Þjóðviljinn - 25.06.1943, Síða 1

Þjóðviljinn - 25.06.1943, Síða 1
8. árgangnr. Föstudagur 25. júní 1943. 139. tölublað. Vilhjálmur Þór þrjóskast enn gegn kröfum sjómanna og útgerðarmanna um síldar- verðið í sumar. Þrátt fyrir það þó að' vitað sé að framkoma hans gengur í berhögg við vilja yfirgnæf- andi meirihluta þings og er í ósamræmi við skoðun meiri- hluta stjórnar Síldarverk- smiðja ríkisins, heldur hann fast við sinn keip um að að- eins veröi greiddar 17 krónur fyrir málið. Á morgun er útrunninn frestur sá, sem útgerðarmönn um var gefinn til að ganga að tilboði V. Þórs. Nær ekk- ert skip hefur enn gefið sig fram. Þjóðviljinn vill undirstrika kröfu sína um aö síldarverk- smiðjustjórnin ákveði 18 kr. verö fyrir málið nú þegar. Stjörnmálasamband milli Sovétríkjanna og liexito Stjórnmálasamband hefur nú fyrir nokkru verið tekið upp milli Sovétríkjanna og Mexico. iDinrl Benediklssiiii uarnað Loftárásir Bandamanna á meginlandið fara nú vaxandi með degi hverjum. — Myndin sýnir fjögurra hreyfla Halifax- sprengjuflugvél, sem verið er *að ferma af sprengjum, en þær flugvélar, ásanit Lancastersprengjuflugvélum notar enski her- inn mikið til slíkra árásarferða. SDreogjufluooélar fllúga frá Ofrílifl oo til baHa Þær réðust á Friedrichshafen í Þýzkalandi í suðurleið, en á Spezia á Ítalíu, á heimleiðinni. 4—'500 flugvéla árás á iðjuver og herstöðvar á Frakklandi og Belgíu í björtu í gær. Brezki flugflotinn hefur unnið eitthvert mesta flugafrek sitt. Mikill fjöldi stórra sprengjuflugvéla fór frá Bretlandi til Norður-Afríku og heim aftur eftir stutta dvöl þar. Mikinn hluta þessarar óraleiðar, sem er um 4000 kílómetra er flogið yfir óvinaland og er flugtíminn 10 klukkustundir. Á leiðinni til Norður-Afriku skiluöu sprengjuflugvélamar farmí sínurn yfir þýzku borg- ina Friedrichshafen og komu upp miklir eldar. Eftir að hafa tekiö nýjan sprengju- farm í Noröur-Afríku, hófu flugvélarnar sig til heimíerð- ar. Vörpuðu þær sprengjum á heimleiöinni á ítölsku borg- ina Spezia. Skömmu eftir . heimkomu flugvélanna í gær, lögðu 4— 500 brezkar flugvélar af ýms- um gerðum, til loftárása á iðjuver, flugvelli og aörar hernaðarstöðvar á Frakklandi og Belgíu. ’Bretar misstu 5 flugvélar í leiðangri þessum. Margar loftárásir voru gerö ar á ítalíu, sérstakle|a á suðaustur Sikiley. n r a inoi Nýtt efni til að drepa lungnabólgu- sýkla Vísindamenn við Chicago háskólann, er starfað hafa að rannsóknum á lungnabólgu síðustu 4 árin, hafa nýlega birt fregn þess efnis, að þeir hafi uppgötvað efnablöndu, sem er þess eðlis, að ef henni er sprautað inn í herbergi þá drepi hún lungnabólgusýkla, ásamt nokkrum öðrum sýkl- um. Farsóttanefnd hermála- Framh. á 2. síðu. 9412 félagar I Reglunni Fertugasta og þriöja þing Stórstúku íslands var sett í Templarahúsinu í« gær aö af- lokinni messu i dómkirkjunni, sem hófst kl. 1-30. A þinginu vox*u mættir 72 fulltrúar frá 2 umdæmisstxik- uin, 4 þingstúkum, 30 undii- stúkum og 12 barnastúkum. Fyrsta febrúar þessa árs voru 4302 fullgildir félagar í undirstúkum og 5110 í bai'na- stúkum, eða alls 9412. 53 undirstúkur eru starf- andi i landinu, 3 umdæmis- stúkur og 53 barnastúkur. Frá 1. febr. 1942 hefur fé- lögurn í undii-stúkum fækk- aö um 417 en félögum í bErnastúkum fjölgað um 303, og hefur þá regluí'elogum fækkað alls um 114. Framh. á 4. síðu. r i Stjórn félagsjns þverbrýfur lands~ Iðg og fótum freður lýdræðid í félagínu Aðalfundur S. I. S fær málið til meðferðar. Hefja fulltrúar samvinnumanna þar flokkabar- áttu að boði Jónasar og dæmi Egils, að stuðla þeir að samvinnu og einingu allra samvinnu- manna að dæmi forustumanna Alþýðusambandsins ? Þau furðulegu tíðindi gerðust á síðasta ári, að stjóm Kaup- félags Ámesinga neitaði Gunnari Benediktssyni um félagsrétt- indi í kaupfélaginu, eftir að útbússtjóri á Eyrarbakka hafði tekið við inntökubeiðni hans og inntökugjaldi. Stjómin hefur neitað að gera grein fyrir þessari ákvörðim, sem tvímælalaust er brot á landslögum. Sýslumaðurinn í Árnessýslu, Páll Hall- grímsson, fyrrv. alþingism., hefur neitað að sinna málinu, enda er hann í hinni seku stjórn. Það var því sent stjórnarráðinu, og hefur það legið þar mánuðum saman. Enginn efast um að Egill Thorarensen og stjórn kaupfélags- ins, en hana skipa meðal annarra Ágúst Helgason í Birtinga- liolti, Bjami á Laugarvatni, Páll Hallgrímss. sýslum. og Eiríkur bóndi í Vorsabæ á Skeiðum, séu hér að fylgja fram þeirri stefnu, sem Jónas Jónsson hefur boðað í Samvinnunni í vetur, en þar hefur hann hvað eftir annað ráðizt heiftarlega á sósíal- ista, og haldið því fram, >að áhrif þeirra innan samvinnuhreyf- ingarinnar yrði að þurrka út með öllu. Gunnar hefur nú sent aðalfundi S. í. S., sem haldinn verð- ur að Hólum í Hjaltadal i næsta mánuði, kæru út af lögbrotum kaupfélagsstjórnarinnar. Fulltrúarnir á þessum aðalfundi munu því 1 sambandi við þetta mál o. fl., verða að taka afstöðu til þess hvort þeir velja samlieldnina og samstarf allra samvinnu- manna innan kaupfélaganna og S. í. S., eða hvort þeir ætla að hefja flokkabaráttu eftir boði Jónasar og að dæmi Egils. Sósíalistar kjósa frið og samheldni innan samvinnuhreyf- ingarinnar, en neyði Framsóknarmenn þá til baráttu, verður barizt vægðarlaust, unz flokksvaldið er brotið á bak aftur, og samskonar eining sköpuð innan samvinnuhreyfingarinnar eins og nú hefur skapazt innan verklýðshreyfingarinnar. Hér fer á eftir kafli úr frásögn Gunnars um þetta mál, sem birtist í síðasta blaði Nýja Tímans. A síðastliðnu ári setti Kaup- félag Árnesinga upp útibú hér á Eyrarbakka. Að áliðnu sumri geng ég í félagið í verzlun úti- búsins, greiði mitt inntökugjald til útibússtjórans og skrifa und- ir hina venjulegu félagsmanna-' skuldbindingu. Nokkrum dög- um síðar tilkynnir útibússtjór- inn mér það, að framkvæmda- stjóri félagsins. Egill Thoraren- sen í Sigtúnum, hafi neitað að taka mig inn í félagið. Ég skrifa þegar stjórn Kaupfélagsins bréf, þar sem ég sæki formlega um inngöngu í félagið og óska skrif- legs svars. Bréf þetta færi ég sjálfum formanni félagsins, Ágústi Helgasyni í Birtingaholti, og tilkynnir hann mér bá, að stjórnin hafi þegar tekið þetta mál fyrir og samþykkt ákvörð- un framkvæmdastjórans um að mér skyldi ekki inntaka veitt. Ég ámálgaði um skriflegt svar og kvað hann sjálfsagt, að ég fengi útskrift úr fundargerðinni, sem um þessa ákvörðun fjallaði. En þegar kom til kasta fram- kvæmdastjórans, þá kvað hann algert nei við því, að ég fengi útskrift. Ég gerði þá þá kröfu til sýslumannsins í Árnessýslu. að hann kvæði upp úrskurð um það, að mér bæri réttur til að fá þessa útskrift, sem var raun- verulega ekkert annað en úr- skurður um, að ég fengi form- legt svar við inntökubeiðni minni og tilkynningu Um á hvaða rökum það væri byggt, að henni væri synjað. Sýslumaður færðist undan að fella úrskurð í málinu og þegar ég ítrekaði kröfu mína, þá sendi hann hana Framh. á 2. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.