Þjóðviljinn - 03.07.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.07.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJI'N Laugardagur 3. júlí 1943 Þór Tekið á móti flutningi til Vest mannaeyja á mánudag. Sverrir til Arnarstapa, Sands, Ólafsvík- ur, Grundarfjarðar, Stykkis- hólms og Flateyjar í næstu viku. Flutningi veitt móttaka á mánudag. Skrifstofur vorar og vörugeymsluhús verða lokuð allan daginn í dag (laugardag). Akranesferðirnar í dag (laugardag): Frá Akranesi kl. 9,30 árdegis. Frá Reykjavík kl. 3 síðdegis. Frá Akranesi kl. 5 síðdegis. Frá Reykjavík kl. 6,30 síðdegis. Á morgun (sunnudag): Frá Reykjavík kr. 9 árdegis. Frá Akranesi kl. 7,30 síðdegis. Frá Reykjavík kl. 9 síðdegis. Frá Akranesi kl. 10,30 síðdegis. Á mánudögum fyrst um sinn fer báturinn frá Akranesi þegar eftir að áætlun- arferðirnar koma að norðan, venjulega milli 7 og 8 síðdegis. Mig vantar hentugt húsnæði fyrir tannlækningastofu KJARTAN GUÐMUNDSSON tannlæknir. Laugavegi 19. — Sími 5713 Stúlka eða kona óskast í eldhús og önnur til frammistöðu. Gott kaup. Vaktaskipti. MATSALAN Laugavegi 126 >í><^<«m,*m,^kw*:**m**j*x<k*K"><*< DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaf fisalan Hafnarstræti 16. ooooooooooooooooo AUGLÝSIÐ í ÞJÓÐVTLJANUM S.G.T." dansleikur í Listamannaskálanum í kvöld kl. 10. — Aðgöngumiðasala kl. 5—7. Sími 3240. — Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar. TILKYNNING Frá og með 1. júlí og þar til öðruvísi verður ákveðið, verð- ur leigugjald fyrir vörubíla í innanbæjarakstri sem hér segir: Dagvinna kr. 13,76, með vélsturtum kr. 18,10. Eftirvinna kr. 16,83, með vélsturtum kr. 21,17. Nætur- og helgid. kr. 19,91, með vélsturtum kr. 24,25. VÖRUBÍLASTÖÐIN ÞRÓTTUR. Ungi litli fann fræ. Herra ritstjóri! Það gat að líta lítinn unga um frjö lendur Morgunblaðsins nýlega. Hann krafsaði í jarðveginn með veik um fótum í leit að fræi, hugsjóna- fræi, sem bera mætti þúsundfaldan ávöxt. Að vísu er það sögn fróðra manna í grasafræði andans, að ekki sé mikið af fræum skrautjurta né nytjajurta i gróðurlöndum Sjálfstæð- isflokksins, en mér er þó nær að halda, að hefði ungi litli verið glögg- ari í grasafræðinni, hefði hann vel getað fundið fræ göfugri hugsjóna og gagnsamari en það, sem hann valdi. Að endingu tók hann svart frækorn og soralegt í nefið, steig í vænginn og galaði: „Eg hef fundið fræ, hug- sjónafræ. Við eigum að reisa fleiri kirkjur og stærri,' bræður góðir. Við eigum að rita ó jörðina, láta skraut- legar kirkjur vitna um tilveru okkar og menningaráhuga. Kirkjurnar eru nytsamasti menningararfurinn, sem . við getum veitt óbornum íslending- j um“. Það er eflaust ágætt að vera heitur hugsjónamaður og hafa manndóm og þrek til þess að halda hugsjónum sínum á lofti og gera þær að veru- leika. En eigum við ekki að athuga í bróðerni, þessir tveir litlu ungar, hvort það muni vera okkur holl hug- sjón og tímabær að berjast fyrir aukn um kirkjubyggingum og láta jafnvel allar aðrar byggingar sitja á hakan- um. Af þeim, sem ganga undir próf upp í fyrsta bekk Menntaskólans í Rvík, kemst ca. 1 af hevrjum 5 upp í bekk- inn Hversvegna er 4/5 nemenda visað frá skólavist? Vegna húsnæðisleys- is. í Menntaskólanum á Akureyri er nemendum, sem hafa allt að fyrstu einkunn upp úr öðrum bekk synjað um að fá að sitja í 3. bekk. Hvers vegna? Vegna húsnæðisleysis. í Laugaskóla kemst ca. helmingur þeirra, sem sótt hafa um skólavist, ekki að vegna húsnæðisleysis og svona er það í hverjum einasta fram haldsskóla landsins. Hvort álítur þú nú, ungi bróðir, að standi okkur nær að berjast fyrir því, að þessir jafn- aldrar okkar gefi fengið að auðga anda sinn, og auka þroska sinn með aukinni menntun eða byggja handa þeim kirkjur, sem þeir e. t. v. aldrei sækja, og áreiðanlega enginn sér til menningarauka. En annars þarftu ekki að óttast það, ungi bróðir, að þér veitist ekki nægilegur liðsafli í kirkjubyggingaherferðina á þeim vígstöðvum, sem þú ert staddur á núna. Hér er nefnilega fiskur falinn undir steini. Við skulum vara okkur á þessum herflokki, sem þú ert í ná- munda við. „Hann er illr og svartr“. Afturhaldið vill heldur auknar kirkjubyggingar en ný skólahús. Og hvers vegna?. Eg get ekki vænzt þess að þú sért nú þegar á sömu skoðun og ég, en sýndu mér þann drengskap að athuga með sanngirni og hleypi- dómalaust, hvort mín skoðun er svo fjarstæð. Skipulag auðvaldsins stend ur höllum fæti. Því er líkt farið og keisaranum í nýju fötunum. Það stendur nakið frammi fyrir þegnun- um. Margir sjá það, en þora ekki að skera upp úr með það af ótta við það að vera hæddir, fyrirlitnir og hraktir frá embætti. Sá er ekki em- bætti sínu vaxinn, sem sér ekki fall- egu fötin, sem herra kapialismi geng ur í, ;sér ekki og viðurkennir kosti auðvaldsskipulagsins. En „menntun er máttur“, og það veit auðvaldið Auðvaldið veit, að eftir því, sem menntunin verður almennari, alþýð- an máttugri, þá verða þeir æ fleiri, sem skera upp úr með það, að herra Kapítalismi, sé ekki í neinum fötum, þvi að nógir verða til þess að leysa hlutverk barnsins og segja: „Han har ikke noget paa, hr. Kapi- talismus har ikke noget paa“. Það er af þessum sökum, sem afturhald allra alda hefur staðið sem fastast á móti almennri menntun. Það er af þessum sökum að kirkju- og „villu“- byggingar eru látnar sitja í fyrir- rúmi, en menningarstofnanir á hak- anum, svo svivirðilegt sem það er. Þess vegna held ég, ungi minn, að á meðan mæður á Akureyri verða að ala börn sin ó sjúkrahúsgöngunum, æska Reykjavíkur á sér ekkert menn ingarathvarf, mikill hluti jafnaldra okkar verður að hýrast í heilsuspill- andi óþverraholum og þorri þeirra sem annars hafa tök á því að leita sér mennta, verður frá að hverfa vegna húsnæðisleysis, þá ættum við að láta okkur nægja í bili að rita á jörðina þann kafla úr menningar- sögu samaldar okkar, sem fjallar um það, þegar æskan hætti að alast upp á götunni og mæðurnar þurftu ekki lengur að ala börn sín fyrir hvers manns augum. Guð er miskunnsam- ur, og ég held, að hann.hljóti að fyr- irgefa okkur það, jafnvel þó að þjóð hans yrði af þessum sökum að taka við guðsblessun undir berum himni um nokkurra óra skeið. Brynjar Sigurðsson. LOKAÐ í dag vegna flutninga. SPPARSJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS. Dagheimili fyrir vangefin börn Bamavinafélagið Sumargjöf hefur ákveðið að reka dag- heimili fyrir vangefin böm um tveggja mánaða skeið í Málleys- ingjaskólanum. Þeir, sem koma vilja börnum þangað, tali við Jónas Jósteinsson kennara, sem verður til viðtals mánudaginn 5. júlí og þriðjudaginn 6. júlí kl. 4—6 e. h. í Ingólfsstræti 9 B, sími 4658. STJÓRNIN. Unglinga vantar til að bera Þjóðviljann til kaupenda bæði í VESTUR- og AUSTURBÆNUM Talið við afgreiðsluna. Austurstræti 12, sími 2184. TILKYNNING Með tilvísun til auglýsingar um hámarksverð á þjónustu hárskera og rakara, dags. 30. júní þ. á., vill Viðskiptaráðið taka fram, að rakarastofur í Reykjavík mega áfram taka 25% hærra gjald fyrir vinnu, sem hafin er eftir venjulegan lokunartíma, svo sem venja hefur verið. Reykjavík, 2. júlí 1943. VERÐLAGSSTJÓRINN. rvAfcW; Ætla mætti, að jafnvel römmustu Finnagaldursmenn hefðu lært svo mikið af heimsþróuninni síðastliðin þrjú ár, að þeir heimskuðu sig ekki framar á fjarstæðunni um „rýtings- stunguna í bak Pólverjum“, þar sem átt er við för rauða hersins inn í austurhéruð hins fyrra Póllands haustið 1939, eftir að þýzki herinn var búinn að sundra pólska hernum og pólska stjórnin flúin til Rúmeníu, með öðrum orðum, eftir að svo var komið, að pólsk rikisheild var ekki framar til. Þó er það svo, að surnir hérlendir blaðamenn halda áfram að dangla höfðinu í steinvegg staðreynd anna og éta upp eftir sjálfum sér sömu „röksemdimar“ og veturinn 1939—40. Svona rótgróin er sauð- nauzkan í eðli sumra manna. Skrýti- legast er, að allt þykjast þetta vera einhverjir „patent“-Iýðræðissinnar, einhverjir óviðjafnanlegir óvinir fas ismans. Hvað er það þá, sem þessum dæmalausum lýðræðisberserkjum. eins og Sefáni Péturssyni og Stefáni Jóhanni svíður svo sáran í sambandi. við örlög Póllands? Þeir harma það, að rauði herinn tók austurhluta hins fyrra Póllands í sína umsjá haustið 1939. En það þýðir, að þeir harma, að helmingi Póllands var þá bjargað frá því að falla í klær nazista, — það þýðir, að þeir harma, að Hitler skyldi ekki takast að klófesta Pól- land allt. Hvílíkir andstæðingar fas- ismans, ja, hvílíkir lýðræðissinnar!! xx í þessu sambandi er fróðlegt að minnast þess, að þegar þýzki herinn ruddist inn í Stúdetahéruðin tékk- nesku fyrstu dagana í október 1938 samkvæmt hinum illræmda Múnch- ensáttmála, þá notaði pólska stjórn- in tækifærið til að senda her manns. inn í tékkneska héraðið Teschen (2. október 1938) og leggja það undir sig. Að forminu er þessi atburður svipaður því, er rauði herinn tók Vestur-Úkraínu og vestra Hvíta-Rúss land haustið 1939, en þó er sá mun- ur á, að þetta gerðist á friðartímum, að naumast verður sagt, að nokkur landvarnanauðsyn ræki pólsku stjórnina til þessarar ráðstöfunar og að Teschenhérað hefur ekki talizt til Póllands síðan á 18. öld, þar sem fyrr nefnd héruð voru tekin af Ráðstjórn aiTÍkjunum með hervaldi árið 1920. Auk þess ber að gæta þess, að Tékkó slóvakía var enn sjálfstætt ríki með fullvalda ríkisstjórn, þegar pólski herinn réðst inn í landið. Árás pólsku stjórnarinnar beindist því gegn hinu sjálfstæða ríki Tékkóslóvakíu, þar sem árás rauða hersins haustið 1939 beindist beinhnis gegn nazistum, en gat ekki beinzt gegn neinni pólskri ríkisheild, sem var alls ekki til leng- ur. — Hér gætu nú Alþýðublaðs- memiimir fengið nokkurt tilefni hneykslunar og siðferðisprédikunar. ef þeir væru slíkir sannleikspostul- ar sem þeir Iátast vera. Þó heyrist aldrei eitt orð um rýtingsstungu pólsku fasistastjórnarinnar í bak tékknesku lýðræðisþjóðinnl. Qerizt áskrifendur Þjóðviljans! OÓOOOÓOÖÓÓOOOÓOÓC Kaupið Nýja Timann •>~»0-0<>-©-00-©-00000-©»0*0<

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.