Þjóðviljinn - 19.06.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.06.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. júní 1943. ö8œ c?3S2nnj3EB33arac5a DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaf fisalan Hafnarstræti 16. uxnmmxmmmn OOOOOÖOOOOOOOOOOO AUGLtSlÐ í ÞJÓÐVILJANUM Noregssöfnunin. 25. maí. Sveinafélag húsgagnabólstrara 50 kr. Velunnari, áheit 50 kr. Ung- mennafélag Biskupstungna 408 kr. Nýja Bíó 1000 kr. Frá Noregsvini í tilefni af 17. maí 1000 kr. Skátaflag- ið Einherjar, ísafirði ánafnar skáta- félaginu í Hamri í Noregi 1000 kr. Frá Noregsförum Ármann 1938 og „Glímufélaginu Ármann, afh. á 17. maí 1250 kr. Jón Benediktsson 12. kr. Afh. Morgunblaðinu 30 kr. Þorsteinn Þ. Víglundsson, Vestmannaeyjum 100 kr. R. og V. B. 10 kr. Þórunn Pálsdóttir 5 kr. Söfnun á Akranesi 17. maí, afh. Svafa Þorleifsd. 2000 kr. Kveldúlfur h.f. 10000 kr. Samskot frá íbúum Þingeyrarhrepps 1100 kr. Samskot í Reykjafjarðarhreppi 315 kr. Samskot í Snæfjallahreppi 667 kr. Frá Æðeyjarheimilinu 150 kr. Nettóhagnaður af frumsýningu í Veizlunni á Sólhaugum 17. maí, afh. frá Normæa félaginu 5500 kr. Alls kr. 24.647.00. — Áður tilkynnt kr. 731.910.80. Samtals kr. 756.557.80. Stúdentadagurmn. Það þykir alltaf nokkrum tíðind- um sæta, þegar Menntaskólanum er sagt upp. í hugum fjölda manna er eitthvað hátíðlegt við dag stúd- entanna, og í hugum hinna ungu stúdenta er þetta dagur bjartra vona og djarfra drauma. Víst er um það, að þjóðina skiptir það mjög miklu máli, hversu vel hinir ungu stúdent ar eru undir það búnir, að gera djörf ustu draumana að veruleika. Mennta mönnum — hinum langskólagengnu — er vissulega falin mörg hin þýð- ingarmestu störf þjóðfélagsins, og það er gömul og ný reynsla, að þeir, öðrum fremur, benda á þær brautir, sem brotnar eru til nýs frama og menningar. Það er því vissulega vel farið að þjóðin taki eftir degi stúd- entanna, deginum, þegar Mennta- skólanum er sagt upp, og láti ungu stúdentana vita, að hún taki þátt í gleði þeirra og vonum þeirra. En um leið ber vissulega að gera þeim ljóst að mikils er krafizt af þeim, það er í sem fæstum orðum sagt, krafizt af þeim dáða og drengskapar. Æskunni fer fram. „Æsku landsins fer ekki aftur, eins og margir halda fram, þvert á móti, henni fer greinilega fram hvað atgervi og menntun snertir", sagði Pálmi Hannesson rector, er hann sleit Menntaskólanum í fyrra dag. Það er sannarlega hressandi að heyra þennan sannleika sagðan, þótt ekki sé nema einu sinni á ári, því það er þá ekki nema 364 daga árs- ins, sem heimskan og afturhaldið fá ótrufluð að kyrja sinn skaðsemdaróð um spillingu æskunnar og afturför á öllum sviðum. Sannleikurinn er sá að greiðasta leiðin til að spilla æskunni, er að telja henni trú um að hún sé spillt. Eg efast um, hvort til eru öllu meiri skemmdarvargar í þessu þjóðfélagi en þeir, sem sífellt eru að væla og nauða um að æskan sé lakari en þeir sem eldri eru. Á eftir skal ég svo bregða upp svolítilli mynd af starfi því, sem þessir menn leggja fram til menningarmála æskunnar. Sá sem þetta ritar hefur þó nokkra reynslu af að umgangast ung linga hér í bæ, og hann er rektor fyllilega sammála. Það er alveg tví- mælalaust, að gagnfræðingar og stúd entar eru betur lærðir og betur menntaðir nú en var fyrir nokkrum árum og sjálfsagt hefur hinn gamli virðulegi menntaskóli og fyrirrenn- ari hans aldrei skilað eins lærðum stúdentum eins og einmitt á síðari árum. Talað tungnm. Sú var tíðin, að stúdentar héldu ræður á latínu við skólaslit. Þeir voru leiknir mjög í hinu dauða máli en vafasamur mun ávöxturinn hafa verið, sem þeir uppskáru af öllu því erfiði, sem fram var lagt til að öðl- ast þá leikni. Hvað sem því líður er hitt víst, að svo geysilegum tíma var eytt til að nema hin dauðu mál- in, að kunnáttu stúdentum í hinum lifandi nútímamálum var mjög áfátt. Þegar skólanum var breytt nokkuð í áttina til nútímaskóla, snemma á þessari öld, sætti það mikilli mót- spyrnu þröngsýnna afturhaldsmanna. Lærdómur, og því síður menntun, gat að þeirra dómi hlotizt af að ná tökum á enskri, þýzkri, franskri eða danskri tungu, ef eitthvað skorti á þekkingu í hinum dauðu forntung- um latínu og grísku. Þótt undarlegt megi virðast er ekki laust við, að meðal stúdenta hafi ríkt eins konar minnimáttar- kennd gagnvart hinum gömlu „lærðu stúdentum". Það er eins og þeim hafi ekki hugkvæmst, að engu minni frami væri í því fólginn að ná leikni í lifandi málunum en í þeim dauðu, svo maður nú ekki tali um náttúru- vísindi og stærðfræði. Það er því rrijög skemmtileg nýbreytni, sem stúdentar tóku upp í kveðjusamsæti sínu í fyrradag að sýna kunnáttu sína í hinum nýju málum engu síður en þeim gömlu. Stúdentarnir töluðu bókstaflega tungum. Þeir mæltu á frönsku, þýzku, ensku, dönsku og latínu og mæltist vel. Hve margir sóttu um inn- töku? Hve margir tóku próf? Þeir voru 135 sem að þessu sinni þreyttu inntökupróf í fyrsta bekk Menntaskólans. Af þessum stóðust 109 prófið, og hlutu þar með þann vitnisburð, að þeir væru hæfir til að hefja nám í fyrsta bekk. Af þessum 109 fá um 26 inntöku í fyrsta bekk Menntaskólans, 83 er vísað á bug, þó að þeir hafi fullgilt próf. Undir milli bekkjapróf gengu ■ 211. Útskrifaðir stúdentar voru 50. Alls munu hafa lokið gagnfræðaprófi hér í bæ um 90 nemendur, ekki fá þeir allir inn- töku í framhaldsdeild. Hvað verður um hina út- skúfuðu? Hvað verður nú um þá 83 nemend ur, sem stóðust inntökupróf en fá ekki að fara í Menntaskólann? Gagnfræðaskóli Reykvíkinga hefur leitazt við að veita slíkum mönnum viðtökú. Húsnæði það, sem sá skóli býr við, hefur ætíð verið og er með öllu óhæft til skólahalds og nú er svo komið, að óvíst er að skólinn fái haldið, jafnvel þessu óhæfa hús- næði. Svo virðist geta farið að hann verði húsnæðislaus í haust. Iðnskól- inn telur sig þurfa á húsnæðinu að halda, og er það mjög að vonum. En þótt Gagnfræðaskólinn fái að nota sitt gamla húsnæði áfram, þá getur hann alls ekki tekið fleiri í fyrsta bekk en 50 og ef til vill ekki nema 25. Eftir eru þá 33 til 58, sem stað- izt hafa inntökupróf en fá ekki vist í þessum skólum. Fleiri dyr lokast. Kvennaskólinn hefur að ýmsu leyti getið sér góðan orðstír og þangað sækir margt kvenna. Skóli þessi hef- ur nú tekið upp sama siðinn eins og Menntaskólinn, hann lætur fram fara inntökupróf, og tekur síðan þær, sem hæstar fá einkanir. Þannig munu milli 20 og 30 unglingsstúlkur, sem stóðust inntökuprófið í vor hafa orð ið frá að hverfa. Þá er það skóli Ingimars. Að lögum er þar ekkert inntökupróf; fullnaðarpróf frá barna skóla veitir rétt til inntöku. Um þenn an skóla er svipað að segja og um Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, hann býr við húsnæði, sem í alla staði er ósæmilegt. Hingað til mun hann ekki hafa gert krakka afturreka frá inn- Anglýstng Frá Sambandi íslenzkra barnakennara Kennaraþingið verður sett í hátíðasal Háskólans, í dag, laugardaginn 19. júní kl. 20.30. Kennarar vitji aðgöngumiða að þingsetning- unni í kennarastofur Miðbæjar- og Austurbæjar- skóla í dag kl. 11—12 og 17—18. Sýning Handíðaskólans verður opnuð í Aust- urbæjarskóla á sunnudag 20. júní kl. 15 og fundir hefjast á sama stað kl. 16. Þar verður lögð fram dag- skrá þingsins. Sambandsstjórn. S.G.T." dansleikur f Listamannaskálanum í kvöld kl. 10. Aðgöngumiðasala frá kl. 5—7. Sími 3240. Hljómsveit Bjama Böðvarssonar. Hafið þér tekið eftir því, að Tólg o$ mör hefur ekki verið jafn ódýr og nú, síðan snemma á árinu 1940. Mör kostar nú kr. 4,00 kg. Tólg kostar nú kr. 4,80 kg. Allt annað feitmeti hefur á sama tímabili stór- hækkað í verði. Samband ísL samvfnnufélaga Sími 1080. LS. I. K. R. R. FJÓRÐI LEIKUR ÍSLANDSMÓTIÐ hefst annað kvöld kl. 8,30. — Þá keppa VESTn AN NAEYIKG ARNIR — AKUREYRINGARNIR Það munu víst ekki margir knattspymuunnendur hafa horft á kappleik tveggja utanbæjarfélaga á ís- landsmóti. Hvor vinnur, Eyjaskeggjar eða Norðlendingar? Nú verður það spennandi. MÓTANEFNDIN. töku í fyrsta bekk. En hann hefur neyzt til að koma því svo fyrir, að um þriðjunugur krakkanna félli í fyrsta bekk, til þess að ekki yrði of skipað í húsnæði skólans. Það skal teið fram, að þessi aðferð við að loka dyrum skólans er þó sínu skárri en sú, sem Menntaskólinn og Kvenna- skólinn nota. Um aðra skóla hér í bæ er svipaða sögu að segja, þeir eru að meira eða minna leyti lokaðir, vegna húsnæðisskorts. Þjóð, sem bannar æskunni að mennta sig. Hvernig mundum við dæma þá þjóð, sem með lögum ákvæði hversu margir af æskumönnum henrtar mættu fara í skóla. Síðan væru fund in upp mismunandi ráð til að velja þennan hóp úr og hrinda hinum burt frá skólunum. Dómurinn mundi verða á einn veg. Þetta athæfi væri ekki talið sam- boðið siðuðu þjóðfélagi. Og vissulega er það ekki siðuð þjóð, sem bannar miklum hluta þegnanna bókstaflega að leita sér skólamenntunar. En þetta gerir íslenzka þjóðfélagið. Tugum og hundruðum saman eru unglingarnir reknir frá dyrum skól- anna, þótt þeir sýni, að þeir hafi náð þeirri kunnáttu og þeim þroska, sem með þarf til að stunda nám við hlut- aðeigandi skóla. Þetta er svo himinhrópandi van- virða og smán að engin orð fá lýst. Hræsnarar eða annað verra Eg vík svo aftur að mönnunum, sem i sífellu berja sér á brjóst, hrópandi um spillingu æskunnar og glæsileik hinna gömlu góðu daga, þegar þeir voru ungir. Og ekki má gleyma ámáttarvæli þeirra um að eitthvað þurfi að gera fyrir hina spilltu æsku. Herrarnir, sem þennan són syngja hafa haldið um stjórnvöl þjóðfélags ins áratugum saman, þeir hafa setið á Alþingi, þeir hafa setið í ríkis- stjórn, þeir hafa setið í bæjarstjóm. Og hvað hafa þeir gert til að gefa æskunni tækifæri til framá og þroska? Allir skólar í höfuðstaðnum búa í of þröngum húsakynnum, og flestir í húsnæði, sem alls ekki er hæft til kennslu. Á allt þetta hafa þessir ákærendur æskunnar, þessir menn, sem sífellt eru einnig að þrugla um. að gera eitthvað fyrir hina ákærðu æsku, horfa kinnroðalaust, og án þess að gera tilraun til að bæta úr því. Annaðhvort er allt, sem þeir segja um umhyggju sína fyrir æsk- unni venjulega hræsni, eða að þeir vilja bókstaflega halda þjóðinni ó- menntaðri, með því að gera skóla- göngu að sérréttindum efnastétt- anna, sé það rétt skýring, þá er orð- ið hræsni of veikt, ef til vill væri orðið fláttskapur viðeigandi. Tillaga, sem vel má athuga þó ekki sé hún veruleg úr- bót. Hannes læknir Guðmundsson hef- ur bent á þá staðreynd að kennslu er lokið í húsi Menntaskólans milli kl. 12 til 1 dag hvern. Læknirinn bendir á, að vel megi hefja kennslu aftur kl. 2 og gæti hún staðið til 7 og mætti þannig taka að minnsta kosti tvöfalt fleiri í fyrsta bekk en nú er. Þetta er vissulega neyðarúrræði. En bar sem horfast verður í augu við þá staðreynd, að skólahús verða ekki byggð í sumar, virðist ekki ó- sanngjarnt að þessi leið væri farin. Við þurfum tvo ef ekki þrjá gagnfræðaskóla. Hvort sem þetta mál er rætt leng- ur eða skemur, verður niðurstaðan ein og hin sama. Það verður að byggja yfir skólana hér í bænum. Af framhaldsskólum koma gagn- fræðaskólamir fyrst til athugunar. Hér þarf að byggja 2—3 vandaða gagnfræðaskóla, sem taka 3—6 hundruð nemendur hver. Má vera að menntaskólinn gæti þá enn um stund notazt við sín öldnu húsakynni Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.