Þjóðviljinn - 03.07.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.07.1943, Blaðsíða 1
¦8. árgangur. Laugardagur 3. júlí 1943 146. tölublað Þjóðfrelsísher undirokaðu þfódanna herdír sóknína: * 1 fl •:¦:*• Skærulíðar rjúfa höfudsamgöiiguæð landsíns: járn^ braufina suður Gríkkland á mörgum stöðum Það virðist svo sem hörðustu bardagarnir séu nú háðir í her- teknu Iöndunum, meðan úrslitaárásin er í undirbúningi. Þjóð- frelsisher Júgóslavíu hefur hafið sókn og tekið þrjár borgir. Skæruher Frakka færist svo í aukana, að hann ræðst á herdeild- ir Þjóðverja í stöðvum sínum. Skæruliðar Úkraínumanna hafa drepið 31 þúsund nazistahermenn síðustu mánuðina. Og nú berast fréttir um, að grískir skæruliðar hafi fellt f jölda möndulhermanna og rofið járnbrautina suður Grikkland á mörgum stöðum. Skæruherinn gríski er und- ir sameiginlegri stjórn þjóð- fylkingarinnar grísku. Þessi þjóðfylking var mynduð eftir að Þjóðverjar höfðu lagt Grikk- land undir sig og samanstend- ur hún af framsæknu flokk- unum: Róttæka frjálslynda flokknum, Kommúnistaflokkn um, bændaflokknum og Sósíal demokrataflokknum, og svo smærri hópum. Þjóðfylkingin (eða þjóð- frelsissamtökin, eins og þau Tannlæknar skora á ríkisstjórnina að leyfa óhindraðan innflutning ávaxta Tannlæknafélag íslands hélt að- alfund sinn á Akureyri 25.—26. júní. Á fundinum voru mættir allir íslenzkir tannlæknar. í stjórn voru kosnir*: Hallur Hallsson formaður, frú Thyra Loftsson gjaldkeri, Theodór Brynjólfsson ritari. Voru þau öll endurkosin. Varamaður í stjórn var kosinn Björn Br. Björnsson. A fundi þessum var samþykkt eftirfarandi ályktun og send rík isstjórninni: „Aðalfundur Tannlæknafélags íslands, haldimi á Akureyri dagana 25.-26. júní 1943, leyfir sér að skora á hæstvirta ríkis- stjórn íslands, að hún Ieyfi ó- hindraðan innflutning á ávöxt- -dm til landsins, eftir því, sem kringumstæður leyfa. Jafnframt skorar fundurinn á ríkisstjórn- ina að f ella niður hina háu tolla sem verið hafa á þessari fjörefna ríku og heilsusamlegu fæðu, eða færa þá niður að miklum mun". Það er mjög vel farið, að tann- læknarnir skuli kveða upp úr með þessa kröfu. Þjóðin tekur undir hana og krefst þess að hinu heimskulega og skaðlega innflutningsbanni á ávöxtum sé tafarlaust hætt nefna sig) bjóða öllum öðrum aðiljum samstarf á eftirfar- ahdi grundvelli: 1. Að berjast gegn erlend- um innrásarherjum og grisku kvislingunum. 2. Að standa saman um að koma á, eftir stríðið, Iýðræð- isstjórn, sem gei*ir virkar ráð- stafanir til þess að verja frelsi fólksins og láta fara fram frjálsar kosningar, þar sem þjóðin sjálf ákveður framtíð- ar stjórnskipulag sitt. 3. Að berjast hlið við hlið meS öðrum hópum, hvaða þjóðar, sem þeir eru, sem starfa á sama grundvelli. Þjóðfylkingin hefur komið upp nefndum í hverju þorpi, hverri borg, til þess að skipu- leggja mótspyrnu fólksins, — reyna að bæta úr hungurs- neyðinni, — og knýja kvisl- ingsstjórnina til undanhalds. Þjóöfylkingin skipulagði fjölda verkföll í Aþenu og Pireus í apríl og september í fyrra og tókst þá aö knýja stjórnina til þess að hækka launin og bæta nokkuð úr hungurs- neyöinni. Þegar Hitler í marz þessa árs fyrirskipaði að verka lýðurinn gríski yrði settur Framhald á 4. síðu. Ýmsar fréttir Bandarikjaherinn heldur á- fram hinni miklu sókn sinni á hernaðarsvæðinu við Nýju Gui- neu og eyjarnar þar nærri. Á tveim dögum voru 123 japansk- ar flugvélar skotnar niður í Nýju Georgíu og þar í grennd. Flugvöllurinn í Mumba og her- stöðvar í nágrenni hans urðu fyrir gífurlegri árás amerískra flugvéla. í fyrradag urðu sjö sprenging ar í timburhlöðum í Danmörku og hlauzt af gífurlegur skaði. Spellvirkjunum tókst að sleppa — og er þýzka útvarpið reitt út af sívaxandi spellvirkjum danskra föðurlandsvina. * Á Austurvígstöðvunum er aðallega um lofthernað að .næða. Loftárás var gerð á höfnina í Kerts og herstöðv- ar við Kertsund með góðum árangri. Á einum stað á vígstöðvun- um réðst herdeild rauða hers- ins á mikilvæga hæð, tók hana og feljdi 600 Þjóðverja. Samkvæmt skýrslu, er gef- in var. út í London í gær, hafa Þjóöverjar misst 18000 flugvélar á þrem árum stríðs- ins í viðureign viö Breta og Bandaríkjamenn, en Bretar og Bandai'íkjamenn misst 9900 flugvélar í viðureign við Þjóðverja. FISKSOLUSAMNINGURINN UrlF oanoelin liorn Barnavinafélagið Sumargjöf hefur nú enn aukið starfsemi sína og ákveðið að reka dagheimili fyrir vangefin börn. Verður það rekið í húsi Málleysingjaskólans og væntanlega starfrækt í tvo mánuði í sumar Stjórn Sumargjafar tók þessa ákvörðun á fundi sínum 29. f. m. Er hér um alveg nýja starf- semi að ræða, því sumardvalar heimili hafa ekki tekið vangefin börn til dvalar og Sumargjöf ekki séð sér fært fyrr að reka slíka starfsemi. Er hér um mikið nauðsynja- mál að ræða, því slík börn eru foreldrum sínum ætíð til mikill- ar byrði og auk þess oftast ekki hægt að láta þau njóta slíkrar umönnunar sem skyldi. Væri mjög nauðsynlegt, að hér gæti orðið um fasta starfsemi að ræða. '* Dagheimilið mun taka til starfa snemma í þessum mán- uði. og getur væntanlega tekið við tuttugu börnum. — Á öðrum stað hér í blaðinu er auglýst, hvar mejin geta fengið nánari upplýeingar um starfsemi þessa. En f iskverðið er bundið hálft ár fram í tímann í f isksölusamningnum við Breta 1941 voru ákvæði um það, að verð á aðkeyptum nauðsynjum útvegsins mætti ekki hækka meðan samningurinn væri í gildi. Enda var fiskverðið fast all- an samningstimann. Þegar Bandarikjamenn tóku samninginn í fyrra undir láns- og leigukjörin voru þessi hlunnindi afnumin. Á mið.ju árinu kom til nokkuð harðra átaka vegna þessa, þar sem hækka átti olíuna mjög" mikið. Úrslitin þá urðu þau, að hækkunin var ekki fram- kvæmd, nema að nokkru leyti. Nú hefur fisksölusamningur- inn verið framlengdur til næstu áramóta. Það hefur ekki feng- izt hækkun á fiskverðinu, þrátt fyrir það, að allur tilkostnaður til framleiðslunnar hefur hækk- að mjög mikið. Við það bætist, að í samningunum eru engin á- kvæði um að hráefni til fram- leiðslunnar, salt, olía o. s. frv. megi ekki hækka í verði. Það hefur því augsýnilega ver ið illa haldið á spilunum af við- skiptanefndinni, sem nú kallar sig „Samninganefnd í utanríkis- viðskiptum". Enda er enginn fulltrúi framleiðenda í nefnd- inni, og þeir sem þar eru bera fyrst og fremst hagsmuni stórút gerðarinnar fyrir brjósti, en hún hefur stundum beinan hag af því að fiskverðið sé lágt. Nú hafa verið gerðir aðrir samningar um sölu afurða okkar þar sem tekizt hefur að fá all- verulega hækkun. Meira að segja afurðir síldarverksmiðj- anna tókst að selja betra verði. Var síldarlýsið hækkað um 15 dollara eða um rúm 10%. Mögu leikar eru og á því að takast megi að fá matjessíldarverðið eitthvað hækkað. Fiskverðið samkvæmt þessum nýframlengda samningi er svo lágt að vafasamt má telja að smáútvegurinn geti haldið skip unum úti með þessu verði. Mæðraheimili Reykjavlkur teklð tll Geturtekið á móti 12-11 komim Mæðraheimili Reykjavíkur er nú tekið til starfa og var blaðamönnum boðið að skoða það í gær. Heimili þetta er í Tjarnargötu 16, í húsi Þuríðar Bárðardótt- ur ljósmóður og er hún húsmóðir heimilisins. Það getur tekið á móti 12—15 mæðrum. Er það í alla staði hið vistlegasta og er með stöf nun þess stigið f yrsta sporið tö að bæta úr öngþveiti því, sem verið hefur ríkjandi í þessum méi- um. Mæðraheimili þetta er fyrst og fremst ætlað fyrir ógiftar, húsnæðislausar mæður, en vitan lega verða giftar mæður einnig teknar þangað, ef þær eru hús- næðislausar. Ætlazt er til að þær dvelji þarna 4 til 6 vikur áð- ur en þær fæða börn sín og 3 vik ur til 2 mánuði eftir fæðingu. Meiningin er að þær dvelji á Landsspítalanum meðan þær fæða börnin. Hægt er að taka á móti 4 til dvalar fyrir fæðingu og 8 eftir fæðingu, og má bæta við tveim rúmum, ef nauðsyn krefur. Rúmunum er komíð fyr- ir í þrem stofum og er þar inni heitt og kalt vatn og allt hið nauðsynlegasta, sem slíkt heim- ili þarf að nota. Þar er og sauma vél, ef mæðurnar þurfa að sauma á börn sín, ennfremur út-" varp. Þá er og dagstöfa. — Hús- gögn öll virðast vönduð og smekkleg. Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.