Þjóðviljinn - 20.07.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.07.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Þriðjudagur 20. júlí 1943. 161. tölublað. tið DpbI öf iiopðpi oo aastri P jódvcr ja rf cf la f ram ógrvnní líds í árangurs lausumífílraunum að sföðva sóknína Sókn rauða hersins á Orelsvæðinu hélt áfram síð- astliðinn sólarhringr, segir í miðnæturtilkynningunni frá Moskva. Aðalbardagarnir voru háðir á skógasvæði þar sem rauði herinn hefur rekið fleyg er stefnir á Brjansk inn í varnarsvæði Þjóðverja. Rússar tóku í gær þorp eitt á vesturbakka fljóts sem takmarkað hefur fleyg bennan að vestan, og bættu með því aðstöðu sína veru- lega. Austur af Orel tók sovétherinn f jögur þorp, og hratt margendurteknum gagnáhlaupum Þjóðverja. Ákafar rigningar eru á Orelvígstöðvunum og dreg- ur illviðrið nokkuð úr hernaðaraðgerðum. Fjórir menn slasast í bifreiðaárekstri, þrír þeirra talsyert mikið Klukkan tæplega eitt í fyrri- nótt rákust á amerísk og íslenzk bifreið á Suðurlandsbraut, rétt innan við Múla. íslenzka bifreið Framhald á 4. síðu Þýzka herstjórnin hefur teflt iram mjög miklu varaliði í því skyni að stöðva sókn sovéthers- ins á Orelvígstöðvunum. Víða hafa Þjóðverjar grafið skrið- dreka sína í jörð til að gera úr þeim stöðug varnarvirki. Þýzki loftherinn hefur reynt eftir megni að stöðva sóknarherinn, en árangurslaust. Sóknin við Orel hefur-tekið svo á varalið Þjóðverja á miðvíg stöðvunum, að rauði herinn hef- ur allstaðar getað náð stöðvum þeim er hann hafði á Kúrsk- Bjelgorodsvæðinu áður en Þjóð- verjar hófu sóknina 5. júlí s. 1. Undanfarna daga hafa Rússar eyðilagt 145 skriðdreka og 200 þýzkar flugvélar í bardögunum um landræmuna, sem Þjóðverj- um tókst að ná í þeirri sókn. ira uið Hðfei Bdfd Félag íslenzkra hljóðfæraleik- ara hefur nú ákveðið að láta i'ara fram atkvæðagreiðslu um verkfall á Hótel Borg. Hefst at- kvæðagreiðslan í dag og stendur yfir í tvo daga. En eins og kunnugt er, dæmdi Félagsdómur nýlega í deilu þeirri sem upp hefur risið milli eiganda hótels,ins og hljóðfæra- leikaranna og tók meirihluti dómsins málstað eigandans. Um lerigri tíma hafa engir hljóm- leikar verið á Hótel Borg og ætla nú hljóðfæraleikarar að rétta hlut sinn. Deilan reis upp- haflega út af því að eigandinn vildi fækka mönnum í hljóm- sveitinni um tíma, en það vildi félagið ekki sætta sig við. iiei Q9 Piazza 9 wii 8, brezfeí herínn 5 km, frá Cafanía Her Bandamanna á Sikiley er kominn vel á veg með að ná valdi yfir vegakerfi eyjarinnar, með sókn inn í landið. Bandaríkjaher tók um helgina bæinn Agrigento á suðúr- ströndinni og í gær hinn mikilvæga járnbrautarbæ Caltanisetta. Kanadaherinn hefur einnig sótt ínn í landið og tók í gær járn- brautarbæinn Piazza Armerina. Hörðust er vörri fasistaherjanna á austurströnd eyjarínnar, þar sem Hermann Göringsherfylkið berst gegn sveitum áttunda brezka hersins. Bretar vinna þó stöðugt á og voru í gær aðeins 5 km. frá Cataniá. Bandamenn hafa alls tekið 35 þúsund fanga á Sikiley. Heilar hersveitir Itala leggja niður vopn. Þýzkur liðsforingi reyndi að hindra sveit I tala á að gef- ast upp, en ítölsku hermennirn- ir skutu hann, og hættu vörn- inni, segir í fregn frá Sikiley. Loftárás á Róm Fyrsta loftárásin á Róm var gerÖ í gœrmorgun, er öflugar sveitir Bandamannasprengju- flugvéla réðst inn yfir borgina og vórpuðu fjólda sprengna á hernaðarstöðvar, hergagnaverk- smiðjur og járnbrautarstöðvar. Það var með ráði gert að árás- in var gerð í bjórtu og flugmönn um tékinn sérstaklega vari víð því að varpa sprengjum á aðra hluti borgarinnar en þá, sem hernaðarþýðinsu hafa. Um helgina gerðu brezkar og bandarískar sprengjuflugvélar hundruðum saman árás á Na- poli, og hefur engin ítölsk borg fyrr orðið fyrir slíkum loftáár- ásum. í fregnum Bandamanna er bent á að Napoli og Róm séu mjög mikilvægar í hernaðartil- liti, því um þær fer stöðugur straumur herliðs og hergagna til Suður-ítalíu og Sikileyjavíg- stöðvanna. „AMG0T" Nánari fregnir hafa nú borizt u'm stjórnarfyrirkomulag Banda mannahersins á þeim hluta Sik- ileyjar, er hann hefur náð á vald sitt, og sem ætlazt er til að komi til framkvæmda á þeim land- svæðum er Bandamenn her- nemá. í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa liðsforingjar verið þjálfað- ir til þess að hafa slíka stjórn hernumdu landa með höndum. í fi-egn fyá Washington segir að Poletti. fyrrverandi varaland- Birtini sftiaianna, m farlð hafa milli oa ísleazU laflii Alþýðublaðið er ósjaldan feimið við að „hagræða sannleik- anum", en stundum snýr það honum svo kyrfilega við, að það kastar alveg tólfunum. Það er fróðlegt að athuga óskammfeilni þess nú í slíkum ósannindum í sambandi við tillögu Sósíalista- flokksins um birtingu skjalanna, sem farið hafa á milli dönsku og íslenzku ríkisstjórnarinnar. Á sunnudaginn. segir Alþýðu- blaðið í leiðara sínum um þetta mál: Alþýðublaðssannleikur 18. júlí 1943:_, ,,Það varð til þess, að Einar viðurkenndi það opinberlega í Þjóð'viljan- um, með nokkrum vífilengjum þó, að hann hefði haft aðgang að því plaggi, sem bersýnilega væri við átt, og drattaðist jafnframt til þess að taka undir þá kröfu að þau skjöl, sem farið hefðu um sjálfstæðismál- ið milli íslenzku stjórnarinnar og erlendra stjórnarvalda eða íslenzkra trúnaðarmanna erlendis yrðu birt fyrir þjóðinni". (Leturbr. vor). Það er nú rétt í eitt skipti að stilla svo staðreyndunum hinsvegar. Þær eru þessar: Ótætis staðreyndirnar: 1. Útdráttur úr fundargerð utanríkismálanefndar 23. júní 1943: „Útdráttur úr fundargerð 2. fundar utanríkismálanefndar er haldinn var á skrifstofu forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu hinn 23. júní 1943 kl. 2 e. h Einar Olgeirsson kvaddi sér hljóðs og minntist á tilkynningu sem nýlega hefði verið birt í útvarpinu og hefði efni hennar verið mótmæli frá dönsku stjórninni í sambandi við sjálfstæðismálið. Taldi hann að almenningur hefði ekki fengið fulla vitneskju um gang sjálfstæðismáls- ins, sUmir héldu að svo væri frá málinu gengið að slík mótmæli af hálfu Dana ættu ekki rétt á sér, aðrir hefðu aðrar skoðanir, en fæstir vissu hið rétta í málinu, en tilkynningar sem þessi sköpuðu glundroða, sem getur verið málinu til tjóns. Þess vegna vildi hann spyrjast fyrir um það hvort ekki væri rétt að gefa út upplýsingar í málinu og láta birta skjöl sem hefðu farið á milli rikisst.iörnanna um það er skýrðu hvernig sambandið væri nú á milli landanna. Stef. Jóh. Stef. taldi mjög vafasamt hve mikið ætti að birta, ef það yrði bfan á að slíkt skyldi gert. Ennfremur þyrfti að 'athuga vel hvort tímabært væri að birta nokkuð um þetta mál nú. Ennfremur kæmi til álita hvort birta ætti bréfaskipti við Dani eina, því bréfaskipti við Bandaríkin hefðu líka mikla þýðingu í þessu máli". N 2. Þjóðviljinn krefst birtingar. Miðvikudaginn 14. júlí skrifar Einar Olgeirsson grein í Þjóð- viljann undir fyrirsögninni: „Það verður að birta skjölin, sem farið hafa milli íslendinga og Dana síðan 9. apríl 1940." 3. Alþýðublaðið tekur undir. Föstudaginn 16. júlí segir í Alþýðublaðinu undir fyrirsögn- inni „Skjölin, á borðið." : Kröfur hafa þegar komið fram um, að þessi skjöl verði tafarlaust lögð á borðið___" „Alþýðublaðið vill eindregið taka undir þær kröfur. Öll skjölin á borðið." Og svo kemur sunnudagsleiðari Alþýðublaðsins 18. júlí. — I»á er það Alþýðublaðið, sem hefur forustuna og Einar drattast á eftir! I stjóri.í New York, verði einn að- almannanna af hálfu Banda- ríkjahersins í slíkri hernáms- stjórn á Italíu. Poletti hefur þeg- ar farið til Sikileyjar,,í för með Eisenhower. Hernámsstjórnin er nefnd A-M G O T (Allied military government of occupied terri- tories), og er henni ætlað að framkvæma fyrirskipanir hern- aðarlandstjórans. Á Sikiley er það Sir Harold Alexander hers- höfðingi. Það er verkefni A M G O T- liðsforingjanna að taka að sér eða setja í gang stjórn allra opinberra mála í hernumdu héruðunum. Þeir hafa verið búnir undir þetta starf með námi í sögu ítalíu, landafræði og öðrum undirstöðugreinum. Þeir fóru til Sikileyjar strax og Bandamanriaherirnir höfðu náð fótfestu. Strax og búið er að hernema hverja borg koma A M G O T- mennirnir á vettvang og taka að sér að koma öllum helztu stjórnarstörfum staðarins í venjulegt horf. Þeir hafa sjálfir Framhald á 4. síðu,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.