Þjóðviljinn - 13.07.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.07.1943, Blaðsíða 1
árgangur. Þriðjudagur 13. júlí 1943 tölublað. Eísenhower kotn líl Síkíleyjar í gærmorguti,— Montgotner? sf jörtiar brezka landhernun í ínnrásínní „Orustan um Stalingrad", rússnesk stórmynd sem Tjarnarbíö sýnir á næstunn Tjarnarbíó hefur tekizt að fá til landsins rússneska kvikmynd um hinar voldugu hernaðarvið- ureignir um Stalíngrad í fyrra. Sýning myndarinnar tekur rúman klukkutíma. í fyrsta kafla myndarinnar gefst að líta Stalíngrad eins og hún var fyrir stríð, áður en eyði- leggingartæki Hitlers fengu þar að fara um. Sjást þar hinar fögru nýju byggingar borgarinn ar, verkamannabústaðirnir nýju, menningarhallir fólksins, leik- vangar og skrúðgarðar og hinn blómstrandi iðnaður. í öðrum kafla hennar má sjá gang hernaðaraðgerðanna í vörn og sókn. Er þar fléttað inn í þýzkum fréttamyndum, sem Rússum hefur tekizt að komast yfir og sjást þar m. a. skrið- drekafylkingar nazistanna þeg- Framh. á 2. siðu Innrásarher Bandamanna á Sikiley hafði í gær náð á vald sitt 150 km. strandræmu, sem víða er um og yfir 20 km. breið, og á því landi eru 10 mikilvægar hafnir og járnbrautarbæir, þar á meðal hafnarbæirnir Syra- cusa á vesturströndinni og Licata á suðurströndinni. í gærkvöld var tilkynnt, að Dwight D- Eisenhow- er, yfirhershöfðingi innrásarhersins, hafi komið til Sikileyjar snemma í gærmorgun á brezkum tundur- spilli. Lét hann í ljós ánægju sína með árangur þann, er náðst hefði þegar á fyrsta stigi innrásarinnar. Harðir bardagar eru háðir víða á suðausturhluta eyjarinnar. Þýzkt og ítalskt lið er flutt í skyndi frá vesturhluta eyjarinnar, en þar bjuggust ítalir helzt við innrás. Bandamenn hafa yfirráð í lofti og eru þegar farnir að nota nokkra af flugvöllum Sikileyjar. Fasistaherinn gerði í gær áköf J stað 45 skriðdrekum, en þeim gagnáhlaup og beitti á einum I var öllum hrundið. Bandamenn Einar Olaeirsson flutur ræflu í tisla- mannashðlanuni annafl m uid íl Annað kvöld kl. 9 boðar Sósíalistaflokkurinn til opinberr- ar samkomu í sýningarskála listamanna við Kirkjustræti. Efni þessa fundar verður það, að Einar Olgeirsson, alþingismaður, mun flytja ræðu um SJÁLFSTÆÐISMÁL ÍSLENDINGA. Mál þessi eru nú efst á dagskrá með íslenzku þjóðinni. í ræðu sinni mun Einar Olgeirsson lýsa viðhorfinu í sjálf- stæðismálum þjóðarinnar og gera grein fyrir afstöðu Sósíalista- flokksins til þeirra mála. Einar er þessum málum vel kunnugur og hefur hann átt sæti sem fulltrúi Sósíalista- flokksins í stjórnarskrárnefnd- inni og utanríkismálanefndinni. Mönnum hættir við að líta svo á að afstaðan til Dana sé eitthvert aðalatriði í sjálfstæðis- málum þjóðarinnar nú og gleyma hinu, sem mestu máli skiptir, að koma sjálfstæðismál- um okkar í það horf, að sem bezt trygging fáist fyrir fram- tíð fullveldis- íslands og hlut- leysis þess. Ekki er að efa að fjölmennt verður í listamannaskálanum annað kvöld. Á undan ræðu Ein- ars syngur Kristján Kristjáns- son, söngvari, nokkur lög. Aðgöngumiðar verða til sölu eftir hádegi í dag og fást þeir í Bókabúð Máls og, Menningar, Bókabúð KRON og á afgreiðslu Þjóðviljans í Austurstræti. Þeir kosta eina krónu. hafa tekið um tvö þúsund fanga, f lest ítali. Vörn fasista í lofti fer heldur harðnandi, og voru 45 þýzkar og ítalskar flugvélar skotnar niður í gær, en Bandamenn misstu 9. Eins og áður hefur verið til- kynnt, er Bandaríkjahershöfð- inginn Dwight D. Eisenhower yfirforingi alls Bandamanna- hersins á Sikiley, en varamaður hans er brezki hershöfðinginn Anderson. Nú hefur verið tilkynnt að Montgomery hershöfðingi stjórni landher Breta á Sikiley, Patton hershöfðingi landher Banda- ríkjamanna, Tedder flugmar- skálkur stjórnar flughernum og Cunningham flotaforingi flotan- um, 'sem þátt tekur í innrásar- aðgerðunum. Það var brezkur her undir stjórn Montgomerys, sem tók hafnarbæinn Syracusa á austur- strönd Sikileyjar seint á sunnu- dagskvöld, eftir allharða götu- bardaga. Voru það þýzkar her- sveitir, er borgina vörðu. Bandaríkjaher tók hafnarborg- ina Licata á suðurströnd Sikil- eyjar í gær, og er talið mjög mikilvægt fyrir aðflutninga til innrásarhersins, að Bandamenn hafa nú á valdi sínu tvær jafn- góðar hafnir og Syracuse og Licata. Vinnuflokkar og tundurdufla- slæðarar hafa unnið látlaust síð- Framh. á 2. síðu. Ehhepf lál i uöfíi pauOa hersins á KHi En Þjóðverjar halda áfram ofsalegum skriðdrekaárásum í miðnæturtilkynningu rauða hersins segir að í gær hafi verið háðir mjög harðir bardagar á Bjelgorodsvæðinu og hafi rauði herinn hrundið öllum árásum Þjóðverja, en hinsvegar sé ekkert lát á stórkostlegum skriðdrekaárásum þeirra. í' fyrri fregnum frá Moskva segir, að Þjóðverjum hafi hvergi orðið neitt ágengt síðastliðinn sólarhring þrátt fyrir geysiöflug áhlaup á Orelsvæðinu. Þar tefldu þeir fram sterkum skriðdrekasveitum, stórskotaliði og fótgönguliði, en vörn Rússa var svo hörð, að áróðursherinn komst ekki að aðalvarnarlínu Rússa. (Frh. á 2. síðu). Nr. SIIrisdd, MMhm i, i hií Ráðherrann var á leið tilEngJands og kom þangað í fyrradag BLAÐAMENN HJA STIMSON Frá hægri: Stimson, hermálaráðherra, amerískur foringi, Valde- mar Björnsson, Surles hershöfðingi og íslenzkir blaðamenn. Henry Stimson, hermálaráðherra Bandaríkjanna, kom hing- að til lands á laugardagsmorgun og dvaldi hér sólarhring á leið sinni til Englands. Kom hahn í flugvél og hélt flugleiðina áfram og kom til Englands á sunnudag. í för með honum voru m. a. Alexander D. Surles, major-general, yfirmaður yfir þeirri skrif- stofu Bandaríkjahersins, sem hefur með samböndin við fólkið að gera (Bureau of Public Kelations,), William H. S. Wright, aðstoðarmaður ráðherrans, Harvey H. Bunney, einkaaðstoðar- maður hans. Stimson ráðherra heimsótti Svein Björnsson, ríkisstjóra, í Alþingishúsinu og voru þá m. a. Key hershöfðingi og Morris, sendiherrk Bandaríkjanna í fylgd með honum. Ráðherrann skoðaði hér mjög margt, sem snerti aðbúnað hersins, var við- staddur hersýningu, gekk um niður við höfnina og skoðaði þar m. a. skemmdirnar á Súðinni ef t ir árás þýzku flugvélarinnar á hana 3. maí. Um kvöldið hafði Key hershöfðingi boð fyrir ríkis stjóra og tvo af íslenzku ráðherr unum ásamt hermálaráðherr- anum og ýmsum tignum herleið togum Bandaríkjahersins. Um hádegi á laugardag ræddi Stimson við blaðamenn í aðal- stöðvum Key hershöfðingja. í á- varpi til blaðamanna sagði her- málaráðherrann m. a.: , „Það vakti þegar athygli mína að blöðin á íslandi eru frjáls. Sambönd okkar á hermálasvið- inu við blöðin bæði í Englandi og Bandaríkjunum er miklu betra en hægt hefði verið með ófrjáls- Framh. á 2. síðu. y

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.