Þjóðviljinn - 17.07.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.07.1943, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJI-N Laugardagur 17. júlí 1943 S.G.T.~ dansleikur í Listamannaskálanum í kvöld kl. 10. Eingöngu gömlu dansarnir. Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7. Sími 3240. Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar. VORUN Að gefnu tilefni viljum vér aðvara Jbæði verzlanir og einstaklinga um að kaup á hverskonar tóbaks vörum, sem eru, eru óheimil nema þær séu fluttar inn af Tóbakseinkasölu ríkisins. Brot varða þungum sektum eða annarri refsingu og gildir einu hvort um smærri eða stærri kaup er að ræða. ' TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS. Siglfirðingar í REYKJAVÍK Ef þið yiljið fylgjast með siglfirzkum málum, þá er ykkur nauðsynlegt að kaupa MJÖLNI, blað Sósíal- istaflokksins á Siglufirði. Mjölnir var stækkaður um s. 1- áramót og kemur nú út reglulega einu sinni í viku. Árgangurinn kostar kr. 10. Þeir sem vilja gerast áskrifendur sendi nöfn sín og heimili'sföng til afgreiðslu Þjóðviljans í Reykjavík eða beint til afgr. Mjölnis, Suðurgötu 10 ,Siglufirði. VIKUBLAÐIÐ MJÖLNIR. *¦ * FLOKKULIF eftir B. Traven fæst nú aftur í öllum bókaverzlunum. Þetta er saga frá Mexíkó um ævintýri og ástir. Tilvalin bók til að hafa með sér í sumarfríið. Engum leiðist, sem hefur Traven að ferðafélaga. ÚTGEFANDI. EiiMðsilii í Reuhjaulh Vegna skorts á húsrúmi er ekki hægt að taka á móti fleiri nýjum nemendum næsta vetur en þeim, sem þeg- ar hafa sótt um skólavist. Eldri nemendur láti mig vita sem allra fyrst, hvort á að ætla þeim rúm í 2. eða 3. bekk. INGIMAR JÓNSSON. Vitastíg 8 A. — Sími 3763. VINNUSTOFA mín verður lokuð frá 20. júlí til 15. ágúst. Þorsteinn Finnbjarnarson gullsmiður Vitastíg 14. Áskriftarsími Þjóðviljans er 2184 DAGLEGA NY EGG, soðin og hrá Kaffisalan Hafnarstræti 16. . **OOOO0O«<XX>O*í>OOO „íslenzk" Lappo-menska í uppsiglingu Framhald af 1. síðu Kr. ..arpr.mennirnir vita hvað þéir v.:;;*a. Þeir vilja hrun, þeir vilja atvinnuleyíi, þeir yilja í kjöt far þeirrar neyðar, sem þetta thvortveggja mundi skapa, reyna að knýja fram lækkun á grunnkaupi verkalýðsins, gera álíka svívirðilega árás á hann og gerð var 9. nóv. 1933 og vonast þá loks til að fá bardaga og blóðstithellingar, er gefi þeim tækifæri til þess að beita hverskyns vopnum, til þess að koma hér á ein- ræði sínu. Jónas frá Hriflu hefur lært af Hitler í þessu sem fleiru, Eins og brennuvargurinn þýzki lét kveikja í ríkisþing- húsinu til þess að kenna kommúnistum um og kvaö þá vilja leiða hrun og alræði yf- ir Þýzkaland, — svo býr nú fasistaleiðtoginn íslenzki sig til þess að leiða hrun, atvinnu leysi og ^vægðarlausa stétta- styrjöld yfir þjóðina og kallar nú þegar upp aö kommúnist- ar séu að búa sig undir blóðs- úthellingar, svo efnaðri bænd- ur og atvinnurekendur veröi að gera það líka og vera dug- legri!! í trausti þess aö bændur lesi ekkert nema Dag og svo Tímann, sem hengslast á eft- ir af ræfilsskap, — á svo að æsa þá upp, svo þeir viti ekki hvað þeir gera, skera á allt samstarf milli bænda og verka manna og láta bændur verða lýðskrumi og æsingum fasism- ans að bráö. Afstaða íslenzku stjórnmála- flokkanna Þaö fer ekki hjá því að ís- lenzku stjórnmálaflokkarnir verði tafarlaust að taka af- stöðu til þessa fyrirbrigðis í stjórnmálalífi íslendinga. Hér er sá vágestur á ferðinni, sem hættulegastur verður frelsi voru inn á við og út á við, sjálfstæðinu sem lýðræð- inu, ef hann fær aö þróast. Reynslan afógnum fasismans er orðin of dýrkeypt til þess aö vér íslendingar ættum nú að fara aö ala þann snák við brjóst, þegar mannkynið loks ins vonast til þess að sjá fyr- ir endann á ógnaröld hans í Evrópu. Það er að þessu sinni hægri armur Framsóknar, sem ger- ist frumkvöðull fasismans á íslandi. Er hér skift um hlut- verk frá því á árunum 1935— 1937, þegar nazisminn var í uppgangi í Evrópu. og hægri arrnur Sjálfstæðisflokksins sýndi ríkar tilhneigingar til þess aö béita sér fyrir fasisma hér á landi. Nú er hægri armur Fram- sóknar afturhaldssamasta afl- ið, sem til er á ísiandi, — og fyrst af öllu mun það sýna sig, hvort vinstri armurinn, sem svo hefur kallað sig í þeim flokki, þorir að rísa upp gegn Lappomennskunni eða hvort hann gefst upp, eins og auðsjáanlega eru ríkar til- hneigingar til hjá mönnum eins og t. d. Eysteini Jóns- syni. Þá mun og freistingin til þess að aðhyllaát Lappo- mennsku Jónasar verða sterk hjá ýmsum stríðsgróðamönn- um Sjálfstæðisflokksins, enda er alveg sérstaklega til þeirra biðlað. Jónas lofar að vernda vald og auð stríðsgróðamann- anna gegn kröfum alþýðunn- ar. En fyrir allan þorrann af Ifylgjendum Sjálfstæöisflokks- ins er ekki um það að villast að hér er á ferðinni hreyfing, sem er stórhættuleg fyrir hag þeirra, öryggi og alla fram- tíð, — hreyfing, sem tendr- ast af hatri til alþýðunnar og millistéttanna við sjávar- síðuna, hatri til alls frjáls- lyndis og framfara, hatri til aukins sjávarútvegs og vax- andi atvinnumöguleika í kaupstöðum landsins. Fyrir Alþýðusambandið, Al- þýðuflokkinn og Sósíalista- flokkinn er ekki neitt að vill- ast. Viö verkalýð og launþéga yfirleitt er ekki verið að gera neinar gælur. Þeim á aðeins að sýna hnefann. Og þaö hef- ur hingað til ekki verið hátt- ur íslenzkrar verkalýðshreyf- ingar aö gugna fyrir hótun- um einhvers ofstopamanns, sem æpir að fátækum starf- andi stéttum þjóöarinnar úr lúxusvillu sinni, lúxusbíl eða nýjum einkasumarbústað sem honum hefur hlotnast að verðlaunum fyrir aö svíkja fólkið'. — Fyrir verkalýðshreyf inguna hlýtur einingin gegn þessum harðsvíraðasta and- stæðingi allra andstæðinga að vera boðorð dagsins. Það þarf þjóðarsamtök gegn þessari þjóðarhættu En það er ekki nóg að verka lyðshreyfingin standi einhuga gegn þeirri sóttkveikju fas- ismans, sem nú á a'ð reyna aö sýkja meö bændur og útvegs- menn landsins. i Verkalýðshreyfingin þarf að mynda órjúfanleg þjóðarsam- tök gegn þessari Lappo- mennsku Jónasar. Einmitt meðal millistétta landsins, •meðal bænda, fiskimanna og', imillistétta bæjanna, eru sterk frjálslynd og þjóðholl öfl, sem alls ekki vilja láta lokka sig. eða beygja undir ok Hriflu- mennskunnar, og eru reiðu- búin til þess að mynda þjóð- fylkingu með verkalýðssam- tökunum gegn fasisma henn- ar. Og þótt vissulega séu til fasistar meöal stríðsgróða- mannanna í landinu, og Jón- as nú gangi á biöilsbuxunum til þeirra, þá mun það aldrei verða mikið lið, sem Jónasi bætist þaðan, en peninga fær hann kannske til þjóðskemmd arstarfs síns þar. ísland sem herstöð til stríðs við Evrópu — heimtar Hriflu- mennskan ¦ En íslenzki fasisminn, Hriflumennskan, lætur sér ekki nægja að hvetja til bar- daga og borgarastyrjaldar á íslandi. Hann vill líka draga u-glfföin-ij&r tv\tt>bb\ „Tíminn" ræðir um það í gær, að óskynsamlega sé farið um ýmsa hluti á íslandi, „meðan Róma brenn- ur", — meðan heimurinn stendur í báli. Víst er nú svo. En væri ekki Tímanum nær að stinga hendinni í barm Framsóknar- flokksins og athuga hvað þar gerist: Meðan „Róma brennur" er formað ur Framsóknarflokksins að reyna að kveikja í Reykjavík, svo upp úr logi um ísland allt. Og hvað gerir Tíminn? Leikur undir á falska harmóniku. ísland inn í nýja styrjöld eft- ir þessa, sem nú er. Jónas frá Hriflu fer ekki dult með hvert hann stefnir í þeim málum. Fyrst á að skera á „kúgun- arböndin við Norðurlönd" eins og ,hann orðar það. Það er ekki það að ísland skuli verða lýðveldi, — sem er sjálf- sagt, — heldur hitt að æsa upp til haturs við Norðurlönd, eins og Jónas frá Hriflu og Vísir þegar eru byrjaðir á. Afturhaldið óttast áð Norður- lönd muni verða róttæk eftir þetta stríð og vilja þessvegna slíta menningar- og vináttu- böndin við þau. Síðan eiga, eftir oröum Jón- asar í „Degi" 1. júlí, íslend- ingar aö' lifa „sem alfrjáls þjóð í vinsamlegu nábýli' við hin engilsa^nesku stórveldi og varin af þeim móti hernaðar- hættu frá meginlandi Evrópu" (Leturbreyting vor). Með öðrum orðum: Engil- saxnesku stórveldin (og það þýðir hjá Jónasi Bandaríkin) eiga að fá herstöð á ísland til þess aö berjast þaöan við þjóö ir á meginlandi Evrópu. — Jónas talar eðlilega um vörn, þegar hann meinar sókn, og við hverja skyldi hann eiga: máske Norömenn, Frakka eða aðrar þjóöir, sem bráðlega munu bylta af sér oki fasism- ans og Hriflumennsku ' í sínu landi — og eru þá orðnir stó.rhættulegir í augum hins íslenzka fasistaleiðtoga og þeirra amerísku auðjöfra, sem hann þjónar. Hernaðaráætlun ' íslenzku fasistanna, - Hriflumannanna, er ákveðin: Fyrst að stofna til borgara- styrjaldar hér með svívirðileg- um árásum á launþega og láta hnefann og ofbeldið drottna. Síðan að bjóða er- lendu auðvaldi — og þá fyrst og fremst Morgan, Rockefell- er & Co., að fá landið serri herstöð til árása á Evrópu, eftir að fasisminn væri sigr- aður. Hið erlenda setulið hér ætti um leið að halda verka- lýðnum ,með viðeigandi festu' undir oki Hriflumennskunnar og hinna útlendu yfirboðara hennar. íslendingar! Hriflumennsk- an hefur nú sýnt hvaö í henni býr. Það er tími til kominn að sameinast, áður en það er um seinan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.