Þjóðviljinn - 22.06.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.06.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. júní 1943. í dag — 22. juní eru liðin tvö ár frá því að nazistarnir réðust á Sovétríkin. Forstöðunefnd verklýðssamtakanna sem staðið hefur fyrir fjársöfnuninni handa Rauða krossi Sovétríkj- anna, hefur ákveðið að ljúka söfnuninni í dag með fjölbreyttri KVÖLÐSKEMMTUN í sýningarskála listamanna. Dagskrá: Sverrir Kristjánsson: Ræða. Guðmundur Jónsson: Einsöngur. S. A. Friid: Ræða. Tómas Guðmundsson: Upplestur. Ólafur Magnússon: Einsöngur. Lárus Pálsson: Upplestur. DANS. Skemmtunin hefst í kvöld kl. 8.30. — Aðgöngumiðar seldir í skrifstofu DAGSBRÚNAR eftir kl. 10 f. h. og við innganginn. Verð kr. 12.00. ALLUR ÁGÓÐI RENNUR TIL SOVÉTSÖFNUNARINNAR. Hvanneyrarmótið UNGMENNAFÉLAG REYKJAVÍKUR fer hóp- ferð ásamt gestum sínum til Hvanneyrar, föstudaginn og laugardaginn 25. og 26. júní n.k. Áskriffarlistar ásamt nánari upplýsingum eru í verzluninni Brynja og rakarastofunni Barónsstíg 27. Þátttaka tilkynnist fyrir hádegi á fimmtudag. FORSTÖÐUNEFNDIN. Framtiðarstarf Karl.eða kona, sem hefur lokið verzlunarskóla- prófi eða hlotið aðra menntun, sem metin verður jafn- gild, og auk þess hlotið æfingu í vélritun, getur fengið framtíðarstarf á skrifstofu. Þeir, sem óska að kynna sér nánar um stöðu þessa, eru vinsamlega beðnir að senda tilboð sín, ásamt upp- lýsingum um menntun og fyrri störf, merkt: „Fram- tíðarstarf“, í pósthólf 1026, Reykjavík, fyrir lok þessa mánaðar. TILKYNNING um lækkun álagningar í heildsölu og smásölu á ýmsum vörutegundum í Lögbirtingablaðinu, dags. 19. júní, er birt auglýs- ing um lækkun hámarksálagningar í heildsölu og smá- sölu á eftirtöldum vörutegundum: Vefnaðarvöru Búsáhöldum Nýjum og þurrkuðum ávöxtum Saumavélum Rafmagnsvörum Bifreiðavarahlutum By gging ar vörum Timbri Umbúðapappír.' Lækkunin kemur til framkvæmda að því er snert- ir vörur, sem verðlagðar verða frá og með 21. þ. m. Reykjavík, 18. júní 1943. VERÐLAGSSTJÓRINN. Tilkynning til útgerðarmanna Ákveðið hefur verið að byrjað verði að taka á móti síld þann 8. júlí næstkomandi. Fyrir þá síld, sem lögð er inn til vinnslu, greiðast kr. 15.30, eða 85% af kr. 18.00 per mál við afhendingu. Af þeim sem þess óska, kaupa verksmiðjurnar síldina fyrir fast verð og verði heildar-bræðslusíldarmagn sem síldarvérk- smiðjur ríkisins taka á móti 700 þúsund mál eða meira, greiðist fast verð kr. 18.00 fyrir málið. En verði heildarbræðslusildar- magnið ekki 700 þúsund mál, en nái 500 þúsund málum, greið- ist fast verð 17.50 fyrir málið. En nái heildar-bræðslusíldar- magnið ekki 500 þúsund málum, greiðist fast verð kr. 17.00 fyrir málið. Efnægileg þátttaka fæst í síldveiðunum, er ráðgert að starf- rækja allar verksmiðjur á eftirtöldum stöðum: Siglufirði, Kauf- arhöfn. Krossanesi, Húsavík og Sólbakka. Tilkynning um nöfn þeirra skipa, sem ætla að Ieggja upp síld hjá oss, þarf að berast oss eigi síðar en 26. júní 1943. Síldarverksmiðjur ríkisins. ooooooooooooooooo DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaf f isalan Hafnarstræti 16. ooooooooooooooo o o I. S. I. K. R. R. ISLANDSMOTIÐ Tveir kappleikir annað kvöld. Klukkan 7: AKUREYRINGAR — VALUR. Klukkan 8.45: VESTMANNAEYINGAR — FRAM. Þetta verður síðasti leikur Vestmannaeyinga og næst síðasti leikur Akureyringa. Allir út á völl! MÓTANEFNDIN. I.O.G.T. St. í'þaka nr. 194. Fundur í kvöld kl. 8V2 uppi í Góðtemplarahúsinu. 1. Fréttir. 2. Hagnefndaratriði. Félagar sérstaklega beðnir um að mæta. Æ.T. Síldarverksmíðj" ur rikísíns Framh. af 1. síðu. skemmdarverk V. Þór eru ekki hindruð. Rök fyrir því að lækka síld- arverðið frá í fyrra eru ekki til. Viðskiptanefnd er búin að selja síldarafurðirnar, lýsið og mjölið fyrir verð, sem leyfir 18 króna verð á mál, en þar ofan á bætist, að síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði koma til með að mæla síldina af skipunum á þessari vertíð, í stað þess að hún hefur verið vegin, en það munar 10% til hagnaðar fyrir síldarkaupand ann. Það hefði verið óhætt að hafa síldarverðið af þessum á- stæðum um 10% hærra en það var í fyrra. Aldrei hefur Fram- sóknarflokkurinn sýnt jafnber- lega fjandskap sinn til sjó- manna, verkamanna og smáút- vegsmanna, aldrei hafur hann á jafn ófyrirleitinn hátt ráðist á íslenzka sjávarútveginn. Sennilega telur Framsókn geta frekar vegið sig upp í völd ef tekst að eyðileggja atvinnulíf bæjanna. Eitt er víst og það er, að Framsóknarflokkurinn mun einskis svífast til þess að geta skaðað atvinnulíf í bæjunum og lækkað þar kaupið. Mönnum verður á að spyrja: Hverskonar menn skipa þá rík- isstjórn, sem beitir sér fyrir svona skemmdarstarfi. Eru ráð- herrarnir allir gengnir í þjón- ustu hinna pólitísku braskara Framsóknarflokksins til þess að reka skemmdarverk í atvinnu- lífi- sjómanna og verkamanna og bæjarfólksins yfirleitt. Eða eru þetta orðnir forkalkaðir vesa- lingar, sem ekkert vita hvert er verið að leiða þá. Þetta eru spurningar, sem þjóðin veltir fyrir sér núna, þegar hún fréttir um framkomu V. Þór í síldar- verksmiðjumálinu. Nú gildir að hindra skemmd- arverk Framsóknarflokksins, sem fengið hefur ríkisstjórnina í lið með sér. Ríkisverksmiðjustjórnin á að virða gjörsamlega að vettugi fyr irmæli Vilhjálms Þór og kaupa síldina föstu verði fyrir 18 krón- ur. Til þess hefur ríkisverk- smiðjustjórnin fylgi mikils meirihluta þings. Þaðdugarekki að láta ráðherra, sem hefur ekki á bak við sig aðra af þingmönn- unuin en þá sem vilja sjávarút- veginn feigan, koma fram skemmdarverkum eins og þessu. Öll aiþýða manna við sjávar- síðuna og raunar öll þjóðin á mikið undir því að þetta tiltæki Vilhj. Þór verði hindrað. Aðaisafnaðarfundur Hallgrímssóknar verður haldinn fimmtudaginn 24. júní kl. 8% síðdegis í húsi K.F.U.M. við Amtmannsstíg. DAGSKRÁ: 1. Tillaga sóknarnefndar um að kirkjugjaldið verði 15 krónur. 2. Tillaga kirkjugarðsstjórnar um, að reist verði kepella í Fossvogskirkjugarði. 3. Kirkjubyggingarmálið. 4. Happdrættið. 5. Önnur mál. Sóknamefndin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.