Þjóðviljinn - 06.07.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.07.1943, Blaðsíða 2
2 Í>J ÓÐ VÍLJI 'N Þriðjudagur, 6. júlí 1943 JaiM URdÍP SlBFÍ“ Gróðurhús á landínu eru nú sam* fals að ffafarmáli 37818 m2 og vermireífír 4720 m2 Garðyrkja er sívaxandi þáttur í íslenzkum atvinnugrein- um, og hejur á seinni árum tekið slíkum framjörum, að óhætt er að segja, að þjóðin sé að vakna til fullrar vitundar um þá miklu möguleika, sem gróðurmold landsins og jarðhiti gejur þessari mikilvægu jramleiðslugrein. Flestir bœjarbúar verða áþreifanlega varir við eflingu garð- yrkjunnar með því að fá fleiri og fleiri jarðarávexti á borð sitt, en þeir, sem vilja fylgjast með því, sem er að gerast í atvinnu- lífi og búskap þjóðarinnar, láta sér það ekki nægja. Þá langar til að vita hvernig þetta sé gert. Þeir bregða sér upp að Reykj- um eða austur yfir fjall og skoða gróðurhúsin. Það getur orðið til þess að menn gangi í Garðyrkjufélag íslands, og úr því er þeim borgið með lifandi samband við þennan þátt þjóðarbúskap- arins. Félagið gefur út myndarlegt ársrit þar sem hœgt er að fylgjast með öllu því helzta sem gerist á sviði garðyrkjunnar. Garðyrkjuritið 1943 er nýkom- ið út. Ritstjóri þess er jurtafræð- ingurinn Ingólfur Davíðsson, -og er ritstjórn hans með sama góða handbragðinu og önnur verk þessa unga og duglega náttúru- fræðings. Ingólfur er ritari Garð yrkjufélagsins, og tekur við inn- göngubeiðnum (heimilisf. Ás- vallag. 6, Rvík). I þessu hefti Garðyrkjuritsins er mjög yfirlitsgóð grein eftir ritstjórann um ylrœktina í land- inu, og fylgir henni íslandskort ,er sýnir gróðurhúsin á landinu. Enginn efast um, að einmitt í yl- ræktinni hggja stórkostlegir möguleikar ónotaðir, þó talsvert hafi þegar verið að gert. Ingólf- ur Davíðsson segir í grein sinni m. a.: „Ylræktin er sú grein jarðyrkj unnar, sem stórfelldustum fram- förum hefur tekið síðasta ára- tuginn. Standa flest gróðurhús- in á heitum stöðum, í hverfum eða smáþyrpingum umhverfis hveri og laugar. Er jarðhitinn og markaðurinn í kaupstöðunum. einkum Reykjavík og Akureyri, grundvöllurinn, sem ylræktin hvílir á. Stærstu samfelldu gróð- urhúsahverfin eru í Hveragerði og Mosfellssveit. Svo eru gróð- urhús á víð og dreif í Borgar- firði, Biskupstungum, Laugar- dal, Grafningi, Grímsnesi og í og við Reykjavík. Meginhluti afurð- anna frá öllum þessum stöðum er seldur í Reykjavík. Dálítið einnig í Hafnarfirði. í Borgar- firði, og raunar víðast þar sem flutningsleiðir eru langar til Reykjavíkur, eru aðallega rækt- uð rauðaldin (tómatar) og gúrk- ur. En í Mosfellssveit, Hvera- gerði og Reykjavík er lika rækt- að mikið af blómum fyrir mark- aðinn í Reykjavík. Algengustu blómin eru rósir, nellíkur (krýn- ingarblóm), prestafíflar (chry- santhemur), ilmbaunir (lathyr- tjs), levköj, túlípanar, páskaliljur o. fl. laukjurtir, ýmsar pottajurt- ir, t. d. hortensiur, hengijurtir o. fl. Norðan lands eru helztu stöðv arnar Hveravellir, Brúnalaug, Varmahlíð og Ytri-Reykir. — Á Vestfjörðum er Reykjanes helzt. Land undir gleri skiptist þann- ig eftir héruðum: Gróðurhús Vermireitir Rvík og nágrenni 950 m2 320 m2 Mosfeilssveit 8150 m2 800 m2 Hveragerði 11415 m2 2000 m2 Austursvæðin 8557 m2 1000 m2 Borgarfj. og Mýras. 6511 m2 160 m2 Vestfirðir 375 m2 Norðurland 1800 m2 440 m2 Hornafjörður 70 m2 • Samtals 37818 m2 4720 m2“ Þá má nefna athyglisverða grein eftir Klemens Kristjáns- son á Sámsstöðum um nioldar- spírun kartaflna og fróðlega grein eftir Ingólf, er hann nefnir „í birtu og skugga“. Auk þess eru í heftinu greinarnar: „Skrúð ur á Núpi“, „Náttúruást“, „Norð- lenzk _gróðurhús“, „Gúrkur“, „Súrsað grænmeti“, „Ögn um ræktun rauðaldina og sótthreins un jarðvegsins“, „Gætið snigl- anna“, „Jurtalyf“, „Molar“, „Frá Garðyrkjufélagi íslands 1942“, „Frá Garðyrkjuskólanum“ og loks félagatal. — Ritið er prýtt mörgum myndum og hið eigu- legasta fyrir alla garðyrkjumenn og aðra, sem áhuga h^fa á garð- yrkjumálum- TILKYNNING frá morarafélagi reykjavíkur. Múrarafélag Reykjavíkur áskilur sér rétt til að breyta kaupi og kjörum meðlima sinna að þrem mánuðum liðnum, frá birtingu þessarar auglýsingar. FÉLAGSSTJÓRNIN. niHli un Uið hinaidi Mlaid Afsfada Bandaríkfaaffurhaldsíns fil de Gauffe Átökin milli de Gaulle og Giraud eru átök milli frelsisfylk- ingar frönsku þjóðarinnar og afturhaldsins í Frakklandi, sem fær stuðning frá afturhaldinu í Bandaríkjunum. Þau eru eins- konar undanfari þeirra átaka, sem verða um hverskonar Frakk- land skuli rísa upp, þegar oki fasismans er af því létt. Það er því nauðsynlegt að fylgjast vel með í þessum málum fyrir alla þá, sem áhuga hafa fyrir hinni nýju Evrópu. New York fréttaritari franska blaðsins La Marseillaise (aðal- blað De Gaulle), sem gefið er út í London, ritar 4. júní eftir- farandi um myndun stjórnar- nefndarinnar í Algier og við- horfið, er verið hefur gagnvart þessum málum í Bandaríkjun- um: Myndun þjóðfrelsisnefndarinnar í Algier er túlkuð hér sem glæsi- legur sigur fyrir de Gaulle og j til þessa hefur þessi frétt vakið tvenns konar andsvör. Andstæð- • ingar de Gaulle, sem hér eru kunnir, halda því enn fram, að hann sé þver og ósveigjanlegur og hafi viðhaft „tactique agres- sive“. — Samkvæmt skeyti frá Washington til blaðsins New York Times hefur brottvikning Peyrautons stutt þá skoðun ,,á hærri stöðum“, að de Gaulle sé maður þverlyndur, sem erfitt sé að hafa samvinnu við. En af um- mælum blaðanna yfirleitt er ljóst, að þessi skoðun er í greini- legum minnihluta. New York Post segir í ritstjórn- argrein: „Sú staðreynd, að de Gaulle er kominn til Algier og skipar þar nú æðsta valdasess Frakklands er stærsti sigur, sem lýðræðið hefur unnið í þessu stríði til þessa“. Og blaðið heldur áfram: „Sagt er um de Gaulle, að hann sé maður einþykkur. Ein- þykkni af því tagi er einkenni mikilmennsku. Winston Chur- chill er maður einþykkur. Spyrj- ið Hitler. Georg Washington var einhver einþykkasti maður sög- unnar. Sagt var um hann, að hann væri kaldlyndur að eðlis- fari, eins og sagt er um de Gaulle“. Fréttirnar frá Algier staðfesta að utanríkisráðuneytið hér hef- ur jafnan vanmetið hinn sér- stæða kraft og þýðingu de Gaul- le-hreyfingarinnar, og hefur aldrei náð að öðlast skilning á henni- Við minnumst þess, að það eru ekki nema nokkrir mánuðir síð- an að okkur var sagt, að de- Gaulle-hreyfingin hefði raun- verulega ekkert fylgi í Norður- Afríku. Nú er það álit manna hér, að fulltrúarnir frá Washing- ton hafa raunverulega verið sannfærðir um, að þessi yfirlýs- ing væri rétt, þá hefur það ver- ið fyrir þá sök, að heimildir þeirra hafa verið fram úr hófi lélegar. Og ef þeir hafa ekki trú- að þeim, þá hefðu þeir ekki átt að láta þær uppi. Þessi almenna skoðun hefur verið látin í ljós núna í vikunni af Walter Lipp- mann, en greinar hans undan- farið um stríðandi Frakka hafa túlkað hér frjálslyndari öfl. Að hans áliti er mikið undir því kom ið, að í Washington takist að meta réttilega gang franskra mála. „Frakklands-pólitík okkar hefur verið afvegaleidd vegna þess, að utanríkisfulltrúar okk- ar hafa ekki skilið og þar af leiðandi ekki túlkað rétt vaxandi þýðingu frönsku þjóðfylkingar- innar umhverfis de Gaulle. Við höfum sett okkur í þá einstreng- ingslegu aðstöðu, að halda því fram, að annað stærsta ríki ver- aldarinnar, með mörg þúsund manna her, eigi að taka þátt í styrjöldinni, en enginn megi ætla sér þá dul, að tala í nafni þess“. Lippmann heimtar Frakk- landspólitík sem bæti fyrir yfir- sjónir liðinna ára og komi á gagn kvæmu trausti: „"^ið þörfnumst í orðum okkar og athöfnum: vitsmuna, lítillætis, víðsýnis og hæfileika ímyndunaraflsins til að sjá okkur í sama ljósi og aðr- ir sjá okkur“. Allir hér bíða með mikilli eft- irvæntingu næstu aðgerða utan- ríkisráðuneytisins. — Vafalaust verður að telja, að það neyðist til að viðurkenna frönsku stjórnar- nefndina. Hins vegar má búast við, eftir þeirri andstöðu gegn de Gaulle, sem ráðandi hefur verið fram á s. 1. miðvikudag, að Was- hington muni ósennilega þrýsta de Gaulle að brjósti sér umsvifa- laust. Líklegra er, að viðurkenn- ingin komi smám saman, það lítur betur út. Staðreyndirnar, sem leggja það í vana sinn að hafa endaskipti á kenningunum, hafa neytt utanríkisráðuneytið í Washington til að söðla gersam- lega um á átta mánuðum frá við- urkenningu á Laval til viður- kenningar á de Gaulle. OOOOOOOOOOO-O-O-O-OO-O DAGLEGA NV EGG, soðin og hrá Kaf f isalan Hafnarstræti 16. ooooooooooooooooo Kanpið Nýla Þrælaveiðar Hitlers í hinum nndirokuöu löndum Evröpu Fyrir skömmu var hér í blaðinu sagt nokkuð frá þræla veiðum Hitlers, sem nú eru framkvæmdar í hinum undir- okuðu löndum Evrópu, í þeim tilgangi að sjá þýzka iðnaðin- um fyrir Vinnuafli og jafn- framt að eyðileggja innrásar- þrótt hinna undirokuðu þjóða. Eftirfarandi frétt er frá neð- anjarðarhreyfingunni í Frakk landi og í Tékkóslóvakíu. FRAKKLASD „Atvinnulíf Parísar hefur ver- ið veikt að verulegu leyti■ Stór fyrirtœki hafa orðið að láta nokk ur hundruð verkamenn hvert, í þjónustu Þjóðverja. Vefnaðariðn I aðurinn hefur orðið sérstaklega hart úti. Hundruð stúlkna, sem unnu í stórri verksmiðju að fram leiðslu loftbelgja, eiga bráðlega að fara til Þýzkalands. í Toulouse hafa Þjóðverjar beitt sérstaklega hörðum aðferð- um við smölun verkamanna, er senda skal til Þýzkalands. — Sendlar gestapo og lögregla La- vals framkvœma húsrannsóknir í stórum stíl, til þess að finna unga menn, sem reyna að kom- ast hjá vinnuskyldu. Sérstakar sveitir fara um vegina og taka hvern mann, sem vekur grun- semdir þeirra. Borgin Lyon var umkringd af her og 2000 franskra verka- manna voru teknar til þrœla- vinnu“. (Frétt, send frá „neðanjarðar“- starfseminni í Frakklandi, til blaðanna í hinum frjálsu lönd- um). TÉKKÓSLÓV AKÍA „Nýlegp voru 450 drengir á aldrinum 14—16 ára sendir frá tékknesku borginni Klatovy. — Unglingarnir voru sendir til Þýzkalands, án nokkurrar tU- kynningar til foreldra þeirra, og án þess að láta þá hafa nokkum mat til fararinnar. Fjórir eða fimm þeirra dóu á leiðinni úr hungri og kulda. Drengir á aldrinum 10—14 ára eru nú látnir vinna í námum. I einu hinna þýzku blaða, sem gefin eru út í héruðum undir „vemd“ Þjóðverja, stóð nýlega eftirfarandi: „Það er vel hægt að fá mikið vinnuafl frá geðveikra- hœlunum. Sum fyrirtæki sækj- ast beinlínis eftir slíku vinnu- afli. Reynslan hefur sýnt, að þess ir unglingar geta vel unnið, og eru mjög hlýðnir húsbændum sínum“. (Frétt frá ,,neðanjarðar“-starf- seminni í Tékkóslóvakíu, send til blaðanna í hinum frjálsu löndum). MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 ^00<k>®0«<X>0000«<XX( ooooooooooovooooc

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.