Þjóðviljinn - 25.06.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.06.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐ VILJINN Föstudagur 25. júní 1943. Tilkynning FRÁ HAPPDRÆTTI HALLGRÍMSKIRKJU í REYKJAVÍK. Happdrættismiðasalan er nú hafin víðsvegar um bæinn. Fást miðarnir í eftirtöldum verzlunum: Alþýðubrauðgerðinni, Laugavegi 61 og Bankastræti 2. Bókabúð Sigfúsar Eymundssonar, Bókabúð ísafoldar, Bókabúð Finns Einarssonar, Bókabúð Kron, Bókabúð Austurbæjar, Bókabúð Þór. B. Þorlákssonar, Bókabúð Snæbjarnar Jónssonar, Bókabúð Kristjáns Kristjánssonar, Hafnarstræti, Bókabúð Sigurjóns Jónssonar, Þórsgötu 4, Verzlun Hjartar Hjartarsonar, Bræðraborgarstíg 1, Verzlunin Ásbyrgi, Laugaveg 139, Ludvig Storr, verzlun, Laugavegi 15, Verzlun Guðjóns Jónssonar, Hverfisgötu 50, Barónsbúð, Blómabúðinni Garður, Garðastræti 2, Verzlunin Drífandi, Hringbraut 193, Kron, verkamannabústöðum við Hringbraut, Verzlunin Lögberg, Holtsgötu 1, Áfram, Laugavegi 18, Húsgagnaverzlun Reykjavíkur, Vatnsstíg 3, Höfðabakarí, Höfðahverfi, Alþýðubrauðgerðinni, Leifsgötu 32, Ásgeir Ásgeirsson, verzlun, Þingholtsstræti, Kiddabúð, Þórsgötu 14, Verzlun Sveins Þorkelssonar, Sólvallagötu 9, Bristol, Bankastræti, verzlun, Kaktusbúðinni, Laugavegi 23, Bókabúð Æskunnar, Kirkjuhvoli. Ennfremur fást happdrættismiðarnir hjá afgr. Morgunblaðsins, K. F. U. M. og hjá prestum safnáðarins. Happdrættisvinningurinn er eitt af vönduðustu íbúðarhúsum bæjarins, laust til íbúðar. Tryggt hefur verið, að vinningurinn verði temistafis- oi ítsssrsfriíls. Höfum tekið upp nýja framleiðsluaðferð við til- búning á MIÐDEGISPYLSUM í stað þess að nota garnir, notum við nú cellophan- umbúðir utan um pylsurnar. Aðferðin er amerísk, og hefur rutt sér mjög til rúms vegna þeirra kosta sem hún hefur fram yfir fyrri aðferðir í pylsugerð, og þá aðallega, að neytendunum er tryggt fullkomnasta hreinlæti í meðferð vörunnar. Einnig höfum við stór- aukið gæði miðdegispylsanna. Pylsurnar eru seldar í cellophanumbúðum sem neytandinn tekur sjálfur af áður en þær eru soðnar, til þægindaauka er gott að væta cellophanumbúðirnar áður. Pylsunum er og síður hætta á að rifna. Setjið þær í kalt vatn og látið suðuna koma upp, þá eru þær til- búnar til framreiðslu. Gunnir Bei. n Knpttl. Grneslioa Framh. af 1. síðu. í Stjórnarráðið með ósk um setudómara, þar sem sýslu- manni sjálfum var málið skylt, hann er einn af stjórnarnefnd- armönnum þeim, er að útilok- uninni stóðu. Eru nú nær 8 mán- uðir liðnir síðan ég gerði þessa kröfu mína, og enn er ekki kom- inn neinn úrskurður, þrátt fyrir margendurtekinn eftirrekstur. Enn er mér haldið utan við neytendasamtök, sem skýr laga- fyrirmæli eru um að öllum skulu vera opin og enn hefur mér ekki tekizt að fá formlega tilkynn- ingu um að mér sé synjað um inngöngu og því síður á hvaða rökum sú synjun er byggð. Eins og gefur að skilja, get ég ekki unað þessum málalokum og er ekkert nærri því að gefast upp við að leita réttar míns. Með þessu er haft af mér fé, uppbót til félagsmanna af við- skiptum, það myndi sennilega skipta hundruðum árlega með því verðlagi, sem nú er. I öðru lagi er ég sviptur réttindum til að hafa áhrif á meðferð félags- legra mála, sem þýðingarmikil eru fyrir gengi héraðsins. En þó er málið miklu alvarlegra al- mennt en fyrir mig persónulega. Hér hefur skotið upp höfðinu mjög illkynjuð tilraun til lýð- ræðisbrota í hagsmunasamtök- um alþýðunnar og á þann hátt að við það brot eru riðnir 4 mjög háttsettir menn 1 þeim stjórnmálaflokki, sem mestu hefur ráðið í samvinnusamtök- unum- Þessir menn eru fram- kvæmdastjórinn Egill Thoraren- sen og þrír frambjóðendur flokksins á síðasta ári og tveir þeirra fyrrverandi þingmenn hans: Bjarni á Laugavatni, Páll sýslumaður og Eiríkur bóndi í Vorsabæ. Frá hendi þessara manna er málið tortryggilegt í hæsta máta og öll meðferð þess. Það er ekki aðeins synjunin sjálf, þeir, sem ekkert þekkja til gætu látið sér í hug koma að fyrir því gæti legið einhverjar veigamiklar ástæður. En þegar neitað er um formlegt svar og , ástæðu fyrir neituninni, þá sér hver maður, að eitthvað er óhreint í pokahorninu. Ástæðan fyrir neituninni er greinilega sú ein að halda mér frá áhrifum á kaupfélagsmálin, óttinn við það er undur skiljanlegur á sama tíma og Egill finnur, að hann nýtur ekki sama trausts í hér- aðinu og verið hefur. Ef til vill hefur honum og stjórninni dott- ið í hug, að ég myndi láta málið þar með niður falla, en þegar í ljós kemur, að svo er ekki, þá er neitað um svarið og neitað að gefa upp ástæður fyrir synjun- inni, til þess að gera mér erfið- ara fyrir um að leita réttar míns. Ekki er heldur ómögulegt, að þeir þykist hafa einhverja ástæðu til að óttast bókunina, ef svo væri, að hún fjallaði um lognar sakir, sem á mig hefðu verið bornar í þeim tilgangi að hafa af mér félagsleg réttindi. Við þesskonar athæfi liggja þungar refsingar, þar sem rétt- vísi fær að einhverju leyti að njóta’ sín. Og það er í öðru lagi allalvarlegt mál, að maður, sem telur, að á sér hafi verið brotin lýðræðisleg réttindi, skuli vera búinn að bíða mánuðum saman eftir réttvísinni um jafnum- brotalítið atrtiði og einn fógeta- úrskurð um tiltölulega -óbrotið mál. Ég hef talið rétt að vekja at- % Frá Mæðrasfyrksnefnd Konur, sem ætla að sækja um dvöl í sumarheimili Mæðra- styrksnefndar fyrir mæður og böm að Reykholti í Biskupstung- ur, em beðnar að snúa sér sem fyrst til skrifstofu nefndar- innar, Þingholtsstræti 18, kl. 3—5 alla virka daga nema laug- ardaga. / TILKYNNING fíl ínnflyijenda r » Uthlutað verður innan skamms gjaldeyris- og inn- flutningsleyfum fyrir vefnaðarvörum og skófatnaði frá Ameríku. — Umsóknir sendist fyrir 1. júlí n.k. Gólfteppi verða undanskilin á leyfum fyrir vefn- aðarvörum, og leyfi fyrir skófatnaði verða ekki látin gilda fyrir neinum skófatnaði úr gúmmí. 24. júní 1943. VIÐSKIPTARÁÐIÐ. U. M. F. R. heldur dansleik í Listamannaskálanum í kvöld, föstudaginn 25. þ. m. kl. 10. — Aðgöngumiðar seldir á staðnum frá kl. 6. Hljómsveit Bjama Böðvarssonar. hygli almennings í landinu á þessu máli. Það er- vel þess vert fyrir alla lýðræðissinnaða al- þýðumenn, sem bera hagsmuna- samtök sín fyrir brjósti, að gjalda varhuga við, ef á að fara að ganga inn á þær brautir, að pólitískar klíkur, sem sitja í stjórnarsessum kaupfélaganna, ætla sér að taka vald til að ákveða, hverjir skulu hljóta inn- göngu í félögin, taka upp aðferð Erlings Friðjónssonar í Verka- lýðsfélagi Akureyrar. Það getur orðið þóf um að fá leiðréttingu slíkra afglapa, en því minni hætta sfafar af þeim, því betur sem almenningur er á verði. Ég mun halda áfram að leita réttar míns eftir venjulegum réttar- farsleiðum, en jafnhliða mun ég gefa aðalfundi Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga skýrslu um málið og gefa honum kost á að láta í ljósi álit sitt á svona framferði innan félaga sinna. Þá gef ég lesendum Nýja tím- ans einnig fyrirheit um að fylgj- ast með í gangi málsins. Gunnar Benediktsson. Nýtt meðal Framh. af 1. síðu. ráðuneytis Bandaríkjanna til- kynnti nýlega, að ekki þyrfti meira en fulla fingurbjörg af efni, sem þekkt er undir nafn inu triethylene glycol, 1 stórt herbei'gi, t. d. hermannaskála, og drepi þessi litli skammtur lungnabólgusýkla og ýmsa aðra sýkla á örfáum mínút- um. Vísindamenn þeir, er gerðu uppgötvunina, segja, að efna- blandan drepi inflúensusýkla og að líkindum venjulega kvefsýkla. Dr. Oswald H. Robertsson, sem er prófessor í læknis- fræði og átti mestan þátt í uppgötvun efnablöndunnar, hefur verið kjörinn meðlim- ur ameríska vísindafélagsins. Enn er óleyst á hvern hátt er bezt aö koma efnablönd- unni í andrúmslofti. í SKIPAUTGERÐ 1=1 I l.'l-H Svcrrír til Ingólfsfjarðar, Norðurfjarð- ar, Djúpuvíkur, Drangsness, Hólmavíkur, Óspakseyrar, Borð- eyrar og Hvammstanga. Vörumóttaka til kl. 3 síðdegis í dag (föstudag). r Armaim til Hornafjarðar og Djúpavogs. Vörumóttaka til hádegis á morgun. Þór til Snæfellsnesshafna, Búðar- dals, Gilsfjarðar og Flateyjar. Vörumóttaka til hádegis á morgun. MUNIÐ Iíaffisöluna Hafnarstræti 16 ooooooooooooooooo

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.