Þjóðviljinn - 11.07.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.07.1943, Blaðsíða 3
Sunnudagur, 11. júlí 1943 ÞJÖÐVILJINTM 3 Ef þess á að vera nokkur kosfur að hindra það þá verðtsr bandalag alþýðusamfakanna að ráða landínu Nmnmni Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — SósíalUtafiokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartars rn Ritstjórn: Garðastræti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Aígreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f. Garðastræti 17. „Tíminn” gegn sam- vinnuhreyfingunni Það voru einu sinni nokkrir fátækir vefarar. Þeir voru arð- rændir af verksmiðjueigandan- um, sem þeir unnu hjá, lifðu við sultarlaun og undu illa hag sín- um. Þeir gerðu verkfall til þess að reyna að knýja fram kaup- hækkun. Það mistókst. Þá tóku þeir upp á því að kaupa sameig- inlega inn það, sem þeir þurftu til heimilanna. Það tókst. — Þannig hófst samvinnuhreyfing- in með neytendasamtökum hinna fátæku verkamanna í Rochdale. * Úti á íslandi tóku nokkrir fá- tækir bændur það ráð að kaupa inn sameiginlega það, sem þeir þurftu til búa sinna, — síðan og að selja það, sem þeir fram- leiddu. Nokkru síðar tóku ýmsir fá- tækir verkamenn á íslandi einnig upp á því að kaupa sam- eiginlega inn til heimila sinna. Bændurnir studdu þá í þessu og var góð samvinna, en þó gekk verkamönnum mjög erfiðlega að koma upp samtökum sínum á þessu sviði. Svo liðu fram stundir. Sam- vinnuhreyfing bænda varð sterk og voldug. Ýmsir valda- og em- bættabraskarar sáu sér leik á borði að komast inn í hreyfingu þessa til þess að maka krókinn sjálfir. Og þeim tókst það. * Neytendafélögum verka- manna tók nokkru síðar að vaxa fiskur um hrygg. í hverjum kaupstaðnum á fætur öðrum risu nú upp samvinnufélög neytenda, eftir fyrirmynd Roch- dalevefaranna. Þá heyrðist hljóð úr horni. Einn valdabraskari, sem notaði samvinnuhreyfingu bænda sem uppistöðu í pólitískt valdakerfi sitþ, boðaði í skóla samvinnu- hreyfingarinnar: Það verður að drepa þessi félög! * Það tókst ekki. Stefna Roch- dale-vefaranna var lífseigari en yfirgangur nokkurra braskara. Kaupfélögum verkamanna og annarra neytenda óx enn fisk- ur um hrygg. í smákauptúnun- um óx kröfunum fylgi um það, að tekið væri fullt tillit til neyt- endanna, að kaupfélög þar, sem bændur hefðu meirihluta, ynnu á grundvelli samvinnustefn- unnar að því að útvega sem ó- dýrastar vörur. Þá hrópar einn braskarinn, I. Það veit hver verkamaður, hvað atvinnuleysi þýðir fyrir hann og fjölskyldu hans. Og það finnur hver verkamaður það sjálfur, hverju næg atvinna fær áorkað um lífsafkomu og lífs- hamingju. Þeir eru ekki gleymdir niður- lægingar- og hörmungartímarn- ir, þegar verkamenn urðu að ráfa atvinnulausir dag eftir dag um hafnarbakkann, þegar þeir gengu milli Herodesar og Pila- tusar, milli bæjarstjórnar og ríkisstjórnar, ng báðu um vinnu og fengu nei. Þau eru ekki gleymd kvöldin, þegar verka- maðurinn kom snauður heim til konu og barna eftir árangurs- lausa vinnuleit daglangt, og lítið sem ekkert var til að borða. Þær svíða enn stundirnar, þegar verkamenn stóðu frammi fyrir fátækrafulltrúunum og urðu að biðja um sultarskammtinn, — 80 aura á dag, — handa konu og hverju barni,- — og var stundum neitað. I Það er margur verkamaður- inn, sem svarið hefur þess dýr- an eið að slíkt ástand skuli aldrei aftur yfir hann koma, — að aldrei skuli börn hans þurfa að ganga sömu þungu sporin og hann varð að ganga á atvinnu- leysisárunum. Nú er að því komið að efna þessa eiða. sem smeygt hafði sér inn á sam- vinnuhreyfinguna, látið hana byggja yfir sig rándýrt hús og drottnaði sem harðstjóri yfir bændum: „Svona kröfur eru skemmdar- starfsemi. Menn, sem gera svona kröfur fá ekki inngöngu í neitt kaupfélag“. — Og samvinnu- manninum var neitað um inn- göngu. * Eitt sinn bar svo til að fátæk- ir vefarar, sem unnu í verk- smiðju, sem talið var að sam- vinnuhreyfingin ætti og bar sig vel, fóru fram á kauphækkun. Þeim var neitað. Þeir gerðu verkfall. Það mistókst. — Þá stóð upp einn samvinnu- maður og kvað óréttlátt að fara svona með vefarana. Þá hrópuðu braskararnir, sem náð höfðu tökum á kaupfélag- inu þar á staðnum: „Rekum hann, rekum hann!“ Og forsvarsmaður vefaranna var rekinn úr kaupfélaginu. En braskararnir börðu sér á brjóst og hrópuðu: Sjá vér erum hinir sönnu samvinnumenn! Niður með kaupið hjá vefurum og öðrum verkamönnum! Burt með samtök neytenda! Og nú hafa þau undur gerzt að Timinn hefur opinberlega tekið afstöðu með þessum bröskurum, Nú er sú stund að nálgast, að úr því verði skorið, hvort at- vinnuleysið skuli aftur verða landlœgt á Islandi eða ekki. Öll alþýða íslands hefur vafa- laust viljann til þess að afstýra því. Það verður hins vegar undir því komið, hvort hún hefur vald- ið til þess líka. II. Stóratvinnurekendurnir og hinir pólitísku framkvæmdar- stjórar þeirra, menn eins og Jónas Jónsson og Eggert Claes- sen, vita líka hvað atvinnuleysið þýðir. Þeir vita, að það þýðir skort, hungur, minnkandi mót- stöðukraft verkamanna. Þeir vita að neyðin og bágindin eru aðferðirnar til þess að beygja „bugaða sál til botns hverja and- styggð að súpa“. Þessir stórlaxar bíða nú eftir hruninu, til þess að skapa at- vinnuleysið. Þeir harðsvíruðustu nudda nú þegar saman höndun- um, er þeir tala um atvinnuleys- ið eftir stríð: Þá skuli þessir verkamenn fá fyrir ferðina, sem séu svo kröfuharðir núna. Jónas frá Hriflu er þegar tek- inn að vinna að því opinberlega að fylkja bændunum inn undir stjórn stóratvinnurekendanna í þessu máli. Það á auðsjáanlega að gera þá að hjálparsveit fyrir afturhaldið í landinu, til þess að rýra lífskjör verkamanna og sem eru að svíkja stefnu sam- vinnuhréyfingarinnar, kljúfa félögin og brjóta landslögin. Tíminn telur það skemmd- arverk og brottrekstrarsök að berjast fyrir hagsmunum neyt- enda og verkamanna, að fara fram á að samvinnuhreyfingin starfi fyrst og fremst á grund- velli þeim, sem henni var ætlað- ur: grundvelli neytendasamtak- anna, en taki þó fullt tillit til annarra greina hreyfingarinnar og hafi gott samstarf milli þeirra. Ef farið væri eftir kröfu Tím- ans ætti að reka flestalla með- limi Kron úr samvinnuhreyfing- unni. Það er tími til kominn fyrir samvinnumenn íslands að at- huga hvert verið er að fara með hreyfingu þeirra. Einn bezti brautryðjandi sam- vinnuhreyfingarinnar á íslandi, lýsti því einu sinni hvemig hann kviði þeim tíma, þegar hreyf- ingin væri bara orðin voldugt verzlunarfyrirtæki, en „eldur hugsjónanna væri fallinn í fölskva hjá gröfum fnunherj- anna“. Samvinnumenn! Sá tími er kominn nú. „Tíminn“ boðar sjálfur svikin við hugsjónimar. Staldrið við og bjargið hreyf- ingniTini koma þeim aftur niður á sama stigið og fyrir stríð. Slíkt væri bændum sá mesti bjarnargreiði, sem hugsast get- ur. íslenzkum bændum er vart liðið úr minni, hvað atvinnu- leysið og kreppan þýddi fyrir þá: Verðfall á vörum þeirra, markaðsvandræði svo gífurleg, að hálfónýtar afurðir þeirra voru sendar þeim til baka, þó fólkið í kaupstöðunum skorti þær, — en gat ekki borgað. Næg atvinna verkamanna og góð afkoma bænda fer saman. Það veit afturhaldið, en það veit líka annað af núverandi reynslu sinni: Ef verkamenn hafa nóga at- vinnu, þá er ekki hægt að kúga þá. Afturhaldsseggirnir, sem allt- af voru að hrópa um það hér á árunum, að sósíalistar vildu fá atvinnuleysi og hrun, til þess að verklýðshreyfingin yrði sterk, — þeir reka sig nú á þá stað- reynd, að verklýðshreyfingin verður einmitt sterk, ef atvinna er nóg og afkoma því góð. Nú eru það einmitt aftur- haldsseggirnir, sem hrópa á at- vinnuleysið, mæna eftir atvinnu- leysinu, treysta á atvinnuleysið sem eina trygga bandamanninn sinn til þess að geta kúgað verka- lýðinn. Og afturhaldsseggirnir vita, að atvinnuleysið kemur, ef yfirráð þeirra bara fá að haldast, — ef stjórnað er í þeirra anda. Þeir verða um fram allt að hindra að alþýðan fái þau áhrif á stjórn landsins, að geta komið' í veg fyrir atvinnuleysi. Það er því engum efa bundið, j að ef afturhaldið er við völd hér, ' þegar stríðinu lýkur, þá lætur það atvinnuleysið koma, til þess í skjóli þess að leggja til árás- ar á grunnkaup verkalýðsins. Og þess vegna beitir það nú öllum áhrifum sínum til þess að ekki verði mynduð róttæk um- bótastjórn, heldur setur það að skilyrði fyrir stjómarþátttöku — eins og Framsókn, sem nú virðist vera orðinn áðalaftur- haldsflokkurinn, — að grunn- kaupslækkun verði að fara fram. III. Ráði alþýðan stjórnarstefnu ríkisstjórnarinnar á Islandi að lolcnu stríði, þá verður það tví- mælalaust eitt af aðalatriðum fyrir henni að hrundið verði af stað miklu af atvinnufyrirtækj- um, svo næg atvinna verði. Slík- ar framkvœmdir sem skipa- smíðastöðvar, sementsverksmiðj- ur, raforkuver, bræðslur, herslu- stöðvar, íbúðarhúsabyggingar o. s. frv., yrðu vafalaust að mjög miklu eða mestu leyti á vegum hins opinbera eða almennra samtaka með þjóðinni, — og þarf það ekki að fara í bág við þótt einstaklingseign og -rekst~ ur héldist á togurum og þorra framleiðslutækja hér. Ríkið hefur ráð á nægu fé. Vinnuafl er nóg. Þörfin á að auðga þetta land að þarflegum fyrirtækjum er mikil. En allt þarf þetta góðan undirbúning, sem hefja verður strax. Ef menn af tagi Jónasar frá Hriflu og Eggerts Claessens ráða bönkum ríkisins og fjármála- pólitík þess, þá láta þeir ekki nöta féð til atvinnufram- kvæmda, fyrr en þeir eru búnir að lækka kaupið stórkostlega í skjóli atvinnuleysis, sem þeir láta koma fyrst. Ef alþýðan hins vegaf hefur úrslitaáhrifin á stjórn landsins, þá verður eðlilega hennar fyrsta áhugamál að vinnuafl lands- manna, dýrmætasta afl þjóðar- innar, sé alltaf notað til fulls, en samtímis séu svo gerðar þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar kunna að verða vegna erlendra markaða, um breytingar á at- vinnuháttum vorum. Spurning um, hvort atvinnu- leysið kemur aftur eftir stríð, verður því fyrst og fremst spurn- ing um það, hvort afturhaldið eða alþýðan ræður. — Að vísu er það ljóst, að alþýðan megnar ekki að tryggja það að fullu, að atvinnuleysi komi ekki hér með- an auðvaldsskipulagið ríkir, — en hitt er ljóst, að mjög mikið má gera til þess að hindra það, ef alþýðan hefur úrslitaáhrifin á ríkisstjórnina, og ef vel tekst til um samstarf við aðrar þjóðir að því að koma skynsamlegra skipulagi á framleiðslu og við- skipti en verið hefur. Og það eru ekki aðeins verka- menn, sem óska þess heitt að atvinnuleysið verði ekki aftur leitt yfir þjóðina að stríðinu loknu. Yfirgnæfandi meirihluti íslendinga, jrfirgnæfandi meiri- hluti af kjósendum Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar vonar það eins innilega og kjósendur Alþýðuflokksins og Sósíalista- flokksins. Afturhaldið — undir andlegri forustu Jónasar frá Hriflu — vill hins vegar vitandi vits fá atvinnuleysið aftur. sem vopn fyrir sig í kauplæklcunarárás. Eysteinn litli dróg enga dul á það í ræðum sínum um gerð- ardómslögin forðum, að skilyrð- ið til að geta framfylgt kaup- lækkun væru samningar við herstjórnina um fækkun í setu- liðsvinnunni, til þess að skapa „jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á vinnuafli“, svona ofurlítið atvtinnuleysi eins og nokkurs konar steðja, sem hægt væri að leggja verkalýðinn á meðan verið væri að þjarma að honum með hamri gerðardóms- ins. Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.