Þjóðviljinn - 30.06.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.06.1943, Blaðsíða 3
Miðvikuo.&gur 30 júní 1943. ÞJÓÐVILJINN )W\ r- 3 plðOVIIJIHII Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistatlokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartarson Ritstjórn: Garðastræti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Vikingsprent h.f. Garðastræti 17. Vilhjáimur Þór á að hverfa úr ríkisstjórn Vilhjálmur Þór hefur meö framkomu sinni varðandi verS bræðslusíldar, fyrirgert rétti sinum til að skipa ráðherra- sæti. Honum ber tvnnælalaust að beiðast lausnar og það án tafar. Ferill ráöherrans í þessu máli hefst á því aö hann virð- ir að vettugi tillögur og ráð þeirrar stjórnar, sem Alþingi ætlast til að raunverulega ráði viðskiptum síldarverk- smiðja ríkisins, við sjómenn og útgerðarmenn. Gagnvart þessari stjórn hefur ráðherr- ann raunverulega sömu að- stöðu og gagnvart Alþingi, það er hrein misbeiting á ráð- herravaldinu að láta undir höfuð leggjast að hlýða á ráð þessarar stjórnar, og þaö er ennfremur misbeiting ráð- herravaldsins að ganga al- gjörlega fram hjá tillögum mehihluta hennar. Þegar viðskiptum ráðherr- ans og verksmiðjustjórnarinn- ar sleppir er komið að viðskipt um hans við sjómenn og út- gerðarmenn. Þaö hefur kom- ið í ljós aö hvert einasta fé- lag sjómanna og , útgerðar- manna sem um þessi mál hefur fjallaö er fullkomlega andvígt ákvörðurium ráðherr- ans. Vissulega ættu samtök þessara aðilá mestu að ráða um stjórn síldarverksmiðja ríkisins. Fyrst er svo væri komið væri hægt að tala um þjóðnýtingu í sambandi við þær. Vilja þessara áðila hefur ráöherrann fótum troðiði. Meirihluti verksmiðjustjórn- ar hefur farið þá leið, að snúa sér til þingflokk- anna og óskaö álits þeirra Sósíalistaflokkurinn hefur þeg ar svarað. Hann er fullkom- lega sammála meirihluta stjórnarinnar, og algjörlega andvígur ráðherranum. Svör hafa ekki borizt frá öðrum þingflokkum, svo Þjóöviljan- um sé kunnugt, en fullvíst er að yfirgnæfandi meirihluti þingsins hefur sömu áðstöðu sem Þjóðviljinn í málinu. Þessi staðreynd tekur af öll tvímæli, um aö Vilhjálmur Þór á að‘ víkja úr ráðherra sessi og þaö án tafar, og í sæti hans aö koma maöúr, sem framkvæmir vilja Alþing- is, verksmiðjustjórnarinna.:, verkalýössamtakanna og út- geröarmanna í þessu máli. Fari svo ólíklega aö Vil- Arní Agúsfsson; HpplfðstriiB Eystelns Jðnssonar Átökin í Framsóknarflokknum stóðu ekki um myndun vinstri stjórnar — þau stóðu um nýja samvinnuaðferð í baráttunni gegn Sósíalistaflokknum og samtökum launþega 9 Aukaþingið Aukaþingið, sem lauk störf- um eftir langa setu nú fyrir páskana bar þess greinleg merki að íslenzka yfirstéttin á um þess ar mundir í vök að verjast. í öll- um málatilbúnaði og meðferð mála á þinginu virðist gæta ó- venjulegrar og óttablandinnar varfærni hjá fulltrúum gömlu Þjóðstjórnarflokkanna. Sú ör- yggistilfinning og óttaleysi, sem á undanförnum þingum hafði ríkt meðal þjóðstjórnarliðsins og veitt því styrk til þess að af- greiða með hraði ofsóknar- og kúgunarlög á hendur alþýðu landsins virðist nú umhverft í ömurlega vanmáttarkennd. Með an þjóðstjórnin réði ríkjum, óttalaus um völd sín, höfðu flokkar hennar á Alþingi kom- ið sér saman um það að gera út af við Sósíalistaflokkinn, hvað sem það kostaði. Eitt atriði í því samkomulagi var það að gefa út sameiginlega yfirlýsingu um, að þeim þætti virðingu sinni og Alþingis misboðið með setu sósíalista á þingi. Þjóð- stjórnarliðinu hefur að sjálf- sögðu ekki grunað Það þá, að þessi yfirlýsing yrði sósíalistum til þvílíkra meðmæla sem raun varð á við síðustu tvær kosning- ar til Alþingis. Eftir síðustu kosningar Að afstöðnum kosningum s. 1. haust gáfu þjóðstjórnarflokkarn ir út nýja yfirlýsingu, þar sem þeir sögðu, að myndun þingræð- islegrar ríkisstjórnar ylti á af- stöðu sósíalista. Nú gátu 42 þing menn gömlu þjóðstjórnarflokk- anna ekki hugsað sér samkomu- lag um ríkisstjórn, án þátttöku þeirra manna,-sem þeir skömmu j áður höfðu með miklum fjálg- | leik og þinglegum tilburðum úrskurðað utangarðs í þjóðfélag- inu. í munni þjóðstjórnarfólksins var Það nú jafnmikil þjóðarnauð syn að fá skilyrðislausan stuðn- ing sósíalista til myndunar ríkis , stjórnar eins og það hafði áður verið að halda þeim utangarðs og svipta þá jafnrétti við aðra landsmenn. Hjá því gat ekki far- ið, að þessi veðrabrigði í afstöðu þjóðstjórnarflokkanna til sósíal ista vekti nokkra athygli meðal almennings. hjálmur Þór virði alla þessa ! aöila aö vettugi og sitji í ráð- herrastóli eins og ekkert hefði í skorist, verður ekki séö að annaö sé fyrir hendi en að allsherjasamtök verkamanna, Alþýðusambandið, veröi að grípa til þeirra ráöa, sem þaö heíur, til að sýna vald sitt og mátt, og knýja sameigirileg- an vilja verkamam: x og út- gerðarmanna fram. Það sem ekki tókst með of- sóknum átti að vinnast með blíðmælum. Skýringin á þessari afstöðu- breytingu þjóðstjórnarflokk- anna til sósíalista er í rauninni auðsæ. Þar sem ofsóknir aftur- haldsins í garð sósíalista höfðu ekki svarað tilgangi sínum heldur miklu fremur aukið vöxt og viðgang Sósíalistaflokksins, sameinað alþýðusamtökin og styrkt siðferðismátt þeirra, þá þótti þjóðstjórnarliðinu ekki annað vænna en að taka upp nýjar aðferðir í baráttu sinni gegn félagsöflum alþýðunnar. Nú skyldi sósíalistum á yfirborð inu boðin þátttaka í ríkisstjórn. Samtímis skyldi reynt að skapa jarðveg fvrir Þá skoðun, að án sósíalista væri ekki hægt að stjórna landinu á þingræðisleg- an hátt. Síðan átti að freista þess að gefa sósíalistum eipum sök á því, ef ekki yrði mynduð venjuleg þingræðisstjórn. Ef ein hver hefur verið í vafa um, að þetta hafi vakað fyrir þjóðstjórn arliðinu, þá getur sá hinn sami sannfærzt um það með því að lesa grein eftir Eystein Jónsson í 63. tölublaði Tímans. Hann seg ir þar svo m. a.: „.En menn höfðu gert sér ljósa grein fyrir því í öðrum flokkum, að þegar Sósíalistaflokknum höfðu verið greidd 11 þúsund atkvæði og hann hafði 10 þingmenn (þ. e. dafnað svo í utangárðsvistinni) og Þegar hann þar að auki hafði verið leystur frá því að auglýsa sig fjandsamlegan lýðræði og jafnvel vinveittan fasisma, þá þurfti að viðhafa nýjar vinnuað- ferðir...“ (þ. e. í baráttunni gegn flokknum). Hættumerkið við veginn En þessi aðferð, sem á sínum tíma hafði gefizt óhugnanlega vel gagnvart Alþýðuflokknum hlaut að mistakast, þegar við Sósíalistaflokkinn var að eiga. Ber margt til þess og skal það nefnt, að minningin um Alþýðu flokkinn í tálgryfju andstæðing- anna er fyrir sósíalista eins og hættumerki vegfarandi á við- sjálum vegi. Reynsla Alþýðu- flokksins sýnir það greinilega, að afturhaldið er jafnan óspart á að veita ákveðnum forustu- mönnum alþýðunnar embætti og ýmis fríðindi gegn verulegum afslætti af stefnu og kröfum al- þýðusamtakanna. Þvílík kaup gerðust milli forystumanna Al- þýðuflokksins og afturhaldsins árið 1939, Þegar þjóðstjórnin var sett á laggirnar. Þessi kaup voru þá afsökuð, af þeim, er að þeim stóðu með fögru orðskrúði, þar sem uppistaðan var þegnskapur og ábyrgðartilfinning Alþýðu- flokksins. Eg hef í annarri grein minnzt á það, að Alþýðuflokkur inn barðist mjög hart gegn Breiðfylkingu afturhaldsins í kosningunum 1937. Enginn flokkur lýsti þá betur þjóðhættu legum málstað Breiðfylkingar- innar og enginn flokkur gaf þá kjósendum jafneindregin loforð um að standa á móti gengis- lækkun, sem þá var fyrirhuguð af ' afturhaldinu til þess að bjarga Kveldúlfi og öðrum millj ónaskuldugum fyrirtækjum sem Alþýðuflokkurinn þá og fyrr vildi gera upp á eðlilegan hátt og endurreisa á heilbrigðum grundvelli. En Þrátt fyrir það skeðu þau pólitísku undur tveimur árum síðar, að Alþýðu- flokkurinn gengur til samstarfs við afturhaldið um þau verkefni að lækka gengið og lögbinda kaupgjald alls launafólks í land inu. Þetta óheyrilega viöbragð flokksins til tveggja af veiga- mestu málum almennings verður ekki afsakað, þótt hon- um væri þá heitið því, af aft- úrhaldinu til endurgjalds af- stöðu sinni, að hann skyldi í öllum málgögnum væntan- legrar þjóðstjórnar, allt frá Morgunblaðinu til Storms, vera viðurkenndur fyrir á- byrgðartilfinningu og þegn- skap, og samtímis skyldu sós- íalistar úthrópaðir í sömu málgögTium sem ættjarðar- lausir þjóðníðingar, erindrek- ar erlends valds o. s. írv. Á sömu stund og þessi kaup geröust varð Alþýðuflokkur- inn ábyrgur fyrir framkvæmd þeirra höfuðmála, sem hann barðist harðast gegn í kosn- ingunum skömmu áður. Hér hafði afturhaldiö unnið mik- inn sigur, enda neytti þaö sigursins til hins ítrasta. Og eftir að það hafði með aðstoö Alþýðúflokksins borgað eyðslu skuldir sínar, með því fé, sem sparaöist vegna launalækkun- ar verkafólksins í landinu og náð fjárhagslegu jafnvægi, þá skeði það samtiriris, að tíma- bil stríösgróðans hófst og þátt taka Alþýðuflokksins var ekki lengur þjóðleg nauðsyn. Með því að lýsa þessum raunalegu viðskiptum Alþýðu- ’flokksins við afturhaldsöflin er ég ekki að bera á alla forustu þess flokks vísvitandi svik viö alþýðuna, en hinu veröur ekki gengið framhjá, að hún rak þá kaupskapar* pólitík við andstæðingana, sem hlaut að fara illa og- bitna haröast á umbjóðendum hennar- Þetta, sem hér hefur verið sagt um reynslu Alþýðuflokks. ins af blíömælum afturhalds- ins þegar það er í vanda statt- og þarf aðstoðar vinstri flokka er einföld og augljós ástæöa þess, aö Sósíalistaflokkurinn. verður trauðla táldreginn á sama hátt. Annað atriði, sem ver Sósíalistaflokkinn í þessú efni er það, að honum eru betur ljós en borgaralegum vinstri flokkum þau lögmál, sem ráða stéttabaráttunni og lætur því ekki tímabund- n pólitísk leikbrögð andstæö- inganna villa sér sýn. (Frh.) Fisksölusamningurinn fellur ör gildi ö morgun Sjðmenn á bátaflotanum hafa búið við versnani kjör s. I. ár Á morgun er fisksölusamn- ingurinn, sem nú gildir og gerður var fyrir ári siðan, úr gildi fallinn. Það er undarlegt hvað blöö- in ræða lítið um samninga- gerö þessa, rétt eins og hér væri um smá-samninga að ræöa, sem litlu máli skipti um. En fisksölusamningarnir eru stærstu og þýöingarmestu verzltmarsamningar íslenzka ríkisins nú um þessar mund- ir. Með þeim hefur öll fisk- framleiðsla okkar verið seld fyrirfram miðað viö ársfram- leiðslu. Með samningum þessum eru kaup og kjör allra ís- lenzkra fiskimanna ákveöin til heils árs. Ekki aðeins kaup og kjör sjómanna er þannig ákveðiö til árs í einu, heldur einnig margra þúsunda af landsmönnum, sem að fisk- framleiðslunni vínna og flest- ir taka laun sin með afla- hlut, Kaup hlutamanna hefur far- ið lækkandi mánaðarlega í heilt ár vegna síhækkandi verðlags, en fastaverðs á fisk- inum. Auk þess hefur afla- hluturinn lækkað vegna sí- þækkandi útgerðarkostnaðar. Þjóðviljinn er eina blaðiö, sem rætt hefur um samninga. þessa sem nú standa yfir og greinilega bent. á nauðsyn þess aö fá fiskverðiö hækkað frá því sem þaö er nú. Fyrir ári síðan var samið um aö fiskverðiö skyldi vera 45 aura á kg. af slægðum þorski meö haus- Frá því aö verð þetta- var ákveðið hafa allar launa- stéttir fengið grunnkaups- hækkun og vísitalan auk þess Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.