Þjóðviljinn - 21.07.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.07.1943, Blaðsíða 1
JÓÐVIU 8. árgangur. Miðvikudagur 21. júlí 1943. 162. tölublað Mússolini og Hitler hittust á ítalíu í gær. ' Mússi: Finnst þér ekki orðið fjandi heitt? Hitler: Kallarðu þetta heitt! Þú ættir að vera mín megin á austurvígstöðvunum. Tangarsóbn Russa á Orelvígstöðvumim 90 hm. milli sóteapina raufla hepsins afi nopflan oo sunnan Eitt ðflugasta virki Þjóðverja á niiðvígstöðvunum, Htsensk, á valdi Rússa — Bardagar blossa upp á Donetsvígstöðvunum Rauði herinn sótti fram á öllum Orelvígstöðv- unum í gær þrátt fyrir mjög harða mótspyrnu, og segir þýzka herstjórnin að Þjóðverjar heyi nú stórkostlegar varnarorustur á Örelsvæðinu. Sókn rauða hersins er að verða greinileg tang- arsókn, þar sem armarnir að norðan og sunnan stefna ekki beint á borgina heldur í stórum boga vestur fyrir hana, og jafnframt er haldið áfram árangursríkri sókn beint að austan. í gær hafði Rússum orðið það ágengt í. sókn- inni að ekki voru nema 90 km. milli arma rauða hersins, og um það bil eða þrengra verða Þjóðverj- ar að flytja allt varalið fram til vígstöðvanna og burt þaðan ef til undanhalds kemur. Talið er að þýzki herinn á Orelsvæðinu sé um 250 þúsund. Hitler og Mússolíni hittast og ræða iiernaðarðstandið Bardagarnír um Caíanía ad heffasf Hitler og Mússolini hafa hitzt í smábæ á Norður-ítalíu og ræddu þeir hernaðarreksturinn, að því er segir í þýzkri tilkynn- ingu. Þýzka nazistablaðið Deutsche Diplomatische Korrespond- enz segir að hernaðarástandið við Miðjarðarhaf muni hafa ver- ið aðalatriðið í viðræðum þeirra. Þjóðverjar 'senda stöðugt meira lið til vígstöðvanna án þess að þeim háfi nokkurs stað- ar tekizt að stöðva sokn rauða hersins. Talsmenn þýzku herstjórnar- innar virðast mjög taugaóstyrk- ir vegna ástandsins á austurvíg- stöðvunum. í gær var sagt í Ber- línarútvarpi, að rauði herinn hafi hafjð sókn á öllum mið- og austurvígstöðvunum. Daginn áð ur sagði ræðumaður í þýzka út- varpinu, að Rússar hefðu safn- að ógrynni liðs og hergagna á Bardagarnir um Catania eru í þann veginn aö hefjást, en þar mætast þýzkar úrvalssveitir og hinn frœgi áttundi brezki her. Bandaríkjamenn og Kanada- menn sækja inn í landið og verð ur vel ágengt. Nálgast þeir járn- brautarmiðstöðina Enna, en þar rnætast flestar helztu járnbraut- arlínur Sikileyjar. * „Tíminn" segir ósatt — eins og endranær Brennivínsframleiðslan Samkvæmt ársskýrslu Lands- bankans var brennivínsfram- leiðsla Áfengisverzlunar ríkjs- isins árið 1941 um 87 þús. lítrar og 68 þús. lítrar árið sem leið. Samsvarar betta hérumbil 207 þúsund flöskum af brennivíni á þessum tveimur árum. Brenni vínsflaskan kostar nú30—33kr., svo að þessi „nauðsynjavara" 'hefur verið seld, fyrir talsvert á 7. milljón króna þessi tvö ár! Öll Sogsvirkjunin' kostaði 7 milljón krónur. Islands od S. 1.8. í banda- S.l.S. reeddi málið á aðalfundi sínum „Tíminn" segir í gær að Al- þýðusambandið hafi hvorki boð ið S.Í.S. né Búnaðarfélagi ís- lands að vera með í því banda- lagi vinnandi stéttanna, sem það leggur til að stofnað sé. Þetta er ósatt, eins og flest sem Tíminn segir. Alþýðusambandið bauð með bréfi dags. 19. júní bæði S.f.S. og Búnaðarfélagi íslands að vera með í bandalaginu. S.Í.S. tók málið til umræðu á aðal- fundi sínum á Hólum í Hjalta- dal i síðustu viku, og er sagt frá afdrifum þess í frásögninni um aðalfund S.Í.S. hér í blaðinu. Framsóknarflokknum var boð ið að vera með í vetur, en þessi flokkur, sem öðruhvoru læzt vera hlyntur því að róttæk um- bótastjórn verði mynduð, hefur enn ekki látið svo lítið að svara Framh. á 4. síðú. vígstöðvunum frá Orel og norð- ur undir Leningrad. Eftir þessu virðast talsmenn Þjóðverja bú- ast við sókn af hálfu rauða hers- ins á öllum vígstöðvunum frá Leningrad til Svartahafs. Ekk- ert hefur komið fram enn í'sov- étfregnum sem benti til að slík allsherjarsókn sé að hefjast eða hafin. Dagsbrún ræðir upp- sögn samnmgðnna Á fundi verkamannafélagsins Dagsbrún í Listamannaskálan- um í fyrrakvöld var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Þar sem fundurinn telur, að þau svör, sem fengist hafa við- víkjandi leiðréttingu vísitölunn ar séu eigi fullnægjandi leggur fundurinn til við stjórnina og Trúnaðarráðið, að þau endur- skoði tillögu sína um uppsögn samninga og veitir stjórninni og Trúnaðarráði fullt umboð til þess að segja upp samningum félagsins við atvinnurekendur, ef rétt þykir." I samræmi við þessa tillögu hélt svo Trúnaðarráð Dagsbrún- ar fund í gærkvöld til þess að ræða uppsögn samninganna og ráðstafanir til að fá vísitöluna endurskoðaða. Fregnir af þessum fundi verða birtar í blaðinu á morgun. Uppsagnarfrestur á samningum Dagsbrúnar við atvinnurekend- ur mun renna út í dag. Síðustu f réttir Rauði herinn tók í gær járnbrautarbæinn Mtsensk sem er 45 km. norðaustur af Orel, og var eitt öflug- asta ígulvirki Þjóðverja á miðvígstöðvunum, segir í miðnætilrtilkynningunni frá Moskva. Talið er að taka þessa virkis muni auðvelda Rúss- um sóknina á Orelvígstöðv unum að miklum un. Norður af Orel tók rauði herinn einnig 30 bæi og þorp, þar á meðal bæ sem er aðéins 11 km.fráBrjansk -Oreljárnbrautinni, en þaá er aðalflutningaleið þýzka hersins á Orelvígstðvunum Austur af Orel tóku Rússar í gær 20 bæi og þorp, þar á meðal Vorosilovo, 30 kna. frá Orel. Um 150 km. sunnar, á Bjelfforodsvæðinu, hafa Rússar sótt fram 10—12 i km. Á Donetsvígstöðvunum hafa bardagar blossað upp að nýju með hörðum árás- um rauða hersins suður af ísjúm og suðvestur af Vor- osiloffgrad- Viðurkenna Þjóðverjar að Rússar hafi brotizt gegnum fremstu varnarlínur þýzka hersins á þessum slóðum. í sbvétfregnum segir aÖ sovét- hersveitir hafi brotizt yfir Don- etz norðarlega og yfir Miusfljót- ið á suöurvígstöðvunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.