Þjóðviljinn - 14.07.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.07.1943, Blaðsíða 1
/ 8. árgangur. Miðvikudagur 14. júlí 1943 156. tölublað Það verður að birta skjölin, sem larið hala mllli fsl end inga og Dana síðan 9. apríl 1940 í gær segir Alþýðublaðið m. a. •eftirfarandi: „Þjóðviljinn þarf að sjálfsögðu í baráttu sinni fyrir óvingan ís- lands við hin Norðurlöndin að reyna að draga fjöður yfir þær upplýsingar, er Stefán Jóhann kom með í greinum sínum um það, að það væri álit trúnaðar- manna íslands, sem sérstaklega Trefðu kynnt sér það, að lausn myndi fást á óskum og kröfum Islendinga til ,sjálfstæðis gagn- vart Dönum, sem fullnœgðu al- gerlega ákvörðunum alþingis frá 17. maí 1941, um leið og hœgt vœri að hefja frjálsar viðrœður við Dani. En þó að Þjóðviljinn þannig, af auðsæjum ástæðum og í blekkingarskyni, vilji strika yfir þetta, þá er það þó víst, að að minnsta kosti annar ritstjóri hans, Einar Olgeirsson, hefir gengið úr skugga um að þetta er rétt frásögn ...“ Hér er Alþýðublaðið að reyna að nota sér upplýsingar úr trún- aðarskjölum, sem það veit, að ég hef aðgang að. Sínum augum lítur hver á silfrið. Eg skal viðurkenna að við- komandi trúnaðarmaður, sem átt er við, hefur beztu vonir um lausn, en er, alls ekki viss í sinni sök. En það, sem hann segir frá, er allt þess eðlis, að það gefur oss Islendingum enga vissu um afstöðu konungs og dönsku stjórnarinnar, heldiir gerir hann sjálfur ráð fyrir að vonir sínar geti brugðizt. s Eg hef farið fram á það fyrir nokkru síðan í utanríkismála- nefnd, að þessi skjöl væru öll birt. Ríkisstjórnin er að athuga það mál. Ég álít, að þjóðin þurfi að þekkja þau. Þá er líka fyrir það girt, að hægt sé að nota til- vitnanir í þau á þann miður heiðarlega hátt, sem Alþýðu- blaðið gerir í gær. E. O. 09 Huousio Allar landgöngusveífir Bandamanna á Sifeíley jhafa nú nád saman og verdur vel ágengt I sóknínní Sókn Bandamannaherjanna á Sikiley gengur að óskum, segir í fregn frá aðalstöðvum Eisenhowers, enda vinna innrásarherirnir á, jafnt og öruggt, og stækka með hverjum degi yfirráðasvæði sitt. í hernaðartilkynningu Bandamanna síðdegis í gær segir, að brezkur her hafi tekið bæinn Palazzolo, sem er rúma 30 km. vestur af hafnarbænum Syracusa. í síðari fregnum var skýrt frá, að bæirnir Ragusa, Augusta og Floridia væru einnig á valdi Bandamanna. Harðir bardagar eru háðir skammt frá Agrigento á suðurströndinni. Bandamenn hafa sett lið á land skammt frá hafnarborginni Catania á austurströndinni. Sprengju- flugvélar Bandamanna gerðu í gær geysiharðar árás- ir á borgir báðum megin Messinasunds, Messina, Reggio og San Giovanni. Dönsk leyniblöð í 120 þúsundum eintaka!” í fregnum frá Stokkhólmi í gær var skýrt frá því, að menn þeir, sem standa að útgáfu leynilegra andfasistískra blaða í Danmörku hafi nýlega efnt til ráðstefnu. Blaðamannaráðstefna þessi fór fram í Kaupmannahöfn og var fjölmenn og vel skipulögð. Var skýrt frá því að daglega kæmu út 120 000 eintök af leynilegum blöðum víðsvegar í Danmörku. Sagt er frá því, að eitt blað- Einar Olgeirsson Fundurinn í Lista- mannaskálanum í kvöld Eins og skýrt var frá í blað- inu í gœr hefst fundur Sósíal- istaflokksins í sýningarskála listamanna í kvöld klukkan níu. Efni fundarins verður ræða Einars Olgeirssonar, alþm., um sjálfstæðismál 'íslendinga. Aðgöngumiðar eru seldir í bókabúðum KRON og Máls og Menningar, afgr. Þjóðviljans og við innganginn. í fundarbyrjun mun Kristján Kristjánsson, söngvari, syngja nokkur lög. Öllum er heimill að- gangur. ’ Fjölmennið í Listamannaskál- ann í kvöld! ið hafi efnt til samkeppni um útbreiðslu þess og voru verð- launin ókeypis ferð til London með fyrstu flugferðinni eftir stríð. KORT AF SIKILEY Litla kortið í horninu sýnir afstöðu Sikileyjar, Ítalíu, Sardiníu, Túnis og Malta. Vegalengdirnar (M) eru gefnar í mílum. Það var tilkynnt í gær, að her- sveitir Kanadamanna og Banda- ríkjamanna hafi mætzt í út- hverfum borgarinnar Ragusa, og hafi þar með allar landgöngu- sveitir Bandamanna náð saman. Virðist svo sem mestallur suð- austurhluti Sikileyjar og strönd- in allt frá Catania á austur- ströndinni til Agrigento á suður- Aðeins fyllsta lýðræði getur öryggi og varandi frið segir dr. Karl Evang. skapað Karl Evang, yfirmaður heilsu verndar Noregs og fulltrúi á matvælaráðstefnu Bandamanna þjóðanna, lét í ljós álit sitt á ráðstefnunni í norska blaðinu „Nordisk Tidende“, sem er gef ið út í New York. Hér fer á eft- ir útdráttur úr greininni: Þegar meðlimir ráðstefnunn- ar skildu, eftir 2(4 vikna starf, var það víst, að allir fulltrú- Framh. á 2. síðu ströndinni sé manna. á váldi Banda- Bæði Syracusa og Augusta eru ágætar hafnir frá náttúr- unnar hendi, og hafa Banda- menn þegar tekið þær í notkun. Stöðugur straumur herliðs og birgða liggur frá Norður-Afríku til Sikileyjar. Er talið að Banda- menn hafi alls notað 3000 skip til flutninganna. Bandamenn hafa tekið alls 7000 fanga. Hörð loftárás á Túrín. Brezkar sprengjuflugvélar gerðu árás á ítölsku iðnaðar- borgina Túrín í fyrrinótt, og segir í brezkum fregnum, að það sé harðasta árásin, sem gerð gerð hafi verið á ítalska borg. • Flugvélarnar, sem árásina gerðu voru frá bækistöðvum í Bretlandi. Fjórtán þeirra fórust. Raiði toioi DætlF stdðu sína ð llllDFÍSUIÉU 011um árásum Pjóðvcrja hrundíð Þjóðverjum varð ekkert ágengt á Kúrskvígstöðvunum síð- astliðinn sólarhring, þrátt fyrir látlausar árásir skriðdreka- sveita, stórskotaliðs og fótgönguliðs. Á suðurhluta vígstöðvanna, við Bjelgorod, gerðu Þjóðverj- ar liarðar árásir, en rauði herinn hratt þeim, og gerði gagn- árásir. Tókust þær svo vel, að á einum hluta víglínunnar náðu Rússar stöðvum þeim, er þeir höfðu þegar sókn Þjóðverja hófst. Hvað um viðskipta- lega samvinnu við Norðmenn eftir stríð? Þjóðviljinn liefur áður á áber- andi hátt vakið máls á því,, að eftir þetta stríð ættu ísland og Noregur að hafa með sér nána og góða samvinnu á framleiðslu- og viðskiptasviðinu, í stað þess að Norðmenn og íslendingar keppi hvor við annan og skemmi hvor fyrir öðrum, eins og gert var fyrir stríð við sölu á fiski og síld. Það má öllum vera Ijóst, að slík náin samvinna Norðmanna og íslendinga vœri einhver sterkustu tengsl, sem vér sem. sjálfstœð þjóð gœtum haft við Flugher Rússa er mjög at- hafnasamur og taka steypiflug- vélar Sovéthersins mikinn þátt í vörninni gegn skriðdrekasveit um Þjóðverja. Fréttaritarar frá Kúrskvíg'- stöðvunum segja, að heldur hafi dregið úr árásum Þjóverja síðasta sólarhringinn. Norðurlönd, — auk þess sem slíkt samstarf myndi vera báð- um aðiljum til mikilla hagsbóta. Þessi hugmynd hefur enn ekki verið rædd í öðrum blöðum hér. Undirtektir undir hana eru því enn óvissar. Undarlegt er það, að blað eins og Alþýðublaðið, sem segist vera svo mikið með samvinnu Norð- urlanda og jafnvel álítur að Þjóðviljinn vilji spilla slíkri samvinnu, skuli steinþegja um þetta mál. Framhald á 2 síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.