagt fram fé til byggingar þessa skála og ættu hann í raun og veru. ^.ðferðin minnir miklu meira á klær fjáraflamanna en fingur listamanna. Það er varla ofmælt hjá Gísla I Sveinssyni, að hvergi í víðri veröld j sé leyft að hafa almenna veitinga- í skála og dansknæpur á sjálfri lóð ! þinghúss þjóðarinnar og fast við það. Spurningin er því: Hver á sýning- arskálann í raun og veru og stjórnar honum. Er ástæða fyrir ríkið að lána eigendum hans ókeypis lóð í 5 ár til að halda þar uppi dan?knæpu í gróðabrallsskyni ? " I greinargerð sinni fyrir starf rækslu Listamannaskálans fór- ust Jóni Þorleifssyni m. a svo orð: „Við höfðum alltaf ætlað okk- ur að lána húsið út, þegar við þyrftum ekki að nota það. Eftir nána yfirvegun ákváðum við að gera samning við S.' G. T., Skemmtifélag góðtemplara, um sameiginlegan rekstur skálans, þeir höfðu góða reynslu fyrir skemmtistarfsemi, og við treyst um þeim vel til að sjá um góða reglu á samkomum og góða um- gengni um húsið. Lóðina, sem skálinn stend- ur á, á ríkissjóður og var hún lánuð okkur skilyrðislaust, nema hvað vi'ö yrðum að Laka skálann sf Jienni eftir 5 ár, eí' 'þess yrði krafizt. Skipulags- neí'nd ^hafði fyrir sitt leyti samþykkt þessa ráðagerð. Ríkisstjórnin bar þetta líka undir forseta Alþingis. sem þá voru, svo og formenn þing-" flokka, enallir gáfu satr.þykki sitt til þess að skálinn yrði rtistur. Byggingin hefur orðiö dýr, sem vonlegt er, eins og allt er nú, og farið fram ár áætl- unarverði. Við vissum fyrirfram að ekki væri hægt aö ,standa straum af húsinu eingöngu af sýningum, enda ekki-not fyrir húsiö allt árið til slíkra hluta. Það gengi líka glæpi næst að láta skálann vera ónotaðan einn einasta dag, sé þess kost- ur, þar sem jafnmikil yuritun er á samkomuhúsi eins.og nú er. Þótt það kunni að orsaka að önnur hús geti ekki á sama hátt og áður verið einrá'Ö um aö halda dansleiki o. fl. hér í borginni, enda hefur enginn einkarétt á slíkum rekstri. Það er ástæða til aö taka íitiri, að það átti áð taka þessa lóð, Kirkjustræti .12, und Framh. á 4. síðu, Bandamenn taka ítalskar eyjar. Fjórar ítalskar eyjar gáf- ust upp fyrir Bandamönnum um helgina: Pantellaría á föstudag, Lampedusa á laug- ardag, Linosa og Lampione á hvátasunnudag. Eftir töku þessara eyja eru skipaferðir Bandamanna um Miðjarðarhaf orðnar tiltölu- lega öruggar. ara mmmng Edvards Grieg. í gær voru liðin 100 ár frá fæðingu norska tónskáldsins Edvards Grieg, sem var mesta tónskáld sem Norðurlönd hafa eignazt. Dagskrá útvarpsins í gær var að nokkru helguð minn- ingu hans og voru leikin lög eftii hann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.