Þjóðviljinn - 01.07.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.07.1943, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1. júlí 1943. ÞJÓÐVILJINN 3 pjðnnumM Útgeiandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Rit8tjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Si'gfúa Sigurhjartarson Ritstjóm: Garðastræti 17 — Víkingsprent Simi 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f. Garðastræti 17. Theédóra Thoroddsen er 80 ára í dag Til athugunar fyrir samvinnumenn Verkalýðsfélðgin og sam- vinnufélögin eru þýðingar- mestu samtök alþýöunnar. Saga þessara samtaka er lærdómsrík, og þaö getur orö- ið verkalýö og smáframleiö- endum dýrt að vanrækja að meta hana. Verkalýössamtökin eru upp- alin viö harðvítuga baráttu viö harðsnúin stéttarandstæö- ing. Þau megin mistök voru gerð, að gera allsherjarsam- tök verkalýðsfélaganna, skipu lagslega eitt og hiö sama sem ákveöinn stjórnmálaflokk — Alþýöuflokkinn. Allir þeir félagar verkalýösfélaganna sem ekki fylgdu þessum flokki höföu takmarkaöan rétt inn- an allsherjarsamtakanna, þeir voru annars flokks þegnar. Þetta hlaut að leiða til bax- áttu og sundrungar innan verkalýöshreyfingarinnar, en sú barátta dró aftur úr mætti þeirra í baráttunni viö stétt- arandstæðinginn. Nú er þess- ari baráttu lokið og fullkom- in eining fengin innan verka- lýössamtakanna, og vald þeirra og máttur er meiri en nokkru sinni, en tímabiliö sem verkalýðshreyfingin varöi til innri baráttu er tií varnað- ar, þaö var hemill á eðlilegri þróun. Nú víkur sögunni aö sam- vinnuhreyfingxmni. Samvinnu félögin hafa ekki lent út á þeim hættulegu villigötum að gefa einum flokk lögvernd- uö forréttindi í heildarsamtök unum. Hinsvegai' hafa Fram- sóknarmenn verið þar öllu ráðandi, vegna þess aö þeir hafa haft meirihluta í hin- um einstöku félögum. Þessa aöstöðu hafa þeir stórlega misnotaö. Þeir hafa látið sam- vinnufélögin bera megin þunga af kostnaðinum við flokksblöð sín. Þeir hafa haft helztu flokksleiötoga sína á launum hjá samvinnufélögun- um, en ætlaö þeim aö vinna fyrir flokkinn fyrst og fi'emst. Þeir hafa látið Samband ísl. Samvinnufélaga halda uppi skóla, sem fyrst og fremst hefur veriö notaður sem flokks áróöurstæki og mætti þannig lengi telja. Allt hefur þetta auövitaö leitt til þess aö draga úr vexti samvinnu- hreyfingarinnar, og einkum hefur þaö hindrað vöxt henn- ar viö sjávarsíðuna, þar sem Frú Theódóra Thoroddsen er átt- ræð í dagr. Þegar sagan af frelsisbaráttu ís- lendinga síðar meir 'verður skráð, af þeirri list, sem söguþjóðinni hæf- ir, mun þjóðin unna þessari konu, eins og vér nú unnum Auði, konu Gísla Súrssonar, þegar vér lesum ís- lendingasögurnar. Fáar konur, máske eitgar, hafa lagt stærri skerf til sjálfstæðisbaráttu íslendinga, en frú Theodóra hefur gert sem kona Skúla Thoroddsens, eins djarfasta og ástsælasta leiðtoga sem þjóð vor hefur átt í aldalöngu frelsisstríði. Hvar sem hann fór, hve hart sem hann barðist, — í erjum við innlent afurhald á ísafirði, — í éli ofsóknanna frá höfðingjavaldinu í Reykjavík, — í orrahríðinni við er- lenda kúgunarvaldið í sjálfri kon- ungsins Kaupmannahöfn, — alstað- ar stóð þessi kona sem væri liún persónúgerfing tryggðarinnar við lilið manns síns. Þjóð vor og saga mun alltaf þakka henni þá varð- stöðu og það því meir sem lengra líður. Sjaldan hefur íslenzk saga þekkt betri samverkamenn en þessi tvö. En í samstarfi því er af hálfu mikill- ar konu fómað því, sem flestum mönnum finnst svo dýrmætt og eft- irsóknarvert: að skapa persónulega sjálfstætt verk, sem tengt sé við persónuna sjálfa um aldur og ævi. Frú Theódóra Thoroddsen fórnaði möguleikanum á að verða sjálf ein af brautryðjendum á sviði þjóðmála, til þess að verða manni sínum allt, sem kona, vinur og samherji getur orðið. ísland þakkar henni þá fórn. En við skulum vona, að sá tími sé brátt á enda, að kvensnillingar þjóðarinnar verði allt að því að fóma persónuleika sínum. þegar vinna þarf stórvirki í þjóðar þágu. Frú Theódóra Thoroddsen lagði á- samt manni sínum, — að ógleymdum almenningur er andvígur Fi’amsóknarflokknum. En nú er samvinnuhreyfingin aö nema ný lönd í kaupstööum og kauptúnum. Ritstjóri Sam- vinnunnar, Jónas Jónsson, hefur sagt hinum nýju félög- um við sjóinn stríö á hendur. Hann sér réttilega, aö fulltrú- ar þeir sem þessi félög senda á fundi samvinnufélaganna muni ekki verða Framsókn- arrnenn, hann óttast aö flokks einræöiö hverfi, og nú siglir hann í kjölfar Alþýöuflokks- leiötoganna, sem mátu meira ímyndaöa flokkshagsmuni, en hagsmuni verkalýðshreyfing- arinnar. Aö svo stöddu þykh' rétt aö álíta aö Jónas boöi fjand- skap sinn í garð kaupfélag- anna viö sjóinn, í óþökk flestra samvinnumanna, þó hann skrifi í tímarit þeirra. Þess er vænst að samvinnu- hreyfingin hafi lært þaö mik- ið af verkalýðshreyfingunni, aö ekki þurfti að eyöa þar tíma til innri baráttu, heldur skapist þar fullkomiö og eðli- legt samstarf milli samvinnu- manna úr öllum stjórnmála- flokkum, þannig aö hægt veröi aö breyta starfsaöferð- um og skipulagsháttum sam- vinnuhreyfingarinnar eftir því sem tímarnir krefjast. Þetta er til athugxmar fyr- ir samvinnumenn, vel getur svo farið að þeir þurfi aö gera málin upp viö sig fyrr en var- ir. I Theódóra Thoroddsen öðrum —, ágætan skerf fram tii þess mundi þó enginn íslendingur að konan fengi sem fyrst að njóta sjálfstæðs persónuleika sins. Ávöxt- inn af frelsisbaráttu kvenþjóðarinn- ar uppsker hún ekki, frekar en braut ryðjendanna er venja, — en persóna sem hún má vera oss karlmönnun- um áminning um hvílíkir kraftar hljóta að blunda enn í þjóðlífi voru ónotaðir. Það er gott á tímum, þegar erind- rekar ófrelsisins tala liæst um úr- kynjun íslendinga, að hafa á meðal vor konu sem frú Theódóru Thor- hafa verið svo heimskur aö bjóöa frú Theodói'u fé, til þess að svíkja mann sinn, en hvorki mun hana hafa skort dirfsku, skap né gáfur til þess, ef svo bar undir, aö snúa vopnum andstæöinganna. gegn þeim sjálfum og fylgja þá laginu óspart eftir. Síðar var ég svo heppinn aö fá tækifæri til aö kynn- oddsen, lifandi sönnun þess, að enn ast fl’Ú TheodÓl’U pei’SÓnulega. skapar íslenzk þjóð jafn fagran og lieilsteyptan persónuleika og nokkru sinni fyrr. Sameiningarflokkur alþýðunnar á íslandi, Sósíalistaflokkurinn og blað hans, Þjóðviljinn, þakkar í dag frú Theódóru Thoroddsen áhugann. al- úðina og umhyggjuna, sem hún hef- ur alltaf auðsýnt hugsjón hans og baráttu. Vinátta hennar hefur alltaf verið oss talandi tákn þess að hreyf- ing vor væri í samræmi við það, sem íslenzk þjóð hefur dýpst átt og bezt. Einar Olgeirsson. Frú Theodóra Thoi’oddsen er 80 ára í dag. Hún er meðal hinna þekktustu og mei'kustu íslenzkra kvenna, sem nú lifa og hefur í mínum augum jafnan veriö einn hinn glæsi- legasti fulltrúi þeirra. Þegar ég var barn og ung- lingur heyröi ég talaö um hana sem konu Skúla Thor- oddsens, hins ofsótta frelsis- leiötoga, alþýðuforingja og kvenréttindamanns. Það sem ég heyrði þá um hina fögru og stórgáfúðu húsfreyju sem jafnan stóð við hlið manns síns á mestu hættu og á- byrgöarstundumim minnti mig á aðra vestfirzka konu, Auði Vésteinsdóttur, konu Gísla Súrssonar. Líklega Eg sannfæröist þá urn þaö, aö hún haföi ekki eingöngu fylgt manni sínum í stjóm- málabaráttu hans, heldur fyrst og fremst eigin sann- færingu og hugsjónum. Frú Theodóra er svo sjáifstæð i skoöunum og á svo mikla dóm greind í opinberum málum, aö þann dag í dag myndi hún hvergi hopa frá því, sem hún telur rétt vera, og þaö enda þótt hennar nánustu * vanda- menn væru henni andvígir. En frú Theodóra hefur átt mörg fleiri áhugamálin um dagana en stjórnmáJin. Hún er listhneigð og sjálf ekki lít- il listakona. Þulumar hennar eru lesnar og læröar af börn- um um allt land. Smásögu- safn hennar „Eins og gengur“ er skrifaö meö öruggum drátt um þess, sem kann að: taka eftir og getur sagt frá. Hrein ást á listinni á öllum sviöum virðist mér einn sterkasti þátturinn í skapgerö frú Theodóru. Heimili hennar var lengi athvarf xmgra skálda. og listamanna. Ekkert var þeim of gott. Á síðustu árum mun hún fátt hafa sett meira fyrir sig en þaö, aö þjóðarheimilið byggi ekki þessum óskaböm- um hennar þau kjör, sem henni fundust sæmileg. Enn loga augu hennar og gleöin geislar af svip hennar, þegar hún heyrir vel kveðna vísu eöa les vel sagöa sögu. Auk þess er frú Theodóra handavinnukona hin mesta, svo aö þar er um list að ræöa en ekki iönað. Og — nú kem ég aö því, sem veitir henni ekki hvað minnsta gleði á seinni árum, hún hefur kom- ið sér upp hinu dýrmætasta steinasafni. Ogleymanlegt er aö heimsækja frú Theodóru, skoöa handavinnu hennar og láta hana sýna sér þessa dá- samlegu steina, sem allir eiga sína sérstöku sögu. Um leið og ljósiö brotnar á flötum steinanna og frú Theodóra segir frá, koma fram nýir og nýir fletir á hinu margþætta sálarlífi þessarar reyndu konu, en allir spegla þeir hinn næm- asta skilning á mannlífinu og trú listamannsins á fegurð þess, þrátt fyrir allt. Frú Theodóra er að vísu á okkar mælikvarða orðin göm- ul aö árum. en svo ung er hún í anda og ber andlega öll einkenni hugdjarfrar, fram sækinnar æsku aö hún er lifandi sönnun þess að: Fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum. Aöalbjörg Siguröardóttii*. Eg er ung stúlka, sem dansa eftir veginum og syng. Þegar ég mæti honum, hætti ég og hlæ. — Hvers vegna hætti ég og hlæ? Jón Thoroddsen: Ástarsaga Flugur, 1922. Til er það fólk, hamingjunni sé lof, sem ber í sér furðulega stórt brot af endurnýjunareðli náttúrunnar: hversu harðan þrautavetur, sem það verður að þola, vorar alltaf jafn yndislega í sál þess á ný, tárum dimmra vökunótta getur það breytt í gróðursæla bládögg að morgni. Rós æskunnar blómstrar óaflát- anlega í brjósti þessa fólks, — það er Þetta fólk, sem bjargar lífsandanum frá kynslóð til kyn- slóðar og varðveitir þá ást, sem hin blóðugustu stríð fá aldrei grandað. í þessum góða hópi er jafnan gott til kvenna, en enga veit ég þar betri en frú Theódóru Thor- oddsen. Að vísu má greina, að hún er nokkuð tekin að reskjast og hlýtur oftar en einu sinni að hafa komizt í krappan dans. Hver andlitsdráttur andar frá sér mildum friði sigurvegarans í langri og þungri reynslu. En þar kvika líka ennþá ósvikmr töfrar ungu stúlkunnar, þrungn- ir barnslegri glettni og einlægni í senn, það logar í augunum, hver hreyfing er lauflétt og eins og reiðubúin til árásar á allt, sem gamalt er. Brúðguminn virðist alveg á næstu gi'ösum með fullt fang af hugsjónum: þegar ég mæti honum, hætti ég og hlæ. Bak við hið smágerva skáld- meyjarandlit frú Theódóru skynjar maður stórkostlega sögu, persónulega og almenna í Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.