Þjóðviljinn - 04.07.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.07.1943, Blaðsíða 3
Sunnudagur 4. júlí 1943 ÞJÓÐVILJINN 3 þidmunni Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartarson Ritstjórn: Garðastræti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- etofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f. Garðastræti 17. Verkalýðshreyf ing in og sjálfstæðisbaráttan Islenzka verklýðshreyfingin stefnir að því marki, að skapa hinni vinnandi þjóð fullt frelsi, jafnt á sviði stjómmála sem at- vinnumála. Frumskilyrði þess að hún geti unnið þetta verk er, að landið sé frjálst af erlendu oki, stjórnarfarslegu sem fjárhags- legu. Það er því eðlilega eitt- hvert brýnasta áhugamál ís- lenzkrar verklýðshreyfingar, að koma hér á fullu þjóðfrelsi, gera ísland óháð öðrum ríkjum. Verklýðshreyfingin einskorðar ekki þjóðfrelsisbaráttuna við baráttuna fyrir fullu stjórnar- farslegu frelsi. Hún lætur sér ekki nægja algeran skilnað við Dani og stofnun lýðveldis eigi síðar en 17. júní 1944. Verklýðs- hreyfingin vill einnig samfylkja þjóðinni gegn þeim hættum, sem stafa af yfirgangi erlends auð- valds, austan hafs og vestan. — En sú verklýðshreyfing, sem ætl- ar að taka í sínar hendur forustu þjóðarinnar í þjóðfrelsisbaráttu hennar og sýna, að hún geti haft forustu í því að gæta dýrmæt- ustu hagsmuna þjóðarinnar, verður einnig að sýna þa6 í verki að hún geti gætt hagsmuna sjálfrar sín gagnvart ágjörnum yfirstéttarerindrekum innan- lands. Alþýðusambandið hefur sýnt það í verki, að það stendur vörð fyrir hagsmuni verkalýðsins, þegar á hann er ráðizt, og sér nauðsynina á því, að fylkja al- þýðustéttunum saman til baráttu fyrir því að þær fái úrslitaáhrif- in á þjóðmál íslendinga eins og þeim ber. Sósíalistaflokkurinn hefur sýnt það, að hann stendur á verði gegn því, að hagsmunir verkalýðsins séu fyrir borð born- ir, og lætur ekki fleka sig til neinna afturhaldsaðgerða um grunnkaupslækkun, eins • og Framsóknarleiðtogarnir voru að reyna í vetur. En viss tegund af leiöandi mönnum Alþ'ýöuflokksins hag ar sér þannig í þessum mál- um öllum, allt frá afstööunni til samninganna um ríkis- stjórn og til skilnaöarmálsins, aö þeir væru smánarblettur á íslenzkri verkalýöshreyfingu, ef þeir yfirleitt tilheyröu henni. Þessi hópur sefasjúkra kommúnistahatara af Hitlers tagi sér ekkert annaö mark- miö í allri sinni pólitík en aö: hatast við sósíalismanum. Svo vesælir eru þessir menn aö þeir geta auösjáanlega ekki Árni Ágústsson i Alþýðusamikin eip éskiptan heiðnr af orloíslopuum En Alþýðublaðið sigir: Hínir menn gáfu ekki verkalýðnum orlofsrétt- inn til þess a3 nöfn þeirra gleymdust meðal ótínds almúga P’ulltriíaráð verkalýðsfélaga nna í Reykjavík gaf út fyrir skömmu dálítið fræðslurit um orlofslögin. Þetta litla og yfir- lætislausa rit, sem var ætlað það hlutverk eitt, að skýra fyrir al- menningi nokkur framkvæmd- aratriði orlofslaganna og vekja athygli fólks á gildi þeirra, hef- ur gefið Alþýðublaðinu tilefni til að skrifa um það heila for- ustugrein. Alþýðublaðið telur höfunda ritsins hafa af ráðnum hug gengið fram hjá því að skýra frá nöfnum þeirra manna, sem háð hafi baráttuna fyrir orlofs- lögunum, og kennir „kommún- istum“ um slík vinnubrögð. En það á hér við að segja, eins og svo oft bæði fyrr og síðar, að þegar Alþýðublaðið vill koma höggi á andstæðing, þá sér það ekki sína menn, svo að það ber þá líka. Skal það nú upplýst, að svo frjálslega var að samn- ingu orlofsritsins gengið, að handritið að því var borið undir tvo Alþýðuflokksmenn, skrif- stofustjóra Alþýðusambandsins og gjaldkera Sjómannafélags Reykjavíkur og létu þeir sér það vel líka. ‘ En út af áminnztri umkvört- un Alþýðublaðsins eiga þeir, sem að orlofcrhmu standa, þá afsökun, aö ógerningur var að koma fyrir í því öllum þeim nöfnum, er þar hefðu átt jafn mikinn rétt á sér. Allir, sem kunnugir eru verkalýðssamtök- um, vita það, að sérhver sigur þeirra er unninn af mörgum mönnum' á skipulagðan hátt, ekki forustumönnunum einum, heldur af Öllum virkum meðlim- um þeirra. Verkalýðssamtökin velja sér forustumenn, gefa þeim umboð til þess að starfa 1 sínu nafni, berjast fyrir ákveðn- um málum, sem þau hafa áhuga íyrir hverju sinni. Árangurinn af starfi forustumannanna fer eðlilega mest eftir styrkleika samtakanna, sem hafa þá í þjón- ustu sinni. Verkalýðsforusta ■ og verka- lýðssamtök verða ekki aðskilin. Allt, sem unnizt hefur með bar- áttu verkalýðsins. á íslandi, er að þakka verkalýðssamtökunum í heild. Allir meðlimir þeirra, sem rækja skyldur sínar við samtökin, njóta þess sem vel tekst í starfi þeirra, gjalda hins sem mistekst eða miður fer sam- eiginlega, eiga líka allir jafnan rétt til viðurkenningar fyrir tekiö sjálfstæða afstööu í neinum málum vegna þessar- ar meinloku, sem sezt hefur aö í heila þeirra. — í samn- ingunum um „vinstri stjóm(< sáu þeir þaö eitt markmiö að reyna einhvernveginn að svívirða Sósíalistaflokkinn og til þess aö reyna þaö kalla þeir nú grunnkaupslækkun „raunhæfar umbætur“. — í skilnaöarmálinu viö Dani eru þeir sjálfir svo bundnir dönsku sósíaldemokrötunum að þed' hafa danskt sjónarmiö í stað íslenzks, — og fyrst þeir eru svona opinberir erindrekar er- lendra valdamanna hér, þá finnst þeim allir aðrir hljóti aö , vera það líka. Þess vegna gera þeir sig hlægilega meö því að æpa upp að’ ef íslenzka þjóðin ákvæði aö taka upp sósíalis- tiskt þjóöfélag, þá væri hún aö komast undir stjórn Rússa! — Rétt eins og Frakkar hafi 1789 komizt undir stjórn Eng- lendinga af því þeir komu' á borgaralegu þjóöfélagi, sem fyrir var í Englandi, — eða t. d. aö Bandaríkin kæmust undir stjórn t. d- Georgiu- manna ef sósíalismi kæmlsu á í Bandaríkjunum! íslenzka verkalýöshreyfingin liefur á næstu mánuðum og árum stærsta sögulega hlut- verk aö vinna, sem nokkurn- tíma hei'ur hvílt á heröum alþýðu þessa lands. Saga vor kennir oss að sjálfstæði þjóö- ar vorrar er hætta búinn á örlagatímum, — jafnvel að því sé glötun vís, — ef hinir síngjömu höfðingjar hafa for- ustu þjóðarinnar í sínum hönd um. Alþýðan verður sjálf að tak- ast þessa forustu á hendur. Það er skylda verklýðshreyfingarinn ar, sjálfrar sín og þjóðarinnar vegna, að sjá um að svo verði. Og til þess - að verklýðshreyfingin verði fær um slíkt, þarf hún að gersigra þá klíku sefasjúkra manna, sem sífellt vilja fá hana til þess að svíkja bæði hagsmuni sína og hugsjónir, og spara til þess engan áróður, ef verða mætti, að þeim tækist að kljúfa eitthvað af fólki út úr þeirri þjóð fylkingu, sem verklýðshreyfing- in nú þarf að skapa. Alþýðusambandið hefur sýnt hæfileika sína til forustu í hags- munamálum alþýðunnar m. a- með því hve röggsamlega það sameinaði verkamenn á Akur- eyri, án tillits til þess, að ein- staka klofningsberserkir Alþýðu- flokksins æptu sig hása gegn einingunni. Það er von þjóðarinnar, að Al- þýðusambandinu takist einnig það mikla einingarverk, sem það nú er að vinna með því að skapa bandalag alþýðusamtakanna. sameiginlega vinninga eða sigra. Það er jafn rangt að þakka ein- stökum stjórnendum verkalýðs- samtakanna alla sigra þeirra, eins og það að kenna þeim skil- yrðislaust öll mistök, sem fyrir kunna að koma í starfsemi þeirra. Þetta, sem hér er sagt, er líka í fullu samræmi við hina yfirlætislausu, en raunsæju skoðun fyrstu brautryðjenda al- þýðusamtakanna, að verkalýður- inn verði sjálfur að leysa sig undan órétti og áþján, hann hvorki megi né geti vænzt slíkr- ar lausnar af öðrum. Þegar þess er t. d. getið, að Sigurjón Á. Ólafsson hafi borið fram á Alþingi frv. til laga um orlof fyrir verkafólk, þá gerir hann það í krafti og umboði verkalýðssamtakanna, eftir að þau höfðu á öðrum vettvangi lagt grundvöll að sigri málsins. Verkalýðsfulltrúar komast m. a. á Alþing fyrir kraft verka- lýðssamtakanna og það er þeirra kraftur, sem stendur að baki orðum og athöfnum slíkra full- trúa á þingi eins og annars stað- ar, rneðan þeir túlka vilja verka- lýðsins; bregðist þeir slíkri túlk- un, eru aðrir kraftar að verki. Annars mættí margt segja um aðdraganda orlofslaganna eins og flestra umbótamála, sem tek- izt hefur að koma í framkvæmd. Og ef halda ætti sér eingöngu við nöfn einstakra forustumanna verkalýðssamtakanna í sam- bandi við orlofslögin, má ekki gleyma að minnast þess, að það mun hafa verið Héðinn Valdi- marsson, sem fyrst fékk það inn í samninga við atvinnurekend- ur, að verkamenn skyldu hafa rétt til orlofs. Auðvitað vannst honum það fyrir kraft „Dags- brúnar“. Sá vísir til orlofs verka- manna, er Héðinn kom á í um- boði „Dagsbrúnar“, var að von- um ekki fullkominn, en hann ruddi brautina. Síðar 22. ágúst 1942 fékk stjórn „Dagsbrúnar", undir forustu Sigurðar Guðna- sonar, atvinnurekendur til þess að undirrita samning um sumar- leyfi verkamanna samhljóða frv. til orlofs, er þá lá fyrir Alþingi og nú er orðið að lögum. Og um sama leyti náðu fleiri verkalýðs- félög slíkum orlofsréttindum fyrir meðlimi sína. Engum get- ur dulizt það, að sú barátta, sem fólst að baki þessum sigrum sjálfra verkalýðsfélaganna átti sinn meginþátt í því, hve auð- veldlega og hávaðalaust orlofs- lögin gengu fram á Alþingi í vetur. Má ég nú ekki vænta þess, þegar þessa er minnzt og ofurlítið skyggnzt um á baksviði verkalýðssamtakanna, þar sem hið óbreytta fólk heyir sína yfir- Rannsóknarsíyrkir úr menningarsióði Menntamálaráð hefur fyrir skömmu úthlutað rannsóknar- styrkjum úr náttúrufræðideild Menningarsjóðs. Þessir hlutu rannsóknarstyrk: Ij;r. 3.500: Jóhannes Áskelsson, Steindór Steindórsson og Geir Gígja. Kr. 2.500: Árni Friðriksson, Finnur Guð- mundsson, Leifur Ásgeirsson og Þorkell Þorkelsson. Kr. 2.000: Guðmundur Kjartansson. Kr. 1.500: Ingimar Óskarsson, Ingólfur Davíðsson, Jón Eyþórsson. Kr. 1.000: Steinn Emilsson. Kr. 800: Helgi Jónasson. Styrkir til íslend- inga í Noregi Samkvæmt tilkynningu, sem utanríkisráðuneytinu hefur bor- izt frá Vilhj. Finsen, sendifull- trúa íslands í Stokkhólmi, hef- ur eigandi Krossnessverksmiðj- unnar, Gunnar Frederiksen, kon súll, Melbo, gefið kr. 2000.00 til styrktar íslendingum í Noregi. Með aðstoð Guðna Benedikts- sonar, formanns ís'lendingafé- lagsins í Oslo, og Grums, vice- konsúls, hefur gjöf þessari verið. úthlutað þannig: Hólmfríður Jónsdóttir, Sehle, hlaut kr. 500.00, Páll Hafstað kr. 500,00, Sveinn Ellertsson kr. 200.00, Jóhann Guðjónsson kr. 100.00, Sigurlaug Jónasson kr. 250,00, Ulla Just kr. 200,00, Bald- ur Bjarnason kr. 150.00, Guð- björg Friðbjarnardóttir krónur 100.00. Gunnar Frederiksen konsúll gaf einnig s- 1. ár kr. 2000,00 — til styrktar íslendingum í Nor- egi. lætislausu, en mikilvægu bar- áttu, að ritstjóri Alþýðublaðsins skilji, hvers vegna sá kostur var valinn að tileinka baráttuna fyrir orlofslögunum sjálfum verkalýðsfélögunum fremur en einstökum mönnum? Og er það ekki nógu gott hlut- skipti hverjum manni í verka- lýðssamtökunum, að njóta sam- eiginlega með félögum sínum þar unninna sigra, þótt þeir láti vera að tróna með sitt persónu- lega innlegg á opinberu færi. Og má að lokum spyrja: Get- ur þessi dapri saknaðaróður í forustugrein Alþýðublaðsins út af því að nöfn Stefáns Jóh. Stefánssonar, Sigurjóns Á. Ól- afssonar og Guðm. í. Guðmunds- sonar voru þar látin óskráð, og það með vitund a. m. k. tveggja Alþýðuflokksmanna, ekki vakið grunsemdir um minnimáttar- kennd ritstjórans fyrir hönd nú- verandi félaga sinna og hús- bænda? En lwað sem öllu öðru líður á verkalýðurinn það samtökum sínum að þakka og engu öðru, að orlofslögin urðu til. Árni Ágústsson■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.