Þjóðviljinn - 26.06.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.06.1943, Blaðsíða 4
þlÓÐVILJINN M t. ~ MK 0 r bopgtnnt. Naeturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegsapó- teki. Ferðafélag íslands ráðgerir að fara gönguför á Botnssúlur næstkomandi sunnudag. Lagt á stað kl. 9 árdegis frá Austurvelli. Ekið um Þingvöll að Svartagili, en gengið þaðan á hæzta Súlutind. Farmiðar seldir á skrif- stofu Kr. Ó. Skagfjörðs á laugardag kl. 9—12 og um kvöldið kl. 4—6. Lög Iþróffa^ sambandsins Framh. af 3. síðu. byrjunarframkvæmdirnar eru oft erfiðastar. Þessvegna er það knýjandi nauðsyn að allir sem íþróttum unna og að þeim vilja starfa, sæki vel á, sérstaklega meðan verið er að koma þessu í kring, það byggist eingöngu á dugnaði félaganna sjálfra og skilningi á þ‘ví að þetta sé vel- ferðarmál. Það er því undir okk ur 'sjálfum komið hvernig til tekst, hvort framkvæmd þeirra verður til hagsbóta, kyrrstöðu eða til trafala í framtíðinni. All- ir óska hins bezta, en óskirnar uppfyllast ekki nema með starfi og það þrotlausu starfi, en með starfi fæst sigur, og sigur sem þessi er margfalt stærri en met og verðlaun, sem þó þykja eftir- sóknarverð. Það er sagt að marg- arhendur vinni létt verk, og svo er um þetta ef við leggjumst all- ir á eitt í sama anda og krafti á ársþinginu, þá yrði þessi sigur auðunninn. Afrekaskrá Reykjavíkur Fromh. af 3. líöu. Brynj.) ........ 46,4 sek. Ármann (Janus — Árni — Geiri — Bald.) ....... 47,5 — F.H. (Jóhannes — Sveinn — Sig. — Olíver) . 47,7 — 4x400 m. boðhlaup: K.R. (Jóh. — Sverrir — Sig. — Brynj....... 3:37,8mín. Ármann (Árni — Hörður — Bald. — Geiri) . 3:41,2 Fleiri sveitir kepptu ekki- 1000 metra boðhlaup: K.R. (Sverrir — Huseby — Brynj. — Jóh.) . 2:09,9mín. Ármann (Sigurjón — Baldur — Árni — Geiri) .. 2:10,0 Ármann, B-sveit (Stefán — Gunnar — Halld. — Hörður 2:14,0 Framhald afreksskrárinnar birtist í blaðinu á morgun. ~DAGLEGáT nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaf f isalan Hafnarstræti 16. 0OOOOOOOOOOOOOOOO NÝJA BÍÓ Eiginkona útlagans (Bell Starr). Söguleg mynd í eðlilegum litum. GENE TIERNEY, RANDOLPH SCOTT. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11 f. h. ASKRIFTARSIMI Þjóðviljans er 2184. TJARNABBÍÓ Kl. 7 og 9: Höll hattarans (Hatter’s Castle). Eftir hinni víðfrægu sögu A. J. Cronin’s. * Robert Newton. Deborah Kerr. Paramount-mynd. Bönnuð fyrir börn innan 16 ára. Kl. 3 og 5. Svartur sauður í Hvíthöll (Black Sheep of Whitehall). Sprenghiægilegur gamanleik- ur. — Aðalhlutverk: Will Hay. FJALAKÖTTURINN LEYNIMEL 13 Sýning annað kvöld, sunnudag, kl. 8. Aðgöngum. seldir kl. 4—7 í dag og eftir kl. 2 á morgun. Það tilkynnist hér með öllum vandamönnum og vinum, að sonur minn og bróðir okkar GEORG RICHARD fórst með áströlsku spítalaskipi, er sökkt var 18. maí s.l. Einar Long, Salrún Guðmundsdóttir og börn. Skipaskoðunarstjórinn svarar fyrirspurn siómanns I 138. tölublaöi Þjóöviljans er fyrirspurn beint til skipa- skoöunarinnar, viðvíkjandi bjargtækjuni á e. s. ,,Lagar- foss“. 1. spurningin var, hvort Lagarfoss hafi ekki haft þá björgunarbáta meöferðis, sem1 fyrirskipað er samkvæmt lög- um. Vegna þ.essa skal upplýst, að björgunarbátar skipsins í þessari ferö eru tveir, báðir undir bátsuglum, og meö þess um tveimur bjargbátum full- nægir skipiö ákvæöum 14. gr. tilskipunar nr. 43 frá 20. nóv. 1922. 2. spurningin er um þaö, hvort vantaö hafi bakborös- bátinn. Bakborösbátarnir eru tveir, og eru báðir á skipinu, en annar þeirra er ekki undir bátsuglu, og því ekki nú tal- inn sem bjargbátur. 3. spurningin er um þaö, hvort undanþága hafi veriö veitt, þrátt fyrir þaö þótt skipið flutti fjölda farþega og árásin á Súöina var nýafstaö- in. Hér var alls ekki um neina 56? undanþágu að ræða, og skipa skoðuninni er ekki .kunnugt um annaö en aö skipið hafi haft bjargtæki þau, sem það átti aö hafa samkv. 6- gr. reglna um útbúnaö skipa. sem eru í förum á ófriðar- eöa hættusvæöum, sbr. Lögbirt- ingablaöiö frá 21. maí 1943. 4. hvort skipshöfnin hefði fariö fram á aö fá skipið vopn aö, er skipaskoöuninni ó- kunnugt um. Reykjavík, 25. júní 1943. Ólafur Sveinsson. Fisksðlusamningarnir Framh. af 1. síðu. Þjóöviljinn vill, fyrir hönd smáútvegsmanna og sjó- manna, fara þess á leit viö viöskiptanefnd að hún skýri ’frá gangi þessara mála. Virö- ist þaö hógvær krafa, þótt hitt væri sanngjamara og aö því beri aö stefna, aö smáút- Vegsmenn og sjómenn fái trúnaöarmenn sína í nefndir þær sem eiga að fjalla um og ráðstafa framleiðslu þeirra, trúnaðarmenn, sem þeir gætu treyst betur en Jóni í Sam- bandinu og Richard Thors. DREKAKYN Eltir Pearl Bucfc vissi hve reiður faðir hennar mundi verða henni, ef hann fengi vitneskju um þetta, en hafði hún nokkru sinni sagt honum nokkuð það sem hana langaði til að gera, ef hún vissi að það mundi ekki falla honum í geð? Þannig varð ráðagerð hennar smámsaman ljósari. Nú, og þegar hún væri orðinn gestur leppstjórans, þá mundi verða auðvelt fyrir hana að biðja hann að finna þennan Vú Líen. Síðan myndi hún fara upp í sveit til þess að leita að kirkjugarðinum, og þá gæti hún auðveldlega fundið hús og þorp Ling Tans, því að Pansíao hafði lýst því svo vel fyrir henni. Þetta allt var henni vel ljóst, og hún ætl- aði að koma því í framkvæmd án þess að segja nokkrum frá því. Ef hún hitti þennan bróður Pansíao, hver gat þá sagt, hvað gæti orðið? Ef hann væri einhver sauður, þá þurfti hún ekki annað en fara í burtu aftur, en ferðin hefði þá ekki verið til einskis, því hún hefði þó alltaf lent í ævintýrum. Og hún væri alltaf óhult, hvað sem fyrir kæmi. Þannig voru ráðagerðir hennar. Flugvélin lenti og þau dvöldust um nóttina í lítilli borg á landamærunum, í krá jafnskítugri og allar aðrar krár eru, og auk þess bitu flærn- ar hana. Þetta gerði hana reiða og hún gleymdi heldur ekki að segja veitingamanninum það um morgunnn. Hann brosti aðeins, en kona hans var ekki jafn rólynd, og hún bölvaði þessari ungu, hávöxnu stúlku, sem var svo lík út- lendingunum, og sagði: Þú getur verið viss um að mér er miklu annara um flærnar en þig! Ef þær hafa drukkið bláa blóðið sem ; rennur 1 æðum þínum, hefur þú byrlað þeim eitur. Og I hver hefur nokkru sinni heyrt um gott og heiðvirt fólk í sem hefur hvorki flær né lýs? Þegar þær yfirgefa heimilið ; taka þær hamingjuna með sér. : Þú ert fáfróður bjáni og átt skilið að lenda í höndun- ! um á óvinunum. Hvað gagnar það landi okkar að eiga ^ ! gamla steingervinga eins og þig? ^ ! Flugmanninum tókst að lokum að koma henni burtu og <$£ I veitingamaðurinn hélt fyrir munn konu sinnar, og þannig ' skildu karlmennirnir konurnar. Og flugmaðurinn flýtti ^ ; sér enn meir þann dag svo hann gæti losnað við farþega ^ ; sinn, og kom henni til strandarinnar fyrir nóttina. > Majlí gerði eins og hún hafði ráðgert og sendi skilaboð > sín í símskeyti til leppstjórans. Eftir nokkrar klukkustund- ^ > ir kom svar hans, og hún vissi fyrirfram hvernig það & > mundi hljóða. Hann bað hana að koma og sagði að hann l skyldi sjá um að hún fengi sérstakan klefa í lestinni og > að hann mundi láta sækja hana á brautarstöðina í sínum $ > eigin bíl. Hann ætlaði sjálfur að veita henni vernd sína, j! > og skrifaði nafn sitt undir sem drottnari landsins án þess J > að reyna að dylja það á nokkurn hátt. Hún brosti út í § l annað munnvikið, þegar hún sá þetta, og minntist fölleits $ j og veiklulegs andlits hans. 5 j Hún beið í tvo daga. Hún virtist einungis vera falleg % ; ung kona með næga peninga í handraðanum. Hún kom og 5 ; fór ein síns liðs og keypti sér ný föt og dýrar perlur, og ef 3 * hún sá eitthvað viðurstyggilegt eða hörmulegt í strand- 3 ; borginni, þá sagði hún það ékki við neinn. En hún sá það ? ; samt. Margir borgarhlutar voru í rústum og borgin var full í * af beiningamönnum og heimilislausu fólki, ekki aðeins af 3 ; hennar þjóð, heldur einnig frá öðrum hlutum veraldar- $ ; innar. Hún sá hvít andlit sem sulturinn skein út úr, and- ^ | lit burtrekinna og örvæntingarfullra Gyðinga, sem leit- 3 í uðu sér hælis á þessum ömurlega stað. Hálfur heimurinn 5 ; var heimilislaus og í rústum. En hvers vegna þurfti þessi J f stóra og ríka borg þjóðar hennar að verða ófreskjunni að ' g bráð? Hún velti því fyrir sig, sem hún sá, alein og án £ þess að gefa sig á tal við nokkurn þeirra, sem sýndu henni ^ vinsamlegt viðmót og langaði til að vita, hver hún væri, j og hatur hennar til óvinanna fór vaxandi. 5 í slíku skapi fór hún upp í lestina og fann staðinn sem £ hafði verið sérstaklega búinn út fyrir hana, og fór til borg- £ arinnar, þar sem bernskustöðva móður hennar höfðu ver- £ ið, og kom þangað um kvöldið. g Eg er einmana, sagði leppstjórinn, og hún vissi að hann g langaði til að færa sig nær henni og leggja hönd sína á g hennar hönd. Hún hafði breytzt í fullþroska konu, síðan g hann sá hana síðast. Hún leit á hann og hann vissi að hann £ gæti ekki snert hana. Hann færði hig frá henni og setti £ bollann á borðið. g Auðvitað eruð þér einmana, sagði hún róleg. Það sem £ þér hafið gert hefur slitið yður frá kunningjum yðar og g vinum. p Þau töluðu ensku, sem þau kunnu nærri álíka vel. & &

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.