Þjóðviljinn - 26.06.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.06.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. júní 1943. Frá Sumardvalarnefnd Skrifstofa nefndarinnar er flutt í Iðnskólann. Opin kl. 2—7 síðd., laugardaga kl. 2—4. — Sími 2344. NEFNDIN. Tilkynning um innflutning á vörum sem keyptar eru frá Bandaríkjunum með aðstoð Láns- og leigu- stofnunarinnar. Viðskiptaráðið mun fyrst um sinn, þar til annað verður ákveðið annast innkaup neðangreindra vara fyrir innfleytjendur: 1. Járn og stálvörur: a) plötur og bitar, b) vír og vírnet, c) saumur, d) pípur, e) steypustyrktarjárn. 2. Aðrir málmar: a) kopar, b) aluminium, c) blý, d) tin, e) zink. 3. Gúmmívörur: , a) hjólbarðar og slöngur, b) gúmmískófatnaður, c) aðrar vörur úr gúmmí. 4. Sólaleður. 5. Smjörlíkisolíur. 6. Dieselvélar og rafmágnsvélar. 7. Landbúnaðarvélar og bifreiðar. 8. Vélaverkfæri. 9. Efni og varahlutir til símstöðva, sím- lagna, bátatalstöðva og viðtækja. 10. Skotfæri og byssur. 11. Önglar. 12. Skrifstofuvélar. 13. Rafmagnsrör. 14. Flöskuhettur. Tilkynning þessi tekur þó ekki til þeirra pantana á fram- angreindum vörum, sem þegar hefur verið leyft að framleiða og flytja út frá Bandaríkjunum. Hinsvegar mun Viðskiptaráð- ið ekki veita aðstoð við útvegun forganga- og útflutningsleyfa fyrir þessar vörur, meðan þær verða keyptar til landsins fyrir milligöngu ráðsins. Viðskiptaráð áskilur sér rétt til að krefjast þess, að inn- flytjendur sameinist um pantanir á þessum vörum, þar sem því verður við komið, og að hver pöntun nái tilteknu lágmarki, að því er. magn eða verðmæti áhrærir. Reykjavík, 24. júní 1943. VIÐSKIPTARÁÐIÐ. S.G.T." dansleikur í Listamannaskálanum í kvöld kl. 10. — Aðgöngumiðasala kl. 5—7. Sími 3240. — Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar. n 3»=rni i-i i ’.<HTrra Rifsnes Vörumóttaka til Blönduóss og Skagastrandar fram til hádegis í dag og til Sauðár- króks, Hofsóss, Siglufjarð- ar og Akureyrar fram til hádegis á mánudag. Stfilka óskast í eldhús og önnur til frammistöðu. Gott kaup. — Vaktaskipti. Matsalan, Laugaveg 126. Effiaanrjær-r ..-ískj KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN Er þetta alltsaman einn maður? Það bar við í skóla einum á Norð- urlandi fyrir nokkru, að kennari kallaði nýnema upp að borði sínu og spurði hann að heiti. Nemandinn þuldi upp sex nöfn, og bar ótt á. Kennarinn horfði rannsakaandi á piltinn og mælti eftir stundarþögn: ,,Er þetta allt saman einn maður?“ Ef Jón kennari í Sambandinu tæki Eystein upp að púlti, segjandi eitt- hvað á þessa leið: Hvað heitir flokkurinn okkar, góður? Mundi Eysteinn svara: „Samvinnuflokkur, Framleiðenda- flokkur, Miðflokkur’, Vinstri flokkur. Umbótaflokkur, Framsóknarflokkur“ „Vel svarað drengur minn“ mundi þá Jón segja, „ég get líklega notað þig þegar Jónas greyið er orð- inn úreltur, en mundu að þetta er allt saman einn flokkur." í leit að tilverurétti. Hvað mundi nú annars valda því, að Framsóknarmenn hafa á síðari árum valið flokki sínum að minnsta kosti sex nöfn? Á bernsku og æskuskeiði var Fram sóknarflokkurinn vissulega vinstri flokkur, samkvæmt þeim skilningi, sem í það hugtak er lagður, um allan hinn menntaða heim. Svo kom ell- in og auðurinn. Jónas gerðist gam- all, og umhverfis sig hafði hann heila hirð „fésjúkra manna“, að því er hann sjálfur segir. Það liggur í hlut- arins eðli, að flokkur, sem lýtur for- ustu gamals konungs og „fésjúkra“ ' hirðmanna getur ekki verið vinstri flokkur, hinn hraðfleygi tími hverf- ur frá honum og fyrr en varir stend- ur hann sem nátttröll á auðri strönd. Framsóknarmenn finna sárlega til þessarar staðreyndar. Þeir finna að flokkinn þeirra vantar tilverurétt, sá réttur var af honum tekinn þeg- ar hann hætti að vera vinstri flokk- ur, þegar hann ákvað að standa kyrr, meðan þróun þjóðmálanna hélt risa- skrefum til vinstri. Og nú leita vesalings Framsóknar- j mennirnir að tilverurétti, og í nauð- | um sinum skýra þeir flokkinn fleiri ' og fleiri nöfnum:----Framleiðenda flokkur, Miðflokkur, Vinstriflokkur, Samvinnuflokkur, Umbótaflokkur, Framsóknarflokkur. — Þetta á allt að vera einn flokkur, — flokkur í leit að týndum tilverurétti. Hvernig væri fyrir Eystein að aug- lýsa eitthvað á þessa leið í næsta blaði Tímans: „Tapast hefur tilveruréttur. Finnandi vinsamlega beðinn að skila honum á miðstjórnarskrifstofu Samvinnu-, Framleiðenda-, Mið-, Vinstri-, Umbóta-, Framsóknarflokks ins.“ Þegar Ólafur seldi Óðinn og Þór. Fyrir nokkrum árum tóku allir frjálshuga verkamenn höndum sam- an um að hrinda flokkseinræði Al- þýðuflokksins í Alþýðusambandinu. Samvinna verkamanna var hin betza og drengilegasta, þeir spurðu ekki^ um stjórnmálaflokka, þeir kröfðust aðeins jafnréttis og lýðræðis innan verklýðssamtakanna, og þeir unnu sigur, og árangurinn er fullkomin eining innan samtakanna og stórauk in völd þeirra og áhrif. Auðvitað ætl uðu höfuðbraskarar eins og Ólafur Thors, að hafa peninga upp úr þess- um einingarvilja verkamanna, og hann lét Sjálfstæðisflokkinn lýsa því hátíðlega yfir að hann berðist af öllum mætti fyrir fullkomnu jafn- rétti og lýðræði innan verklýðsfélag- anna. Með þessu átti að efla fylgi Sjálf- stæðisflokksins meðal verkamanna, og gera hann að sterkasta tæki í hagsmunabaráttu Kveldúlfanna, og annarra stórgróðamanna. Til þess að tryggja uppskeru Sjálf stæðisflokksins, enn betur, af þessu verklýðsskrumi, voru stofnuð félög sjálfstæðra verkamanna; eitt hlaut nafnið Óðinn, annað Þór, þau áttu að berjast fyrir lýðræði og jafnrétti innan verklýðssamtakanna og gegn flokkseinræði Alþýðuflokksins í Al- þýðusambandinu. En svo brátt varð Ólafi að verzla, að hann seldi Stefáni Jóhanni Óðinn og Þór og öll önnur félög Sjálfstæð- isverkamanna fyrir gengislækkun (kauplækkun) og önnur fríðindi Kveldúlfi til handa. Hermann og Ey- steinn voru Vitundarvottar að samn- ingsgerðum, enda hafa nú bæði Tím- inn og Alþýðublaðið birt kaupsamn- ing. og er hann að þeirra sögn svo • hljóðandi: „Þegar samningar voru gerðir um þjóðstjómina, var einnig svo um samið milli Jafnaðarmanna og Sjálf- stæðismanna, að samstarfi milli kommúnista og Sjálfstæðismanna gegn Alþýðuflokknum í verkamanna félögunum skyldi slitið.“ Verzlun þeirra Ólafs Thors og Stefáns Jóhans var með öðrum orð- um þannig: Alþýðuflokksþingmennirnir, sem verkamenn kusu á þing skulu greiða atkvæði með gengislækkun og lög- þvingaðri kauplækkun, Kveldúlfi og öðrum stórframleiðendum til hags- bóta, og verkamenn í Óðni og Þór skuli hins vegar hætta að tala um lýðræði og jafnrétti innan Alþýðu- flokksins, Stefáni Jóhanni og kump- ánum hans til framdráttar. Aumingja Stefán lét að vanda gabba sig í viðskiptunum, hann seldi ósvikna vöru, það stóð ekki á þing- mönnum Alþýðuflokksins að gera allt sem Kveldúlfur óskaði, en Ól- afur lét félög í skiptum en gleymdi því (vísvitandi?) að einstaklingarn- ir, sem þessi félög mynduðu, réðu sjálfir gerðum sínum. Nú gefa verka- mennirnir, sem Ólafur seldi Stefáni, báðum þessum herrum og flokkum þeirra langt nef, staðráðnir í að beita hinum óháðu stéttasamtökum til hins ítrasta í stéttabaráttunni, og gegn hverskonar yfirdrottnunar of- beldisklíkum, hvort sem þeim er stjórnað af Ólafi Thors eða Stefáni Jóhanni. Sætagíald fevífe- myndahúsanna Borgarstjóri lagði fram til- lögu um sætagjöld kvik- myndahúsanna á fur.di bæj arráðs í gær. Hann leggur til að gjöldm verði: 3 kr. á mánuöi fyrir allt að 10 sýningar á viku, 4 kr. fyrir 11 til 16 sýningar og 5 kr. fyrir 17 sýningar og fleiri. Álag greiðist á gjöldin sam- kvæmt vísitölu. Bæjarráö tók enga afstöðu til tillögunnar, og verður hún lögð fyrir bæjarstjórn til af- greiöslu- Sætagjöldin eru nú 2,50 kr. án tillits til sýningarfjölda. Áskriflarsími Þjóðviljans er 2184 Fti IMilin i Daiðrliu Eftirfarandi tilkynningu hef ur blaðinu borizt frá utan- rí kismálaráðuney tinu: Samkvæmt tilkynningu sem ráðuneytinu hefur nýlega bor izt frá sendiráði íslands í Kaupmannahöfn, er kvöld- vökustarfsemi Stúdentafé- lagsins nýlega lokið. Voru haldnar 12 kvöldvökur og allar voru vel sóttar. íslend- ingafélagið hefur starfað með miklum blóma s. 1- vetur og hefur meðlimatalan tvöfald- azt á starfstímabilinu og er nú rúmlega 520. Um einstaka íslendinga hafa þessar upplýsingar bor- izt: Bjarni Oddsson læknir, er frá 1. apríl 2. aöstoðarlæknir Rigshospitalets neuro-kirur- giske Afdeling. Pétur Magnússon læknir er frá 1. apríl kandidat (um eins árs skeið) við Frederiks- borg Amts Centralsygehus, medicinsk Afd., Hilleröd. Sigurður Samúelsson lækn- ir er frá 1. apríl surnumm- erær kandidat við Rigshospi- talet med. Afd. B. en er vikar um stundarsakir á Blegdams- hospitalet. Öskar Þórðarson læknir er aðstoðarlæknir frá 1. marz hjá bæjarlækni Kaupmanna- hafnar og starfar aö heil- brigðiseftirliti, en er þó á- fram aðstoðarlæknir við Rigs- hospitalets med. Poliklinik. Viðar Pétursson tannlæknír vinnur auk tannlæknistarfa á Kommunehosp. neur. Afd. Jón Skúlason verkfræðing- ur hefur fengið atvinnu hjá Laur. Knudsen Etablissement. Gunnar Böðvarsson verk- fræðingur, er kominn til Kaupmannahafnar í atvinnu- leit. Júlíana Sveinsdóttir málarí. hélt sýningu í Kaupmanna- höfn nýlega og hlaut sýning- in ágæta dóma. Ny Carlsberg sjóöur og einnig Kunstforen- ing keyptu málverk af Júlí- önu. Svavar Guönason málari hefur verið kosinn í dóm- nefnd haustsýningar danskra listamanna. Hann sýnir í sumar mýndir á Noröurlanda- sýningu í Gautaborg. Hinrik Guðmundsson öl- geröarverkfræðingur hefur fengið atvinnu hjá ölgerðar- verksmiðjunni Tuborg. Magnús Sigurðsson frá Veðramóti er að skrifa dokt- orsritgerð, sem hann mun veröa búinn með um jól og vinnur samtímis fyrir sér á hagfræöisstofnun. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 OOOOOOOOOOOOOOOOÓ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.