Þjóðviljinn - 14.07.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.07.1943, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 14. júlí 1943 ÞJÓÐVILJINN 3 EiðwmiWBi Útgefandi: Sameiningarflokkui alþýðu — Sósialistaflokkurínn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartars rn Ritstjórn: Garðastræti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f. Garðastiæti 17. í dag er 14. júlí. Það var þenn- an dag fyrir 154 árum síðan, sem alþýðan í París, réðst á Bastiljuna, hinn illræmda fang- elsis-kastala. Sú árás varð upphaf og tákn frönsku byltingarinnar, uppreisnarinnar gegn harðstjórn einvalda og aðals í Evrópu. Það er eitthvað táknrænt í því að franska þjóðin skuli einmitt hafa gert þennan dag að þjóð- hátíðardegi sínum, en ekki ein- hvern dag fagurra yfirlýsinga um mannréttindi og frelsi. Það er sem felist í því skilningur- inn á því að til þess að afla sér mannréttinda, sé ekki nóg að gefa út fagrar frelsisskrár, — til þess að afla þeirra og varð- veita þau þurfi fjöldinn sjálfur, þjóðin sjálf, alltaf að vera reiðu- búin til baráttu, til árása og fórna fyrir frelsi sitt. Meginhluti Evrópu er í dag ein stór Bastilja, versta dýflissa, sem veröldin hefur kynzt. Allt, sem hinar þrjár miklu byltingar færðu oss á síðustu tveim öld- um: Þjóðfrelsið, sem ameríska byltingin hóf á skjöld sinn, póli- tíska lýðræðið, sem franska byltingin skóp, sósíalisminn, sem rússneska byltingin í fyrsta sinn framkvæmdi, — allt er þetta þurrkað út og fótum troðið í Bastilju Evrópu. — En herir frelsisins sækja nú að þessum fangelsis-kástala og innan hans magnast uppreisn fangahna. Franska þjóðin gefur nú sem fyrr glæsileg fordæmi frelsis- ástar og hetjuskapar í barátt- unni við fasismann. Hún á eftir sem svo oft áður fyrr að lýsa þjóðum Evrópu veg til frelsis sakir einingar sinnar, djörfungs og óslökkvandi frelsisþrár. * Engir eiga meira undir því en vér íslendingar að mannréttind- in fáist að fullu viðurkennd í heiminum og verði sakir sam- taka fjöldans sá máttur, sem ekkert hervald eða auðvald fær grandað. Sjálfstæðisbarátta vor nú byggir á þeim mannréttindum, sem franska byltingin og ame- ríska byltingin hófu til vegs í heiminum. Og varanlegt þjóð- frelsi vort og öryggi í framtíð- inni er undir því komið, að þær hugsjónir sósíalismans um jafn- rétti mannanna og afnáms auð- kúgunar og yfirdrottnunar yfir þjóðum, — hugsjónirnar, sem fyrst voru framkvæmdar af byltingu verkamanna og bænda í Sovétríkjunum, — sigri um víða veröld. Boðshapur de Gaulle tíl frönsku þjóðarínnar: ,Franska þjóOin vill raunhæft lýöræöi1 „Frakkland hefur ekkl liðið allar sínar þjáningar til þess eins að skinna upp kalkaðar grafir". í dag, 14. júlí, á þjóðhátíðardegá Frakka, flyt- ur Þjóðviljinn ræðu eftir foringja frjálsra Frakka, de Gaulle, þar sem hann hoðar m. a. hvað upp muni rísa í Frakklandi, þegar þjóðin hefur brotið ok kúgaranna og rekið Vichy-svikarana af hönd- um sér. Er ræðan hin eftirtektarverðasta og á erindi til oss íslendinga ekki síður en annarra. Hún var flutt í útvarpið í London 20. apríl í vor. FRANSKIR FLUGMENN I RÚSSLANDI Margir franskir flugmenn berjast með rauða hernum og hafa þeir sýnt frábæra hreysti. Nýlega sæmdi Molotoff fimm flug- menn heiðursmerkjum. ,,Franska þjóðin hugsar um framtíð sína jafnt um svart- nætti kúgunarinnar sem um bjartan dag orustunnar. Þessi vilji til að lifa áfram og byggja upp að nýju er glögg- ur vottur um volduga lífsorku þjóðarinnar. Segja má, að hvert tár, sem bætist við táraflóð hennar, hver raun, sem bætist við í stríði hennar, hafi þau ein áhrif að efla sjálfsvitund hennar og styrkja trú hennar á hlutverk sitt. Þjáningar fólksins: eru skelfilegar, en þjóð- in skilur samt og finnur, að hún á þá gnægð hugmynda, lífsreynslu og orku, sem endist henni til að byggja að nýju að óskum sjálfrar sín, höll fram tíðar sinnar. Þessi bygging verður ný. Á öllum vígvöllum baráttu og x þjáninga, þar sem vökul og bróðurhuga þjóð stælist í eld- skírn, hefur allur meginþorri Frakklendinga strengt þess heit að jafnt sem sól frelsisins brýzt fram úr sortanum, skuli þjóðin ganga nýjar brautir til nýrra markmiða. Vissulega krefst franska þjóð- in, sem viðurkennir enga yfir- boðara æðri sjálfri sér, að lög- in, sem hún hefur nýlega sett sér, séu látin koma til fram- kvæmda jafnóðum og hún verð- ur frjáls undan oki kúgaranna. Vissulega ætlast þjóðin til þess að af hverjum ferþumlung fransks lands, sem vinnst úr höndum óvinanna, sé tafarlaust burtu sópað fasismaskrípi Vichy svikaranna. En hún hefur engu síður fordæmt það pólitíska þrekleysi, þá þjóðfélagslegu ringulreið og þann siðferðilega slappleika, er varð banvænt því þjóðfélagskerfi, sem kennt er við ógæfuhrunið mikla 1940. Sannleikurinn er sá, að franska þjóðin, sem berst nú gegn harðstjórn óvinanna og þrælum þeirrg, hefur aldrei fyrr né síðar verið ákveðnari í þeim ásetningi að vera sjálf hús- | bóndi í landi sínu. Það sem þjóðin vill fyrst af öllu er að koma á raunhæfu lýðræði, þar sem hvorki lodd- araleikur æfðra bragðarefa né flækjur baktjaldabraskara trufla störf kjörinna þjóðfull- trúa, þar sem framkvæmda- stjómin, er hlotið hefur umboð sitt frá þjóðinni, ræður yfir nægilegri orku, tækni og tíma til þess að geta gegnt skyldum sínum á þann hátt, sem sam- boðið er virðingu Frakklands. Fjármála- og félagsskipun verð- ur á þá lund, að engin einokun, engir auðhringar ná að kreppa að ríkisvaldinu, né ráða örlög- um einstaklinga. Af því leiðir, að helztu auðlindir þjóðfélags- ins verða ýmist undir stjóm eða eftirliti þjóðarinnar. Hver Frakklendingur án undantekn- ingar fær varanlega möguleika til að vinna í samræmi við hæfi leika sína við skilyrði, sem tryggja kjör samboðin honum og fjölskyldu hans. Frjáls sam- tök verkamanna og fagmanna verða tengd rekstri atvinnufyr- irtækjanna lífrænum böndum. Þannig er hin frjóa umbót, sem hið endurvakta land mundi vilja láta börnum sínum í té. Á þessari efnahagslegu undir stöðu vill fólk vort síðan reisa æðri þjóðlífsháttu, þar sem hið góða og fagra er virt, vemdað og göfgað, þar sem frjálsri hugs un, vísindum, listum og trúar- brögðum — afli andans — er skipað á bekk svo sem tign þeirra sæmir, þar sem heimilin em í heiðri höfð, þeim hjálpað og veitt forréttindi að því skapi, sem þau ala upp fleiri syni og dætur fyrir föðurlandið. Já, um þetta er það, sem Frakklendinga á öllum vígvöll- um baráttu og þjáninga dreym- ir í órofa einingu viljans til að sigra. Þeir vita, að eftir þessum leiðum einum geta þeir örugg- lega treyst þjóðarsamfélag sitt og þannig fá þeir einnig á al- þjóðlegan mælikvarða viður- kenndan rétt sinn til að skipa þann heiðursess í samfélagi þjóðanna, sem þeim ber. Frakk- lendingar hafa það á meðvitund- inni, hvílík stórvirki bíða snilli- gáfu Frakklands í nýrri Evrópu, sem miðar göngu sína við flýti og nákvæmni tækninnar, í heimi, sem stjórnast af hraðan- um, útbreiðslu hugmyndanna, heimi, þar sem hagsmunir allra er eitt. Til þess að vekja til dáða og stjórna hinni endurbornu þjóð þarf nýja forustu. Gjaldþrot þeirra, sem töldu sig ábýrga, var allt of augljóst og örlagaríkt. Frakkland hefur ekki liðið all- ar sínar þjáningar til þess eins að skinna upp kalkaðar grafir. Það er í mótstöðu og baráttu þessara daga og mánaða, sem fram koma mennirmr, er þjóð vor mun dæma verða og hæfa til að veita málum sínum for- stöðu. Hjá þessum ungu, tý- hraustu mönnum, eldvígðum í hættunni, upphöfnum yfir sjálfa sig vegna trausts annarra, getur þjóðin í framtíðinni vænzt þess þegnskapar, þeirrar framtaks- semi og drengskapar, sem þeir sýna í svo ríkum mæli og með svo mikilli hugprýði 1 styrjöld- inni. Lærdómar ógæfunnar og bráðum — verum þess fullviss — stolt sigursins, mun umskapa Frakkland frá dýpsta grunni. En í þeim jarðvegi, sem ræki- Á laugardag kl. 2 kom íþrótta- fólkið til Norðfjarðar. Bærinn var flöggum skrýddur. Bæjar- stjórn og bæjarfógeti tóku á móti gestunum á bryggjunni. Á sunnudag hófst íþróttamót- ið. Keppt var fyrst í handknatt- leik kvenna milli Norðfjarðar og A-flokks K.R. Sigraði K.R. með 5:2. Nokkru seinna keppti B.-flokkur K.R. við sömu stúlk- ur og tapaði með 7:2. Þá var keppt í frjálsum íþróttum: 100 m. hlaupi, 400 m. hlaupi, 1500 m. hlaupi, spjótkasti, langstökki, há- stökki, þrístökki, kúluvarpi og kringlukasti. Austfirðingar sigr- uðu í 3 íþróttagreinum, en K.R. í 6. Bezti árangur varð í 100 m. hlaupi hjá Guttormi Þormar, Austfj., á 11,3 sek og er bezti tími ársins. Skúli Guðmundsson, K.R., stökk 1 langstökki 6,55 m., sem líka er bezta stökk ársins. í hástökki stökk Skúli 1,80 m. Þá fór fram fimleikasýning K.R. undir stjórn Vignis Andrésson- ar. Vakti sýningin mikla athygli og tókst með ágætum. Var fim- leikaflokkurinn hylltur af áhorf- endum. Á hádegi á sunnudag voru K.R.-ingarnir í miðdegisverði Iegast er plægður nær sáðkorn- ið mestum þroska og uppskeran verður ríkulegust. Oftlega í sögu Frakklands hafa raunirnar gert þjóðina máttugri. Einnig að þessu sinni munum vér kynda undir hugsjónabál for- feðranna í stað þess að gráta yfir moldum þeirra. Með því að streyma til hafs- ins er fljótið trútt uppsprettu sinni.“ (La Marseillaise, 25. apríl 1943). hjá bæjarstjórn Norðfjarðar. — Jóhannes Stefánsson talaði þar fyrir hönd bæjarstjórnar, en aðalræðuna flutti hr. Lúðvík Jósefsson alþm. fyrir minni K.R. og íþróttanna. Benedikt Jakobs- son talaði fyrir hönd K.R. og af- henti bæjarfulltrúunum K.R.- merki. Um kvöldið var dansleikur fyrir íþróttafólkið. Þar afhenti Benedikt Jakobsson Ungmenna- og íþróttasambandi Austfjarða fagran silfurbikar frá K.R. til að keppa um í frjálsum íþrótt- um á Austurlandi. Sigurjón Jónsson afhenti fyrir hönd K.R. sama sambandi silfurbikar til að keppa um 1 knattspyrnu á Aust- urlandi. Vignir Andrésson af- henti fyrir hönd K.R. íþróttafé- laginu Þróttur á Norðfirði sund- bikar fyrir yngri deildir til að keppa um í sundi. Einnig var afhentur bikar fyrir yngri deild- ir í knattspyrnu. Jóhannes Stefánsson afhenti að lokum K.R.-ingum litaða ljós- mynd af Norðfirði sem gjöf frá íþróttafélaginu Þrótti á Norð- firði. K.R.-ingar komu til jSeyðis- Framhald á 4. síðu. íþróttaför IÍ.R. til Austurlands. Glæsilegar móttökur á Norðfirði. Stórfenglegt íþróttamót og sýningar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.