Þjóðviljinn - 27.06.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.06.1943, Blaðsíða 3
ÞJ ÓÐVILJINN 3 Sunnuda'gur 27. júní 1343. piðnnmnH Útgefanái: Saraeiningaiflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkuiinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartarsjn Ritstjórn: Garðastræti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f. Garðastræti 17. Einræðisráðherra í anda Framsóknar Því hefir mjög verið á lofti haldið, að ráðherrar í venjuleg- um þingræðisstjórnum beittu valdi sínu oft all óþyrmilega 1 skjóli flokksvaldsins, þ. e. a. s. að þeir létu miðstjórnir flokka sinna samþykkja gerðir sínar og fengju þar með tryggingu fyrir eftir á samþykki þingsins. Þegar núverandi ríkisstjórn hófst til valda, litu stjórnmála- menn svo á, að hún væri háðari vilja þingsins en nokkur önnur stjórn. Verkefni hennar átti að þeirra dómi fyrst og fremst að vera að framkvæma þingvilja, án þess að grípa til bráðabirgða- j laga eða annarra ráðstafana, ' sem kröfðust eftir á samþykkis. Forsætisráðherra mun og hafa litið þannig á málið, og verður elíki annað séð, en að hann hafi hagað sér samkvæmt því í öll- um meginatriðum og ugglaust hefur hann leitazt við að sveigja ráðuneytið sem heild inn á þessa braut. Einn ráðherranna að minnsta kosti virðist líta allt öðrum aug- um á þessi mál. Þessi ráðherra er Framsóknarmaðurinn Vil- hjálmur Þór. Sennilega er það engin tilvilj- un, að það er einmitt ráðherra Framsóknarflokksins, sem lengst allra ráðherranna víkur frá þeim grundvelli, sem stjórn- inni var ætlað að starfa á. Vil- hjálmur er í miðstjórn Fram- sóknarflokksins og hann hefur setið fundi miðstjórnarinnar, einnig eftir að hann varð ráð- herra í utanflokkastjórn. Það er alkunna, að ýmsir af afturhalds- sömustu foringjum þessa flokks hafa gengið lengst allra ís- lenzkra stjórnmálamanna í flokksofstæki og flokkshags- munastreitu í sambandi við stjórnarstörf, það er því naum- ast hægt að efast um, að Vil- hjálmur sæki fyrirmæli um sínar einræðiskenndu athafnir beint á fundi miðstjórnar Framsóknarflokksins, enda bera þær eyrnamörk þess flokks- Vilhjálmur Þór hefur ákveð- ið verð á bræðslusíld gegn til- lögum síldarútvegsnefndar. — Hann hefur í þessu máli komið fram sem þjösnalegur einræðis^ herra- Hann hefur gengið fram- hjá þessari nefnd, sem beinlínis er til þess sett, að fara með þau raunverulegu völd í málinu. Hann hefur ekki einu sinni virt hana viðtals, og allt er þetta gert til þess að knýja fram lægra Við eignm þefta land Eríndí flutl í skemmtíferd Sósíalístaflokksíns í Þjórsárdal um hvítasunnuna Eitir Bryniílt Biarnason Það er haft eftir einum af ágætustu náttúrufræðingum okkar, aö Þjórsárdalurinn sé að öllu samanlögöu merkasti og fegursti staöurinn á jörö- inni. Iívað sem því líöur, er þaö víst að þetta er dásamlegur staöur. Náttúrufegurðin er töfrandi, hér eru merkustu menjarnar um forna menn- ingu, sem geymzt hafa í jörö á íslandi og viö augum jarö- fræöingsins blasa hin stórkost- legustu viöfangsefni. Jarö- fræöingur getur dvalið hér vikum saman og haft nóg aö starfa við að ráöa rúnir nátt- úrunnar; engin bók hefur nokkurntíma veriö færö í let- ur, sem jafn unaöslegt er aö fesa. En til þess aö geta les- iö þessa dásamlegu bók, þarf rnaður að skilja tákn hennar, kunna að ráöa rúnir þær, sem guðirnir hafa rist á hin miklu (spjöld hennar. Þaö eru til menn, sem geta hlustað á hina fegurstu tón- list án þess að veröa snortnir, finnst ekki meira til þess koma. en það væri urg í skilvindu. ÞaÖ eru líka til menn, sem geta skoðað Þjórs- árdal eða Þingvöll án þess aö veröa snortnir; finnst ekki meira til koma en aö ganga um Fichersund í Reykjavík viö götuljós í skammdeginu. síldarverð en einkaverksrhiðj- urnar borga. Það er gert til þess að reyna að hefja kauplækkun- arherferð, og það er beinn fjand- skapur við sjómenn og útgerðar- menn. Allt er þetta í fullu samræmi við stefnu Framsóknarflokksins, samanber kauplækkunarskilyrði hans fyrir þátttöku í stjórnar- myndun, og fjandskapinn gegn sjómönnum fyrr og síðar (hræðslupeningarnir). Enn ljósari eru þó fingraför Framsóknarflokksins á öðru stærsta hneykslismálinu, sem Vilhjálmur er við riðinn. Það er skipun mjólkursölunefndar. — Eins og kunnugt er hefur Vil- hjálmur látið vera að skipa þessa nefnd, en það átti hann að gera 1. apríl. Þjóðviljinn hefur áður sýnt fram á, að þetta lög- brot fremur ráðherrann til þess að tryggja völd Framsóóknar- flokksins yfir mjólkursölumál- unum hér í höfuðstaðnum eins lengi og verða má. Um þetta skal ekki fjölyrt að sinni. Vilhjálmur Þór starfar sem einræðisherra í anda hinna afturhaldssömustu manna úr Framsóknarflokknum, og senni- lega eftir beinni fyrirskipun frá þeim. Þetta er staðreynd, sem öllum ber að víta. Brynjólfur Bjarnason En þaö er snautt og vesælt líf, aö vera heyrandi og heyra þó ekki, sjáandi og sjá þó ekki dýrö jarðarinnar. Flestir þeir, sem komiö hafa á Þingvöll, og kunna á annaö borö aö njóta feguröar, sja l.ndið með augurn Jónasar Hallgrímssonar. Fyrir flestum okkar myndu Þingvellir missa mikils af töfrum sínum, ef kvæðið „Fjallið Skjaldbreiöur“ hefði aldrei veriö orkt. Það er gaman aö lesa dag- bók Jónasar, þar sem hann segir frá hinni sögulegu julí- nótt þegar kvæöiö varð til. Þar er sagt greinilega frá hvar leiö hans lá er hann kveður: „Ríö ég, háan Skjaldbreið skoða, skín á tinda morgunsól, glööum fágar röðulroöa reiðarslóöir, dal og hól. Beint er í noröur fjalliö fríöa, — fákur eykur hófaskell — sér á leiti Lambahlíða, og litlu sunnar Hlööufell“. Þetta var fyrir 102 árum miðvikudaginn 14. júlí 1841. Hann fór eins og leiö liggur meö lest sinni frá Þingvöllum noröur á Hofmannaflöt, og þaöan noröur Eyfirðingaveg inn meö Lágafélli aö austan, þ- austur yfir hraunið inn aö Skjaldbreiö viö norður- enda Hrafnagjár. Einhvers- staöar í hrauninu skildi Jón- as viö lestina til þess aö skoða Sandgíg, en komst aö raun um aö hann væri ekki gígur, eins og nafniö bendir til. Þeg- ar Jónas hafði lokiö þeirri rannsókn, fór hann aö líta eftir lestinni, en hún var þá horfin haföi villst af réttri leið í hrauninu. Áætlunin var aö fara umhverfis Skjaldbreiö og nátta sig síðan á næsta án- ingarstað á fjallveginum, þar sem heitir Efri Brunnar. Jón- as afréö nú aö halda einn áfram ferð sinni og sinna rannsóknum sínum á leiöinni, í von um aö finna samferöá- menn sína í náttstaö um kvöldiö- En þegar þangaö kom var lestin þar heldur ekki, svo Jónas varö að liggja úti í köldu grasinu í félags- skap hestsins síns, sem hét Baldur, og tíkarinnar sem fylgdi honum, sem hét Kana. Áöur en hann lagðist til hvíldar las hann fegursta kvöldversiö, sem til er á ís- lenzka tungu (eöa svo finnst mér) og hljóöar svo: i „HeiÖabúar! glööum gesti greiöiö för um eýðifjöll. > Einn ég treð meö hundi og hesti hraun — og týnd er lestin öll. Mjög þarf nú að mörgu hyggja, mikið er um dýrðir hér! Enda skal ég úti liggja. enginn vættur grandar mér“. Sjálfsagt hefur þessi úti- lega ekki veriö holl fyrir heilsu Jónasar, sem var nú mjög tekiö aö hraka. >— En dásamleg nótt hefur þetta yerið. Ennþá ljóma Þingvellir og óbyggöirnar kring um Skjaldbreiö í unaði þessarar nætur á sólríkum dögum og döggvotum nóttum. — Þaö er óhætt að gefa heila mannsævi fyrir eina slíka nótt. Viö sjá- um nú ekki lengur aöeins hiö ytra borð Þingvalla. ViÖ sjáum Þingvelli í sköpun. Viö sjáum öll hin tröllauknu öfl, sem blunda í hrauninu, gján- um, vatninu og fjöllunum, gædd lífi aldanna, viö skynj- um sál staöarins og viö erum öll á valdi þeirra töfra sem umlykja okkur. í þessu landi höfum við átt heima í meira en þúsund ár. Víö eigum þetta land. Hvílík ur unaöur og hvílík ham- ingja. En höfum viö kunnaö aö hagnýta okkur þennan auð, höfum við kunnaö aö meta þessa hamingju? Þaö er mjög fjarri því. Þúsundir manna hafa lifað og dáið, án þess aö sjá meira. en næsta nágrenni þess staðar, þar sem þeir eru fæddir. Þúsund- ir reykvískra karla og kvenna hafa aldrei fengiö aö kynnast íslenzkri náttúru. Og þó er sambandið viö náttúruna okkur jafn nauðsynlegt og blessaö brauöiö og vatnið. Fájstir vita þetta raunar, en þeir þjást af skortinum engu að! síöur. Öldum saman hafa menn þjáöst af beinkröm og kirtlaveiki, án þess aö hafa hugmynd um að þá skorti fjör efni og sólarljós. Og við þjá- umsti af andlegi’i beinkröm, án þess að hafa hugmynd um að okkur skorti það, sem er jafn nauösynlegt eins og matur og drykkur, tengslin við’ náttúruna. Ef viö kynnum aö lifa og skipa samfélagsmálum okkar eins og mönnum 20. aldar- ipnar sæmir gæturn viö notiö þessara gæöa í ríkara mæli en flestar aörar þjóðir heims. Til þess aö afla þeirra gæöa, sem viö teljum nauösynleg, á því menningarstigi sem við nú erum á, þyrftum viö ekki aö vinna nema nokkrar stund ir á viku, éf viö hagnýttum til fulls alla þá tækni, sem nútíminn hefur yfir að ráöa og framleiddum til þess aö fullnægja þörfum okkar, en ekki í gróðaskyni fyrir ein- staka menn. En vissulega munum viö hafa nóg aö starfa allan guöslangan daginn, til þess aö sinna öörum þörfum, sem hæfa ríkari og fullkomn- ar menningu. ÞeSs vegna skulum við ekki hlusta á nöldur auövaldsins um aö viö eigum aö draga úr kröfum okkar til lífsins. Viö skulum bera höfuðið hátt og gera sí og æ aukna kröfu til lífsins. í því er þróunin fólgin. Lát- um lífsvenjubreytingar okkar vera lífsvenjubreytingar fram- faranna en ekki afturhaldsins. Verkalýðsfélögin hafa nú fengiö því framgengt með baráttu sinni, að verkafólk hefur rétt til nokkurs sumar- leyfis. Þaö er aöeins fyrsta skrefiö. Og til þess aö vernda þessi réttindi, þurfum við aö sækja fram. Ef auövaldsskipu- lagiö fær aö haldá áfram ó- truflaö eftir stríöiö, getum ■ viö veriö viss um að allt sæk- ir í sama horfið aftur. Á vet- urna röltum viö atvinnulaus um göturnar og hainarbakk ann eöa milli bæjarskrifstof- anna og vinnumiölunarskrif- stofunnar. Á sumrin þykjumst viö hclpin, ef við fáum aö þræla þrotlaust alla daga. enginn hugsar lengur um sum arleyfi, ekker" temst ai nema kvíömn fyrir vetrinum. Viö nöfum fcundizt samtök- um í Sósíalisiaflokknum og í verka'yösfé igunum til þess að korna ? veg fyrr þetta. Það er siöferðisleg skylda okkar aö gera miklar kröfur tll lífsins og þaö þýðir ekkert annað eri að við verðum aö gera miklar kröfur til okkar sjáltra. Á sléttum Rúsolands láta nú milljónir manna lifiö og tugir milljóna líða þjáningar, sem ekki veröur meö oröum lýst, til þess aö þjóöirnar, og þar á meðal okkar þjóö, fái að njóta friöar og frelsis. Við höfum ekki þurft aö leggja mikiö af mörkum ennþá. En þó aö erlendar og innlendar Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.