Þjóðviljinn - 09.07.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.07.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Föstudagur 9. júlí 1943. 151. tölublað. Nakvæm efnagreining á íslenzku sfldarlýsi Óskar Bernhard Bjarnason efnafræðingur skýr- ir frá rannsóknum sínum á síldarlýsi og kynn- um af Englandi á stríðstímum Óskar Bernharð Bjarnason efnaverkfræðingur er nýkominn heim frá Englandi en þar hefur hann dvalið síðan í f yrrahaust, stundað rannsóknir í grein sinni og kynnt sér nýjungar. Óskar útskrifaðist af Polytekniska skólanum í Kaupmannahöfn 1939, og hefur síðan mestmegnis unnið að efnarannsóknum hjá Síld- arverksmiðjum ríkisins á sumrum og Atvinnudeild háskólans á vetrum. Tíðindamaður Þjóðviljans hitti Óskar að máli og bað hann að segja lesendum blaðsins eitthvað frá dvöl sinni og starfi er- lendis. Óskar fór til Englands í sept- ember síðastliðnum á vegum British Council, og hefur dvalið mestan hluta tímans síðan í Liv- erpool, og unnið að nákvæmri efnagreiningu á íslenzku síldar- lýsi, en slík efnagreining hefur ekki verið gerð áður. Það var ekki af tilviljun að Laverpool varð fyrir valinu, seg- ir Oskar. Þar starfar prófessor Hilditch, sem er meðal fremstu vísindamanna í heiminum á sínu sviði, fituefnafræði. Hefur prófessor Hilditch getið sér frægð fyrir rannsóknir sínar og ritstörf á þessu sviði og hefur m. a. ritað grundvallarfræðirit um þau. Fituefni dýra- og jurtaríkisins eru mjög flókin efnasambönd og er tæknin til nákvæmrar efnagreiningar á þeim tiltölu- lega ný og breytist og fullkomn- ast ár frá ári. Við slíkar rann- sóknir er handlægni og verklag afar mikilsvirði, það er ekki frekar hægt að læra rannsóknar tækni efnafræðinnar af bókum en t. d. skurðlæknistækni. Og einstakar greinar hennar eru nær eingöngu stundaðar á örfá- um stöðum í heiminum. Rann- sóknarstöð fyrir fituefni eins og þessi í Liverpool er hvergi annarsstaðar í Bretlandi og sennilega ekki nema ein í Banda ríkjunum. Svo örar eru breyt- ingarnar og umbæturnar á rann- sóknaraðferðum, að hið ágæta . gnmdvallarrit prófessors Hild- itch, The Constitution of Nat- ural Fats, sem gefið var út 1940, er þegar að ýmsu leyti úrelt hvað rannsóknaraðferðirnar snertir, og hefur hann sjálfur ekki hvað sízt stuðlað að því. Meira að segja út af rannsókn- um mínum í vetur voru gerðar nokkrar endurbætur á rannsókn araðferðinni. Óskar B. Bjarnason SÍLDARLÝSI í SMJÖBLÍKI — Hvað viltu segja um ár- angur af rannsóknum þínum í vetur? — Þar er ekki mikið um að segja. Enn er verið að vinna úr þeim, og geri ég ráð fyrir að birt ist í haust greinargerð um þær í Journal of the Society of Ghe- mical Industry. Þess má geta að rannsóknirnar á efnasamsetn ingu síldarlýsisins hafa sýnt að það er lélegt hráefni í sápur nema kannski blautsápu, eftir örlitla herðingu; það hefur inni að halda mikið af fitusýrum með háum mólekúltölum, er mynda sápur torleystar í vatni, — en hinsvegar, að síldarlýsið er allgott hráefni í smjörlíki, og mun þegar verið farið að nota það mikið þannig í stað hvallýs- is. En til þess þarf að herða lýs- ið, og síldarlýsi þarf að herða svo mikið, að ekki er hægt að nota það eingöngu, heldur verður að blanda það jurtafeiti. — Væru ekki í þessu mögu- leikar fyrir íslenzka iðnaðinn?. — Það er tvímælalaust hægt að auka mjög verðgildi afurð- anna með því að setja upp verk- smiðju til herzlu á síldarlýsi, hvórt sem það yrði flutt út þann Framh. á 2. síðu PQzka HeFiiam iieif ehhl lekizf að brlðlast l oesi á Myfoiðiiiii Meski sbffíðdrekaorustttff setn háðair hafa veríð á austuffvígstöðvuntttn segja Þjóðverja* Þjóðverjum hefur ekki tekizt að brjótast gegnum varnar- línur sovéthersins á Kúrskvígstöðvunum, þrátt fyrir látlausar árásir í þrjá sólarhringa með geysiöflugu skriðdreka- og fót- gönguliði. Eru nú háðar á þessu svæði skriðdrekaorustur er Þjóðverj- ar telja þær mestu sem háðar hafa verið á austurvígstöðvunum. f Moskvafregnum í gær var skýrt frá að Þjóðvérjar beittu til sóknar á Kúrskvígstöðvunum 30 herfylkjum og væri um helmingur þeirra vélaherfylki. Þar er því um að ræða Þjóðverja megin um 200 þúsund manna her. Þessa fyrstu þrjá sólarhringa I hefur hin æðisgengna sókn þýzka hersins brotnað á vörn rússneska stórskotaliðsins, flug- sveita- og fótgönguliðs. Er tekið til þess að skriðdrek- ar Þjóðverja hafi aldrei verið jafn hraðfara og í þessari sókn. Þeir æði meðfram víglínunni langar leiðir á örskömmum tíma, og reyni að finna snögga bletti í vörninni. En stórskotalið rauða hersins er álíka hraðfara, og er alstaðar fyrir þar sem skriðdrekarnir reyna að brjótast í gegn. í gær sendi sovétstjórnin fram skriðdrekasveitir sínar og tók- ust þá þegar ægilegar skrið- drekaorustur, sem geisa um stór svæði norður af Bjelgorod og vestur og norðvestur af Kúrsk. Þýzka útvarpið skýrir frá því að Rússar noti nýjar tegundir skriðdreka í orustunum á Kúrsk svæðinu. Sum smáþorpin á bardaga- svæðinu hafa verið ýmist á valdi Rússa eða Þjóðverja síðustu dægrin. Hefur rauði herinn var- ið þau þó að ekki væri annað eftir af þeim en rjúkandi húsa- rústir. Þjóðverjar segja að auk þessa nýja sovétskriðdreka noti Rúss- ar einnig nýjar tegundir af ensk- um og bandarískum skriðdrek- um. „Hinn mikli fjöldi skriðdreka og flugvéla, sem Rússar höfðu tilbúna þarna á Kúrsksvæðinu, sýnir að þeir höfðu dregið þar saman heilan sóknarher." sagði þýzka útvarpið ennfremur. Majskí íér til Moskva Majskí, sendiherra Sovétríkj- anna í London, er lagður af staö til Moskva, til að geja stjórn sinni skýrslu. Majskí fór síðast til Moskva seint á árinu 1941. Alvarlegar óeirðir í skipasmila- stöðvum þýzka flotans í Kiel Sænska blaðið Göteborgs Handels och Sjö- fartstidning flutti í gær (8. júlí) þá fregn að alvarlegar óeirðir hafi brotizt út meðal sjó- manna og verkamanna í skipasmíðastöðvum þýzka flotans í Kiel. Blaðið skýrir svo frá að í tvo daga vik- una sem leið hafi sveitir S.S.-manna tekið skipa- smíðastöðvarnar á vald sitt. Höfðu S.S.-sveitirnar verið kvaddar þangað eftir að flugmiðum hafði verið dreift meðal sjómannanna, þar sem gaf að lesa meðal ann- ars: ? „Kafbátahernaðurinn er einnig tapaður! Neitið að sigla í hinum fljótandi líkkistum. Við skulum binda endi á stríðið. Niður með Hitler!' SIÐUSTU FRÉTTm: Velheppnaðar gagn- árásir rauða hersins f sigursælum gagnárás- um náði rauði herinn í gær nokkru af landi því, er Þjóð verjar náðu fyrstu sólar- hringana, segir í miðnætur tilkynningu sovétherstjórn arinnar. Á norðurhluta bardaga- svæðisins, á Orel-Kúrsk- svæðunum var öllum árás- um Þjóðverja hrundið. Ákafir bardagar geisa á suðurhluta bardagasvæðis- ins við Bjelgorod, en Þjóð- verjum hef ur ekki tekizt að ná neinum verulegum ár- angri. Flugvélaárás á færeyskt fiskiskip við Austurland Einn maður særist Frá því er skýrt, að fœreyska fiskiskipið „William Martin" hafi orðið fyrir árás frá þýzkri flugvél 7. júlí s. I. Árásin var gerð norðaustur af íslandi. "Þýzk tveggja hreyfla sprengjuflugvél flaug fyrst yfir skipið í um 70 metra hæð og skaut á það úr vélbyssum. Síð- an flaug hún aftur yfír það og skaut á það úr vélbyssum og fallbyssu. Eitt skotið fór í gegnum káet- una og hitti einn skipverjanna, Joan Peter Petersen, í bakið. — Enn er ekki vitað, hve alvarleg sár hans eru. Honum var komið í land til læknisaðgerðar eins fljótt og unnt var. — Skipið fór til Seyðisfjarðar til viðgerðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.