Þjóðviljinn - 27.06.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.06.1943, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 27. júní 1943. ÞJÓÐVILJINN Miiiriu itn oetir sal: .Ei uar bar' í Ameríska blaðinu University o£ Washington Daily, sem gefið er út í Seattle Washington, birtist 5. janúar s. I. eftirfarandi viðtal við Benjamín Eiríksson frá Hafnarfirði, skrifað af Jim Huntley. cBœjaZ’'páyhwinn Valdatöku Hitlers, hátíðahöld- in á Rauða torginu í Moskva og „hreinsun“ Stalins 1936, land- göngu ameríska hersins á ís- landi, komu Chur^hills til ís- lands eftir að hann hafði undir- ritað hinn þýðingarmikla Atl- antshafssáttmála —alla þessa at- burði og fleiri í sögu Evrópu undanfarin ár hefur Benjamín Eiríkson, nýi hagfræðingurinn séð. — Eg sá Hitler standa við gluggana í Wilhelmstrasse, þeg- ar hann hafði tekið völdin í Þýzkalandi, sagði íslendingur- inn Benjamín Eiríksson, Göbb- els og Göring stóðu þar hjá hon- um. Sá ríkisþinghúsbrunann. — Hitler var mjög fölur, næst- um eins og veikur maður, sagði hann. Nokkru síðar sá ég ríkis- þinghússbrunann í marz 1933. Þegar Hitlersstjóórnin hóf of- sóknirnar gegn háskólakennur- unum, sá Benjamín „hvaðan vindurinn blés“ og fór frá Þýzkalandi til Svíþjóðar og hélt áfram námi þar og síðan í Moskva 1935. — Stalín er kyrrlátur maður og miklu líkari myndum, sem af honum hafa verið birtar, en Hitl er er, sagði Benjamín. Hann er enginn orðagjálfursmaður. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 <><><><><><><><><><><><><><><><>0 Áskriftarsími Þjóðviijans er 2184 Málajerlin í Moskva. Meðan Benjamín dvaldi í Moskva var afnumin þar brauð- skömmtunin og vakti það mikla og almenna ánægju. Hann var þar einnig meðan hin frægu málaferli stóðu yfir. Þaðan fór hann til Svíþjóðar og útskrifaðist þaðan sem fil. cand. 1938. Síðan fór hann' heim til íslands, skrifaði þar bækling um gengismál og' vann fyrir verklýðsfélög. Áður fyrr var engin hagfræði- deild við háskólann í Reykja- vík, en nú hefur henni verið komið á fót. — Eg vona, sagði Benjamín, að ég eigi eftir að kenna heima í mínu eigin landi einhverntíma, þegar stríðinu er lokið. Islendingar fagna Ameríku- mönnum') Benjamín hafði aldrei komið til Ameríku, þegar ameríski her- inn kom til íslands 1941. Hann lagði áherzlu á, að Bretar hefðu hernumið ísland á móti vilja ísl. ríkistjórnarinnar, en koma ameríska hersins hafi verið sam- kvæmt samkomulagi. Herjum beggja þjóðanna hafi þó verið tekið með vinsemd. Benjamín fór frá íslandi í jan. 1942 og hélt áfram námi í hagfræði við háskólann 1 Minne- sota. Hann býr sig nú undir að ljúka námi í Washington, samhliða aðstoðar hann prófess- or Henry Beechel við hagfræði- kennslu- Mun hannhafa í hyggju að taka þar doktorsnafnbót, Líkar vel í Ameríku Benjamín segir að sér líki vel dvölin á vesturströnd Ameríku, í Seattle og í Ameríku yfirleitt og hið sama segir konan hans, — þau giftu sig á jóladaginn. Landslagið er víða 'líkt og í Skandinavíu og mér fellur prýði lega við fólkið“. 1) Hér hefur landafræðiþekking blaðamannsins við hið ameríska hó- skólablað skolazt ofurlítið, því und- irfyrsögn hans er: „Greenlanders Welcome Yanks“ = Grænlendingar fagna Ameríkumönnum. Hausavíxl á Töppnum. Mörgum hefur blöskrað salan á sauðarhausunum hérna í Reykjavík, þó maður ''sleppi nú alveg þeirri blessan, sem ýmsar tegundir af sauð arhausum hafa fært þessari þjóð. En eitt kemur öðru meira. Nú er byrjað að selja okkur kálhausa á 20 kr. kg. Eg keypti einn í gær, sem vóg 50 gr. og hann kostaði 1 krónu. Vonandi verða menn hvattir til að borða þessa hollu fæðu og ekki spillir það, að hún kemur sjálfsagt ekki inn í vísitöluna. Það er nú eitthvað annað en með kartöflurnar, sem helmingur gengur úr. Það væri freistandi ef einhver gæti reiknað út hve mikill hagnaður fólki væri að kartöflulækkuninni. Fyrir utan það, að fjöldinn af fólki neydd- ist til að éta útsæðiskartöflurnar í vetur og vor urðu svo að kaupa aðr- ar á yfir 80 kr. pokann. En það fór nú bara út úr buddunni, svo það skiptií nú valdhafana litlu. . H. P. Skemmdu appelsínurnar. Það væri gaman að fá álit heil- brigðisnefndar á hinni dæm^lausu sölu á skemmdum appelsínum. Eg hef að minnsta kosti heyrt, að skemmdar appelsinur gætu orðið banvænar. Ef að þessi vara fæst óskemmd þurfa menn að standa með lyfseðil í höndunum og bænarsvip á andlit- inu eins og maður væri að knýja út heilagan anda í kílóatali. En þegar svo stendur á, að varan er óæt, er henni slengt í kaupmann- inn til að okra á henni við almenn- ing. Það þarf ekki að vanda torfuna undir hlandkoppinn. Manni sýnist það fullkomin sví- virðing að svona vara sé seld, þar sem vitað er að hún er svo keypt af börnum og óvitum. Það er ekki víst að allir séu svo samvizkusamir með flokkunina. Eg sá að minnsta kosti vícja barn með appelsínur, sem var hreinasti viðbjóður. H. P. Landsfundur sjálfstæðis- manna snýr til guðs. Það er ekki fyrir það, að mig langi neitt til að hnjáta í trúarbrögðin, að ég skrifa þessar línur. Trúarbrögðin hafa sitt gildi, ef lit- ið er á kjarna þeirra með heilbrigðri skynsemi, án þess að úlfur sé færð- ur í sauðargæfu. Aftur á móti eru þau hættulegasta vopn, þegar þau eru tekin í þjónustu verstu afla sem ráða með oss mönnum og það er al- gengasta túlkun þeirra. Aumingja Gunna er ekki búin að ná sér ennþá síðan blessuð börnin sungu Alþjóðasönginn 1. maí og hún spyr með íhaldskjökri hvernig muni fara, ef þessi söngur heldur áfram. Eg er alveg hárviss um, að þótt Kristi hefði verið sýndur Alþjóða- söngurinnn, hefði hann ekkert haft við hann að athuga. Eg vildi ráð- leggja frúnni svona reseptslaust, að lesa það sem Kristur sagði- um sjálf- stæðisíhaldið í Gyðingalandi. Það eru þær kröftugustu, sönnustu og fegurstu skammir, sem ég hef heyrt. Það þarf bíræfni, brjóstheilindi og ó^kammfeilni á hæsta stigi til að freista þess að spenna Krist fyrir íhaldskerruna. Allir sem nokkuð hugsa, vitað að auðvaldsstefnan er- byggð upp með það fyrir augum, að traðka á rétti annarra manna og þá pinkum lítilmagnans, sem Kristur kallaði bróður sinn. Með sérréttindum, sem fengin eru á þennan hátt, hefur hún haldið mannkyninu í þeim blóðböndum, sem það hefur ekki enn brotið af sér. Það er engin tilviljun, að maður hittir vart íhaldsmann, sem ekki þykist elska guð. Og þeir gefa stór- gjafir til allskonar helgiiðkana og taka upp hanzkann fyrir drottinn á hvaða vettvangi sem er. En þeim rennur ekki enn til rifja að sjá atvinnulausa og allslausa menn allt i kringum sig. Það er sagt að vond samvizka auki á trúarþröfina, og er þá vel skiljan- legt hvaðan vindurinn blæs. Við sam vizkubiti er ekkert að segja. Á með- an er einhver von. Biðjið ykkar bænir, en ekki eins og farísearnir, uppi á Þingvelli. Spennið ekki drottinn fyrir fjár- plógsvagninn, heldur þann eina sanna og rétta aðila, fjandann sjálf- an, og syngið svo: „Hann er bróðir minn“. H. P. „ísland frjálst og það sem fyrst“. Herra ritstjóri! Ég vil með nokkrum orðum vekja atþygli á þeirri ágætu ræðu, er Benedikt Sveinsson, fyrrverandi Al- þingisforseti, flutti í útvarpið 17. júní s.( 1. Og þeim orðum vil ég sérstak- lega koma á framfæri í blaði yðar. Ber til þess það tvennt: í fyrsta lagi að „Þjóðviljinn” túlkar skeleggast allra íslenzkræ blaða vilja íslendinga' í sjálfstæðismálunum, eins og þau horfa við oss í dag, enda hæfir það vel arftaka gamla „Þjóðviljans", sem Skúli Thoroddsen skýrði. í öðru lagi er „Þjóðviljinn“t studdur og fyrst og fremst lesinn af þeim hluta. þjóðar- innar, alþýðúnni, sem jafnan hefur sýnt í raun mesta tryggð og hollustu málstað íslands. Benedikt Sveinsson hefur lengi staðið framarlega í sjálfstæðisbar- áttu íslendinga, bæði á Alþingi og utan þess, enda svall honum móður í ræðu sinni 17. júní er hann minntist síðasta átaksins, sem nú þyrfti að gera til þess að leysa ísland að fullu úr tengslum við erlent vald. Ég hygg að allir góðir íslendingar vilji í orði og verki taka undir það með Bene- dikt Sveinssyni, að nú megi íslend- ingum ekki förlast að standa rétt að leik í síðasta þætti hinnar örlaga- ríku sjálfstæðisbaráttu sinnar. Orð eru það einnig í tíma töluð, er Benedikt Sveinsson í ræðu sinni vísaði á bug með sterkum söguleg- um rökum, þeirri firru, sem fram hefur komið, að íslendingar kynnu að gjalda þess í sambúð við hinar Norðurlandaþjóðirnar, ef þeir nú legðu síðustu hönd á hið mikla sögu- lega hlutverk sitt að skapa fullkom- lega sjálfstætt lýðveldi á íslandi. Með sömu rökum sannaði hann það, og tilfærði í því sambandi dæmi úr sögu Norðmanna, að samúð og skiln- ingur milli þjóða ætti sér því aðeins grundvöll og eðlileg vaxtarskilyrði, að þau hefðu þau ein samskipti, sem væri þeim sjálfráð og geðþekk. í lok ræðu sinnar minnti Bene- dikt á þessa setningu úr einni af ræðum Jóns Sigurðssonar forseta: „Róið vel, því að nú er lag“. Þessi orð eiga sannarlega vel við einmitt nú, þegar íslendinga býður alveg sér Hnefaleikamót íslands Laugardagskvöldið 19. þ. m. fór fram hnefaleikamót ís- lands í húsi Jórú Þorsteins- sonar, fyrir fullu húsi úhorf- enda, og urðu margir frá að' hverfa- í bantamvigt varð meist- ari Stefán Magnússon. Leikur þeirra Björns Markans var heldur tilþrifglítill, enda báð- ir ungir. í fjaðurvigt varó meistari Jóel Blómkvist. Voru þeir nokkuð jafnir Steinþór Sæm- og hann, en Blómkvist hefur ágætt fótastarf,' er léttur og leikandi í leik sínum og hef- u’ góðar varnir, en Steinþor er þungur en á til kröftug högg. í léttivigt varð meistari Stefán Jónsson. Var hann ef til vill tekniskasti hnefaleik- arinn sem þarna kom fram. Arnkell, sem hann barðist við, er líka ágætur hnefaleikari, en þegar í annarri lotu er hann „groggy“ svo dómarinn telur upp að 8. í millivigt varð meistari Þorkell Magnússon. í þessum leik var sýnilega mikill þyngd- armunur, því að Þorkell er stór og hefur þéttan og vel byggðan líkama. í léttþungavigt varð meist- ari Kristján Júlíusson. Var leikur þeirra Arnars og hans jafn mjög, Arnar hafði meira fótastarf og kom inn mörg- um góðum höggum sem og Kristján gerði líka og sér- lega með vinstri. Þann dóm skyldi ég ekki. Leiksins í þungavigt var beðið með mestu óþreyju. Böröust þar Hraín Jónsson og Lúðvík Nordgulen. í fyrstu lotu voru þeir nokkuð jafnir, var eins og Hrafn væri að ieita fyvir sér. Komu báðir inn nokkrum höggum. Er nú eins og Hrafn sé búinn aö ge’ a sína hern- aðaráætlun. Hann gengur á- kveðnara til verks. Ivemur Hrafn nú inn á höfuðið þung- um höggum, fyrst með vinstri og fylgir sú hægri oft eftir. Lúðvík verður „groggy“ Blístran bjargar honum frá að verða taiina út Hraín er nú næstum. einvaldur og greiðir Lúðvík þung og stór högg svo að hann gefur upp vörn og grúfir sig við kaðl- ana og dómarinn lyftir hendi H'i'fns, sem sigurvegara. Það voru aðeins keppend- ur frá Ármanni . sem kepptu. sem einnig sá um mótiö. Er vonandi aö hin félögin stóru, fari að koma með keppendur á hnefaleikamótin. Hringdómari var Pétur Wigelund, en leikstjóri var Guðmundur Árason, hinn ágæti hnefaleikaþjálfari Ár- manns. stakt tækifæri til þess að hagnýta rétt sinn og fullnægja skyldu sinni um full sambandsslit við danskt kon- ungsvald. Neyti íslendingar ekki rétt ar síns í sjálfstæðismálum sínum að þessu leyti nú, mun mörgum sýnast svo sem vegist sé að kumli Jóns Sig- urðssonar forseta og minningu hans og annarra forvígismanna í sjálfstæð isbaráttu þjóðarinnar, misboðið á leiðinlegan hátt. Á. Á. S.G.T.~ dansleikur í Listamannaskálanum í kvöld kl. 10. — Aðgöngumiðasala kl. 5—7. Sími 3240. — Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar. I. S. I. K. K. R. ÍSLANDSMÓTIÐ Annað kvöld (mánudag) kl. 8,30 keppa: PRAM - VALUR Þetta er næstsíðasti leikur mótsins. ALLLIR ÚT Á VÖLL Mótanefndin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.