Þjóðviljinn - 20.07.1943, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 20.07.1943, Qupperneq 4
Helgidagslæknii- er í dag dr. Snorri Hallgrímsson, Vesturgötu 27, sími 5849. Næturvakt er í Laugavegsapóteki. Útvarpið í dag: 19.25 Hljómplötur: Lög úr óperettum og tónfilmum. 20,30 Erindi: Indversk trúarbrögð V. (Sigurbj. Einarsson prestur). 20,55 Hljómplötur: Kirkjutónlist. 21.25 Lög og létt hjal (Jón Þórarins- son). Miðvikudagur 21. júlí 19.25 'Hljómplötur: Lög úr óperum. 20.30 Útvarpssagan: „Liljur vallar- ins“, (Karl ísfeld). 21,00 Hljómplötur: íslenzkir söngv- arar. 21,10 Erindi. 21.30 Hljómplötur: Lagaflokkurinn „Gæsamamma" eftir Ravel. Bílslys Framh. af 1. tífiu. in, R. 2688, eyðilagðist. Fjórir farþegar, sem voru 1 bifreiðinni, meiddust. Einn þeirra, Árni Pálsson, lítið, en hinir þrír tals- vert mikið, og voru- fluttir í sjúkrahús. Voru það systurnar Kristín og Lára Árnadætur, Þór arinssonar frá Stórahrauni og Einar Nikulásson. Lára og Einar fótbrotnuðu og Lára meiddist auk þess á höfði. , AMGOT Framh. af 1. síðu. lögreglulið, en fá borgarstjórn- ina ítölum sjálfum í hendur. A M G O T-mennirnir setja aðeins eitt skilyrði: Að fasista- leiðtogarnir sem hafa stjórnað til þessa megi ekki koma nálægt neinum stjórnarstörfum. — enda hafa flestir þeirra forðað sér með fasistaherjunum á und- anhaldinu. Malarstell Tepottar margar stærðir Héðínshöfdí hA. Miðstræti 6B. Sími 4958. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 OOOO-OOOOOOOOOOOOO Vísífalan Framh. af 2. síðu. NÝJA BÍé Æfínfýrí í Mexico (Down Mexiko Way) Gene Autry, Smiley Burnette Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala aðgöngumiða hefst kl. 11 Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang. Orusfan um Stalíngrad (The Story of Stalingrad) Rússnesk mynd. Aukamynd: Aðgerðir á andlitslýtum Litmynd. Sýning kl. 5, 7 og 9. Bönnuð fyrir börn innan 16 ára Lærisvefnar Híflers FramJh. af 3. síðu. þrugla um frelsi hafanna. Eins og Frakkar, Hollendingar, Belg- ar, Svíar, Norðmenn, Danir hafi nokkurn rétt til að fara frjálsir um Atlanzhafið? Það er áhrifa- svæði engilsaxnesku stórveld- anna. Og Norðmenn fá kveðjuna, nýkomnir úr blóðugustu frelsis- styrjöld, sem norræn þjóð hefur nokkru sinni háð, hlýlega eins og hellt væri ísvatni úr fötu: Noregur er og verður áhrifa- svæði Þjóðverja. Ekkert frelsi fyrir hann. Og vilji Norðmenn sigla um heimshöfin, þá er að biðja stórveldin, sem eiga þau áhrifasvæði, um leyfi. Þetta er, eftir meiningu Vísis, frelsið sem barizt er fyrir. Eftir að Viggo Hansteen og Rolf Wickström hafa látið lífið fyrir kúlum þýzku morðingj- anna, syngjandi „Ja, vi elsker dette Landet“, — hafa dáið í trúnni á að blóð píslarvottanna væri útsæði hugsjónanna, — að líkamann gætu böðlarnir deytt, en andi frelsisins yrði aldrei yf- irbugaður, — þá tilkynnir Vísir, er hann eygir stríðslokin: Andi frelsisins skal að eilífu beygður, — Noregur skal vera þýzkt áhrifasvæði, — Atlanz- haíið skal vera engilsaxneskt á- hrifasvæði, — ekkert þvaður um algert sjáli’stæði íslands, — Is- land er og verður bara „engil- saxneskt áhrifasvæði“. Sjaldan hafa kenningar fas- ismans verið boðaðar harð- neskjulegar og ótímabærar en í þessu gamla Gyðingahaturs-mál gagni. Það skyldi þá vera að sjálíur „foringinn" fyrir fasismanum á íslandi, upphaf Hriflumennsk- unnar sjálft kæmist lengra, er hann heimtar í grein sinni í Degi 1. júlí, að Islendingar fái eftir stríðið hervernd Engilsaxa „móti hernaðarhættu frá megin- landi Evrópu“. Það er sem hann gruni að þær þjóðir, sem fórn- að hafa öllu, sem fórna þurfti, til þess að verða frjálsar, muni ekki lynda því að verða bara skoðaðar sem „áhrifasvæði“ eft- ir stríð, — og þá þurfi máske að berja slíkar frelsisöldur niður, og til þess vill hann ljá ísland. Lærisveinar Hitlers á Islandi hafa, eftir Vísi og Degi að dæma. ekkert lært af ógnum síðustu ára, ekki einu sinni lært að skammast sín fyrir að boða kúg- unarkenningar fasismans upp í opið geðið á þeim þjóðum, sem enn eru blóðrisa eftir svipu Hitl- ers. — Þeirra áhugamál virðist aðeins vera eitt. Vita hvort þeir geti ekki einhvers staðar í heiminum fundið einhvern fas- isma sem þeir geti komið Is- landi undir. Og áður en slíkur fasismi hefur náð völdum í heimalandi sínu, eru þeir farnir að bjóða honum ísland til af- nota. Það er tími til kominn fyrir íslendinga að stöðva slíkt fram- ferði landráðalýðs. Það dugar ekki að slík Hriflumennska fái að vaða uppi þar til það er orðið um seinan. Samtals 1/1—1/3 í/e 1939 1943 Tryggingar. Fagfélög ... 10,13 22,79 Sjúkrasamlag .... 76,16 190,40 Samtals 86,29 213,19 Blöð, útvarp o. fl. Blöð ... 28,29 61.67 Útvarp .... 25,98 43,30 Sími og frímerki ... 16,21 36,48 Filmur og myndateikningar .... 3,16 5,47 Samtals 73,64 146,92 Ýmisleg útgjöld alls: Bíó og leikhús. Útgjaldaupphæð Leikhús ............................ 0,48 1,71 U ári fyrir 4,8 Bíó ................................ 8,73 12,22 menn eins ------------------------- og hún var 9,21 13.93 Fargjöld. Bílar og strætisvagnar ......... 42,71 1 109,76 Ferðakostnaður .................. 5,56 15,23 Sumarfrí ........................ 6,24 17,10 Samtals 54,51 142,09 541,92 1217,24 Útgjöld alls yfir árin 1939: 3853,01. — Vísitala 100. _ i/6 1943: 9,460,46. — Vísitala 246. DREKAKYN 1 / Eftir Pearl Buck Þannig héldu þau áfram langa leið, og hann yrti ekki á hana, og þegar hann talaði ekki gerði hún það ekki held- ur, en hann heyrði fótatak hennar í sandinum fyrir aftan ^ sig. Og hann hugsaði með sér: ^ Eg tala við hana áður en við komum til móðua' minnar. ^ Eg verð að hafa einhverja ástæðu fyrir að koma heim ^ með ókunnuga konu. ^ Þegar þorpið var komið í augsýn, herti hann upp hug- ann og sneri sér við og sagði við þessa konu, þó að hann <$£ ætti erfitt með að tala þannig máli sínu: •$£ Eg hef misst konu mína og börnin mín tvö. Þú hefur misst mann þinn. Erum við ekki tveir hlutar? Ef við tök- um saman verðum við þá ekki ein heild? Þegar hér var komið var konan orðin svo þreytt og löng- un hennar til þess að eignast heimili að nýju svo mikil að hún hefði tæplega getað neitað neinum manni og því sagði hún: Ef þú-vilt eiga mig! Lao Ta kinkaði kolli og án þess að segja nokkuð fleira hélt hann áfram, og þau komu að húsi föður hans. Þau hefðu varla getað komið þangað undir verri kring- umstæðum, því að Jada hafði tekið léttasóttina snemma um morguninn, og fæðingin staðið allan daginn, því að einhverra ástæðna vegna virtist barnið ekki ætla að koma. Ling Sao var í öngum sínum og Lao Er var ekki mönn- um sinnandi, og allt kvenfólkið í þorpinu hafði safnazt saman til þess að segja henni hvað hún ætti að gera. Þau höfðu gert allt sem í þeirra valdi stóð, en barnið kom samt ekki, og hugrekki Jadu var farið að bila. Barnið er of stórt, — hvíslaði. hún, og hún var farin að efast um það með sjálfri sér að hún mundi fæða það. Og þegar Ling Sao sá á þessari stundu elzta son sinn koma ásamt ókunnugri konu, hafði hún engan tíma til þess að hlusta á það sem hann hafði að segja. Skap hennar var nú með versta móti vegna þess sem á hafði gengið, og þess sem í vændum var, en elzti sonurinn, sem var of einfaldur til þess að hugsa um nokkurn nema sjálfan sig, sagði samt um leið og hann sá móður sína: Mamma, þessi kona er nýja tengdadóttirin þín. Minnstu ekki á tengdadáetur við mig, hrópaði hún. Þær hafa ekki verið mér til annars en ills. Nú getur þessi Jada ekki fætt barn sitt, og hvað eigum við nú að gera? Maður hefur ekkert annað en illt.af börnum sínum og barnabörn- um, og ég hef aldrei frið. Ókunnuga konan hafði lifað nógu lengi til þess að vita hvar hún ætti heima, og frá þeirri stundu að hún kom 1 þorpið, hafði hún kunnað vel við sig. Og hún sá að þetta var góður bær og bóndabýlið var sæmilegt og hvað gat hún vonazt til að fá nokkuð betra á hennar aldri? For- sjónin hafði verið henni hliðholl, er hún datt í gildruna og hún yrði að gera sér sem mest úr því, og hún gat prís- að sig sæla að fá jafnsterkan mann og þennan sem hún hafði rekizt á, þó að hann væri að minnsta kosti tíu árúm yngri en hún. Nú og þá yrði hún líka að reynast honum vel. Hún setti því niður bagga sinn, þótt hún væri dauð- þreytt, strauk hún hár sitt, og sagði mjúkri og blíðri röddu: Eg er of íramhleypin og ég veit ósköp vel að ég er lítils virði, en ég hef oft hjálpað konum við fæðingu og það getur verið að ég geti orðið til hjálpar hér. Því hvers vegna sendu guðirnir mig til húss sem ég hef aldrei séð áður, og leiddu guðirnir mig ekki afvega í einhverjum til- gangi, svo að ég er nú mílur vegar þaðan sem ég hélt að ég væri, og ég datt í gildru sonar þíns og gat ekki komizt upp þangað til hann bjargaði mér. Komdu með mér, sagði Ling Sao, og skildi ekkert í því sem hún hafði sagt, nema það sem hún þurfti að skilja. Hún tók um úlnlið konunnar og dró hana að rúmi Jadu. & og hún sagði við Jadu: Hér er komin kona, sem guðirnir ^ hafa sent þér til hjálpar, barnið mitt, og við skulum öll ^5 vera hugrökk. Og konan bretti upp ermarnar og hún brosti til Jadu og ^ hún fletti upp fötum Jadu og byrjaði að þrýsta á kvið ^ hennar. Hvort sem þetta nýja andlit vakti hugrekki Jadu, eða handtök konunnar linuðu kvalir hennar, þá var það ^ víst að hún herti upp hugann og reyndi aftur. Og þessi kona var þolinmóð, og hún hvatti Jadu með orðum sínum, ^ og hélt áfram við verk sitt, óg öll biðu þau til þess að sjá hvað úr því yrði. ^ Barnið hefur hreyfzt svolítið, sagði Jada loksins með andköfum, og kvalir hennar byrjuðu að nýju. Þá stakk konan hendinni inn í líkama Jadu og hrópaði: ^ Eg finn drengshöfuð! ^ &

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.