Þjóðviljinn - 14.07.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.07.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJI"N Miðvikudagur 14. júlí 1943 TILKYNNING í gær hætti „Restaurationin í OddfelIowhúsinu“ starfrækslu en við rekstrinum hefur tekið „TJARNARCAFÉ h.f.“ Virðingarfyllst, Egill Benediktsson Samkvæmt ofangreindu höfum vér tekið við rekstri veit- ingasalanna í Vonarstræti 10 (Oddfellowhúsinu) og verður fyr- irkomulag það sama og áður. Egill Benediktsson verður áfram f ramkvæmdast j óri. í kvöld og eftirleiðis leikur hljómsveit Aage Lorange frá |kl. 9. Virðingarfyllst. TJARNARCAFÉ h.f. Skrifstofa Garðyrkjuráðunauts bæjarins er flutt af Vegamótastíg í Austurstræti 10, 4. hæð, og verður framvegis opin kl. 11—12 f. h. og kl. 5—6 e. h. alla virka daga nema laugardaga. — Sími 5378. kr. 2,40 kr. 2,90 lll SBltngerðar Sultuglös Vz kg. kr. 1,45 — 1/1 kg. kr. 1,65 Niðursuðuglös ys gallon kr. 1,80. — Ví gallon — Vz gallon Flöskulakk og vax. Betamon. Vínsýra Sultusykur. Ávaxtalitur. Cellophanpappír. Smjörpappír. Korktappar m. stærðir. Benzósúrt natron. Rabarbari. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 sem hvert heimili jiarí að eignast. Ný bók, Heilsurækt og mannamein heitir ný bók, sem kemur út í haust. Þessi bók er að miklu leyti þýðing á nýútkominni amerískri lækningabók, sem margir af kunnustu læknum Bandaríkjanna hafa unnið að. Átján læknar í Reykjavík hafa unnið að íslenzku útgáfunni, sem er sniðin fyrir íslendinga, með því að bæta inn í ýmsu, sem máli skiptir hér á landi, sleppa öðru, sem eingöngu er miðað við Ameríku, en margir kaflar eru meira eða minna umsamdir og sumir alveg frumsamdir af íslenzkum læknum, þar sem það hefur verið talið til bóta. Bókin er samin með það fyrir augum, að veita almenningi fræðslu um læknisfræði nútím- ans, sem er í stöðugri þróun og stefnir meir og meir í þá átt að koma 1 veg fyrir sjúkdóma, með því að auka ekki einungis hreysti og heilbrigði, heldur einnig andlega og líkamlega vel- líðan. Margur ólæknandi sjúkdómur stafar af vanþekkingu, og öruggasta ráðið til að komast hjá hvers konar vanheilsu, er að afla sér þeirrar þekkingar, sem læknisfræði nútímans ræð- ur yfir. Þessir læknar hafa unnið að íslenzku útgáfunni: Bjarni Jónsson, Guðm. Thoroddsen, Gunnlaugur Claessen, Halldór Hansen, Hannes Guðmundsson, Helgi Tómasson, Jóhann Sæmundsson, Jón Hj. Sigurðsson, Katrín Thor- oddsen, Kristín Ólafsdóttir, Kristján Sveinsson, Níels Dungal, Ólafur Geirsson, Ólafur Þorsteinsson, Snorri Hallgrímsson, Theódór Skúlason, Valtýr Albertsson og Þórður Þórðarson. Um útgáfuna annast Níels Dungal. Bókin verður alls um eða yfir 800 bls. með mörgum myndum. Hr. dr. med. Snorri Hallgrímsson, Pósthólf 673, Reykjavík. Undirritaður óskar hérmeð að gerast kaup- andi að bókinni HEILSURÆKT OG MANNA- MEIN. Andvirðið, kr. 95,00, að viðbættu póst- kröfu og burðargjaldi mun ég greiða við móttöku Nafn Heimili Þ Póststöð Til að gera sem flestum kleift að eignast þessa bók, er öllum gefinn kostur á að gerast áskrif- endur að henni í shirtingsbandi fyrir kr. 95,00, en bókhlöðuverð er ákveðið kr. 150,00. Á móti á- skriftum tekur Snorri Hallgríms son, dr. med., pósthólf 673, Rvík, til ágústloka. Muníd ad vanheifsa sfafar off af vanþehkíngu, Bdkaúgáfan DAORENNING, Rvík. Innlögin í bönkunum eru orðin yfir 400 milljónir króna í nýútkomnum Hagtíðindum eru birt nokkur atriði úr reikn- ingum bankanna. Innlögin hafa enn aukizt á einum mánuði — apríl til maí — um rúmar 19 milljónir króna og nema innstœðurnar í bönk- unum nú í maílok samt. 407.874 þús. króna. Hafa innlögin í bönk- unum samkvæmt þessu aukizt um 55 milljónir króna fyrstu fimm mánuði þessa árs, éða um 142V2 millj. kr. á einu ári. Þetta samsvarar á 6. þús. kr. á hverja 5 manna fjölskyldu í landinu. Svo einhver á nú drjúgan skild- ing í bók! Jafnframt hefur dregið úr út- lánum. Þau námu um áramót 173 millj. kr., en í maílok 170% millj. kr. Seðlaveltan er komin upp 1 118,7 millj. kr. og hefur aukizt um 6,3 millj. kr. í maímánuði einum. Innstæður bankanna erlendis voru í maílok komnar upp í 348,1 millj. kr. og höfðu aukizt í maímánuði einum um 26 millj. kr. Grein Karl Evangs Framh. af 1. síðu. amir fundu það vel, að ráð- stefnan hafði heppnazt framar öllum vonum. Áður en ráðstefnunni var lok ið hafði gagnkvæmt traust og trúnaður fest rætur meðal allra meðlimanna. Meðlimir ráðstefn- unnar halda nú heim til landa sinna, fullvissari en áður fyrir hverju barizt- er, með meira trausti á framtíðinni, og ör- uggari í þeirri vissu, að ef andi sá, sem ríkti á þessari ráðstefnu og tillögur hennar væru tekn- ar til greina gæti það orðið grundvöllur að áframhaldandi samstarfi þjóða á milli; friður mundi verða tryggður og ekki einvörðungu það, heldur mundu nýir tímar renna upp fyrir mannkynið. Meðal hinna sterkustu áhrifa sem menn urðu fyrir á ráð- stefnunni, var hinn alþjóðlegi lýðræðisandi, sem ríkir meðal Bandamannaþjóðanna. Stór- þjóðirnar gjörðu ekki framar út um málefnin. Það var hlust- EINLIT PRJÓNASILKIEFNI nýkomin. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035 ooooooooooooooooo Kærufrestur um skatta og útsvör er nú útrunninn og hafa margir kært, enda kemur manni margt skrýtilega fyrir sjónir í útsvars- skránni. Það er t. d. ekki á færi venjulegs alþýðumanns að skilja þær reglur, að mörgum verkamann- inum og bifreiðastjórum sé gert að greiða eignarskatt á sama tíma sem milljónamæringar greiða ekki einn eyrir. Hvernig má það t. d. vera að maður eins og Garðar Þorsteinsson, húseigandi, bíóeigandi, alþingismað- ur, útgerðarmaður, málaflutnings- maður, fasteignasali, verðbréfasali. heildsali m. m. skuli engan eignar- skatt þurfa að greiða? * Stalín hélt sendimanni Bandaríkj- anna veizlu í Moskva í síðustu för hans þangað, segir Alþýðublaðið. Þar var mikið um dýrðir. Borinn var fram 18 rétta kvöldverður með mikl um kræsingum. Og svo telur Alþýðu blaðið upp alla rétti þessa kvöld- verðar. Einn rétturinn voru agúrk- ur, annar hreðkur, sá þriðji voru olívur. Einn rétturinn var blómkál og einn rétturinn var steiktar kart- öflm-. i Þetta hefði nú þótt sæmileg veizla í auðvaldslöndum, segir Alþýðublað- ið, eftir upptalninguna á öllum þess- um átján réttum. En þar sem það virðist liggja í verkaliring Alþýðu- blaðsins að kanna fjölbreytni í veizlum, sem haldnar eru sendimönn um erlendra ríkja, væri ekki úr vegi að það upplýsti hvort aðrir þjóðhöfð ingjar séu nú samt ekki fremri Stalín hinum rússneska, þegar þeir bjóða til kvöldverðar með köldu borði. Vafalaust mun þó gott Stalín heim að sækja. V Og hvað er það margra rétta mið- degisverður samkvæmt reikningi Al- þýðublaðsins, þegar reykvískur al- þýðumaður á laugardegi borðar saltfisk og sætsúpu? Fiskur, kartöfl- ur, flot, saft, rúsínur, hrísgrjón, kaffi eða samtals sjö rétta hádegisverður. Er ekki svo? að á ræður þær, sem flutt- ar voru af fulltrúum smáþjóð- anna, með mikilli athygli og auðfundið var, að ekki var far- ið eftir stærð lands fulltrúanna heldur gildi þess. Aðeins fyllsta lýðræði af hálfu hinna sigur- sælu þjóða gætu skapað öryggi og varandi frið. Viðskiptaleg samvinna við Norðmenn. Framh. af 1. síðu. Er það máske svo, að það, sem Alþýðublaðið ber fyrir brjósti í þessu sambandi sé gott sam- band við fasistiskt Finnland og svo auðvitað hitt, að móðga ekki herra sína í Danmörku, — en það álíti hins vegar litlu skipta samstarf vort við Norðmenn, þá þjóð, sem nú hefur einsömul orpið ljóma á Norðurlönd fyrir hetjuskap sinn í frelsisstríði við þann óvætt nazismans, sem Al- þýðublaðið óskar sigurs. I ffarvem mínní næstu 5 vikur gegnir Eyþór Gunnarsson læknir störfum fyrir mig. JENS ÁG. JÓHANNESSON. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.