Þjóðviljinn - 09.07.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.07.1943, Blaðsíða 4
þJGÐVILIINN Naeturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Nætruvörður er í Lyfjabúðinnj Ið- unn. Útvarpið í dag: 19.25 Hljómplötur: Harmoníkulög. 20.30 íþróttaþáttur f. S. f. 20.45 Strokkvartett útvarpsins: Kaflar úr kvartett op. 77 nr. 1 í g-moll eftir Hayden. 21.00 „Úr handraðanum". (Níels Dungal prófessor). 21.20 Hljómplötur;Variations sym- phonioues eftir Cesar Franck. Sekt fyrir brot á verðlagsákvæð- um. Veitingasalan í Oddfellowhús- inu hefur nýlega fengið 3500 kr. sekt fyrir brot gegn reglum um hámarks- verð og hámarksálagningu á greiða- sölu. Útvarpstíðindi, 20. hefti 5. árg., eru nýkomin út. Efni: Liljur vallar- ins, viðtal við Karl ísfeld blaðamann um nýju útvarpssöguna; þjóðminn- ingardagur Bandaríkjanna og Frakk lands; Um bækur o. fl. Lúðrasveitin Svanur leikur í kvöld á Austurvelli kl, 9. Knattspyrnufél. Fram fór til Akureyrar f morgun f boði I. R. A. Eins og getið var á íþrótta- síðunni hér í blaðinu fyrir nokk- uru, bauð Í.R.A Fram til Akur- eyrar til að keppa við félögin þar í knattspyrnu. Er gert ráð fyrir, að kepptir verði 4 kapp- leikir, og fer sá fyrsti fram á laugardag, og þá við úrvalsliðið, en á mánudag við K. A. Eins og menn muna, sigraði Fram AK. með 5 :2 í íslands- mótinu, en eftir það sóttu Ak- ureyringar sig mjög, svo að bú- ast má við skemmtilegum leikj- um. Auk þess leikur Fram nú á „ókunnugum“ 'velli eins og AK. gerðu hér. — Er gert ráð fyrir . að ferðin taki 10 daga. — Þátt- takendur í ferðinni eru þessir: Ragnar Lárusson fararstjóri, Magnús Kristjánsson formaður, Þorsteinn Sig. Jónsson, Haukur Antonsson, Ragnar Jónsson, Sæ- mundur Gíslason, Karl Guðm.- son, Högni Ágústsson, Kristján Eiríksson, Jóhann Jónsson, Karl Torfason, Sig. Ágústsson, Jón Þórðarson, Guðbrandur Bjarna- son, Þórhallur Einarsson, Kristj- án Ólafsson, Ottó Jónsson, Jón Þórðarson. Gunnar Nielsen gefur bik- ar til innanfélagskeppni í Fram Gunnar Nilsen hefur gefið bik- ar, sem keppt skal um innan fé- lags, þannig að I. fl. keppir við meistaraflokk, a. m. k. tvisvar á ári. Eru reglur þannig, að Meist- arafl. verður að hafa 2 mörk yf- ir, til þess að vinna, en jafntefli telst, ef hann hefur 1 mark yfir séu þáu jöfn sigrar I. fl. — Fyrsti ma&b> nýja bIó WÞ’ TJARNAJKBÉÓ ^l Æskan er glaðlynd („Wat’s Cookin“) Andrews Sisters. Gloria Jean. Leo Carillo. Jane Franzee. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Kona mikilmennis (The Great Man’s Lady) Áhrifamikill amerískur sjón- leikur. BARBARA STANWYCK JOEL McCREA BRIAN DONLEVY. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Dagur breyfir svötríu í hvíff í blaðinu „Degi“ á Akureyri stendur eftirfarandi klausa 24. júní: „í haust sem leið varð breyting á skipulagi olíuflutninga til lands ins, og leit út í fyrstu að olíuverð- ið mundi hækka stórkostlega, jafnvel sem svaraði 8—10 millj- ónum króna á einu ári fyrir land- ið allt. Myndi það hafa eyðilagt útveg íslendinga, þar sem sam- ið var áður um fast verð og miðað við allt aðra aðstöðu með atvinnu. Vilhjálmur Þór beitti sér fyrir lausn á þessu máli og tókst með aðstoð sendiherra landsins í Wash ington að fá málinu bjargað fyr- ir hönd íslendinga. Það er kostur við stjórnmálamenn enskumæl- andi þjóðanna, að þeir meta sann girni og þrótt í röksemdaleiðslum um samningamál meira en þann rétt, sem leiðir af hernaðarmætti stórþjóða." ' Auðséð er að höfuðáherzlan er á þessum orðum: „Vilhjálmur Þór beitti sér fyrir lausn á þessu máli.“ Finnst mönnum Dagur skýra óhlutdrægt frá, ef sannleikurinn , skyldi vera sá, a ð Vilhjálmur Þór hafi lielzt hneigst til þess að láta undan olíuhringunum í þessu máli, ann- aðhvort með því að leyfa þeim að hækka olíuverðið eða borga þeim uppbætur, a ð Alþingi hafi þverneitað um alla slíka tilslökun, og a ú Bandaríkjastjórn hafi látið undan af því hún fann að íslend- ingar hvikuðu ekki frá rétti sín- um, en þeir hefðu í hennar aug- um fyrirgert honum með tilslök- un við olíuhringana? Meðal annarra orða: Er „Dagur“ samskonar hirð- málgagn á Akureyrj og „Vísir“ er í Reykjavík? — Þá er auðvitað ekkert að undrast. Átökin milli afturhalds og frjálslyndis í Bandaríkjunum Forsetakosningar eru í Banda- ríkjunum í nóvember 1944. Á- kvörðunin um hverjir skuli verða í kjöri þá af hálfu aðal- flokkanna, er tekin í apríl næsta ár. Atökin um það eru þegar byrjuð. í Republikana-flokknum er lík legt að átökin verði um hvort Dewey, landsstjóri í New York- ríkinu, eða Wendell Wilkie verði forsetaefni. Bak við Dewey stend ur afturhaldið, og það hefur flokkstæki Republikana í greip- um sér. En Wilkie mun hafa hug kjósenda Republikanaflokksins flestra, en efamál er, hvort það megi sín mikils gegn vel smurðri vél-tækni afturhaldsins, þegar til kastanna kemur. Baráttan er þegar hafin. Aft- urhaldið sparar ekkert til, hvorki mútur né hótanir, og hinn gíf- urlegi blaðakostur þess er þung- ur á metunum. Það er mikið komið undir úr- slitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum fyrir heiminn allan, og ekki hvað sízt fyrir oss íslendinga. Það er því rétt fyrir oss að fylgjast af athygli með þeim á- tökum, sem þar fara fram. Valur vann 1. fl. mótið Kaupþingið. 6. júlí ’43, þriðjud. Birt án ábyrgðar. ú X 'S) ■9 U 1, G A X G) > 18 rr-i > gengi Kaup G) W) wj a Þ 4 Hitaveitubréf 100 100 400 3Ú2 — 100 130 leikurinn hefur þegar farið fram, og fóru leikar þannig, að mörkin urðu 2:1 fyrir meistarafl. eða jafntefli eftir reglugerðinni. Er þetta ágæt hugmynd til að glæða áhuga leikmanna í fyrsta flokki, en milli þeirra er alltaf of mik- ið bil. Nýlega er lokið Reykjavíkur- mótinu í I. f 1., og vann Valur það á 3 stigum, Fram fékk 2 st. og KR 1 st. Aðeins þessi þrjú félög tóku þátt í mótinu, þar sem Víkingur var dæmdur einnig 1 I. fl. úr mótium. Leikar fóru þannig, að Fram og KR gerðu jafntefli 0:0, Valur vann KR 4:0, en jafntefli varð í úrslitaleik milli Vals og Fram 1:1. — Fram- liðið lék með meiri krafti og sér- staklega í fyrri hálfleik voru þeir betri. í síðari hálfleik var leikurinn jafnari, bæði mörkin voru sett í fyrri hálfleik. KR var handhafi bikarsins, en það var Glæsisbikarinn, sem um var keppt. Landsmót í I. fl. mun fara fram í ágúst, en Hafnfirð- ingar unnu mótið í fyrra. Fara þeir með bikarinn aftur? ÁSKRIFTARSÍMI Þjóðviljans er 2184. DREKAKYN Eftii Pearl Buck Hann hafði erft frá foreldrum sínum hatur á kúgun og áþján. Einu sirini á löngu liðnum dögum hafði verið uppi maður eins og hann, sem hafði varizt gegn keisaranum og næstum fengið sigur. Og því voru það ekki lágar hvatir sem réðu tilfinningum hans, nú þegar hann virti þessa konu fyrir sér. Hann girntist hana til þess að bæta sér það upp, sem hann sjálfan skorti, og honum þótti það kostur, að hún var menntuð og ólík honum; og vegna þess að hann þekkti sjálfan sig, þá stóð honum á sama, þó að hún væri að sumu leyti betri en hann sjálfur, og auk þess fann hann,'að hún var honum lík, og hann fann, að þau voru lík í innsta eðli sínu. Þannig stóð hann 1 sömu sporunum og horfði á hana, en hún leit ekki upp og sá hann ekki. En honum féll það vel, því að hann hugsaði sem svo: Eg vil ekki að hún sjái mig aftur fyrr en ég er kom- inn í ný föt og gyrtur sverði, og búinn að klippa hárið og bera feiti í það. Og þarna stóð hann og virti hana fyrir sér og hugsaði um hana, þangað til hún sneri sér við og.hélt af stað ásamt Vú Líen áleiðis til húss Ling Tans. Og ungi maðurinn horfði á eftir henni þangað til hún hvarf úr augsýn hans, þá lét hann grasið falla saman aftur og lagði leið sína í áttina til hæðanna. ■vv Lao Er og Jada höfðu ekki séð allt sem hafði gerzt, því j að jafnskjótt og Vú Líen var farinn, þá tók Jada í ermi j manns síns og fór með hann inn í leyniherbergið. Þar sneri j hún sér að honum, og andlit hennar var sigri hrósandi. j Skilurðu? spurði hún. ; Skil ég hvað? spurði hann aftur, og hafði enga hug- 1 mynd um, hvað hún átti við. Nú, þetta er hún! hrópaði Jada. Hvaða hún? spurði hann. Ó, bjáninn þinn! hrópaði hún, ó, því hafa guðirnir jafn- vel skapað hina beztu menn í fíflalíki? Hún er gyðja, gyðja bróður bíns! Hann gapti af undrun, þegar hann skildi við hvað hún átti. En hún er svo tiginborin, sagði hann. Hvenær mun hún leggjast svo lágt að líta á eitthvert okkar? Og auk þess, hverjum augum lítur hún á óvinina? Þá varð Jada alvarleg. — Já, satt segirðu, sagði hún. — Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því. Þú ert ekki svo vitlaus. Hún velti þessu fyrir sér dálitla stund. — En ég efast um, að hún sé hliðholl óvinunum, sagði hún. Engin kona hugsar fyrst um það, hver það er, sem ræður og hvað er henni ofar, ef hún sér þann mann, sem hún vill að sé við hlið sér. Hann stendur ekki jafnhátt og hún, sagði hún. — Hann stendur miklu lægra en hún. Og mun honum finnast hún samboðin sér, ef hún fylgir óvinunum að málum. Nú hefurðu rangt fyrir þér, sagði hún. Karlmenn álíta konuna svo lítils virði, og hafa svo mikið álit á sjálfum sér, og þar skiptir ekki máli hvernig konur þeirra eru. Hann hló. — Eigum við að vera að rífast um karla og konur? En Jada hló ekki. — Nei, en hér er mál, sem verður að ræða, sagði hún þrákelknislega. Ekki getum við ráðið við það, þó að einhver ókunnug kona líti út eins og gyðja í musteri, sagði hann. Og eftir dálitla stund fóru þau upp aftur, og hann hjálpaði henni upp stigann, því að hún bjóst nú við öðru barni sínu á hverri stundu. Þegar þau komu upp, var Lao San farin, og þau komust að raun um, að meðan þau höfðu verið að tala saman í neðanjarðarfylgsninu, hafði það þeg- ar gerzt, sem þau höfðu sagt vera ómögulegt. En hvernig eigum við að láta þau hittast? spurði Jada. Þeirri spurningu gat enginn svarað. En Majlí fór beint til herbergja sinna, þegar kom í höll leppstjórans, og hún fór úr slánni og braut hana vandlega saman, og þvoði sér og burstaði hár sitt; síðan settist hún við lítið borð og horfði á sig í speglinum. Hjarta hennar, sem annars var svo ónæmt fyrir ytri áhrifum, var nú orðið svo undarlega viðkvæmt. Koma hennar að gröf móður hennar hafði vakið upp í huga hennar óljósar minningar frá æsku hennar. Móðir hennar hafði dáið þegar hún fædd- ist, og samt fannst henni þennan morgun, þegar hún stóð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.