Þjóðviljinn - 22.06.1943, Síða 1

Þjóðviljinn - 22.06.1943, Síða 1
Muníð skemmfunina í hvöld fyrír Sovéfsöfnunína í dag eru tvö ár liðin síðan Þýzkaland Hitlers réðist á Sov- étríkin. Tvö ár síðan sterkasta herveldi heimsins réðist á verka- mannaríkið, ríki sósíalismans, í þeim tilgangi að mola það sund- ur og leggja síðan undir sig allan heiminn. Þýzku nazistarnir ráðgerðu að leggja Sovétríkin undir sig á nokkrum mánuðum, en í dag, eftir tveggja ára styrjöld er Hitler fjarri þessu takmarki en nokkru sinni fyrr, í' tvö ár hefur hinn rauði her rússneskra verkamanna og bænda staðið svo að segja einn gegn hinum þýzka landher og með hetjubaráttu sinni brotið sóknarmátt hans á bak aftur og þar með veitt hinum sameinuðu þjóðum ómetanlegan tíma til þess að búa sig undi úrslitasóknina til þess að leggja þýzka fasismann að velli. Fyrir hetjubaráttu sína þessi tvö ár liafa sovétþjóðirnar áunnið sér aðdáun og virðingu alls heims. Orustan um Stalingrad var orustan um Evrópu. Ósigur Hitlers við Stalingrad var upphafið að falli þýzka fasismans. Þegar fregnin um árás Hitl- ers á Sovétríkin barst út um heiminn 22. júní fyrir tveim árum síðan, voru þeir marg- ir, sem álitu, að þýzki her- inn, sem fram að þeim tíma virtist ósigrandi, myndi ekki verða lengi að brjóta viðnám rauða hersins á bak aftur. Sovéthatararnir höfðu dyggilega unnið að útbreiðslu þeirrar skoðunar að Sovétþjóð irnar væru undirokaðar og myndu grípa fyrsta tækifæri til þess að steypa kúgunar- stjórninni af sér- Sovéthatar- ar höfðu sagt með virðuleik þess manns, sem guð hefur útvalið til að bera sannleik- anum vitni, að rauði herinn vær bara ónýtt skrap. En Hitler og sálufélagar hans urðu fyrir hinum sár- ustu vonbrigöum. Engin fimmta herdeild fannst í Sovétríkjunum, þótt þær hefðu auðveldað Hitler sigur- inn í lýðræðisríkjum Vestur- Evrópu. Allar þjóðir Sovét- ríkjanna sameinuðust sem einn maður til varnar gegn hinum þýzka innrásarher. Að vísu flæddi þýzki herinn yfir mörg frjósömustu héruð Sov- étríkjanna og gaf út tilkynn- ingar um að nú væri aðeins eftir að uppræta síðustu leyf- ar rauða hersins. En rauði herinn reyndist ósigraður og hélt áfram að berjast. Og í- búar hernumdu héraðanna mynduðu skæruliðasveitir og hófu hetjubaráttu sína, stað- ráðnir í því að hætta eigi fyrr en fjandmennirnir hefðu ver- ið hraktir með öllu burt úr Sovétríkjunum. Með árás sinni á Sovétrik- in sameinaði Hitler öll sterk- ustu öfl lýðræðisins í heim- inum til baráttu gegn fasism- anum. England hét Sovétríkj- unum tafarlaust fullum stuðningi í stríðinu gegn Hitler og nokkru síðar sam- j einuðust Bandaríkin einnig í | baráttunni gegn heimsvalda- | stefnu þýzka fasismans og I Framhaíd á 4. síðu. 500 þúsund námu- verkamenn í Banda- ríkjunum gera verkfail aðnýju. Yfirvofandi verkfall einnigí stál- iðnaðinum Þær fréttir bárust frá London í gærkvöld að námuverkamenn í Bandaríkjunum hefðu aftur lagt niður vinnu. Voru það 500 þús- und námumenn sem taka þátt í verkfallinu. Þetta er þriðja verkfall námu- manna á skömmum tíma. Jafnframt var frá því sagt að yfirvofandi væri einnig verkfall í stórum hluta stáliðnaðarins. Hér er um mjög umfangsmikl ar vinnudeilur að ræða, sem Fyrsfa dag þíngsíns var rætf um sjálfsíædí Islands Hið almenna kennaraþing, sem haldið er þessa dagana hér í bænum til þess að ræða um tunguna og þjóðernið, var sett í hátíðasal Háskólans s.l. laugardagskvöld. Ingimar Jóhannesson, forseti Sambands ísl. barnakennara, setti þingið með stuttri ræðu. í setningarræðu sinni gerði hann grein fyrir aðalverkefni þingsins: að ræða um verndun íslenzkrar tungu og þjóðernis. Því næst flutti norski blaða- íulltrúinn S. A. Friid ræðu um frelsisbaráttu norsku kennar- anna og norsku þjóðarinnar allr- ar. Skýrði hann þá frá hvernig öll norska þjóðin, bæði börn og fullorðnir, hefur sameinazt í bar áttunni fyrir frelsinu og norskri menningu. Var ræða hans hin á- Framhald á 4. síðu. geta haft alvarleg áhrif á hern- aðarframleiðslu Bandaríkjanna, takizt ekki að leysa þær á skömmum tíma. Loffárás á Frícd- ríchshafen Fjöldi Lanchesterflugvéla gerðu í gær loftárás á þýzku borgina Friedrichshafen. Er þetta fyrsta loftárásin á þá borg ef undanskildar eru árásir franskra flugvéla fyrsta styrj- aldarárið. Arásin beindist aðallega gegn verksmiðj uhverfum borgarinnar þar sem framleidd eru radío- miðunartæki o. fl. Voru verk- smiðjurnar lagðar í rústir. í Friedrichshafen hafði hið þekkta loftfar „Zeppelin greifi“ bækistöð sína fyrir stríð. ÁVABP Síðan söfnunin handa Rauða krossi Ráð- stjórnarríkjanna hófst, hafa safnazt um 135 þúsund krónur, eða rúmlega andvirði 5000 sterlingspunda, en það er sú upphæð, sem forstöðumenn söfnunarinnar settu í upphafi. Þar sem þessu marki hefur nú verið náð, hefur forstöðunefnd söfnunarinnar ákveðið að ljúka hinni almennu fjársöfnun formlega og valið til þess daginn í dag, þegar tvö ár eru liðin frá því, er innrás var hafin í Ráð- stjórnarríkin. Jafnframt vill nefndin taka það fram, að sérhverjum þeim, er þátt hefur tekið í söfnuninni, er frjálst að halda henni áfram, í samráði við* nefndina, sem mun sjá um fyrirgreiðslu söfnunarf járins, þar til söfn- uninni er að fullu lokið. Nefndin leyfir sér loks að þakka hinum fjölmörgu mönnum og konum, er á einn eða annan hátt hafa léð söfnuninni lið, Reykjavík, 22. júní 1943. Söfnunarnefndin. Fyrirskipun V. Þór um að kaupa síld til ríkis- verksmiðjanna fyrir lægra verð, er liður í skemmdarstarfi Framsóknar gegn sjávarútveg- inum, sem verksmiðjustjórnin á að virða að vettugi. Það hefur vakið liina mestu undrun og gremju, að Vil- hjálmur Þór, atvinnumálaráðherra, hefur þvert ofan í tillögur meirililuta ríkisverksmiðjustjórnar fyrirskipað, að ríkisverksmiðj urnar skuli kaupa síld lægra verði en aðrar síldarverksmiðj- ur í landinu. í þessu fer hann eftir tillögum formanns verk- smiðjustjórnarinnar, en enginn vafi er á því, að hér er Fram- sóknarflokkurinn að verki. Framsóknarflokkurinn sér þarna leik á borði að láta ráðherra sinn, V. Þór, ríða á vaðið með þá kaup- lækkun, sem hann dreymir um að koma fram, og það á að byrja á hlutarsjómönnum þeirra skipa, sem leggja upp hjá síld- arverksmiðjum ríkisins. Framsókn telur það líka mæla með þessu háttalagi, að ef fyrir- skipunum V. Þór sé hlýtt, þá tækist þar með að lama stórkost lega rsl. útveg, en þó einkum eig endur smærri skipa, því að stærri skipin komast að hjá einkaverksmiðj unum. Það eru auk sjómannanna eig endur skipa innan við 50 tonn brúttó, sem Framsókn miðar nú skeytum sínum að, það eru smá- útvegsmennirnir um allt land, 'sem einkum verða hart úti ef Framh. á 2. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.