Þjóðviljinn - 02.07.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.07.1943, Blaðsíða 1
ILJINN Föstudagur 2. júlí 1943 145. tölublað. íeiizl innflulRinQsleuft á efni lil B g ¦¦ Bærínn verður að hcfjast handa um byggíngar á þessu sumrí A fundi bæjarstjórnar í gær flutti Sigfús Sigurhjartarson eftirfarandi tillögu fyrir hönd Sósíalistaflokksins: „Bæjarstjórn telur mjög miður farið að ríkisstjórhin og við- skiptaráð hafa ekki enn séð sér fært að verða við umsóknum bæjarins um innflutning á byggingarefni, og felur borgarstjóra að gera allt sem auðið er til að fá umbeðin innflutningsleyfi og að gera aðrar þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar og framkvæm- anlegar eru til að bærinn geti hafið þær byggingarframkvæmd- ir, sem ráð var fyri gert í sambandi við fjálhagsáætlun þessa árs, ekki síðar en á þessu sumri". lapflaHöp Tillagan var samþykkt í einu híjóði. Það er furðulegt tómlæti, sem ríkisstjórn og viðskiptaráð hef- ur sýnt í þessu máli, og lítur helzt út fyrir, að stjórnin vilji stuðla að því að viðhalda því öngþveiti, sem ríkjandi er í hús næðismálum bæjarins og gefa þannig samvizkulausum brösk- urum tækifæri til að okra á hús- næði, og dæma fjölda manns til að búa við óbærilegt hús- næði. Sýni borgarstjóri Þá röggsemi sem bæjarstjórnin ætlast til í þessu máli, ætti þrátt fyrir allt að takast að byrja á hinum nauðsynlegustu byggingum, svo sem íbúðarhúsum, fæðingar- heimili og skólahúsum á þessu ári. Bæjarbúar munu vissulega íylgjast vel með framkvæmd- um þessa þýðingarmikla máls. Buflm. Guflmundss. sem sæFflisf é Súfl- inni er á bafaueoi Guðmundur Guðmundsson, hinn ungi sjómaður, sem særð ist mest þeirra, er af lifðu, í árásinni á Súðina 16. júní, er nú á góðum batavegi. Þótt yfrr hundrað sár séu á líkama þessa seytján ára drengs, þá voru horfur um batann orðn- ar það góðar í gær, að honum var leyft að stíga nokkuð fram úr rúminu, en hann dvelur sem kunnugt er á sjúkrahúsi a Húsavík- Fjögur þúsund krónur til tennis- og badminton- válla Bæjarstjórn samþykkti í gær tillögu frá Gunnari Thóroddsen um að verja 4000 krónum af fé því, sem á þessu ári er ætlað til íþróttasvæðis, til styrktar vallargerð Tennis- og badmin- tonfélagsins. Félag þetta er að gera leikvöll á íþróttavellinum á Melunum, og hafa félagsmenn lagt fram allmikið fé úr eigin vasa vegna þessa fyrirtækis. Hafnarstjórastarfið aug- lýst laust A fundi bæjarstjórnar í gær var samþykkt að auglýsa starf hafnarstjóra laust til umsóknar. sf Hr fram í nr Hermann Jónsson, háseti á Súðinni, er féll f^'rir kúlum þýzkra nazista 16. júní, var borinn til grafar . í Reykjavik i gær. Mikill f jöldi manna vott aði aðstendendum hans sam- úð sína meö návist sinni. Jarð arförin fór fram frá heimili hans, Mjölnisholti S, og dóm- Framhald á 4. síðu. Þeím hefur tekísf landganga á fímm sföðum í suðvesfurhlufa Kyrrahafs Stimson, hermálaráðherra Bandaríkjanna gaf í gær út til- kynningu um hina miklu viðureign, sem flug- og herskipafloti Bandaríkjanna hefur átt í að undanförnu í hinni nýbyrjuðu sókn gegn Japönum. Landgöngusveitum Banda- ríkjamanna, sem réðust til land göngu á eyjarnar var veitt tals- verð mótspyrna af Japana hálfu. Landgangan á Renova og Nýju- Georgíu í fyrradag heppnaðist vel. Renova er á suðvestur- Kyrrahafi og um 200 km. norð- vestur af Guadalkanal. Milli Renova og Nýju-Guineu liggur aðeins 8 km. breitt sund. Miklar loftorustur geisuðu yf- ir eyjunum og voru skotnar nið- ur 65 flugvélar Japana en Banda menn misstu 17 flugvélar. lusamniHDUFlnn fpaml öp lil næstu áramóta Verðið hið saiiia, nema örlftil liækkun ð saltf isk í fyrrakvöld var birt tilkynning frá viðskiptanefnd um fisksölumálin. — Hefur fisksölusamningurinn, sem gerður var í lok júnímánaðar í fyrra verið framlengdur án nokkurra veru- legra breytinga. Óverkaður saltfiskur hefur verið hækkaður um 8y2% upp í kr. 1,27 fyrir kílóið frítt um borð, miðað við fyrsta flokks stórfisk. Aðrar tegundir af saltfiski hafa hækkað hlut- fallslega. — Saltfiskur er nú enginn í landinu svo teljandi sé. Verzlunarfulltrúi Bandaríkja- stjórnar, hr. Hjalmar Björnsson, undirritaði þennan bráðabirgða samning fyrir hönd kaupenda. Þessi málalok eru mjög óhag- stæð fyrir íslenzkan smáútveg, þegar þess er gætt, hve fram- leiðslukostnaður hefur hækkað mikið frá því í fyrra, bæði hvað snertir kaupgjald og hráefni. Brezka fisksölusamningnum, sem tekinn var inn undir láns- og leigukjör Bandaríkjanna, f ylgdu þau ákvæði að ýmsar vör ur til útgerðar mættu ekki hækka í verði (salt, olía), en ekki er þess getið hvort þessi hlunnindi fylgja hinum nýgerða bráðabirgðasamningi, sem þó verður að teljast líklegt. En þó svo væri, hefði verið nauðsynlegt og reyndar lífs- nauðsynlegt fyrir smáútveginn að fá fiskverðið hækkað nú. HREINLÆTISHERFERÐIN Enn er hreínlæt á húslóðum í bænum töluvertí ábótavant Heilbrigðislögreglan hefur nú látið skoða mikinn hluta af húslóðum í borginni, og fengið skýrslur um ástand þeirra hvað snertir hreinlæti og umgengni yfirleitt, og gefa skýrslur Þessar því miður til kynna, að enn eru allt of margir húseigendur trassa fengnir me.ð hirðingu húsgarða, og safna að húsbaki alls konar drasli, timburbraki, kassaræflum, tunnugörmum, járnarusli, grjóti, mold o. fl. Auk þess er mjög áberandi skortur á góðum sorpílátum við húsin, en slíkt gerir sorphreins- unina miklu erfiðari og seinlát- ari en vera þyrfti, ef húseigend- ur gerðu skyldu sína, hvað þetta snertir. Á ýmsum stöðum kemur frám það einkennilega ósamræmi, að íbúðirnar eru prýðilega hirtar og fólkið hið snyrtilegasta í alla staði. En ef komið er bakdyra- megin að þessum húsum, blasir við manni sámsafn af alls kon- ar dóti og drasli, sem ekki væri nema stundarverk að koma í burtu, svo hægt væri að þrífa lóðina og halda henni hreinni úr því með því að sópa hana við og við. Þar sem svo stendur á, að húsbúar þurfa að hafa á lóðinni þrifalega kassa, tunnur, timbur o. fl., er það venjulega heldur ekki nema stundarverk að laga slíkt til svo að vel fari. Yfirleitt þarf sá hugsunarhátt ur að verða ríkjandi í borginni, og þrifnaðarkennd fólksins að vera svo mikil, að gestum og gangandi sé bjóðandi í húsin. hvort sem þeir koma að fordyr- um eða bakdyrum, og þurfi ekki að ösla gegnum aur og skran áð- Framhald á 4. síðu Skipun skóiamála- nefndar Ríkisst]órnin heí'ur nýlega skipað milliþinganefnd „til þess að rannsaka uppeldismál þjóðarinnar og gera tillögur um skipun þeirra, þar sem stefnt sé að þ\i að gera skól- ana sem hagfelldasta, sam- ræma skólakerfið, ákveða bet- ur en nú er starfssvið hinna ýmsu skóla og sambandið þeirra í milli". Þessir menn voru skipaðir í nefndina: Jakob Kristinsson fræöslu- málastjóri og' er hann formað- ur hennar, frú Aðalbjörg Sig- urðardóttir, Armann Halldórs- son skólastjóri, Asmundur Guómundsson prófessor, Ingi- mar Jónsson skólastjóri, Krist inn Armannsson yfirkennari Magnús Jónsson prófessor og Sigfús Sigurhjartarson rit- stjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.