Þjóðviljinn - 18.06.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.06.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur Föstudagur 18. júní 1943. 133. tölublað. wt?fe'r!S&'a!i Arásín á Súðína iio i'menn nr Pað fieksf að líkíndum að gera við Súðína fíl bráðabítrgða* þanníg að biín komísf suður Þeir tveir ungu sjómenn á Súðinni, sem frlutu alvarleg sár, eru enn í hættu, einkum Guðmundur V. Guðmundsson. Er hann 17 ára og Ólafur S. Ólafsson 18 ára. m Kafari rannsakaði skemmd- irnar á Súðinni í gær. Kvað hann skemmdir á botni skips- ins litlar, botn-„ventill" hafði ,,gefið sig", en bjóst við að geta þéttað það svo, jafnvel á einum degi, aö siðan væri hægt að fara að vinna að því að ná sjónum úr skipinu. Væri því hugsanlegt að Súð- in gæti, að fenginni slíkri bráðabirgðaviðgerð, komizt sjálf hingað suður í fylgd með öðrum skipum. Skotgötin eru á skipinu of- an þilja, eru þau mörg og skotin eftir fallbyssukúlurnar stór, um tveggja þumlunga göt. Það hefur sem vænta mátti slegiö óhug á margan mann, við þessa heiftarlegu árás naz- ista á Súöina. íslendingar mega af henni sjá, að þaö eru slíkar kveðjur hinna þlóð- þyrstu þýzku valdhafa, sem mark er takandi á, en ekki smjaðrið í útvarpi Göbbels frá Berlín 17. júní. Og slíkar „kveöjur" skulu ekki gleymast frekar en árásirnar á togar- ana okkar. OLAFUR S. OLAFSSON 18 ára, hættulega særður GUÐM. V. GUÐMUNDSSON 17 ára, hættulega særður. HERMANN JÓNSSON, háseti dó af sárum sínum. (Ekki hefur tekizt enn að fá mynd af Guðjóni Kristinssyni, frá ísafirði, sem dó af sárum þeim, er hann hlaut í árás Þjóð- verja á Súðina). Fjðrutíu og átta stúdentar Áttatíu og níu gagnfræðingar Menntaskólanum var sagt upp í hátíðasal skólans kl. 1 í gær. Frá skólanum útskrifuðust 48 stúdentar, 20 úr stærðfræðideild og 28 úr máladeild. 45 luku gagnfræðaprófi og 44 við Gagn- fræðaskóla Reykvíkinga. Við skólauppsögn voru mættir, auk kennara og nemenda skólans, 25 ára, 40 ára og einn sjötíu ára stúdent. Tuttugu og fimm ára stúdentar færðu Bræðrasjóði skól- ans gjöf, og hafði Brynleifur Tobíasson orð fyrir þeim. 40 ára stúdentar stofnuðu sjóð með 7000 kr. framlagi, og skal hlutverk hans vera að verðlauna þá, sem fram úr skara í latínukunnáttu við skólann. Gísli Sveinsson, forseti sameinaðs Alþingis hafði orð fyrir þeim. Séra Jóhann Þorkelsson átti sjötíu ára stúdents- afmæli. Stúdentar þeir, sem útskrif- -uöust í gær, voru þessir: Máladeild. Árni Björnsson, II. eink. Ásgeir Magnússon, i. eink. Ásmundur Brekkan, I. eink. Benedikt S. Gröndal, I. eink. Björn Th. Björnsson, Dagný Valgeirsd., II- eink. Erna R. Adolphsd., III. eink. Finnbogi Guðmundsson á- gætiseinkunn. Gunnlaugur Briem, I. eink. Halla Aðalsteinsd., II. eink. Halldór S. Rafnar, I. eink. Framhald á 4. síðu. Brezki Verkamanna- flokkurinn krefst af- vopnunar Þýzkalands Á þingi brezka Verkamanna- flokksins var í gær samþykkt með tveim þriðju greiddra at- kvæða gegn einum þriðja að krefjast þess að unnum sigri, yrði Þýzkaland afvopnað og gagngerðar ráðstafanir gerðar til þess að uppræta anda þjóð- ernishrokans og ágengninnar í Þýzkalandi. Það kom fram í ræðunum um þetta mál, að eftir stríð yrði að koma upp eftirliti Bandamanna í Þýzkalandi til þess að stuðla að því að koma þar á lýðræði. Mesta loftorusta Kyrrahafsstyrjaldar- innar háð í gær Flugfloti ¦ Bandaríkjanna og Japans háði í gær mestu loftor- ustuna, sem háð hefur verið í Kyrrahafsstyrjöldinni. 77 flug- vélar Japana voru skotnar nið- ur, en Bandaríkjamenn misstu sex. Finnbjörn Þorvaldsson, I. R,, setur drengjamet í 100 meíra hlaupi og nær prýðilegum tíma. Skúli Guomundsson stekkur 1,80 m. í hástökki Skrúðganga íþróttamanna hófst kl. 2,30 frá íþróttavellinum var hún fjölmenn þótt áðeins 5 félög tækju þátt í henni en þau voru Ármann, K.R., Í.R., F.H. og Víkingur. Var haldið sem leið liggur um Skothúsveg, Fríkirkjuveg, Lækjargötu, Austurstræti og að Alþingishúsinu, en þar hélt Björn Þórðarson, forsætisráðherra, ræðu af svölum hússins. Þaðan var haldið að leiði Jóns Sigurðssonar og lagði forseti f. S. í., Ben. G. Waage, blómsveig á leiði hans í nafni íþróttamanna. Þaðan var síðan haldið á íþróttavöllinn og setti forseti f. S. f mótið með stuttri ræðu. Eins og áður er sagt tóku aðeins 5 félög þátt i skrúð- göngunni. !* Má það merkilegt heita að, öll íþróttafélög borgarinnar skuli ekki fjölmenna á þess- um hátíðisdegi þeirra, en sú. skoðun er ríkjandi hjá mörg- um, að þetta hafi ekkert gildi, en þetta er mikill misskiln- ingur. Göngur sem þessar Framhald á 4. síðu. Stalín svaraði fyrir nokkru fyrirspurn, sem fréttaritari Reut- ers í Moskva beindi til hans út af upplausn Alþjóðasambands kommúnista. Fyrirspurnin var á þessa leið: „Brezk skrif um þá ákvörðun að leysa upp A. K. hafa verið mjög vingjarnleg. Hvað er álit yðar á þessu máli og gildi þess fyrir alþjóðlegt samstarf í framtíðinni? Svar Stalíns hljóðar svo: „Upplausn Alþjóðasambands kommúnista er rétt ráð og í tíma tekið, því það gerir auðveldara að skipuleggja sameigin- lega sókn allra frelsiselskandi þjóða gegn hinum sameiginlega fjandmanni — Hitler. Upplausn Alþjóðasambands konunúnista er rétt af eftirfarandi ástæðum: a) Það afhjúpar þá lygi Hitlerssinna, að „Moskva" ætli sér íhlutun um líf annarra þjóða og að „gera þær bolsjevistískar" b) Það afhjúpar þann óhróður andstæðinga kommúnism- ans innan verkalýðshreyfingarinnar, að kommúnistaflokkarnir í hinum ýmsu löndum vinni ekki í þágu fólksins í þeim löndum, heldur eftir skipunum utan frá. Það er nú bundinn endi á óhróð- ur þann. c) Það léttir starf föðurlandssinna allra landa að því að sam- eina framsækin öfl landa þeirra, án tillits til flokka og trúar- bragða, í eina fylkingu þjóðfrelsisins, — til þess að heyja bar- áttuna gegn fasismanum. d) Það léttir það verk ættjarðarvina í öllum löndum að sam- eina allar felsiselskandi þjóðir í eína alþjóðlega fylkingu til bar- áttu gegn hættunni á heimsdrottnun Hitlerismans og ryður þann- ig brautina fyrir framtíðarskipulagi samstarfandi þjóða, sem byggist á jafnrétti þeirra allra. Eg álít, að öll þessi rök hnígi að því að styrkja enn frekar samfylkingu Bandamanna og annarra hinna sameinuðu þjóða í baráttu þeirra fyrir sigri yfir Hitler. Eg finn það, að upplausn Alþjóðasambands kommúnista er gerð á alveg réttum tíma, — af því einmitt nú, þegar ófreskja fasismans tekur á síðustu kröft- um sínum, er nauðsynlegt að skipuleggja hina sameiginlegu árás frelsiselskandi þjóða til þess að vinna á ófreskjunni og frelsa þjóðirnar undan oki fasismans".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.