Þjóðviljinn - 07.07.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.07.1943, Blaðsíða 1
8. árgángur. Miðvikudagur 7. júlí 1943. 149. tölublað. Bsssm m t suæiii milli Bjeloorod Rauðí herínn hefur hvergí látíð utidan síga víð fyrsfu ,ægílegu sóknarafreimuna r- Gífurlegf fiergagna~ og mannf jón þýzka hersíns Pjðfluerlap liía missí 10 húsund hermenn, 1009 shrifldpeha oo 314 ioudlar Stórkostlegar orustur eru enn á ný hafnar á aust- urvígstöðvunum. Snemma morguns 5. júlí hófu Þjóðverjar ákafar árásir á svæðinu frá Bjelgorod til Orel. Voru árásirnar undirbúnar af mikilli stórskotahríð, en síðan voru sendar fram skriðdrekasveitir, þar á meðal hundruð- um saman þyngstu skriðdrekar Þjóðverja og léttari skriðdrekar þúsundum saman. Á eftir skriðdrekasveit- unum tefldu Þjóðverjar fram öflugu fótgönguliði. Tókst fasistahernum í fyrstu atrennu að reka fleyga inn í varnarsvæði rauða hersins, en vörn Rússa var geysihörð og í gærkvöld, eftir hálfs annars sólar- hrings ægilega bardaga, hafði rauða hernum alstaðar tekizt að ná aftur stöðvum sínum eða skilja fremstu skriðdrekasveitirnar frá meginhernum. í Moskvafregnum segir að meginþungi sóknarinn- ar virðist liggja á tveimur stöðum, norður af Bjelgorod og suður af Orel. Horð loftorusta yfir Niðjarðarhafi Bandarísk flugvirki skjóta niður 30 orustuflugvélar fasista. Sveit flugvirkja sem voru á leið frá Norður-Afríku til árása á flugvöll í Sikiley, lenti í gær í loftorustu við 100 þýzkar og ítalskar orustuflugvélar. Tókst flugvirkjunum að skjóta niður' 30 orustuflugvélar á 15 mínútum, og lögðu hinar á ílótta, en flugvirkin héldu á- fram för sinni og vörpuðu sprengjum sínum á tilætlaðan stað. Aðeins þrjú af flugvirkjunum fórust í viðureigninni. Þjóðverjar hefja sókn á hluta af svœði því, er rauði herinn vann í vetrarsókninni. Einmitt við Bjelgorod, þar sem talin eru suðurtakmörk sóknarsvœðisins, þverbeygir víglínan til vesturs. Rétt hjá Súmi beygir hún til norðvesturs og liggur rétt aust- an við bæina Rilsk og Síevsk, en sveigir þá í stórum boga austur fyrir Orel, og liggur m. a. um hæina Mtsensk og Kíroff. — Sam kvæmt því sem fregnazt hefur um árásirnar, gæti virzt sem fyrsta markmið Þjóðverja væri að ná af þessum skaga inn í yf- irráðasvæði þýzka. hersins, með tangarsókn úr suðvestri og norð- vestri, og þar með hinni öflugu virkisborg Kúrsk, er Rússar náðu í vetrarsókn sinni. Norðvestur af Orel hefur þýzk ur her hafið sókn í átt til bæjar- ins Mtsensk, en þar virðist ekki um mikinn her að ræða, og talið að hún muni gerð til að vernda vinstri fylkingararma þýzka sóknarhersins. í þýzkum tilkynningum er enn gert lítið úr sókninni, en þó er viðurkennt í fregnum í gær- kvöldi, að miklir bardagar séu háðir á svæðinu milli Bjelgórod og Orel. Frá því er einnig skýrt í þýzka útvarpinu, að rauði her- inn hafi víða á þessu svæði gert hörð gagnáhlaup. Síðustu fréttir: Sfórorusfur halda áfram á allri víg- lírani frá Bjelgorod fii Orel í aukatilkynningu frá Moskva í gærkvöld segir að rauði herinn hafi látið lítið eitt undan síga á Bjelgorodsvæðinu. Manntjón og hergagntjón Þjóðverja var mjög mikið. Á Orel- og Kúrsksvæðunum hefur öllum árásum Þjóðverja verið hrundið. Einnig á þessuín bardagasvæðum beið árásarher- inn mikið tjón. í tveggja daga bardögum hafa Þjóðverjar misst 10 þúsund her- menn, 1009 skriðdreka og 314 flugvélar. SíííifSjiiiíví ííí-iSKÍiSiixiSiSÍSÍviiKý:::-:;:::^ kOSÍíÓk" s. Hernaðarátökin á austurvígstöðvunum byrja enn með œgilegum skriðdrekaorustum. — Mynd- in er af rússneskum skriðdreka. Nýir safnningar nm sölu síldarafurða Nokkur verðhækkun á síld- arlýsi og fiskimjöli. Verð á síldarmjöli óbreytt. í gær undirritaði samninga- nefnd utanríkisviðskipta nýja samninga um sölu á síldarlýsi, síldarmjöli og fiskimjöli. Samkvæmt þessum samning- um hækkar verð síldarlýsis upp í 145 dollara frítt um borð, en var áður 130 dollarar. Verð á síldarmjöli helzt ó- breytt, 75 dollarar smálestin, frítt um borð. Verðið á fyrstu þúsund smá- lestum vélþurrkaðs fiskimjöls hækkar upp í 75 dollara smálest in, fob., var áður 66 dollara. Það sem selt kann að verða fram yf- ir 1000 smálestir af vélþurrkuðu fiskimjöli, verður selt fyrir sama verð og var í fyrra, eða 66 dollara smálestin. Þfzkir nazðstar taka sijórn tíúlyarska hersins Þýzkir nazistar hafa tekið við stjórn búlgarska herforingjaráðs ins, að því er segir í fregn frá Stokkhólmi. Er herforingjaráðið nú skipað 10 þýzkum ' hershöfðingjum, tveimur ítölskum og einum búlg- örskum. Jafnframt hefur þýzkt herlið tekið við vörnum búlgörsku hafn arborganna við Svartahaf. Verð á sjálfþurrkuðu fiski- mjöli hækkar í 66 dollara smá- lestin fob., og nemur salan 1000 smálestum. í nefndinni eru þeir Arent Claessen, Haraldur Guðmunds- son, Jón Árnason og Magnús Sigurðsson. Fyrir hönd Banda- ríkjanna sömdu þeir Hjálmar Björnsson og Ólafur J. Ólafsson, en Mr. Oliver fyrir hönd brezka matvælaráðuneytisins. Landnetnián Þriðja tölublað fimmta ár- gangs Landnemans er nýkomið út. Hefst blaðið á langri og snjallri grein eftir ritstjórann, Ólaf Jóhann Sigurðsson, er hann nefnir Vorið,'æskan og 17. júní, þar sem hann ræðir afstöðu og viðhorf íslenzks æskumanns til vandamála nútímans og þjóðfé- lagsskipulagsins. Guðmundur Vigfússon skrifar: Hvað er fram undan? og ræðir þar stjórnmála- viðhorfið. Þá er í blaðinu þýdd saga eftir Mikael Sósjenko: Á- róðursmaðurinn; þýdd grein eft- ir J. B. S. Haldane: Minnstu kommúnistarnir; grein ' um stjórnskipulag Sovétríkjanna; saga Valentinu Orlikovu; um- mæli nokkurra þekktra manna um Sovétsöfnunina, ennfremur skyndiágrip erlendra frétta o.fl. „Landneminn" er nú óðum að færast í það horf að verða blað sem enginn íslenzkur æskumað- ur ætti að láta sig vanta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.