Þjóðviljinn - 17.07.1943, Side 1

Þjóðviljinn - 17.07.1943, Side 1
Hann heimfar Isfand leígf sfórveldum sem hersföð fil hernaðar gegn Evrópu CHURCHILL forsætisráðherra Breta Fasisminn á fslandi hefur fundið sitt form og sinn foringja. Formið á að vera Lappo-lireyfing eftir finnskri fyrirmynd, hreyf- ing afturhaldssamra bænda og ofstopafullra atvinnurekenda, sem einskis svífast til þess að berja niður verkalýðshreyfinguna. Og foringinn á að vera Jónas frá Hriflu, maður, sem hefur lýst því yfir, að hér sé of mikil „linka“ sýnd gagnvart fátæklingum, — hér verði að framkvæma í „litlum stíl“ það, sem Hitler hafi gert í stórum stíl í Þýzkalandi, — maðurinn, sem eftir þýzkri fyrirmynd hefur heimtað beztu rithöfunda þjóðarinnar gerða andlega útlæga og reynt að setja alla róttæka menn utangarðs við þjóðfélagið. Málgagnið fyrir svartnæiti fasismans á íslandi heitir eðli- lega „Dagur“. Skírnarvottorð Lappomennskunnar er að finna í grein Jónasar frá Hriflu í því blaði 8. júlí s. 1., er heitir „Tvenn bandalög — margir flokkar“. Þar er lesendum í fyrsta skipti sagt hverju þeir eigi að trúa um hvað í vændum sé. Það er þetta: „Þegar atvinnan verður ekki rekin fyrir tapi, kemur hrunið, atvinnu- leysið og öll bágindi kreppunnar. Þá ætla kommúnistar að heilsa upp á horgara landsins með 9. nóv. í stækk aðri og endurbættri útgáfu. Með at- vinnuliruni og ofbeldi hyggjast leið- togar kommúnista að koma á ráð- stjórn á íslandi upp úr þeim erfið- leikum, sem þeir hafa skapað með dýrtiðarskrúfunni“, (Leturbreyting vor). Gegn. þeim fjanda, sem Jón- as málar á vegginn, skorar hann svo á bændur áö sam- einast. Nú verði, segir hann, „bændur úr Framsóknar- og Sjálfstæöisflokknum aö standa hlió viö hliö um bændamálin, og beita, þegar þess þarf með, jafnmiklu harð fylgi og kommúnistar“. (Let- urbreyting vor). Og það á ekki að bíöa boö- anna þangað til hruniö, at- vinnuleysiö, bágindin og hinn nýi og endurbætti 9. nóvem- ber er kominn. Nei, Lappo-leið toginn sker upp herör í liöi sínu strax og segir: „Vel má vera, að strax í haust og vetur verði leiðtogar búnaðarfélag- anna að halda kröftuga fundi um mál sín og leggja hnefann á borðið framan við kommúnista að dæmi Ófeigs í Skörðum og segja: „Hversu þykir þér hnefi sá?“ Síðan skorar Jónas á stríðs- gróðamenn við sjávarsíöuna að fylkja sér undir sína for- ustu á ve'gum hnefaréttarins og segir: „Útvegsmenn og leiðtogar iðnað- arins eru í jafnmikilli eða meiri hættu heldur en landbændur, þegar verðhrunið kemur, því að þeir geta ekki verið einyrkjar með öllu. Bænd- ur, útvegsmenn og iðnaðarleiðtogar verða að mynda deildir hver fyrir sig og siðan hafa samstarf um sjálfs bjargarviðleitni, þegar með þarf“. Þaö vantar ekki fasista- hugtökin í málið: „Leiðtogar iðnaöarins“ — er rétt eins og þaö væri þýtt úr þýzku nazistanna: Fuhrer der In- dustrie! Og formaður Framsókriar- flokksins er svo sem ekki í neinum vandræöum meö hvar hann eigi aö skipa flokki sín- um í þessar fylkingar, — flokkurinn, sem einu sinni var myndaö'ur til þess aö vinna að ' hagsmunum fátækrar sveita-alþýðu í samstarfi við verkamenn kaupstaöanna og þá var lofað hátíölega aö flokk urinn gæti „erigan vegin orðiö agrar-flokkur, Þröngsýnir og smásálarlegir bændur og sveitavinir geta ekki átt þar heima. Þeir lenda sjálfkrafa í fylkingarbrjósti hægrimennsk unnar“, eins og Jónas frá Hriflu skrifaði í greininni „Nýr landsmálagrundvöllur“ í 3. árg. Réttar. Nú skrifar sami maður í þessari grein í Degi: „Fyrir Framsóknarflokkinn er gat- an greið í þessu efni. Eins og komm- únistar eru fæddir inn í byltingar- hreyfinguna, eru Framsóknarmenn samkvæmt öllu eðli málsins og af samþykktum flokksþinga sinna á- kvarðaðir inn í bandalag framleiðend anna. Hin hærri máttarvöld hafa á- kveðið að þessir tveir flokkar skyldu vera andstæðingar, bæði þar sem þeir starfa á flokksgrundvelli og þá ekki síður í þeim tveim stóru banda- lögum, sem verða innan tíðar fuli- mynduð, og munu síðan um stund setja ákveðinn blæ á allt þjóðlíf ís- lendinga“. Þannig lýkur þessari eftir- tektarverðu grein í „Degi“, þar sem sá maöurinn, sem hugsar sér aö veröa Gissur Þorvaldsson 20. aldarinnar boöar borgarastyrjöld nýrrar Sturlungaaldar unz yfir ljúki og hnefi hinna stóru skammti hinum smáu sultarkjör á grundvelli „atvinnuhruns og allra báginda kreppunnar“. Hér er ekki verið að fara í felur með hlutina. Aðferðin við ríkisþingshúss- brunann Fyrst er því logiö upp aö kommúnistar séu aö undir- búa 9. nóv. í stækkaöri og endurbættri útgáfu, ,,og koma á ráðstjórn með oíbeldi“. Vitaö er aö Sósíalistaflokk- urinn beitti sér einmitt fyrir því aö komizt gæti hér á um- bótastjórn, sem kæmi á al- hliða endurbótum fyrir alþýöu manna til sjávar og sveita, og alveg sérstaklega er þaö á- hugamál flokksins aö koma í veg fyrir að atvinnuleysið komi aftur, afstýra fjárhags- legu hruni og þeim afleföing- um, sem þaö i yndi ha Framh. á 4. síðu. Fram vinnur Akureyr- inga með 3:2 Síðasti kappleikur Fram á Akureyri var háður í gær- kvöld, og vann Fram úrvals- liðið með 3:2. Settu Akureyringar bæöi mörk sín í fyrri hálfleik en Framarar þrjú í seinni hálf- leik. Ronseuelf og Mlll úm i llshu plðllfla að gelasl igp Liflar breytingar á Sifsíley Roosevelt Bandaríkjaforseti og Churchill forsætisráðherra Breta sendu í gær ítölsku þjóðinni boðskap, þar sem þeir skora á ítali að gefast upp og bjarga þannig lífi og heiðri þjóðarinnar. Taki þeir ekki þann kost verði ítalska þjóðin að taka afleið- ingunum af því að berjast fyrir Hitler og Mússolíni. Ávarpinu var útvarpað frá stöðvum í Alsír og Bretlandi og varpað úr flugvélum yfir ítalskar borgir. Litlar breytingar urðu á víg- stöðvunum á Sikiley í gær, en harðir bardagar voru háðir norð ur af Augusta, þar sem fasista- herstjórnin teflir fram beztu þýzku hersveitunum, sem hún á völ á, gegn sveitum 8. brezka hersins. Vika er liðin frá því að innrás in á Sikiley hófst. Bandamenn hafa tekið landsvæði, sem er um 140 km. frá austri til vesturs og 25—65 km. breitt, tekið um 20 þúsund fasistahermenn til fanga, og náð átta flugvöllum,' sem flestir eru þegar teknir í notkun af innrásarhernum. Áherzla er lögð á það 1 frétt- um Bandamanna að þeir hafi al- gjör yfirráð í lofti yfir allri Sik- iley. úr toeiiiF áliim Sókn rauða hersins á Orelvígstöðvunum heldur áfram, og sóttu Rússar fram 10—15 km. í gær, þrátt fyrir harðvítuga mót- spyrnu, að því er segir í miðnæturtilkynningunni frá Moskva. Herinn, sem sækir í átt til Orel að norðan var í gær aðeins 10 km. frá járnbrautinni Orel-Brjansk, og sækja öflugar skrið- drekasveitir í átt til járnbrautarinnar. Rússar sækja þarna fram milli tveggja fljóta, og bardagarnir síðastliðinn sólarhring hafa mestmegnis verið háðir á fljótsbökkunum, er rauði herinn hefur reynt að breikka árásarsvæðið með því að ráðast yfir fljótin. í fréttastofufregn segir, að Sovétherinn, sem stefnir til Orel að austan, sé í aðeins 25 km. fjarlægð frá borginni. Ellefu gagn- árásum Þjóðverja var lirundið. í gær var aðeins um minniháttar bardaga að ræða við Bjel- gorod, og hafa Þjóðverjar sent mikið lið þaðan gegn sóknarherj- um Rússa við Orel. Þjóöverjar skýröu frá því í gær, aö rauöi herinn hafi einnig gert harðar árásir suö- ur af Orel. í sovétfregnum segir, að á þessum slóöum hafi árásum Þjóðverja veriö hrundiö og þeir neyddir í varnarstöðu. Talsmuður þýzku herstjórn- arinnar sagði í gærkvöld að Þjóðverjar hafi gert ráð fyrir Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.