Þjóðviljinn - 16.06.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.06.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. júní 1943 S. Æ. ¥. s. Æ. F. Dansleikur í Listamannaskálanum í kvöld kl. 10. Aðgöngumiða- sala frá kl. 6. Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar. TILKYNNING ‘ \ Viðskiptaráðið hefur ákveðið, að við hámarksverð á nýjum laxi, sbr. auglýsingu þess dags. 19. f. m., megi bæta kr. 0,50 á hvert kg. vegna flutningskostnaðar. Hámarksverðið að viðbættum flutningskostnaði verður því: í heildsölu ..................... kr. 5,50 í smásölu: a) í heilum löxum .............. — 6,50 b) í sneiðum ....................— 8,00 Reykjavík 11. júní 1943. VERÐLAGSSTJÓRINN. Flngferðirnar Sumartaxtinn byrjar 15. júní. Samkv. honum lækka fargjöd með flugvélum vorum all verulega. Frá sama tíma og til 1. september n. k., verður gef- inn 15% AFSLÁTTUR þeim, sem fljúga frá Reykjavík til Akureyrar, og til baka innan 30 daga, en þó því að- eins að fargjald sé greitt fyrirfram fyrir báðar ferð- imar. Nánari upplýsingar á skrifstofum vorum í Reykja- vík (sími 5040) og á Akureyri. FLUGFÉLAG ÍSLANDS H.F. <*<*^<**>*>*>^^<*<*<*<*<*<*<*<*<*<**x*<*<*<*<**i Kven- og karlmanna- RYKFRAKKAR Karlmannafrakkar. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035 >oooooooooooooooo< DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaf f isalan, Hafnarstræti 1 6. ooooooooooooooooo Viltu prýða landið? Hvað er gert fyrir Heiðmörk, fyr- irhugaðan skemmtistað Reykvík- inga? Ekkert mundi einhver segja. Ekki er það allskostar rétt, því í miðju Heiðmerkurlandinu liggur landnám templara að Jaðri, og þar er unnið ósleitilega að því að fegra og bæta landið. Þúsundir trjáplantna hafa verið gróðursettar, jarðföll fyllt með grjóti og mold og grasfletir myndaðir. En þetta er aðeins upp- hafið. Þarna er unnið og verður unn- ið af áhugasömum mönnum, unz Jaðar er orðinn sannnefndur skrúð- garður. Nú óska templarar eftir sjálfboða- liðum til vinnu að Jaðri á helgidög- um. Þeir sem vilja leggja hönd að þessu verki geta fengið bílferð frá Templarahúsinu hvern sunnudag kl. 9 þennan mánuð. Sjálfsagt vilja margir leggja þessu þjóðþrifamáli lið. Allir eru velkomn- ir. Jónas vinnulaus Sagt er að Jónas fái nú hvorki Tímavinnu né Dagvinnu og muni hann því fara að stunda næturvinnu og gefa út nýtt blað, er nefnist Nótt, aðrir segja að það eigi að heita Tímaleysi. Um sinn mun Jónas þó fá inni í Þjóðviljanum, en þar er hann notað ur en ekki misnotaður sem eiturlyf. „Júdasar líkar lenda lags- bróður sínum hjá“. Vísir gerir sér tíðrætt um Jónas Jónsson og ástandið innan Fram- sóknarflokksins þessa dagana. Blað^ ið ber Jónasi vel söguna, og segir meðal annars, að hann vilji gera iðr- un og yfirbót með „því að reynast landi sínu sæmilega, áður en allt um þrjóti". Síðan bætir Vísir við: „Sjá hér, hve illan enda ódyggð og svikin fá, Júdasar líkar lenda lagsbróður sín- um hjá“. Alveg rétt, „félagi Vísir“, Jónas er þegar kominn til Ólafs Thors. Sá á lykt, sem finnur Það er reynsla fengin fyrir því, að ýmsar frufnstæðar og ógeðslegar dýrategundir, eru fram úr hófi lykt- næmar. Má þar nefna hýenur og há- karla. Þessar skepnur finna hræ og ýldulykt mílur vega. Og ekki ber því að neita, að sundum er margt likt með ýmsum manntegundum og þess- um dýrum. Nú sem stendur er verið að tala um uppiausn í Framsóknarflokkn- um. Ekki skal leiða neinar getur þar að. Þetta getur eins verið bragð eða nýtt hnappagat á Framsóknarbur- unni. Þó virðist svo, að dagblaðið Vísir hafi fundið einhverja lykt. Jónas Jónsson er nú .hafinn upp til skýj- anna og ekki annað sýnilegt en að hann eigi að takast þar í dýrlinga tölu. Mörgum kemur þetta ekki á ó- vart, en þó munu þeir fleiri, sem ekki átta sig á þessu. En þetta er einmitt fyrirbrigði, sem þeir síðar- nefndu verða að brjóta til mergjar sjálfs sín vegna. Eins og við vitum, þá er Vísir tal- inn frjálslyndur og fyrirtæki fjár- málaráðherrans. Verkafólk ætti því að veita þess- ari lyktnæmi athygli. Meðan Jónas þóttist frjálslyndur og barðist fyrir umbóturri, var Vísir hans skæðasti fjandi. Hann var ham- rammasti landráðamaður og andskoti alls þess bezta í þjóðlífinu. Það verð- ur ekki hægt að ganga fram hjá Hriflu-Jónasi. Hann verður alltaf stór persóna í sögu síns timabils. Óefað verður hann stór náma fyrir sálkönnuði síðari tíma. Við sjálfir þurfum líka að skilja Jónas eða þau öfl, sem hann er fararstjóri fyrir. Hvorki ég eða aðrir skildu hvað fyr- ir honum vakti í fyrstu. Honum fór eins og mörgum galdramanninum, sem vakti upp drauga, að missi valdið á þeim, og þá var það draug- urinn, sem réði úr því. Síðan Jónas leynt og ljóst hreins- aði af sér öll góðverk, hefur hann notið óskoraðs trausts í herbúðum afturhaldsins og yfirgangsmannanna. Og þegar þeim sýnist, að Framsókn ætli að henda skrokknum, þá hlakk- ar görnin í Vísi. Verkamönnum ætti að vera tákn- rænt hvert stefnir. í hvert skipti og þessir föðurlands- og frelsisvinir finna lykt af hræi, þá standa þeir við búnir að gripa það og setja það í spíritus sjálfstæðisstefnunnar. Mönnum, sem þeir hafa tileinkað öll illyrði tungunnar, gleypa þeir við ef þeir sjá týru afturhaldsins í skottinu á þeim Verum á verði, þótt vinna sé í svip. Okkur verður að skiljast, að alltaf er verið að lækka kaup okkar með fölskum ráðstöfunum. Og það er takmarkið að þvæla niður vísitöl unni beint á kostnað okkar, vinnandi manna. Fyrir þessu berjast þessir lyktnæmu menn, sem að Vísi standa. Á skal að ósi stemma. Nú verðum við að láta valdhafana skýlaust. finna það, að við vitum, hvað þéir eru að fara, og grípa hvert tækifæn til að gera þeim bakslettu og skyndi- árás. Island er fjallaland með heilnæmu lofti, svo við ættum ekki að þola nein þefdýr yfir okkur. H. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 C*<**X**X*<*<*<**X**X*<**2**2**!*<*v*X**5‘<*<**>*5 AUGLYSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM Þýzku nazistarnir iramkvæma nú í Evrópu meiri og grimmilegri þræla- veiðar en nokkru sinni hafa átt sér sér stað áður Heil öld er liðin síðan þræla- veiðar í Afríku lögðust niður. Flestir munu hafa halðið, að þrælasala væri aðeins svartur blettur á sögu hins hvíta mannkyns, sem aldrei myndi eiga sér stað framar — heyrði fortíðinni til. Þrælaveiðar eru ekki lengur stundaðar í frumskógum V Afríku — nú eru þær stundað- ar á götum Osló, Parísar, Prag og annarra horga og bæja í hinum licrnumdu héruðum Evrópu. Um þvera og endilanga Ev- rópu eru naizstaböðlar Hitlers að þrælaveiðum. Fréttirnar, sem berast frá liinum liernumdu löndum sýna greinilega, hvernig þýzku nazistarnir vinna nú skipu- lagt að því að smala ungu og vinnufæru fólki í hernumdu löndunum og senda það í þrælavinnu. Með þessum þrælaveiðum vinnur Hitler tvennt: 1. Hergagnaiðnaður Þýzka- lands fær þannig vinnukraft, sem liann héfur aldrei haft eins mikla þörf fyrir og nú. 2. Með því eru fjarlægðir þeir menn, sem líklegastir eru til að hjálpa herjum hinna sameinuðu þjóða, þegar til innrásar kemur. Verður liér í blaðinu sagt nokkuð frá fréttum af þræla- smölun nazistanna. HOLLAND „Ungum mönnum á aldrin- um 18—30 ára, var smalað saman úr skrifstofum og verk- smiðjum. Á járnbrautarstöðv- unum var fólkið rekið saman eins og fénaður í biðherbergj- unum. Síðan vai^ því skipt í flokka og sent burt. Hundruðum saman var þeim smalað saman á götum, torg- um, sveitavegum, sporvögn- um, lestum, unglingaskólum og iðnskólum og síðan fóru svikararnir með herfang sitt, verndaðir vopnavaldi hinna þýzku húsbænda sinna, beina leið á brottskráningarstöðv- arnar. Drengir voru teknir sofandi í rúmum sínum. Börn voru rekin áfram eins og þrælar. Engu var sinnt, hvorki bæn- um né vitnunum til borgara- legra laga. Öllum áköllunum á mannlegar tilfinningar og samvizku var svarað með 1 hlátri. Hvorki hin djúpa sorg for- eldranna né örvænting fómar- dýranna hafði hin minnstu á- hrif á þá“. (Úr skýrslu upplýsinga- máladeildar hollenzku stjórnarinnar). Víndla- og sígareffukveíkjari Einn og- sami hlutur. Kominn aftur. Reynast ágætlega. DunnhífS borðkveikjarar og skrúfblýantar. í. S. I. K. R. R. ISLANDSMOTIÐ \ í kvöld kl. 8,30 keppa AKUREYRINGAR og FRAM Komið og sjáið fjörugan leik! Allir út á völl! k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.