Þjóðviljinn - 17.06.1943, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 17.06.1943, Qupperneq 1
8. árgangw. Fimmtudagur 17. júní 1943. 132. tölublaff. Enn cín árés pýzhu nazísfanna á ítlcnzt sfeíp Fímm hásefar særdusf, fvcír þeírra alvarlcga. — Súdín drcgin upp að bryggju á Húsavík, nokkud brunnín ofanþilfa og lck Þad vefdur að vopna öll skípín okkar loftvarnarbyssum Þýzku nazistarnir hafa enn einu sinni orðið ís- lenzkum sjómönnum að bana með níðingslegri árás á eitt af skipum vorum. í gær um hálf tvö-leytið réðst þýzk f jögurra hreyfla sprengjuflugvél á Súðina, þar sem hún var á siglingu á Skjálfanda. Bar flugvélina mjög skyndilega að úr sólarátt, svo skipverjar urðu hennar ekki varir fyrr en hún var komin svo að segja yfir skipið. Kastaði hún tveim sprengjum, sem lentu mjög nærri skipinu og hóf á það vélbyssuskothríð og skothríð úr fallbyssu. Sjö skipverja urðu fyrir skothríð nazistanna. Tveir þeirra dóu af sárum innan stundar. Voru það þessir: Hermann Jónsson háseti, Mjölnisveg 8, Reykjavík, 46 ára að aldri. Guðjón Kristinsson, háseti, ísafirði, tvítugur að aldri. Tveir skipverjar særðust alvarlega; þeir: Guðmundur Valur Guðmundsson þjónn, Lauga- veg 141, Reykjavík, og Ólafur Sverrir Ólafsson, kyndari, Smyrilsvegi 29, Reykjavík. Tveir hlutu óveruleg meiðsl. Hinum særðu og dánu var komið yfir í fiskiskip, sem bar strax að, og voru hinir særðu komnir undir læknishendi á Húsavík um fimm-leytið. Súðin var dregin upp að liafskipabryggjunni á Húsa- vík af fiskiskipum ,í gærkveldi Er hún nálgaðist land sást allmikill logi ofan þilja. Voru það bátarnir og fleira ofan- þilja, sem var að brenna eft- ir skothríðina. Hafði flugvél- in skotið úr fallbyssu og átta vélbyssum á skipið. Þegar upp að bryggju kom, var eldur þessi slökktur og hafði skipið ekki brunnið neðan þilja. — Leki kom að skipinu, því önn- ur sprengjan lenti rétt aftan Fram vann Akur- eyringa með 5:2. Þriðji leikur Islandsmóts- ins milli Fram og Akureyr- inga endaði með sigri Fram 5:2. Fyrri hálfleikur endaöi 1:0 fyrir Akureyringa og litlu eftir hálfleik gera Akureyr- ingar annað mark en svo kemur Fi'am og setur 5 mörk. til við það. Fylltist afturlest- in af sjó, svo og vélarúmið, en framlestin var þim- og eru vörurnar í henni. Með Súðinni var aðeins einn farþegi, sakaði hann ekki. Fór hann og skipverjar þeir, sem ósærðir voru, um borð í fiskiskip þau, sem drógu Súðina í höfn. — Vör- ur voru litlar með skipinu. (Heimildir að fréttunum eru Skipaútgerð ríkisins og skýrsl- ur herstjórnarinnar). Þaö virðist litlum efa bund- ið að hinum nazistisku morö- ingjum hefur þótt hið litla íslenzka skip auðunnin bráð. Fyrsta svar íslenzku þjóð- arinnar við þessari níðings- legu árás þýzkra flugvéla á skip vor upp við landsteina, hlýtur að vera að vopna öll íslenzku skipin með góðum loftvarnabyssum. Það dugar ekki lengur að senda íslenzku skipin vopnlaus eða svo að Framhald á 4. síðu. Bonsfcd kvcdur bladamcnn á ieguri Ms oo ánœilo gllr Bonesteel hershöfðingi hafði lokaviðtal við blaðamennina frá dagblöðunum í gær. Var hann þar spurður um ýmislegt út af dvöl hans hér. Hann var spurður um erfiðustu vandamálin hér og hvernig lausn þeirra hefði gengið. Hann kvaðst nú líta á þau sem vatnið, sem burt væri runnið, þau væru gleymd, þegar leyst væru. Kegla sín hefði verið að reyna alltaf að líta á hlutina frá báð- um hliðum og gera sambúðina hér að dæmi þess, hvernig tvær lýðræðisþjóðir gætu starfað saman. Þorsteinn Hannesson í söngför um Norðurland Þorsteinn Hannesson söngv- ari er nýfarinn í söngför til Norðurlands. Mun hann syngja á Húsa- vík á laugardaginn og síðan á Akureyri og ef til vill siðar. Dr. Urbantschisch er í för með honum og annast undir- leikinn við söng hans. Þorsteinn Hannesson hefur stundað söngnám hjá Siguröi Birkis. Hann hefur oft sungið í útvarp og víða um land, yarð hann einkum kunnur fyrir söng sinn í Passíunni. Hann er sonur Hannesar Þórarinssonar bóksala á Siglu- firöi. 17« fúní r Islendingar í London senda ríkisstjóra heilla- óskir. Ríkisstjóra íslands bárust í gær svohljóðandi heillaóska- skeyti frá Pétri Bendedikts- syni, sendilierra íslands, í London: ,,Hef verið beðinn fyrir eft- Framhald á 4. síðu. Þá var hershöfðinginn spurð- ur um álit hans á íslandi. Það brá ljóðrænum tón fyrir hjá hinum gamla hermanni, sem herforingjatignin má heita orð- in arfgeng hjá, er hann fór að lýsa litum fjallanna, komu vors- ins og öllu því, sem honum fannst fagurt hér. Endurminn- ingu um fegurð þessa tekur hann með sér í málveki af Esju — þúsund-lita-fjallinu — sem frú Barbara Árnason hefur mál Framhald á 4. síðu. Þing brezka Verkamannaflokksins: að mni 22. i m. Skemmtun til ágóða fyrir fjársöfnunina verður haldin á þriðjudagskvöld. Nefndin, sem stendur fyrir fjársöfnuninni lianda Kauða krossi Sovétríkjanna hefur ákveðið, að söfnuninni verði lokið 22. júní. Kíður því á að herða á söfnuninni þessa daga, sem eftir eru. Skemmtun verður haldin þriðjudaginn 22. júní kl. 8,30 í sýn- ingarskálanum, en þann dag eru sem kunnugt er liðin tvö ár síðan nazistar réðust á Sovétríkin. Forstöðunefnd fjársöfnunar- innar gengst fyrir skemmtuninni og rennur allur ágóðinn í sjóð- inn til að kaupa lyf og hjúkrunarvörur lianda Rauða krossi Sov- étríkjanna. Á skemmtiskránni er eftirfarandi: Sverrir Kristjárnsson flytur ræðu. Guðmundur Jónsson syngur einsöng. S. A. Friid, blaðafulltrúi Norðmanna, flytur ræðu. Tómas Guðmundsson les upp. Ólafur Magnússon syngur einsöng. Lárus Pálsson les upp. Það var fellt í gær á þingi Verkamannaflokksins brezka að taka Kommúnistaflokkinn inn í Verkamannaflokkinn. Með inn- töku Kommúnistaflokksins voru fulltrúar 712 þúsund verka- manna, en á móti voru fulltrúar fyrir 1 900 000. Er illa fariö að ekki skyldi takast að skapa þá einingu og' þaö nýja fjör, sem upp- taka Kommúnistaflokksins með sínum 65 þúsund með- limum hefði fært brezka Verkamarinaflokknum. Getur þaö orðið örlagaríkt fyrir verkalýöshreyfingu Bretlands og fleiri landa, að ekki skuli vera fullkomlega einhuga og sterk verkalýðshreyfing í Bretlandi í lok þessa stríðs, sem væri fær um að taka forustuna fyrir þjóðinni. Á þingi Verkamannarlokks- ins í gær var rætt um hjálp- arstarfsemina í stríðslok. Því var lýst aö nú væru milljónir manna aö veröa hungurmoröa á meginland- Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.