Þjóðviljinn - 20.07.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.07.1943, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJI-N Þriðjudagur 20. júlí 1943. Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum að móðir, tengdamóðir og amma okkar INGVELDUR JÓNSDÓTTIR lézt að heimili sínu, Setbergi, laugardaginn 17. þ. m. Jarðarförin ákveðin síðar. Aðstandendur. LÖGTAK Samkvæmt kröfu Sjóvátryggingarfélags íslands h.'f. og að undangengnum úrskurði verður lögtak látið fara fram fyrir ógreiddum brunabótagjöldum af húsum í Reykjavík, er féllu í gjalddaga 1. apríl þ. á., svo og ógreiddum mánaðargjoldum og virðingarkostnaði, á- samt dráttarvöxtum og kostnaði, að átta dögum liðn- um frá birtingu þessarar auglýsingar. Lögmaðurinn í Reykjavík. Hinar vinsælu ferðir Steindórs: Norðnrferðirnar: Næstu hraðferðir til Akureyrar um Akranes eru naestkomandi fimmtudag, laugardag og mánudag. Farseðlar seldir í Reykjavík á afgreiðslu Sameinaða, sími 3025, opið kl. 1—7 e. h. :.j. .í.Á Akureyri er afgreiðsla hjá Bifreiðastöð Oddeyrar. Félag ísl. hljóðfæraleikara AUsherjar atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun á Hótel Borg fer fram innan félagsins í dag og á morg- un og hefst kl. 1 e. h. í dag á skrifstofu Alþýðusam- bands íslands. STJÓRNIN. (KVENNAFLOKKAR) heldur áfram á íþróttavellinum í kvöld kl- 8.30 Ármann—ÍRV. Þór—Haukar. SPENNANDI KEPPNI! ALLIR ÚT Á VÖLL! Glímufélagið Ármann. Verð fjarverandi til næstu mánaðamóta. Björn Gunnlaugsson, læknir, gegnir Sjúkrasamlagsstörfum fyrir mig þann tíma. TBieódúr Skúlason, læknir DAGLEGA NY EGG, soðin og hrá Kaf fisalan Hafnarstræti 16. O"©<><><><>0<>0<><><><><><><><> Handknattleiksmótið Handknattleiksmótið hélt á- fram í gærkvöld með leikjum Ármannsstúlknanna og stúlkn- anna frá F. H. og Þórsstúlkn- anna og ísaf jarðarstúlknanna. Fyrri leikurinn var mjög ójafn og lauk honum með sigri Ár- manns 9:1. Seinni leikurinn var aftur á móti mjög jafn. ísaf jarð- arstúlkurnar voru fljótari og höfðu betra grip en þær frá Akureyri voru öruggari í skot- unum á markið. Fyrri hálfleik lauk með jafntefli 0:0 en þeim seinni með sigri Þórs 2:1. ísfirð- ingarnir settu fyrsta markið. Þess skal getið að í. S. 1 hélt keppendunum og gestum þeirra dansskemmtun á föstu- dagskvöldið og var hún hin á- nægjulegasta. Á laugardag skoðuðu Akur- eyrar- og Isafjarðarstúlkurnar Háskólann. Síðar um daginn var farið með þær til Hafnarfjarðar og héldu hafnfirskir -knatt- spyrnumenn þeim kaffisamsæti í Sjálfstæðisfélagshúsinu. Þar var þeim einnig sýnt Hellisgerði o. fl. Á sunnudagsmorgun kepptu stúlkurnar frá K. A. við í. R.- stúlkurnar. og> sigruðu með 7:3. Völlurinn var blautur og mjög illt að keppa á honum. Bæjarstjórnin bauð þeim svo til Þingvalla á sunnudag til þess að skoða staðinn. Á sunnu- dagskvöld fóru svo K. A.-stúlk- urnar heim til Akureyrar án þess að hafa lokið öllum leikjum sínum, en þær gátu ekki dvalið hér lengur vegna vinnu sinnar. Mótið heldur áfram í kvöld með leikjum: Ármann — í. R. V. og Þórs — Haukar. c&icK/pósfowUvn Alþýðublaðið og norræn samvinna llla myndi horfa fyrir norrænni samvinnu á íslandi, ef hún ætti Al- þýðublaðið að einkavin. Ekkert blað hefur gert hugsjón norrænnar sam- vinnu annan eins óleik og Alþýðu- blaðið, enda hafa fjandmenn nor- rænnar samvinnu, Hriflumenn, hin- ir íslenzku fasistar, ekki sparað að nota sér það. Alþýðublaðið hefur sem sé lát- laust hamast á því að með því að taka sér þjóðfrelsi sitt nú, myndu íslendingar hljóta óvináttu Norður- landaþjóða. Þetta er uppspuni einn, áróður örfárra afturhaldsseggja. Öll norska þjóðin og mestöll danska og sænska þjóðin myndu samfagna íslendingum með þjóðfrelsi þeirra, þegaí þær' mættu tala frjálsar, og tengjast íslandi því meir vináttu- böndum en fyrr sem þær fyndu nú þörf þess meiri og vinátta tekst bezt með jafningum. En þessa alröngu túlkun Alþýðu- blaðsins á nokkrum villandi greinum og skýrslum um samtöl við nokkra heldri menn, nota nú Vesturheims- agentarnir til áróðurs um „kúgunar- bönd" Norðurlanda, sem slíta verði. Það er norrænni samvinnu bezt, að Alþýðublaðið geri sem minnst að . því að túlka hana, — eins og það yfirleitt er hverjum málstað hent- ast að Alþýðublaðið þegi um hann eða sé á móti honum. Aukamyndin í Tjarnarbíó Eg brá mér í Tjarnarbíó nú fyrir skemmstu til þess að sjá Stalingrad- myndina um hina heimsfrægu vörn rauða hersins við Stalingrad, sem lauk með stórfelldri sókn hans og tortíming nazistahersveitanna þar um slóðir. Við að sjá myndina rifj- ast upp margt, sem maður hafði heyrt sagt frá í útvarpsfregnum um þessa afdrifaríku orustur. T. d. þeg- ar sagt var, að borgin væri skotin í rústir af flugvélum og stórskota- liði Þjóðverja. Þá hélt margur, að nú væri þeirri orustu senn lokið með sigri nazista. En rauði herinn lét samt ekki bugast Hann gerði sér virki úr hálfhrundum húsunum, sótti fram úr tveim áttum í sveig um borgina'og króaði loks inni ár- ásarliðið og stráfeildi það eða tók það höndum. Það er áhrifarík sjón að sjá gleðina á andlitum sovéther- mannanna, er liðsveitir þeirra sam- einuðust að baki árásarliðinu. Þá vissu þeir að orustan um Stalingrad var unnin, framsókn Þjóðverja stóðvuð og undanhald þeirra hafið. Á undan þessari stórfenglegu mynd var, auk fréttamyndar, sýnd mynd um ýmsar skurðlæknisaðgerð- ir á fólki, sem hafði slasazt í loft- árásum. Þessi mynd þótti mér næsta óskemmtileg, þótt hún kunni að vera gagnleg fyrir lækna eða læknanema. Eg efast um, að almenningur hér skilji ensku það vel, að hann geti fylgzt með því, sem fólk þetta segir. Það eru því aðallega afskræmd and- lit, sem maður sér um lengri tima, án þess að geta fylgst með, þegar þessar brjóstumkennanlegu verur eru að telja raunir sínar. Eg skil ekki hvers vegna stjórn bíósins sýn- ir þessa mynd almenningi, nema ef vera kynni, að einhverjum leiki hug- ur á að rannsaka, hvort marg'ir Reyk víkingar líði af ofnæmi, sem prófes- sor Dungal las um pístil í útvarpið á dögunum. Slík mynd sem þessi, hygg ég að ekki hafi neitt almenn gildi, og ætti því ekki að sýna hana nema fyrir námshópum lækna eða annarra, sem sérstaklega hefðu á- huga á þessum aðgerðum á limlestu fólki. Bíógestur.. Fimleikafor Ármanns til Norðurlands 35 manna fimleikaflokkur karla og kvenna kom í fyrrakvöld heim úr hálfsmánaðar sýn- i.jr.í ,.j. ,.,'_, ingarferð um Norðurland r.j,} uu: .i.i í byrjun þessa mánaðar fór 35 manna flokkur úr Glímufélag- inu Ármann í sýningarför til Norðurlands. V-ar það 20 manna leikfimisflokkur kvenna og 9 manna leikfimisflokkur karla, auk aðstoðarmanna og farar- stjóra. Flokkurinn sýndi leikfimi á þessum stöðum: Hvammstanga. Blönduósi, Varmahlíð, Akureyri, Dalvík, Siglufirði, Ólafsfirði, Húsavík og Laugum. íþróttafólkinii var hvarvetna vel tekið og var alstaðar mjög mikil aðsókn að sýningum þótt oft færu þær fram á óhentugum tíma. í Ólafsfirði var t. d. sýnt úti eftir miðnætti, en allir þorpsbúar, sem vettlingi gátu valdið, voru viðstaddir. Sýningarnar tóku vikutíma, en að þeim loknum dvaldi í- þróttafólkið vikutíma í sumar- leyfi að Laugum. Þátttakendur í þessari för Ár- manns eru allir staffandi fólk hér í bænum, sem notar sumar- leyfi sitt á þann lofsverða hátt að glæða íþróttaáhugann úti um land með hinum glæsilegu leik- fimissýningum sínum. Þjóðviljinn mun birta myndir af leikfimisflokknum i næstu í- þróttasíðu sinni. Áskriftarsími Þjóðviíjans er 21S4 Armann til Sands, Ólafsvíkur, Grundar- f jarðar og: Stykkishólms. Vöru- móttak fram til hádegis í dag. o<><><><><><><>^<><><><><><><><> Kvenveski og Golftreyjur nýkomið í mörgum litum Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími1035 H* Verkamannafélagið Dagsbrún. Trónðððrráðsfudnr verður haldinn í dag, þriðjudaginn 20. júlí 1943, kl. %x/z e. h. í skrifstofu Alþýðusambandsins, Alþýðuhúsinu. DAGSKRÁ: Raett um ákvarðanir síðasta Dagsbrúnarfundar og samninga félagsins. * STJÓRNIN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.