Þjóðviljinn - 06.07.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.07.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Þriðjudagur, 6. tölublað Þýzka faersf jórnín sendír míkínn hcr fíl Balkanskaga fíl að taka víd'hcrvörnum þar af ftöhitn og Búfgurum Japanir afhenda Thailandí brezkar nýlendur Tojo, forsœtisráöherra Japana, er á ferðalagi í Singapore. A leiö þangaö kom hann við í Bangkok og samdi þar við stjórnina í Thailandi að láta af hendi við Thailand tvö héruð frá Burma og fjögur af Malajaríkjunum. en bæði þessi landsvœði lutu brezkri stjórn. Bardagar harðna á austurvígstöðvunum Þjóðverjar skýrðu frá í gær að bardagar fœru harðnandi á aust- urvigstöðvunum. I sovétfregnum er skýrt frá Framh. á 4. síðu. MacArthur stjórnar sókninni gegn Jap- ðniiiíi á Nýju Gíneu Harðir bardagar 10 km. frá Salamaua Douglas MacArthur, yfirhers- höfðingi Bandamanna á Astra- líusvœðinu, er kominn til Nýju Gíneu, og stjórnar sjálfur sókn bandarískra og ástralskra her- sveita gegn herliði Japana, er hefur komið sér upp mjóg öfl- ugum varnarstöðvum við Sala- maua á norðurströnd eyjarinnar. Voru háðir harðir bardagar allan daginn í gœr tæpa 10 kíló- metra frá Salamana, og þokast Bandamenn nœr bænum. Hvor- ugur hernaðaraðila hafa enn teflt fram miklum her. Samtímis heldur flugfloti Bandamanna uppi látlausum á- rásum á helztu flughafnir Jap- ana á þessu svæði, þar á meðal flughafnirnar Rabaul á Nýja- Bretlandi, Kendari á Celebes og Koepang í Timor. Á Rabaul var varpað 22 tonnum sprengna, 16 Framhald á 4. síðu. í aukatilkynningu sem yfirstjórn brezka hersins í Kairo gaf í gær var skýrt frá því, að brezkar hersveit- ir hafi ráðizt til landgöngu á grísku eyjuna Krít í fyrri- nótt. Hersveitir þessar réðust á nokkra mikilvæga flug- velli og tókst að stórskemma þá og eyðileggja flugvéjar á jörðu. t Landgöngusveitunum tókst að komast um borð í skip sín að afloknu ætlunarverki sínu án þess að bíða verulegt manntjón. Brezka útvarpið flutti íbúunum á Krít þá aðvör- un, að hér væri ekki um innrás að ræða og skoraði á þá að hafast ekkert það að er gæti gefið þýzka hern- um á eynni tilefni til hefndarráðstafana. Þýzka herstjórnin virðist óttast að innrás á Balk- an sé yfirvofandi. Þýzkur her hefur undanfarna daga verið að taka við hervörnunum í Þrakíu, gríska hér- aðinu sem liggur að Tyrklandi, en þar hafa Búlgarar haft hergæzlu á hendi fyrir Þjóðverja. Fregnir frá hlutlausum lönd- um herma, að undanfarnar vik- ur hafi Þjóðverjar stöðugt verið að flytja her til Balkanskaga, og hafi nú tekið að sér hervarnir Grikklands, Búlgaríu, Rúmeníu og Ungverjalands. Það hefur vakið sérstaka at- hygli, að Þjóðverjar virðast nú hafa tekið í sínar hendur stjórn ítalska leppríkisins Króatíu. ítalskir embættismenn í lepp- stjórn Króatans Pavelitsj hafa Bændaflokksleíðfogínn Sfaníslaw Míkolafczyk fekur víö forsæfí pólsku sffórnarínnar í London Wladyslaw Sikorski hershöfðingi, forsætisráðherra pólsku stjórnarinnar í London, fórst í flugslysi, er flugvél hans hrap- aði skömmu eftir að hún lagði af stað frá Gibraltar, í fyrrinótt. Ásamt Sikorski fóyst dóttir hans og nokkrir nánustu sam- starfsmenn og brezkur þingmaður,' er með þeim var í flugvél- inni. Sá eini, sem komst lífs af, var flugmaðurinn ,og sœrðist hann þó allmjög. Pólska stjórnin í London kom þegar saman á skyndifund í gær- morgun út af fráfalli Sikorskis, sem auk þess að vera foreætis- ráðherra, hafði einnig á hendi yfirstjórn pólska hersins er- lendis. Var ákveðið, að varaforsætis- ráðherrann, Stanislaw Mikolajc- zyk tæl^i við hinum pólitísku störfum Sikorskis. til bráða- birgða, en við yfirstjórn hersins tekur Marian Kukiel hershöfð- ingi. Mikolajczyk er einn helzti á- hrifamaður pólska Bændaflokks- ins, sat á þingi fyrir þann flokk 1930—35, og var varaforseti hans. Hann hafði á hendi emb- ætti innanríkisráðherra í Sikor- skistjórninni, auk þess að vera varaforsætisráðherra. verið reknir frá og Þjóðverjar eða Þjóðverjasinnar settir í stað þeirra. Yfirmaður þýzku leyni- lögreglunnar, Himmler, var riý- lega á ferð í Zagreb, og stjórnaði þar nákvæmri „hreinsun" á em- bættismönnum og lögreglu Króa tíu. Er talið, að hann hafi neytt Pavelitsj til að játast undir eftir- lit þýzku stjórnarinnar. Samtím- is var sendur nýr króatískur sendiherra, Stjephen Rachko, til Berlín, til að „treysta samvinnu" Króatiu og Þýzkalands. Ráðstafanir þessar eru taldar þýða það, að Þjóðverjar treysti ítölum ekki til' þess að verja neinn hluta af Balkanskaga. Vestur-íslenzk hjúkr- unarkona heiðruð Anna Ólafsson frá Garðar í Norður-Dakota, amerísk hjúkr- unarkona af íslenzkum ættum, hefur nýlega verið hækkuð í tign og gerð „first lieutenant", en það er fremur sjaldgæft að hjúkrunarkonum veitist slíkur frami. Hún starfaði áður sem hjúkr- unarkona á handlækningadeild á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Eftir að hafa lokið undirbúnings námi heima í Norður-Dakota tók hún próf við hjúkrunarkvenna- skóla í St. Pául í Minnesota. Að því loknu starfaði hún sem hjúkrunarkona í St. Luis. Lækn- ar, sem ungfrú Ólafsson hefur starfað með, hæla henni fyrir kunnáttu og dugnaði. Anna er dóttir Steindórs Ól- Flugvélar þessar sem eru amerískar, eru á leiðinni til þess að hitta Japani á Kyrrahafi. Þegar þessi mynd var tekin hafði foringi flugsveitarinnar, Joe Foss, skotið niður 28 já^ianskar flugvélar. Sfop íarHifreið fer úf af 4 farþegar slösuðust. — Enginn bættulega Á sunnudaginn var fór 22 manna áætlunarbifreið út af veg- inum á leið frá Þingvöllum og valt þar á hliðina. Bifreiðin var full af farþegum, en svo vel tókst til að að- eins 5 þeirra meiddust og enginn hættulega. Slys þetta varð um kl. 8 á sunnudagskvöldið. Var bifreiðin — ein af áætlunarbifreiðum Steindórs — á leið frá Þingvöll- um til bæjarins. Rétt á móts við Kárastaði afssonar og Þórdísar Kristjnás- dóttur, sem bæði eru fædd í Ameríku. Afi hennar og amma fluttust frá íslandi til Ameríku og settust að í Pembina í Norð- ur-Dakota, stærstu íslendinga- byggðinni í Bandaríkjunum. Föðurætt hennar er úr Eyja- fjarðarsýslu, en móðurætt úr Dalasýslu. Foreldrar hennar voru fyrstu hjónin, sem Magnús Jónsson prófessor gaf saman, þegar hann starfaði sem prestur í Ameríku. brotnaði hægra framhjól bifreið arinnar og fór hún þá út af veg- inum, rann áfram nokkurn spöl og valt síðan á hægri hliðina. ,Allar rúður í þeirri hlið henn- ar brotnuðu, en þótt hún væri full af fólki tókst svo vel til, að ekki slösuðust nema 5 manns, 4 farþegar og bifreiðarstjórinn. Skárust þeir af glerbrotum, en samt enginn hættulega. Amerískar hjúkrunarkonur komu þarna að í bíl og gerðu þær að meiðslunum. Önnur bifreið fór einnig út af veginum í Svínahrauni,' fóru bæði hjól annarrar hliðarinnar út af veginum, en bifreiðastjór- anum tókst .að forða henni þó frá að velta, með því að beygja þvert út af veginum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.