Þjóðviljinn - 17.07.1943, Síða 4

Þjóðviljinn - 17.07.1943, Síða 4
-Orborglnnl, Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. Útvarpið í dag: 19.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20.30 Leikrit: „Blekkignar" (Harald- ur Björnsson og Ævar R. Kvaran). 21.20 Hljómplötur: Klassiskir dans- ar. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. NÝJá Blé Æfínlýrí i Mexíco (Down Mexiko Way) Gene Autry, Smiley Bumette Sýncl kl. 3, 5, 7 og 9. Sala aðgöngumiða hefst kl. 11 Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang. AUGLYSIÐ í ÞJÓÐVIUANUM Orustan um Stalíngrad (The Story of Stalingrad) Rússnesk mynd. Aukamynd:. Aðgerðir á andlitslýtum Litmynd. Sýning kl. 5, 7 og 9. Bönnuð fyrir börn innan 16 ára Handan við hafið blátt (Beyond the Blue Horizon) Dorothy Lamour Sýnd kl. 3 laugard. og sunnud. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda vináttu á 25 ára hjúskaparafmæl- inu okkar og 50 ára afmælinu. Ingigerður Þorsteínsdóttir. Eiríkur Þorsteinsson. Hverfisgötu 90. HaidUiafflBilisiiiElstapatiBl ísluls (KVENNAFLOKKAR) heldur áfram á íþróttavellinum í kvöld kl. 8. 1. F. H. — Ármann. 2. Þór — ísfirðingar. 3. K. A. — í. R. SPENNANDI KEPPNI! ALLIR ÚT Á VÖLL! * Glímufélagið Ármann. Verkamannafélagið "11 Dagsbrun heldur fund í Listamannaskálanum mánudaginn 19. júlí kl. 8,30 e. h. FUNDAREFNI: Uppsögn samninga- Vísitalan og fleiri áríðandi félagsmál. Félagar, mætið vel! STJÓRNIN. Handknattleiksmótið í gærkveldi Handknattleiksmeistara- mótið hélt áfram í gærkvöldi og hófst þá me'ð leik Þórs- stúlknanna og í. R.-stúlkn- anna, Höföu bæöi liöin sótt í sig veörið frá 1 fyrradag, en Þórsstúlkurnar þó sýnu meir, því nú voru þær mikið ör- uggari. í. R.-stúlkurnar þyrftu aö sýna meiri festu í mark- skotunum. Leiknum lauk með sigri Þórs 7:2. Annar leikur- inn var á milli Hauka og F. H. F. H.-stúlkurnar voru nú á- Kveðnari en í fyrsta leiknum og uröu því úrslit leiksins lak- ari fyrir Hauka en margur hafði búizt við eftir frammi- stöðu þeirra í fyrradag. Hauka-stúlkurnar hafa þó sýnt mesta leiktækni samfara hraða og festu. Leikinn unnu Haukar með 5:1. Síðasti leikur kvöldsins var á milli K. A.-stúlknanna og í. R. V. Þetta var fyrsti leikur ísfirzku stúlknanna og sýndu þær feikna hraða og dugnað en vantar tilfinnanlega leik- tækni og mundi leikurinn vafalaust hafa farið á annan veg, ef þær hefðu getaö dreift spilinu við markið og skotið snarpar. Vörn K. A.-stúlkn- anna var sterkasta hlið þeirra og sýndu bakveröir glöggan skilning á starfi sínu. K, A. bar sigur úr býtum eftir hraö- ann leik með 3:1. Leikirnir voru yfirleitt skemmtilegir og meö lagleg- um tilþrifum. Baldur Krist- t]ánsson dæmdi alla leíkína með ágætum. Mótið heldur áfram á morg- un kl. 8 e. h. og keppa þá F. H. — Ármann; Þór — í. R. V. og K. A. — í. R. Aðalfundur S. I. S. Aðalfundur Sambands ís- lenzkra Samvinnufélaga stend ur nú yfir. Er fundurinn að þessu sinni haldinn að Hólum í Hjaltadal. Af 85 fulltrúum voru 77 viðstaddir setningu fundar- ins, frá fimmtíu kaupfélögum. Auk þess voru mættir forstjór ar og endurskoðendur S. í. S. Fundarstjórar voru kosnir þeir alþingismennirnir Sig- urður Þórðarson og Jón Sig- urðsson, Reynistaö. Reikningar S, í. S. voru lagðir fram og hefur vörusala þess s. 1. ár numiö 69,5 millj- ónum króna. Forstjóri innflutningsdeild- ar S. í. S., Aðalsteinn Krist- insson, flutti fyrstu skýrsluna. RÚSSLAND Framh. af 1. síðu rússneskri sumarsókn, er gerð yrði samtímis því að Bretar og Bandaríkjamenn ykju hem aðaraðgerðir sínar að vestan. Báðir hernaðaraðilar skýra frá áköfum loftorustum á miðvígstöðvunum, en Rússar virðast hafa náð yfirráðum í lofti þegar á fyrsta degi Orel- sóknarinnar, aö því er frétta- ritarar segja. v -- v ~~ & DREKAKYN í Eftir Pearl Buck Hann hélt þessu starfi sínu áfram, en þessa daga var >£ ólund í honum, og hann sagði engum hvers vegna. Sann- £2 leikurinn var sá að honum fannst hann vera settur út undan og vanræktur og gleymdur í öllu þessu umstangi út af yngsta bróður hans. Honum fannst yngri bróðir hans ekki eiga að fá konu á undan honum, og að faðir hans og móðir hefðu ekki gert skyldu sína gagnvart honum. Þegar yngri bróðir hans kom og sagði yngsta bróðurn- $£ um hvað konan hefði sagt, þá setti hann allt á annan end- 3? ann til þess að koma sér til frjálsa landsins. Meðal manna hann áttu allir að fara með honum, sem vildu fara, en allir þeir, sem ekki þurftu að burðast með heila fjölskyldu með sér vildu fara. Bróðir hans hafði einnig kallað á hann og hann hafði verið mjög mynduglegur og hann sagði: Viltu koma með mér, bróðir minn, til frjálsa landsins? Ef þú gerir það, þá geturðu sagt foreldrum mínum að ég hafi sagt þér að fara, og ég skuli vernda þig frá öllu illu. Lao Ta kunni alls ekki við slíkan tón. Lao San hafði ekki ávarpað hann sem eldri bróður eins og honum bar, og hvernig gæti hann verið undir stjórn manns, sem var ; ^ yngri en hann sjálfur? Hann vildi engin afskipti hafa af í 382 þessari konu né af neinu því, sem bróðir hans gerði. * Fyrst það er það bezta, sem ég get gert, að leggja gildr- ; ^ ur, sagði hann, að hvaða gagni get ég orðið þar sem engir < ^ óvinir eru? < Yngri bróðir hans hnyklaði brúnirnar og sagði: Ertu að jj segja að ég fari þangað vegna þess að þar eru engir óvinir? i spurði hann bálreiður. \ 38! Lao Ta brosti lítið eitt. Eg heyri að þú farir þangað vegna j einhverrar konu, sagði hann. Hvort hún er óvinur eða ekki, ! j$2 það get ég ekki sagt um. < g* Mundi hún fara til frjálsa landsins ef hún væri'það? ; spurði Lao San reiðilega. ^ Lao Er hafði sagt honum frá fánanum, sem Majlí hafði ! komið með, þó að Ling Tan hefði ekki viljað leyfa honum • ^ að fara með hann hingað, svo að óvinirnir fynndu hann ; ekki, ef hann yrði stanzaður, eins og vel gat orðið. En Lao <$£ San var það fullkomin staðfesting á því, að konan sem hann 38! elskaði væri á móti óvinunum. ÍíS! Hvernig ætti ég að vita nokkuð um hana? svaraði Lao ! Ta. Eg stíg ekki í gáfurnar. | Og þegar hann hafði svarað bróður sínum fór hann í ! «a« burtu áður en Lao San gæti svarað honum og fór aftur til vinnu sinnar. En reiði hans rénaði fljótlega og hann fór til húss föður síns í margar vikur, og honum sárnaði að enginn ómakaði sig til þess að spyrja hann hvers vegna 382 hann kæmi ekki. “X: Hverjum stendur ekki á sama hvort ég er lífs eða liðinn? <X> hugsaði hann. Honum virtist sem hann væri kominn af sínu bezta skeiði og hugsaði um litlu börnin sín, sem nú voru dáin, og um Orkidíu og hversu góð kona hún hafði ^ verið honum, ávallt fús að uppfylla allar óskir hans, og hve ^ hlý hún hafði verið í viðmóti, og hve einmana hann var 3$£ nú síðan hann hafði misst hana. 3$! Þessar hugsanir vöktu hjá honum löngun eftir breyt- ingu, en hvar gat hann fundið konu, sem gæti komið í stað j?8! Orkidíu? íÁ En vissulega mun ég ekki biðja móður mína og föður í” minn um aðstoð, hugsaði hann. Ef þeim finnst ekki nógu íXf vænt um mig til þess að gera skyldu sína gagnvart mér, á ég þá að gera það mér til minnkunnar að biðja þau þess? ^ En hann vissi að kominn var tími til fyrir hann að byrja nýtt líf og hann vildi kvænast og eignast börn að nýju, og hann leitaði sér stöðugt að konu án þess þó að vera þess -<$£ meðvitandi. En hvar í sveitinni var nú kona við hans hæfi? 38s Þar voru nú engar konur nema gamlar eða veikar, og svo !>8! þær, sem lagt höfðu lag sitt við óvinina, og hann vildi ekk- ert hafa með lauslætiskvendi að gera. En dag einn rakst hann á konu af tilviljun. Einhvern tíma hefði honum ekki getað dottið í hug að hann mundi ^ telja slíka konu sér samboðna; en þegar maðurinn hefur jafnmikla þörf fyrir konu eins og hann hafði nú, þá virtist honum hann geta tekið hvaða konu sem er, ef hún hefði aðeins óflekkað mannorð. Þannig stóð á því að hann fann

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.