Þjóðviljinn - 08.07.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.07.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Fimmtudagur 8. júlí 1943. 150. tölublað. Sigurður Guðnason formaður Dags- brúnar og frú Kristín GuðmundsiSóttir eiga silfurbrúðkaup í dag Kristín Guðmundsdóttir Sigurður Guðnason f dag eiga hjónin Kristín Guðmundsdóttir og Sigurður Guðnason alþingismaður, Hringbraut 188, 25 ára hjúskaparaf- mæli. Þau hófu búskap austur í Biskupstungum fyrir 25 árum síðan. Skömmu síðar fluttust þau til Reykjavíkur og hafa búið þar æ síðan. Þeim hefur orðið sjö barna auðið og lifa sex þeirra og öll mannvænleg. Þau hjónin hafa verið einkar samhent í allri lífsbaráttu sinni og njóta sameiginlega virðingar og vinsælda allra, sem þeim hafa kynnst. Sigurður er, sem kunnugt er, einn af vinsælustu verkamönn- um þessa bæjar og hefur vegna stéttvísi sinnar og forustuhæfi- leika barist í fremstu röð í bar- áttusamtökum íslenzkrar verka- mannastéttar. Hann er því for- maður Dagsbrúnar, stærsta verk lýðsfélags lahdsins og einn af »fulltrúum verkamanna á Al- þingi, 1. landskjörinn þingmaður Sósíalistaflokksins. Á föstudagskvöldið munu vin- ir þeirra hjóna halda þeim sam- sæti í tilefni af þessum merkis- degi þeirra. Mf. Sfeegman lusir ðnægju sinai yíip duðlinni á Tslandi Sýningar British Conncil voru ágætlega sóttar Mr. Steegman, brezki listmálarinn, sem flutti hér fyrirlestra um myndlist í sambandi við listmyndasýningu British Coun- cil, ræddi í gœr við blaðamenn á Hótel Borg. Er hann, ásamt dr. Cyril Jackson, nýlega kominn til bæjar- ins frá því að halda sýningu á Akureyri. Lét hann hið bezta yfir dvöl sinni hér á landi. Er hann vœnt- anlega á förum héðan einhverntíma á næstunni. Lét hann hið bezta yfir því, hve aðsókn að sýningunum hefði verið góð og áhugi almenn- ings á myndlist mikill. í Reykja- vík seldust t. d. 84 myndir, af 92, sem voru til sölu, og 20 á Akureyri. Verður reynt að út- vega eftirmyndir í stað sumra þeirra, er seldar voru í Reykja- vík. — Á sýningum British Council voru 600 bindi bóka, og hafa þær nú verið afhentar Landsbóka- safninu og Háskólasafninu, en þær bækur, sem þau þurfa ekki Framh. á 4. síðu Mr. Steegman báflausar slóroFustup dao us nútt a Þjóðverjar hafa unníð fífíð eíff á en beðíð míkíd fjón Stórorustur halda látlaust áfram dag og nótt á austurvíg- stöðvunum milli Bjelgorod og Orel, án þess að verulegar breyt- ingar hafi orðið á afstöðu herjanna. f sovétfregnum segir að undanfarinn sólarhring hafi sókn- arher Þjóðverja enn bætt nokkru við landssvæði það sem þeir náðu fyrsta daginn, en hafi beðið gífurlegt manntjón og her- gagnatjón. Norðar, á Kúrsk- og Orelsvæðunum hafa Þjóðverjar einn- ig beðið mjög mikið manntjón, og ekki unnið neitt á. Síðastliðinn sólarhring eyðilögðu Rússar 520 þýzka skrið- dreka og 229 flugvélar. Giraud í Washington Giraud hershöfðingi kom flugleiðis til Washington í gær, og f ór hann þegar á f und Roose- velts í Hvítahúsinu. Fyrir nokkru var tilkynnt að Giraud ætlaði til Bandarikjanna í boði Roosevelts forseta, en ferðinni var þá frestað án þess að neinar ástæður væru gefnar. í fréttastofufregnum frá j Moskva segir að sovétherstjórn- in búist við, að Þjóðverjar haldi áfram jafnstórkostlegum árás- um og síðustu dægrin enn í 3—4 sólarhringa, þrátt fyrir hið gíf- urlega manntjón og hergagna- tjón.___________________________ Félag saumastúlkna semur Um miðjan maí síðastliðinn, stofnuðu saumastúlkur, er vinna á kjólaverkstæðum, með sér fé- lag, -heitir það „Djörfung" og starfar sem deild úr „Iðju", fé- lagi verksmiðjufólks. Þegar eft- ir stofnun félagsins voru hafnar umleitanir við Félag kjólaverzl- ana og saumaverkstæða um launasamninga. Samningsum- leitanir töfðust vegna deilu þeirrar er verkstæðin áttu í við verðlagsstjóra, en er nú lokið, Framhald á 4. síðu rj islenzkir sjómenn heiöraDir fyrir dugnað f björgunarstarf i Eimskipafélag íslands sæmdi nýlega 10 menn af áhöi'n Brú- arfoss og einn farþega sem var með skipinu heiðursskjali fyr- ir frækilega framgöngu við björgun manna af skipi sem sökkt var úr skipalest, sem Brúarfoss var í. Skipalest þessi var á leið frá New York til íslands á s.l. vetri. í 5 sólarhringa samfleytt varð skipalestin fyrir árásum kaf- .báta. I þeirri ferð björguðu nokkrir menn af Brúarfossi ásamt ein- um farþega 40—50 mönnum af sökkvandi skipi og sýndu sér- stakan dugnað og fórnfýsi við björgunina. Viðurkenningarskjalið, sem þessir menn hlutu og undirritað Siourflur liHnasson ibfíf íiisbf i hulRmunðafæhnl Verða allar myndir sem Gamla Bíó sýnir með íslenzkum textum í framtíðinni? Sigurður Tómasson hefur gert tvœr uppgötvanir í sambandi við sýningar kvikmynda. Hefur Gamla Bíó samið um uppfyndingar þessar við upp- fyndingamanninn og jafnframt sótt um einkaleyfi á þeim til ríkisstjórnarinnar. Önnur þessara uppfyndinga er tækjasamstæða og aðferð til að nota Við skýringar sýningar- texta, en hin er tæki til að stað- setja skýringartexta við kvik- myndir. Uppfyndingamanninum segist svo frá, að hann hafi unnið lengi að þessum uppfyndingum, en þó aðallega 2 síðustu árin. Hefur hann nú lokið smíði tækja sinna, og er verið að. gera tilraunir með að setja íslenzkan texta í eina kvikmynd. Ef þær tilraunir takast vel, verða væntanlega allar myndir, sem Gamla bíó sýnir, með ís- lenzkum texta. var af stjórn Eimskipafélagsins er svohljóðandi: „Stjórn og framkvæmdar- stjóri h.f. Eimskipafélags ís- lands vilja hér með tjá yður virðingu sína og þakklæti fyrir djarflega framgöngu við björg- un skipshafnarinnar af e. s. „— — — —" um borð í skip vort e.s. „Brúarfoss" á leið frá Ame- ríku. Með hluttöku yðar í um- ræddu björgunarstarfi, þar sem þér af frjálsum vilja lögðuð líf yðar í hættu hafið þér varpað ljóma yfir sjómannastétt íe- lands." Eftirtaldir menn, áhöfn og far þegi á Brúarfossi, hlutu heiðurs- viðurkenningu Eimskipafélags- ins: Kristján Aðalsteinsson, 2. stýri- maður. Sigurður Jóhannsson, 3. stýri- maður. Jörundur Gíslason, 4. vélstjóri. Guðmundur Sigmundsson, loft- skeytamaður/ Svavar Sigurðsson, háseti. Geir Jónsson, háseti. Einar Þórarinsson, háseti. Kristján Einarsson, farþegi. Þórarinn Sigurjónsson, háseti. Sigurbjörn Þórðarson, háseti. Gunnar Einarsson, kyndari. Farþeginn sem um ræðir var Kristján Ingi Einarsson, sonur Einars Kristjánssonar húsa- smiðameistara.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.