Þjóðviljinn - 10.07.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.07.1943, Blaðsíða 4
Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Nætruvörður er í Lyfjabúðinnj Ið- unn. Útvarpið í dag: 19.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20.30 Útvarpstríóið leikur: Einleikur og tríó. 20,45 Upplestur: „Temjúdín snýr heim“ (Halldór Kiljan Lax- ness rithöfundur). rithöfundur). 21.20 Hljómplötur: Klassískir dans- ar. 21,50 Danslög. — Dagskrárlok. Silfurbrúðkaup. í dag eiga silfur- brúðkaup frú Ingigerður Þorsteins- dóttir og Eiríkur Þorsteinsson, Hverf isg. 90. Jafnframt á hann 50 ára af- mæli sama dag. nyja bíó WSÞ TJABNARSHÓ Adams-fjölskyldan Litfríð og Ijóshærð (Adam had four Sons) (My Favorite Blonde) Bráðskemmtilegur gaman- INGRID BERGMAN, leikur. WARNER BAXTER. ROB HOPE, MADELEINE CARROL Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sýning kl. 3, 5, 7 og 9. Sala aðg.m. hefst kl. 11 f. h. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. _ Maraístallai teior öreyfzt mfhið Banðamlanem I uil - segir bandaríski blaðamaðurinn Raymond Clapper Franskur innrásarher Framli. af 1. síðu. Markmið sitt og de Gaulle kvað Giraud vera það, að losa Frakkland úr ánauð og stuðla að ósigri Möndulveldanna. Hann sagðist ennfremur hafa lofað Roosevelt forseta, að Frakkar skyldu berjast gegn Japönum við hlið Bandamanna, einnig eft- ir að Þýzkaland og Ítalía hefðu verið sigruð. Ferðatöskum með kvenfatnatnaði stolið Rannsóknarlögreglan bið- ur um upplýsingar í fyrradag var stolið tveim ferðatöskum úr forstofu í Varð- arhúsinu norðanverðu. Þjófnaðurinn var framinn ein- hvern tíma á tímabilinu frá kl. 12—5 e. h. Önnur taskan var stór, gulleit, hin dökkblá, af meðalstærð. — Innihaldið var kvenfatnaður. Ef einhverjir skyldu hafa orð- ið þess varir, að töskurnar hafi verið fluttar burt á þessum tíma, eða orðið þeirra varir á einhvern hátt, eru þeir beðnir að gera rannsóknarlögreglunni aðvart. Fyrir nokkru síðan var ég að velta því fyrir mér, hvar væru allar flugvélarnar, skipin, skrið- drekarnir, sem við töluðum um að svo mikið væri af. Nú er ég kominn á hinn enda leiðarinnar — eða réttara sagt hinn enda leiðanna, og árangur framleiðslu Ameríku sést hér í ríkum mæli. Eg hef flogið yfir Norður-Af- ríku, komið við á allmörgum flugvöllum, þar sem mikill hluti flugvéla hefur aðsetur. Séð úr lofti er það eins og geysi- fjöldi risastórra fugla sitji á sumum þessara flugvalla. Við erum hér 6000 km. frá amerísku hafnarbæjunum, en samt streymir varningur og birgðir um hafnir Norður-Afríku stöð- ugt og reglulega alveg eins og í Bretlandi. Þar sá ég víðáttumikl ar birgðageymslur, sem höfðu tileiafnak msee szduorJe,iinna ar járnbrautir. í Norður-Afríku, meðfram 1500 km. strandlengj- unni eru fleiri slíkar geymslur. í höfnunum úir og grúir af skip- um, sem fara allra sinna ferða um Miðjarðarhafið. Það sem ég hef séð hér í Bretlandi, hefur sannfært mig um að kafbátarn- ir hindra siglingar ekki í tilfinn Flugvélar, framleiddar í Bandaríkjunum, taka þátt í bardögum á flestum orustuvöllum heims. Myndin sýnir flugvélar af gerð- inni P-51 Mustang, úr brezka loftflotanum, smíðaðar í Banda- ríkjunum. Raymond Clapper i anlegum mæli, þar sem þær eru mestar við Evrópu, ef þeir hafa þá ekki verið gersigraðir. Tölur, sem sýna skipatjón á siglingaleiðunum til Norður- Afríku, eru ótrúlega lágar. Mik- ill fjöldi skipa Bandamanna, hlaðinn birgðum, eru nú langt inni á Miðjarðarhafinu. Að sinni er kafbátahættan ekki alvarlegt vandamál. Það er eins og bætt hafi verið við skipastól Banda- manna, sem svarar þriðjungi þess, sem hann er nú, með því að skip þeirra geta siglt um Mið- jarðarhafið, en þar með er úr sögunni lengsta siglingaleið heimsins, sú, sem var suður fyr- ir Afríku. Þessi atriði sýna glögglega breytingu þá, sem orðin er á her- stöðu Bandamanna frá því ég fór til Afríku fyrir ári síðan. Þá ferð varð ég að fara gegnum Mið-Afríku, af því að Möndul- veldin höfðu Norður-Afríku á sínu valdi. Bandamenn voru að reyna að koma nauðsynlegum birgðum loftleiðis, af því að skipaferðin tók svo langan tíma. — Leiðin um Mið-Afríku var þá mikilvæg lífæð, en nú, ári síðar, er hún alls ekki eins mikilvæg. Flutningaleið Bandamanna hef- ur verið flutt 15000 km. í norð- urátt til strandar Norður-Afr- íku. Fyrir ári síðan voru tölur um framleiðsluna í þúsundum, en samt töluðu MacArthur á Kyrra- hafinu og Stillwell í Kína í hundruðum. Ef til vill hefur það tekið framleiðsluna sinn tíma að uppfylla kröfurnar, en nú sýna hergögnin á vígvellinum það magn, sem framleitt er. Eftir Pisarl Btick & DREKAKYN 8 við gröf móður sinnar, að hún myndi eftir ástúðlegu and- liti, svo einbeittu, að hún hafði ekki viljað fara með manni sínum, en samt svo fallegu, að hann hafði með glöðu geði verið kyrr þar sem hún var. Því að faðir hennar hafði sagt henni frá móður hennar, og ást þeirra, og því var ástin 1 henni verðmætari en allt annað í heiminum, ef hún væri slík, sem ást foreldra hennar hafði verið. í huga hennar var nú greypt andlitsmynd ungs manns. Hvort sem hann var fáfróður eða ekki, þá var hann hug- djarfur og framúrskarandi fríður sýnum og viljafús, og var það þá ekki nóg? Hún hafði aldrei fyrr séð einn mánn, sem var búinn öllum þessum kostum. En hvernig gat hún orðið hluti af fjölskyldu hans? Henni var fjölskylda Ling Tans meira framandi en nokkurs útlendings. Hún hafði aldrei komið á slíkt heimili fyrr á ævi sinni, og þar gæti hún ekki búið. Við yrðum að fara í burtu, hugsaði hún. Hann yrði að yfirgefa þau öll mín vegna, og ég mundi fórna öllu því, sem ég hef áður búið við, hans vegna. Værum við þá ekki jafnt á vegi stödd? Við mundum skapa okkar eigin heim. En hvar gæti það orðið? Hún stóð á fætur eirðarlaus og gekk um gólf. Á löngu liðnum tímum, sem aldrei mundu koma aftur, þá hefði draumur hennar ekki getað rætzt. Þau mundu hvergi hafa getað fundið stað, sem þau hefðu getað dvalizt á, ein og óháð. Þá var veröldin fullsköpuð og óhagganleg, og þau hefðu verið útskúfuð, ef þau hefðu ekki tilheyrt henni. En nú var þessi heimur horfinn, gömul lög rofin, gamlir siðir úreltir. Æskan gat gert allt, sem hún vildi, og engar siðareglur né erfðavenjur voru til, sem bundu henni fjötur um fót. Við gætum farið inn á óhernumda hluta landsins, hugs- aði hún, hvert sem við vildum. Hvers vegna ættum við ekki að leggja saman krafta okkar? Ég mundi segja hon- um frá því, sem ég veit. Ó, hve þreytt ég er orðin á lærð- um, veikbyggðum karlmönnum! Hve hendur hans voru sterklegar! Hann særðist í orustu. Og hann gekk með sig- ur af hólmi! Hún mundi eftir sérhverjum andlitsdrætti hans, og ör- ; uggu og stoltu göngulagi hans. Það voru aðeins skyld- ; menni hans, sem hún felldi sig ekki við. Þau voru of auð- ; mjúk og bljúg fyrir hann. ; Hann ætti að yfirgefa þau, hugsaði hún. Það er tilvilj- ; unin ein, sem ræður því, að menn eins og hann fæðast í ; slíkar fjölskyldur. Þeir eru öllum óháðir. Þannig hugsaði hún, og þegar hún fór niður til þess j að borða kvöldverð með gestgjafa sínum, þá var hún þögul. Eruð þér reiðar við mig? spurði hann. Hann hafði átt ; slæman morgun, því að yfirmenn hans höfðu gefið honum i stundlegan frið. — Verið þér ekki reiðar, sagði hann og i reyndi að hlæja. — Ég þarf huggunar við. Mér hefur verið | sagt, að taka foringja mannanna, sem réðust á herdeildina ; í gær, höndum. Hvernig get ég gert það? Já, hvernig getið þér það, svaraði hún kuldalega. Og í I huga hennar skaut upp mynd af ungum djarflegum manni. ■ <— Þér getið það ekki, sagði hún. 5M Þannig eru leiðir guðanna mönnunum óskiljanlegar. — ! Þó að Ling Tan og kona hans ættu svefnlausa nótt, og Lao ■ Er og Jada sæju engin ráð, og þó að Vú Líen hristi höfuðið við því, sem kóna hans sagði honum og segði, að þetta væri ómögulegt, og að yngsti bróðir hennar hlyti að hafa drukk- ið of mikið vín, og vissast væri, að gleyma þessu öllu, þá fór Majlí ein síns liðs, án þess að ákveða nokkuð um það sjálf, heldur eingöngu eftir því, sem henni var blásið í brjóst, til húss Ling Tans. Hún beið í tvo daga, og þá vissi hún, að henni var engri undankomu auðið frá því, sem nú bjó í hjarta hennar. Það eina, sem hún gat gert til þess að létta svolítið af fargi því, sem á henni hvíldi, var að láta eitthvað undan tilfinningum sínum. Hún vildi ekki kalla þær ást, því hún sá glögglega hve barnalegt það var. En hún gæti þó að minnsta kosti farið til húss Ling Tans, og hún ætlaði ekki að vera með nein látalæti. Hún ætlaði að spyrja eftir Jadu og segja henni, að hún þekkti Pansiao, og vita hvað úr því yrði. Og því lagði hún af stað frá höll leppstjórans, óttalaus eins og hennar var vandi, síðdegis næsta dag. Það var eins og hún sæi ekki húsarústirnar — eða neitt það, sem ung kona gæti hræðzt, og hún leigði gamlan hestvagn, — og

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.