Þjóðviljinn - 29.06.1943, Page 1

Þjóðviljinn - 29.06.1943, Page 1
Á laugardaginn rann út frestur sá, sem útgerðannönnum var gefinn til þess að senda stjóm síldarverksmiðja ríkisins rnnsókn- ir sínar um að selja afla sinn fyrir það verð, sem Vilhjálmur Þór hefrn- ákveðið í trássi við álit og vilja meirihluta verksmiðju- stjórnarinnar. Aðeins um 20 skip, flest allt minni bátar, vijdu fallast á að selja verksmiðjunum afla sinn fyrir lægra verð en kr. 18,00 málið. Tæp 50 skip settu það að skilyrði í umsókn sinni, að lág- x marksverð yrði kr. 18,00 málið. Enn munu um 20 skip ekki hafa sótt um. Mótmæli gegn ákvörðun Vilhjálms Þór um bræðslusíldar- verðið hafa borizt hvaðanæfa að. Öll stærstu samtök sjómanna og útgerðarmanna hafa sent ráðuneytinu mótmæli sín. Á laugar- dag bárust ráðuneytinu mótmæli ALLRA útgerðarmanna í Vest- mannaeyjum. Meiri hluti verksmiðjustjórnarinnar heldur því fast fram, að greiða beri 18 krónur fyrir málið og hefur rökstutt afstöðu sína. Vitað er að meirihluti þings er á sömu skoðun. Samt þrjózk- ast V. Þór og heldur fast við sinn keip og stofnar síldarútvegin- um í sumar í hættu með framkomu sinni. Þjóðviljinn hefur bent á, að verksmiðjustjómin eigi að á- kveða 18 kr. verð og styðja sig í þeirri ákvörðun við meirihluta | þings. Síldarverksmiðjustjórnin ákvað í gær að snúa sér til þing- j flokkanna með ósk um „að þeir láti nú þegar uppi vilja sinn við hæstvirta ríkisstjóm um að farið skuli eftir tillögum meiri hluta stjórnar síldarverksmiðja ríkisins um heimild handa verk- smiðjunum til þess að kaupa bræðslusíldina í sumar föstu verði fyrir áætlunarverðið kr. 18,00 málið“. Þingflokkur sósíalista tók málið fyrir í gærkveldi og verður svar hans birt í blaðinu á morgun. Hér fer á eftir bréf stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins til þingf lokkanna: samþykkja ályktun viðvíkjandi réttindum skóia til að brautskrá stúdenta Félag menntaskólakennara hélt fund á Akureyri dagana 21. —23. þ. m. Á fundinum var m. a. rætt um aðbúnað þann, sem menntaskólar landsins eiga við að búa og samþykkt að skora fastlega á ríkisstjóm og löggjafarvald „að hefjast handa um gagngerðar endurbætur á aðbúnaði menntaskólanna“. „Reykjavík, 28. júní 1943 Stjórn Síldarverksmiðja ríkis- ins hefur nú, svo sem venja er Skipstjórafélag Norð- lendinga mótmælir gerræði atvinnumála- ráðherra Farm?i»na- og fiskimaniia- samband Is ar.ds hefur hori.ít svohljóðandi símskeyti frá Ak- ureyri: „Fundur í skipstjórafélagi Norðlendinga haldinn 27. júní 1943 mótmælir harölega á- kvörðun atvinnumálaráöherra um verðlag á síld í síldarverk- smiðjum ríkisins á komandi sumri, fundurinn krefst þess aö farið veröi aö tillögum meirihluta stjórnar fyrrnefndr ar verksmiöju í þessu efni“. (Undirskriftir) Fundarályktun þessi hefur veriö send atvinnumálaráö- herra. til, auglýst eftir þátttöku í síld- veiðunum og skyldu útgerðar- menn síldveiðiskipanna segja til um hvort þeir vildu leggja síld- ina inn til vinnslu og fá greidd 85% af áætlunarverbinu kr. 18,00 við afhendingu og endan- legt verð síðar — eða selja hana föstu verði fyrir það verð, sem atvinnumálaráðherra hefur á- kveðið. Var fresturinn útrunn- inn að kvöldi laugardaginn 26. þ. m. Hafði Síldarverksmiðjum ríkisins þá aðeins verið boðinn síldarafli af 22 skipum í sumár með þeim kjörum, sem auglýst voru, en fyrir 45 síldveiðiskip hafði verið sótt með Því skilyrði að verksmiðjurnar greiddu fast verð kr. 18,00 fyrir málið. Loks höfðu ekki borizt umsóknir frá allmörgum skipum, sem mun þó af útgerðarmönnum þeirra hafa verið ætlað að skipta við Síld- arverksmiðjur ríkisins, ef ekki bæri á milli um verðlag síldar- innar. í fyrra höfðu Síldarverksmiðj- ur ríkisins um 70 skip í föstum viðskiptum og í ár var búizt við, að þátttakan myndi aukast upp LOFTSÓKNIN í GÆR OG FYRRINÓTT Frakkland - Grikk- land - Italía Þrátt fyrir mjög óhagstætt veður réðust stór hópar ame- rískra flugvéla í gær á Neapel og Reggio á ítalíu. Árásin á Neapel stóð í 15 mínútur, var varpað niður þúsundum í- kveikjusprengna og 2000 kíióa sprengna. Miklir eldar komu upp í borginni. Brezkar flugvélar frá Malta réðust á Suður-ítalíu og Sik- iley. Síðdegis í gær geröu fjöldi amerískra flugvéla loftárás á herstöðvar 1 Norður-Frakk- landi. Fyrr um daginn höfðu brezkar flugvélar ráðist á skipalest undan ströndum Hollands og sökkt 2 skipurn. og laskað. 3. Þá réðust margar Liberator flugvélar á flugvelli Þjóöverja á Grikklandi. Á heimleiö flugu vélarnar yfir Aþenuborg og köstuöu niöur flugmiöum. Tumlurdufl Bandamanna hafa grandað 400 skipum möndulveldanna ..... Flug- og flotastjórn Breta gaf í gær út tilkynningu, þar sem sagt er frá því að tund- urdufl sem tundurduflaskip, herskip, kafbátar og flugvél- ar Bamlamanna hafa lagt, hafi grandaö 400 skipum möndulveldanna frá stríðs- byrjun. Meöal þessara skipa eru mörg stórskip, svo sem l'lutn- ingaskipiö Gneisenau 18 þús- smálestir, 10 þús. smálesta tankskip o. s. frv. Tundurduflahættan hefur verið' svo mikil, að Þjóöverjar hafa oft neyösþ til þess að: loka þyðingarmiklum höfn- um, allt noröan frá Kirkenes suöur aö Biskayaflóa. í 85 til 90 skip, enda var nú gert ráð fyrir, að Síldarverksmiðjur ríkisins starfræktu verksmiðj- urnar á Sólbákka, Krossanesi, Framhald á 4. síðu. Félag menntaskólakennara var stofnað árið 1938. í því eru allir menntaskólakennarar í Reykjavík og á Akureyri. Félagið heldur fundi sína ann að árið í Reykjavík en hitt árið á Akureyri. Annað árið er aðal- stjórnin skipuð menntaskóla- kennurum í Reykjavík, en vara stjórn á Akureyri. Hitt árið er aðalstjórnin á Akureyri en vara- stjórnin í Reykjavík. Stjórnin er nú þannig skipuð: Formaður: Kristinn Ármanns- son, ritari: Ingvar Brynjólfsson; gjaldkeri: Sigurkarl Stefánsson; varaformaður: Halldór Halldórs son; vararitari: Sigurður Guð- mundsson; varagjaldkeri: Þór- arinn Björnsson. Félagið sendi fulltrúa á al- þjóðamót menntaskólakennara, sem haldið var í Kaupmanna- höfn 1939, rétt fyrir stríðsbyrj- un. Félagið gekk í Bandalag starfsmanna ríkis og bæja þegar eftir stofnun bandalagsins. Hér fara á eftir samþykktir fundarins á Akureyri, voru þær allar gerðar í einu hljóði. . Áskorun til ríkisstjórnar og löggjafarvalds um gagn- gerðar endurbætur á aðbún aði menntaskólanna „Fundur menntaskólaftennara haldinn á Akureyri 21.—23. júní 1943, telur, að aðbúð sú, er menntaskólar landsins eiga við að búa um húsakost og kennslu- tæki, sé óviðunandi. Bendir fundurinn á í því sam- þandi, að allur aðbúnaður sam- svarandi skóla í nágrannalönd- unum sé miklum mun betri en hér, enda hafi um alllangt skeið ekkert verið gert af ríkisins hálfu til þess að auka eða bæta ytri kjör menntaskóla vorra. Hefur þó löggjafarvaldið á sama tíma sýnt góðan skilning á sams konar þörfum ýmissa annarra menntastofnana í landinu, svo sem barnaskóla, alþýðuskóla og háskólans, og er nú stöðugt unn ið að verulegum framkvæmdum þeirra vegna. Skorar fundurinn fastlega á stjórn ríkisins og löggjafarvald að láta nú eigi lengur dragast að hef jast handa um gagngerðar endurbætur á aðbúnaði mennta skólanna“. Áskorun til kennslumála- ráðherra „Fundur menntaskólakennara, haldinn 22. júní 1943, ályktar að skora eindregið á hæstvirtan kennslumálaráðherra, að hann hlutist til um og leggi ríka á- herzlu á, að Sigurður Guðmunds son skólameistari, hverfi ekki frá embætti sínu, er hann verð- ur 65 ára á hausti komanda. Ályktun þessa rökstyður fund urinn þannig: Sigurður Guðmundsson hefur sem alkunnugt er rækt starf sitt með miklum ágætum, og rækir enn, enda heldur hann fyllsta Framh. á 4. síðu. Boðhlaup Ármanns umhverfis Reykjav. fer fram I kvöld Boðhlaup Ármanns um- hverfis Reykjavík fer fram í kvöld og hefst kl. 8,30. Þrjú félög taka þátt 1 hlaup- inu aö þessu sinni, Ármann, í. R. og K- R. og sendir hvort félag 15 manna sveit. Hlaupið hefst á íþróttavell- inum og hlaupiö veröur Hring braut, Vesturgata, Skúlagata og síöan Hringbrautin áfram vestur á íþróttavöll. Er vega- lengdin um 6 700 metrar. Keppt vei'öur um Alþýöu- blaöshorniö, sem vinnst til eignar þrisvar sinnum í röö eöa 5 sinnum alls. Þetta er 1 5. sinni, sem keppt er um þaö og hefur Ármann unniö þaö 3 og K. R. 1 sinni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.