Þjóðviljinn - 17.07.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.07.1943, Blaðsíða 3
Laugardagur 17. júlí 1943 ÞJÓÐVILJINN ÍBJð&VlMBfiÍl Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistatlokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (ab.) Sigfús Sigurhjartars in Ritstjórn: Garðastræti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (I. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f. Garðastræti 17. „Samvinna Bretlands og Sovétrfkjanna grundvöllur friðarins í Evrópu" — segir Terje Wold, norski dómsmálaráðherrann Kröfur verkamanna Þegar samið var um Dags- brúnarkaup fyrir ári síðan, var verkamönnum heitið því, af þá- verandi forsætisráðherra, að vísi talan skyldi vera endurskoðuð, þannig að verkalýðssamtökin gætu með aðstoð tilnefndra full trúa sinna gengið úr skugga um að grundvöllur vísitölunnar væri réttur. Þessi endurskoðun hefur ekki farið fram. Kvörtunum yfir vísitölunni fjölgar og mörg rök hafa verið færð fram fyrir því að endur- skoða verði hana. Það er auðséð af síðustu sam þykkt Dagsbrúnar að verka- menn vilja helzt ekki þurfa að leggja til baráttu um hækkað grunnkaup, til þess að fá á þann hátt leiðrétting mála sinna og uppbætur fyrir það, sem af þeim er haft með rangri vísitölu. Þeir vilja fyrst og fremst fá tryggða réttláta vísitölu, eins og búið var að lofa þeim fyrir ári síðan. Þeir vilja fá lækkun tolla hækkun á persónufrádrætti við skatta- og útsvarsálögur, svo ekki sé allt of mikið af þurftar- launum þeirra af þeim tekið í sköttum og útsvörum, sem ekki eru reiknuð með í vísitölunni. Það er hægðarleikur fyrir rík- isstjór'n og þingflokka að verða við þessum kröfum þeirra, ef þessir aðiljar hafa fyrst og fremst það áhugamál að halda friði í landinu nú. Hins vegar er auðséð að verka menn geta ekki án mótráðstaf- ana þolað það lengi, að hagur þeirra sé beinlínis rýrður með rangri vísitölu og síauknum skatt- \ og útsvars-álögum, svo maður nú ekki tali um þegar skattarnir fara til þess að kaupa niður vísitöluna og þeir fag- verkamenn, sem bezt eru laun- aðir verða beinlínis að borga pen inga í stórum stíl, til þess að kaupa niður kaupgjaldið hjá sjálfum sér með uppbót á land- búnaðarafurðir. Dagsbrúnaffundur veröur í Listamannaskálanum á mánu dagskvöld. Þar veröa lagöar fram tillögur trúnaSarráSsins um kaupgjaldsmálin. Enn- fremur verður flutt erindi og rætt um vísitöluna. Einnig eru nokkur önn- ur félagsmál til umræöu. Dags brúnarmenn ættu að fjöl- menna á fundinn. Hann hefst klukkan hálf níu. Nýlega var haldinn fjöldafundur í Albert Hall, London, um brezk-rússneska samvinnu, undir í'orsæti biskupsins af Chelms- ford. Þar mættu m. a. fulltrúar frá ríkisstjórnum Bandaríkjanna, Noregs, Belgíu, Lúxembúrg, Tékka, frjálsra Frakka og Kína. Dómsmálaráðherra Norðmanna, Terje Wold, flutti ræðu sem f ulltrúi hernumdu landanna, og lagði áherzlu á að í hinum kúg- uðu löndum væri fagnað hverju skrefi, sem færir Bretland og Sovétríkin nær hvort öðru. Ráðherrann lofaði Breta fyrir hina djörfu afstöðu þeirra árin 1940—41, er land- ið stóð nærri eitt, en ákveðiö í að láta sig aldrei og berjast þar til sigur væri unninn. Sagði ráðherrann aö það yrði aldrei ofmetið hverja þýðingu þaS hefði haft fyrir hernumdu löndin. Um alla tíma mun Evrópa standa í þakkarskuld viö fólkiS á Bretlandseyjum, .sem á hættustund í sögu Ev- rópu gaf öllum frelsisunnandi þjóSum fordæmi, og hafSi úr- slitaáhrif á örlög Evrópu um æviskeiS margra ættliSa. Næsti kafli styrjaldarinnar, frá 1941—1943 hefur barátt- an á austurvígstöSvunum yf- irgnæft allt annaS, í tvö löng ár hafa Sovétríkin boriS þyngstu byrðarnar af hinum ægilegu árásarherferSum hinn nazistísku herja. ViS höfum öll fylgzt af áhuga meS aS- gerSunum á austurvígstöSvun um, og gert okkur ljóst aS hve miklu leyti styrjöldin valt á baráttu og þoli Sovétríkj- anna. Yetrarsóknin 1941—42, og jafnvel vetrarsóknin 1942 —43 geta virzt orSnir fjarlæg- ir atburSir vegna þess sem ger ist annarsstaSar. En einungis meö því aS líta á allt sam- hengiS, getum við skiliS til fulls hve voldugir þýzku her- irnir voru og hve stór hætt- an var sem voföi yfir okkur öllum. Mótspyrna rauSa hers- ins ger'Si a'S engu þá þjóSsögu aS hinir miklu þýzku herir væru ósigrandi, sú staSreynd hefur veriS letruð óafmáan- lega á spjöld mannkynssög- unnar. í Sovétríkjunum beið Hitl- er fyrsta hernaSarósigur sinn, og nafna eins og Odessa, Len- ingrad, Moskva og Stalingrad mun ætíS minnzt sem tákna um vilja og getú mannsins til aS verja ættland sitt og heimili. En þetta framúrskarandi hernaöarafrek var einungis mögulegt vegna hinna stór- fenglegu þátttöku sovétþjóð- anna allra. Frá byrjun stríðs- ins á austurvígstöðvunum hefur rússneska þjóSin kennt öðrum þjóðum hvað algjört stríS þýSir í raun og veru. Fyrirskipun Stalins um aS brenna allt sem óvinunum gæti að gagni komiS í héruð- unum er voru yfirgefin, var framkvæmd af ungum og gömlum, konum og körlum. Þessi stórkostlega fórn, þetta glæsilega fordæmi, hefur aS mínum dómi veri'S hin ágæt- asta hvöt fyrir baráttuna á heimavígstöSvum allra hinna undirokuðu landa. Af Rúss- um höfum við lært, aö þegar um algjört stríð er að ræSa, verSur aS halda vörninni á- fram einnig aS baki víglín- .um óvinanna, og má ekki hætta þó hinum eiginlegu herna'ðaraðgerðum ljúki. En þar sem Bretland, hiS mikla flotaveldi í vestri, og Sovétríkin, hiS mikla herveldi í austri, hafa slík úrslitaáhrif á örlög Evrópu í þessari styrj- öld, verða þessar tvær þjóðir að leggja þann grunn' sem hægt er aS byggja á varan- legan friS í Evrópu. Þaö er því mjög mikilvægt, aö þessi tvö stórveldi fyrir rúmu ári gerðu með sér bandalag, sem ekki einungis tryggir . sam- vinnu og gagnkvæma hjálp í styrjöldinni, heldur einnig góða sambúð aS stríSinu loknu. FriSrofarnir hafa aS sjálf- sögSu reynt eftir megni aS spilla sambúS þessara tveggja þjóSa, en árangurslaust. Sú ákvörSun Stalins aS leysa upp þriöja alþjóSasambandiS, gerSi það ljóst hverskonar skrípaleikur bandalag fasista- ríkjanna gegn AlþjóSasam- bandi kommúnista er, og er jafnframt vottur um góSan vilja Sovétríkjanna, og er þaS til þess falliS aS gleSja hinar þolinmóSu þjóSir herteknu landanna, er hafa orSiS aS þjást svo lengi. Nú sjáum viS hvernig járn- hringurinn þrengist stöSugt um Þýzkaland nazismans og hina fasistisku ítalíu, og yiS sjáum fram á tortímingu naz- ismans og fasismans. Þau bönd er tengja Bretland og Sovétríkin og allar hinar sam- einuSu þjóSir munu stöSugt verSa styrkari. Gömlu deilurn- ar og togstreitan mega aldrei framar skjóta upp kollinum. Hin nýja Evrópa sem rís upp úr rústum hinnar gömlu, verSur reist á góðum grund- velli skilnings og samvinnu. ViS skulum vona að þa'S sé ekki langt þar til fulltrúar Bretlands, Sovétríkjanna, Bandarikjanna og síSast en ekki sízt hernumdu landanna, geta komiS saman til aS ræSa um þaS hvernig friSurinn skuli tryggSur. ÞjóSirnar í Ev- rópu sem innilokaSar eru í hinu svonefnda „virki Hitlers" þrá þá stund, og sú von mun rætast á þann hátt er rétt- lætir traust þeirra. SmáþjóS- irnar bíða og sjá hvað setur, en því nær sem dregur degi hefndarinnar, því mikilvæg- ari verður sá skerfur er þær geta lagt til hins sameigin- lega málstaðar, Það er von okkar, að þær fái að taka sinn þátt í hinni endanlegu tortímingu nazismans, þegar einnig hvert fet af rússneskri jörð verður leyst undan ok- inu, og rússneska þjóðin fær á ný aö ráSa þeirri jörS er þeir hafa barizt svo hraust- lega fyrir. Og þegar hverjum einasta glæpamanni nazista hefur veriS hegnt fyrir glæpi 'sína, er tími til kominn að byrja þa'ð starf aS leggja grundvöll aS góSum og var- anlegum friSi í Evrópu. RæSu norska dómsmálaráð- herrans var mjög vel tekið. ^Hxjaz^vó^hpvvm^ „Vinnusvik" verkamanna í hitaveitunni. íhaldsblöðin hafa undanfarið lagt sig fram um það að ófrægja vinnu- brögð verkamanna í hitaveitunni og víðar. Hafa blöð þessi lýst því með fjálgleik miklum, hve verkamenn væru svikulir við vinnu sína. Þess- ar lýsingar blaðanna á vinnusvikum verkamanna hafa vakið bæði furðu og gremju meða'l þeirra, sem vita það, að verkamenn sýna yfirleitt fullkomna trúmennsku í störfum sín um og vilja ekki vamm sitt vita í þeim efnum. Svo ósæmilegar sem þessar tilhæfulausu aðdróttanir blað anna eru um vinnusvik verkamanna, þá mega þær engu að síður teljast hlálegar, þegar þess er gætt, að þeir sem standa að óhróðrinum eru yfir- leitt menn, sem aldrei hafa difið hendi í kalt vatn né reynzt hæfir til hinna margbreyttu erfiðisverka, sem verkamenn þurfa að leysa af hönd- um. Það er því ekki að ófyrirsynju, þótt verkamenn fyllist nokkurri gremju í garð þessara skriffinna í- haldsblaðanna, sem undir fána þess yfirlætis, sem jafnan er einkenni lít- ilmenna, þykjast þess umkomnir að bera á verkamenn sviksemi við vinnu. Engin vínarbrauð til Eg kom inn í kaffihús í gær og bað um kaffi og vínarbrauð. Á verð- skránni frá verðlagsstjóra stóð að vínarbrauð kostuðu 55 aura. En þau kostuðu áður 60 aura. — En stúlkan svarar mér að vínarbrauð séu ekki til og að hætt sé að selja þau. Eg gæti hinsvegar fengið sandköku- sneið, en hún kostar eina krónu. Eg tapaði þar með 40 aurum á verðlags eftirlitinu! Grasekkjumaðnr. BREZKUR SENDIHERRA í RÖM. Brezka stjórnin hefur sendiherra í Róm, en þó að sjálfsögðu ekki hjá stjórn Mússolínis, heldur hjá hans heilagleik páfanum. Brezki sendi- herrann þar er Mr. Philip Osborne, og er hann nýfarinn flugleiðis frá London til Róm, um Lissabon og Se- villa. Stjórnir Þýzkalands og ítalíu hafa fyrir nokkru skipað þaulreynda stjórnmálamenn í sendiherraembætt in í Páfaríkinu, Ciano greifi er sendi herra ítala og Weisacker barón sendiherra þjóðverja, en hann er „diplómat" af gamla skólanum, æfð ur í hverskonar samningamakki og st j órnmálaf læk j um. Skipun þýzka og ítalska sendiherr ans hefur ýtt undir þann grun, að fasistaríkið hugsi sér að gefa páfa- dæmið að miðstöð fyrir friðarumleit anir við Bandamen-n, þegar illa fer að horfa fyrir Hitler og Mússolíni. Þess má geta, að um leið og innrásin •á Sikiley hófst, sendi Roosevelt for- seti páfanum orðsendingu og full- vissaði hann um að ekki skyldi snert við páfadæminu. NÝJA ARGENTÍNUSTJÓRNIN FRESTAR KOSNINGUM Nýja stjórnin í Argentínu undir forsæti Ramirez hershöfðingja hefur ákveðið að fresta forsetakosningun- um, er fram áttu að fara í september í haust. Jafnframt tilkynnir Ramirez, að stjórn hans sé ekki lengur „bráða- birgðastjórn", þar sem ríkisstjórnir allra vinveittra þjóða og hæstiréttur Argentínu hafi viðurkennt hana. Ákveðið hefur verið, að þingkosn- ingar fari fram í marz 1944, en Ramirez hefur í viðtali við blaða- menn lýst því yfir, að hann muni ekki láta kosningar fara fram fyrr en búið sé að „hreinsa burt úr trúnað arstöðum öll miður æskileg öfl". Svo gæti farið að venjulegir stjórn- málamenn tækiu við af núverandi stjórn, en allir ráðherrarnir eru for- ingjar í her, flota eða flughernum, en „það yrðu stjórnmálamenn af réttri tegund". INÐVERSKIR SJÁLFSTÆÐISSINN- AR OG WAVELL J. J. Singh, forseti ameríska Ind- verjasambandsins (India League of Ameriea), var beðinn að láta í ljós álit sitt um skipun Archibalds Wav- ells hershöfðingja sem landstjóra Breta í Indlandi. „Wavell hershöfðingi hefur verið of nátengdur afturhalds- og kúgunar pólitík núverandi landstjóra til þess að skipun ha'ns geti vakið nokkra hrifningu í Indlandi", svaraði Singh. „Það sem þurft hefði að gera var að skipa í embættið frjálslyndan mann með opinn huga fyrir vanda málunum. Slík skipun hefði getað dregið úr sviðanum og eytt þeirri beizkju og tortryggni sem nú rikir. Það hefði einnig verið bending um, að Bretar ætluðu sér að komast úr þeim póli- tísku ógöngum, sem Indlandsmálin eru nú í". ELDGOS EYÐIR BYGGÐUM Fyrir nokkrum mánuðum hófust eldgos í fjalli einu í Mexíkó, sem ekki er vitað að gosið hafi áður. Eldfjallið heitir Paricutin og er í fjallafylkinu Michavcan, Suður- Mexíkó. Gosin eru stöðugt að aukast, og er nálægum byggðum mikil hætta búin. Fyrir mánuði voru 70 læknar og hjúkrunarkonur sendar á vettvang og háttsettur embættismaður var sendur sem fulltrúi ríkisstjórnarinn- ar til þorpsins Coltzonzín til að skipuleggja brottflutning fólks. af hættusvæðunum. Paricutin byrjaði að gjósa í marz og barst askan víða, þakti m. a. hús og götur í höfuðborginni, Mexíkó, sem er í 300 km. fjarlægð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.