Þjóðviljinn - 13.07.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.07.1943, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 13. júlí 1943. ÞJÓÐVILJINN þfftGWIMIffil Utgef andi: Sameiningaríiokkur alþýðu — Sósíalistailokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartars m Ritstjórn: Garðastrœti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstrœti 12 (1. hœð) Sími 2184. Víkingsprent h.f. Garðastrœti 17. Finnland og norrœn samvinna Raddir frá Norðmönnum um afstöðu Finnlands „Annaðhvort aftur- á bðk ellegar nokkuð áleið" Jafnvægið, sem nú er á milli afturhaldsafla og róttækra um- bótaafla á íslandi, kemur ekki til með að standa lengi. Alþýðunni er nauðsynlegt að gera sér það ljóst, þegar barizt er um það að fá hér róttæka um- bótastjórn, þá er hinn kosturinn sá að fá stjórn, sem ekki aðeins hindrar frekari umbætur, held- 'ur og eyðileggur þær umbætur, er þegar hafa fengizt. Það, sem Framsókn að undir- lagi Jónasar frá Hriflu var að bjóða upp á í vetur, var einmitt slík afturhaldsstjórn. Fyrsta verkið hennar átti að vera að eyðileggja grunnkaupshækkun- ina, einhverja mikilvægustu umbótina, sem verkamenn hafa komið fram sér til handa á und- anförnum árum. Það þarf ekki að spyrja 'að því hvernig afturhaldið myndi fara með 8 tíma vinnudaginn, or- lofslögin og aðrar réttarbætur alþýðu, ef það fengi að ráða. Menn þurfa ekki annað en minn ast árásanna, sem hafnar voru á lífskjör launþega 1939: fyrst kauplækkun með lögþvingun og svipting samtakafrelsis, svo árás irnar á fátækralögin, réttindi sjómanna og iðnaðarmanna o. s. frv. — höggormsfrumvarpið er ógleymt enn. Þetta sýnir allt hug þann, sem býr í afturhalds- fylkingu þeirri, sem Jónas frá Hriflu nú er að reyna að skapa. Ætli alþýðan að afstýra því að slík afturhaldsfylking verði mynduð og ef til vill geti ráðið landinu, þá þarf alþýðan, ásamt öllum frjálslyndum öflum, sem til eru í landinu, að skapa sín sterku samtök á móti. Enn sem komið er, þá er Jón- as frá Hriflu aðeiris með sterka valdaklíku í Framsóknarflokkn um í þessari afturhaldsfylkingu. 'Ef Framsóknarmenn ætla að reka álíka uppgjafarpólitík gagnvart þessu afturhaldi og Ey- steinn Jónsson hefur rekið, þá getur svo farið, að Jónasi takist að ná mestöllum Framsóknar- flokknum yfir í það að verða svartasta afturhaldið í landinu. Vitað er að menn af tagi Egg- erts Claessens munu auðvitað hafa fulla samúð með pólitík Jónasar, en jafnframt er gefið, að allur þorrinn af kjósendum Sjálfstæðisflokksins er andvíg- ur þessu afturhaldi. Og ekki er ólíklegt að þingmenn Sjálfstæð- Blað norsku stjórnarinnar í London, „Norsk tidend", prent- ar upp á áberandi stað eftirfar- andi ritstjórnargrein úr Deco- rah Posten" með fyrirsögninni: Finnland og Norðurlönd. „Fyrir nokkru tókum við til meðferðar orðróm, sem komst á gang, um- að Finnland væri að reyna að fá sérfrið við Sovét- ríkin. Hvað satt kann að reyn- ast í þeim orðrómi, kemur síðar í ljós. Margir leggja trúnað á stað- hæfingar um slíkt, og taka þetta sem sönnun þess, að þýzk- finnsku ritskoðuninni hafi ekki tekizt að hindra, útbreiðslu fregnanna um ósigur Þjóðverja á austurvígstöðvunum s.l. vet- ur. Sú tilhugsun, að Finnland geti orðið eitt og yfirgefið í þeim Ragnarökum, er ekki sem skemmtilegust'. Það er þetta ástand, sem gerir það skiljanlegt, að Finnland sé farið að hugsa um stöðu sína meðal hinna norrænu bræðra- þjóða. Þetta kom fram í ræðu, sem forseti Finnlands, Risto Ryti, hélt í Helsinki fyrir nokkru. Hann lét þá svo um- mælt, að hann vænti þess að hinar Norðurlandaþjóðirnar reyndu að skilja hinar erfiðu að- stæður Finnlands, og hann von- aðist til að Finnland gæti unnið sér á ný sitt gamla sæti við hlið hinna Norðurlandaþjóðanna. Hinir eiginlegu Finnar eru ekki tengdir hinum Norður-, landaþjóðunum ættarböndum, þeir Voru upphaflega Asíuþjóð, og hinir tveir all-ólíku kynþætt- ir, Tavastarnir og Karelarnir, hafa hlotið að koma til Finn- lands á þjóðflutningatímunum. Finnsk tunga er einnig alls óskyld hinum Norðurlandamál- unum. Það, að Finnar skuli allt frá dögum þjóðræknishreyfing- ar stúdentanna samt vera taldir með norrænu þjóðunum, er ein- göngu vegna þess að sænskt menningarlíf var alls ráðandi í Finnlandi öldina sem leið, og vegna sænsk-finnsku skáldanna, eins og Runebergs og Topelius, en ljóð þeirra voru sænsk að formi en finnsk að innhaldi. Þegar 1870 viðurkenndi Björn- stjerne Björnson Finnland sem land, er heyrði Norðurlöndum til. Agætt kvæði, „Godt Mot", ort það ár, f jallar um Norður- löndin. Síðari helmingur fyrstu vísunnar er þannig: At Finlands folk blandt dem er med isflokksins taki allmikið tillit til kjósenda sinna, þótt hins vegar sé erfitt um að spá nokkru um afstöðu þeirra. Aðalatriðið er að alþýðustétt- irnar herði nú á um myndun bandalags síns eins og Alþýðu- sambandið hefur lagt til. Það er leiðin til að hindra nú afturför og afturhald og sækja fram „nokkuð á leið". pá sangen under Nörreled ma jeg med tak jo sanne. Ryti forseti hefur sjálfsagt rétt fyrir sér, er hann væntir þess að hinar Norðurlandaþjóð- verða að reyna að skilja, hvaða tilfinningar það vakti hjá norsku þjóðinni, þegar hún frétti að Finnarnir á sama tíma og hún lá varnarlaus undir járnhæl Þýzkalands, hefðu af frjálsum vilja tekið sér stöðu við hlið Hitlers, til að heyja ekki ein- ungis sína eigin styrjöld, heldur einnig hans styrjöld. Þeir gerðu það í þeirri vissu, að Hitler myndi sigra í styrjöld- inni. í dag eru þeir jafn vissir um, að Hitler muni tapa. Og þá er að koma sér fyrir í samræmi við það. Maður verður að reikna með að Risto Ryti og mörgum lönd- um hans sé kunnugt um glæp- ina, sem nazistar hafa framið í Noregi. Það er það, sem gerir ljóst, að það verður margt, ákaf- lega margt, sem þarf útskýring- ar við — og þetta á við um f leiri. en eina hinna norrænu bræðra- þjóða, — áður en hægt er að endurreisa gömlu góðu ná- grannasambúðina á Norðurlönd- um. Finnland sleppur ekki með það að kref jast skilnings af öðr- um. Það verður sjálft að reyna að skilja aðstöðu annarra. Bréf til Finnlands. Hinn 5. ijúní birtist í „Norsk tidend" eftirfarandi grein með fyrirsögninni „Bréf til Finn- lands". „Mörgum Norðmanninum verður að hugsa til Finnlands á þessum tímum, og reyna að skilja hvers vegna Finnland vill berjast með nazistunum gegn hinum rússnesku vinum okkar. Þegar 'Rússarnir réðust inn á finnskt land, var ég ekki einn um þá skoðun, að Rússland væri að hefja landvinningastyrjöld. Ég dáðist að vörn finnsku þjóð- arinnar og getu hennar að verja land sitt, og ég syrgði með Finn- landi héruðin, sem það missti. Oft hef ég reynt að líkja sam- an örlögum Finnlands og Nor- egs, og það varð til þess að ég fór að furða mig á því að Sovét- irnar muni reyna að skilja Finn- land og hina erf iðu aðstöðu þess. Það þarf ekki neinar sérstakar gáfur til að skilja að staða þess sé erfið. En „hinar Norðurlanda- þjóðirnar" eru ekki einu „Norð- urbúarnir", sem verða að reyna að vera skilningsgóðir. Finnarn- ir verða einnig að vera það. Þeir ríkin skyldu ekki fara eins að og Þjóðverjar gerðu síðar í Nor- egi, hernema allt landið. Var það kannski, þegar allt kom til skjalanna, ekki landvinninga- þrá, sem knúði Rússa áfram, voru það aðrar ástæður? Þjóðverjar höfðu ekki fyrr setzt að í Noregi, en þið létuð þessa árásarseggi skipuleggja þýzkan her í hinu frjálsa landi ykkar. Af frjálsum vilja létuð þið þá koma, mennina, sem höfðu æft sig á Norðmönnum. Af frjálsum vilja fóruð þið í stríðið á nýjan leik, að sögn til þess að vinna landið, sem misst- ist. En þá spurði ég sjálfan mig: Höfðuð þið ekki allan tímann haft hernaðarsamvinnu við Þjóð- verja, höfðuð þið ekki sjálfir gert áætlanir um landvinninga á kostnað Rússlands? Foreldrar mínir, afi minn og amma, töluðu um Rússahættuna á sama hátt og margir gera enn á Norðurlöndum, en er þarna um nokkra hættu að ræða? Væri það ekki fremur að Rússar gætu rætt um Vestur-Evrópuhættuna? Var ekki Leningrad í hættu og Múrmansk? Eftir því sem lengra leið og staðreyndirnar gátu farið að tala máli sínu, þrátt fyrir allan áróðurinn gegn Sovétríkjunum, hef ég fengið grun um, að þeir Finnar, sem stjórna Finnlandi, hafi vitandi vjts bg skipulega haft samVinnu árum saman við þjóð, sem helzt vildi algera tor- tímingu rússnesku þjóðarinnar. Hvernig getur Finnland vænzt af mér eða öðrum Norðmönn- um samúðar og skilnihgs, þegar Finnland á friðarárunum gerir sig öflugt með hjálp varasamra vina, til þess svo síðar að reyna að neyða nágrannana til að láta að vilja Finna, í dag Sovétríkin, á morgun kannski Noreg. Eg dáist að finnskri list og öllum þeim Finnum, sem komu fram í Noregi sem sannir full- trúar lands síns, og óska þess af heilum hug, að Finnar verði meðal þeirra þjóða, er byggja á þeim hugsjónum, sem ég er að berjast fyrir nú, ásamt Rússum, Englendingum og öðrum Banda- mönnum. K. JV. M." Allar síldarverksmiði- urnar teknar til starfa Allar síldarverksmiðjurnar eru nú teknar til starfa og óð- um eru fleiri skip að bætast við síldveiðiflotann. ' Afli skipanna er þó enn treg- ur og síldin mögur og léleg. Enn hefur ekkert heyrzt hvað verður um síldarsöltun í sumar. En eins og menn muna var tals- verður mismunur á verðinu, sem hægt var að fá í Bandaríkj- unum og því verði, sem saltend- ur hér töldu sig þurfa að fá til þess að geta framleitt síldina. Verðmunurinn var um 6 dollar- ar á tunnu, eða um 1,6 millj. kr. á 40 þús. tunna framleiðslu. Fóru saltendur fram á það, að ríkissjóður ábyrgðist mismun- inn. Heyrzt hefur að verið sé að gera tilraun til þess að f á verðið •*/m i / íjlriWfHjAr rvardVdi Alþýðublaðið ber eins og kunnugt er, hag smáþjóðanna mjög fyrir brjóst og leggur þeim oft einkar sérkennileg heilræði. I»egar balt- nesku þjóðirnar ákváðu að ganga í Ráðstjórnarsambandið, fannst Al- þýðublaðinu það hið mesta óráð og taldi þeim vorkunnarlaust að vera eins og áður undir þrældómsoki inn- lehdra og erlendra fasista. Einnig þótti það mjög vanhugsað af íbúum Vestur-Úkraínu og vestra Hvíta- Rússlands að vilja sameinast lönd- um sínum í Ráðstjórnarríkjunum og taka því fegins hendi að losna undan ógnarstjórn landaðalsins í Póllandi, slíkt glapræði rann Alþbl. svo til rifja, að það dubbaði fasista- stjórnir allra þessara landa eftir and látið upp í hálýðræðissinnaðar fram- farastjórnir með sósíaldemókratisk- ar hneigðir. * Sérkennilegust af öllu er þó af- staðaAlþ.bl. til hinnar íslenzku smá- þjóðar og heilræði þess henni til handa, er það krefst þess með þjósti, að sjálfstæðismál okkar verði sett á biðlista í dönsku ráðuneyti. Það eitt er samboðið nörrænum hugsunar- hætti, segja helztu forkólfar Alþýðu- flokksins. Nákvæmara væri þó að kalla þetta nýnorrænan hugsunar- hátt, að því er virðist. Þá eru þessir menn stórhrifnir af því, að Banda- ríkjastjórn skuli einnig hafa fundið þessa nýnorrænu hugsun og lagt fast að okkur að gleyma ekki tengsl- um okkar við Dani. Mætti segja, að Bandaríkjamenn hefðu einnig lært mikið, síðan þeir slitu tengslum við England, og gæti þetta litið út eins og iðrun gamalla syndara. Alþfl. virðist hafa kynnt sér ítarlega hinn norræna hugsunarhátt Dana. Þeir lögðu ís- land undir sig, án þess að spyrja leyfis, þeir settu okkur ýmis þræla- lög án þess að spyrja um hagi okk- ar. * Síðan sögðu þeir raunar: Látum hið liðna vera gleymt, við viljum vera vinir ykkar, ástundum norræna samvinnu! Og að því kom, að þeir fengu ágætt tækifæri til að sýna skilning sinn í okkar garð. Allir von- uðust nú eftir að fá svofellda orð- sendingu frá frændþjóðinni: „Þið eigið sjálfir frelsi ykkar og sjálf- stæði, og þess vegna gleður það okk- ur, að þið takið nú í eigin hendur það sjálfsforræði, sem þið hefðuð raunar átt að öðlast fyrir mörgum öldum. Um aðra samninga og sam- öldum. * Um aðra samninga og sam- vinnu má ræða síðar". Allir íslend- ingar nema Alþýðublaðsmenn urðu þó fyrir miklum vonbrigðum, er hinn sósíaidemókratiski forsætisráðherra Dana gerði okkur boð um að fresta öllu sjálfstæðishjali, þangað til Dan- ir væru tilbúnir að tala við okkur, og gaf þar með í skyn, að Danir ættu okkar sjálfstæði, en ekki við. Upp af þessari merku orðsendingu hins sósíaldemókratíska forsætisráðherra sprettur svo hinn nýnorræni hugs- unarháttur Alþýðuflokksleiðtoganna: Ef íslendingar vilja fá að ráða sjálf- ir málum sínum, brýtur það í bág við þennan sósíaldemókratiska hugsun- arhátt. Danir eiga að ráða málum okkar. Það er móðgun við þá, að við ráðum sjálfir fram úr sjálfstæðis- málum okkar. Danir eiga líka sterk- an sósíaldemókrataflokk, og því er ó- hætt að treysta þeim betur en ís- lendingum með sitt litla Alþýðu- flokksbrot. eitthvað hækkað í Bandaríkj- unum, og mun ekki vonlaust að það geti tekizt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.