Þjóðviljinn - 10.07.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.07.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Laugardagur, 10. júlí 1943 152. tölublað Ollusn árásum þýzka hersins norð~ vestur af Kiirsk hrundíð SflPUSTU FBETTIR: í miðríæturtilkynning- unni frá Moskva segir, að Þjóðverjum hafi orðið nokkuð ágengt á Bjelgorod vígstöðvunum, og tekizt að reka þar fleyg inn í varnar- svæði rauða hersins, en þar halda áfram miklar skrið- drekaorustur. Á Orel-Kúrsksvæðunum hratt rauði herinn í gær öll- um árásum þýzka hersins. Þjóðverjar hafa nú alls misst 2000 skriðdreka og 900 flugvélar frá því að sóknin hófst. PÍZlííIllIÉSSflllJ- ir tayslu íisHi- shipl uífl 9usf upland Færeyska fiskiskipinu „Mistle- toe" varsökkt í fyrradag fyrir Austurlandi sunnarlega, í loi't- árás. Þýzk flugvél gerði árásina fyr ir hádegi á föstudag, og stóð á- rasin í hálfan annan klukku- tíma. Tveimur sprengjum var varpað og tveir skipverjanna létust af sárum er þeir hlutu í vélbyssu- skothríð. Hétu þeir Martin Theo dor Joensen og Hilmar Magnus Egholm. Hinir skipverjarnir, fimm að tölu, og einn farþegi, björguð- ust, og var komið með þá og lík hinna tveggja látnu sjómanna, til hafnar á Austurlandi í gær. Jtoosevelt lofar að vopna 300 þús. manoa franskan inorésarher Giraud hershöfðingi ræddi í gœr við blaðamenn í Washing- ton, um viðrœður þeirra Roose- velts forseta. Skýrði hann frá, að Roosevelt hefði lofað því, að Bandaríkin létu af hendi við Frakka vopn og útbúnað fyrir 300 þúsund manna innrásarher. Framh. á 4. síðu Bæði Rússar og tjóðverjar hafa sent nýjar véla- hersveitir og skriðdreka fram til hinna ægilegn bar- daga, sem háðir eru á svæðunum suður og norðvestur af Kúrsk, að því er segir í fréttastofufregnum. Þjóðverjar sögðu í gær að rauði herinn haldi uppi stórkostlegum árásum á fleyga þá, er þýzki herinn hafi rekið inn í varnarlínur Rússa við Bjelgorod. í þýzkum fregnum segir að svæðið norðvestur af Kúrsk sé einn logandi orustuvöllur. Frá hvorugum aðilum koma neinar ákveðnar fregn ir enn sem komið er um gang þessara miklu skriðdreka bradaga, en í fregn frá Moskva í gær segir, að þar sé búizt við að næsti sólarhringur geti ráðið úrslitum. Þjóðverjar senda fram 100—200 flugvélar til árása í einu, en hafa ekki náð yfirráðum í lofti. í sovétfregnum segir að Þjóð- verjar hagi árásum sínum víð- asthvar þannig að fyrst tefli þeir fram 20—30 þungum skrið- drekum, þá 40—50 fallbyssum, og sveitum léttari skriðdreka og loks fótgönguliði, ýmist í bíl- um eða fótgangandi. Vörn rauða hersins sé einkum fólgin í blönduðum sveitum skriðdreka- og stórskotaliðs, er beiti stöðugt þeirri aðferð að reyna að skilja fremstu skrið- drekasveitirnar frá meginhern- um; það hafi hvað eftir annað tekizt, og því hafi Þjóðverjar ekki getað fylgt eftir þó þeim hafi tekizt að reka smáfleyga inn í varnarsvæði rauða hersins. Orusturnar eru mjög mann- skæðar, og tjónið mikið á báða bóga. Samkvæmt sovétfregnum hafa Þjóðverjar misst yfir 1500 skriðdreka, hátt á sjöunda hundrað flugvéla og rúmlega 30 þúsund manns frá því sóknin hófst. Úeirðir á ítalíu Enn hefur komið til árekstra milli þýzkra og ítalskra her- manna á ítalíu, að þessu sinni í þorpi einu skammt frá Civita Veccia. Kvað svo ramt að óvin- sœldum Þjáðverja, að flytja varð þýzka hermenn, er þarna höfðu bækistöðvar, í burtu. Mússolíni .viðurkenndi í ræðu, er hann hélt fyrir nokkrum dög- um, að verkföll hefðu orðið í Túrín, en lagði áherzm á, að þau hefðu eingöngu snúizt um launamál. Fregnir frá Sviss herma, að í mörgum ítölsku iðnaðarborgum hafi komið til pólitískra verk- falla gegn hinum fasistisku st j órnarvöldum. Iþróttaför K. R. til Norður- og Austur- lands hin stsrsta sem farin hefur verið innanlands Síðastliðinn þriðjudag fóru héðan 60 íþróttamenn og konur úr K.R. í íþróttaför til Norður- og Austurlands. Er það hinn fjölmennasta íþróttaför, sem farin hefur verið innanlands. í flestum bæjum Austurlandsins verða fimleikasýningar og keppt í frjálsum íþróttum, handknattleik og knattspyrnu. Þjóðviljinn hafði í gær tal af Erlendi Péturssyni, formanni K.R. um íþróttaför þessa. Á þriðjudaginn var farið norð- ur að Laugum og gist þar. Dag- inn eftir var farið til Húsavík- ur og keppt þar í handknattleik kvenna og frjálsum íþróttum. í handknattleik kvenna urðu úrslitin þau, að K.R.-ingar og Völsungar urðu jafnir, 3 : 3. Keppt var í 100 m. hlaupi, en sá galli var á, að brautin var 4 m. of stutt. Sveinn Ingvarsson varð fyrstur, á 10,8 sek. í kringlukasti sigraði Huseby, kastaði 42 m. Næstur varð Bragi Friðriksson, einnig úr K.R., kast- aði 39 m. Langstökk: Skúli Guðmundsson, K.R. 6,54 Sverrir Emilsson, K.R. 6,28 Jón Kristinsson, Húsav. 5,90 800 m. hlaup: Brynjólfur Ingólfsson 2,14,2 Indriði Jónsson 2,15,6 Óskar Guðmundsson 2,16,6 Á fimmtudagskvöldið komu í- þróttafararnir til Eskifjarðar og fengu þar hinar beztu móttökur. í gær kl. 4 var fimleikasýning í barnaskólanum fyrir börn, og kl. 7y2 fyrir fullorðna. En kl. 5Y2 var kennsla í knattspyrnu. Kl. 8% var ákveðin keppni í handknattleik kvenna, kl. 9 keppni í knattspyrnu við Esk- firðinga, en kl. 9^2 átti að vera 0'-^:-:- Þjóðverjar urðu að skilja eftir mikið af flugvélum á undanhaldinu í Afríku. — Myndin sýnir Messerschmitt 110 og flak af Messerschmitt 109, er Bretar tóku ásamt öðrum við Sidi Barráni. fimleikaæfing á Reyðarfirði. I dag fara íþróttafararnir tii Norðfjarðar, og verður væntan- lega leikfimisýning þar í kvöld. Á morgun verður aðalmótið og fer þá fram keppni í knatt- spyrnu, frjálsum íþróttum og handknattleik kvenna. Síðan verður farið til Seyðis- fjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Stöðv- arf jarðar, Breiðdalsvíkur, að Eið- um, Egilsstöðum og Hallorms- stað. Vigfús Sigurgeirsson ljósmynd ari leggur af stað áleiðis austur á morgun til þess að kvikmynda nokkurn hluta ferðarinnar. Að lokum lét Erlendur þess getið, að öllum þátttakendum liði ágætlega, og að ferðalagið hefði gengið mjög vel. íþróttaför Armanns um Norðurland heiur tekizt ágætlega Á laugardaginn var f óru karla og kvenna-fimleikaflokkar úr Ármanni í sýningarferð til Norð urlands. Þáttakendur í ferðinni eru unt 40. Þjóðviljinn hafði í gær tal af Jens Guðbjörnssyni, formanni Ármanns um för þessa. Farið var til Hvammstanga á laugardag. Á sunnudag voru sýndir fimleikar á Hvamms- tanga og Blönduósi og á sumar- hátíð Skagfirðinga að Varma- hlíð. Á mánudaginn var sýnt á Ak- ureyri, þriðjudag Dalvík, mið- vikudag Siglufirði og um kvöld- ið á Ólafsfirði. í gærkvöld var f imleikasýning á Húsavík. Á morgun verður fimleikasýning á Laugum. Flokknum hefur hvarvetna verið tekið mjög vel og sýning- arnar vakið óskipta athygli. Að sýningunum loknum mun verða ferðast eitthvað um Norð- urland. Eins og áður hefur verið frá sagt, sendi Ármann nýlega 20 manna glímuflokk til Norður- lands, sem gat sér hinn bezta orðstír.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.