Þjóðviljinn - 21.07.1943, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 21.07.1943, Qupperneq 2
2 ÞJ ÓÐVILJT'N Miðvikudagur 21. júlí 1943. FLÖKKULÍF eftir B. Traven fæst nú aftur í öllum bókaverzlunum. Þetta er saga frá Mexíkó um ævintýri og ástir. Tilvalin bók til að hafa með sér í sumarfríið. Engum leiðist, sem hefur Traven að ferðafélaga. ÚTGEFANDI. LÖKTÖK Samkvæmt kröfu bæjargjaldkerans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök til trygg- ingar ógoldnum fasteignagjöldum (húsaskatti, lóða- skatti, vatnsskatti) og lóðaleigu til bæjarsjóðs Reykja- víkur, hvorttveggja með gjalddaga 2. janúar 1943 ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, framkvæmd ^ð átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar. Þá verða einnig lögtök gerð fyrir erfðafestug.jöldum og leigugjöldum ársins 1942 ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. * Lögmaðurinn í Reykjavík. Skaffpoflar ýmsar stærðir. Föfur fyrirliggjandi. Héðinshöfði h.f. Aðalstræti 6B. Sími 4958. ooooooooooooooooo heðal manna og dýra Sex sögur eítir Steindór Sig- urðsson, sem kom út á Akureyri í vor hjá bókaútgáfu Pálma H. Jónssonar, hefur vakið almenna athygli þar nyrðra og hlotið hin lofsamlegustu ummæli blaða og ritdómenda. Telja þeir t. d. síð- ustu söguna eina meðal beztu íslenzku smásagnanna. Bókin er nýkomin hér í bókaverzlanir eins og auglýst hefur verið hér í blaðinu. Sldlka eia ima í eldhús. Gott kaup. Vaktaskipti Matsalan, Laugaveg 126. »rJ:a i j.yk l-o1;! i rrrrréFrm^i Hrímfaxí Tökum á móti flutningi til eft irgreindra hafna í dag, miðviku dag: Norðurfjörður, Djúpavík, Hólmavík, Drangsnes, Óspaks- eyri, Borðeyri, Hvammstangi, Blönduós, Skagaströnd, Sauðár- krókur, Hofsós, Haganesvík, Húsavík, Kópasker, Raufarhöfn Þórshöfn. HMani!iksmi8Ml ísiands (KVENNAFLOKKAR) heldur áfram á íþróttavellinum í kvöld kl- 8.30 Þór—Ármann Haukar—ÍRV. Nú verður það spennandi! ALLIR ÚT Á VÖLL! Glímufélagið Armann. Aöalfundur S. I. S. lýsir sig fylgjandi náinni samvinnu samvinnusam- takanna ng verkalýðs samtakanna * Aðalfundur S. f. S. var hald- inn að Hólum í Hjaltadal dag- ana 15.—17. þ. m., eins og áður hefur verið frá skýrt hér í blað- inu. Skýrslur og reikningar sambandsins báru það með sér, að hagur þess stendur með mikl um blóma, þrátt fyrir margvís- lega erfiðleika í viðskiptum við önnur lönd, sem eiga rót sína að rekja til styrjaldarástandsins. I sambandinu voru 50 kaupfé lög við síðustu áramót, og eitt bættist við á fundinum, Kaup- félag Bitrufjarðar, sem sótt " hafði um upptöku í sambandið á síðastliðnu ári, 'en upptökunni var þá frestað, vegna formgalla á umsókninni. Starfsmannatala sambandsins er nú orðin 418, og er þá vitanlega ekki talið starfs fólk einstakra kaupfélaga. Af þessu starfsfólki vinnur 102 að starfsemi og 312 við iðnað. Af samþykktum fundarins má helzt nefna þessar: 1. Samþykkt að gefa 25 þús. kr. til Noregssöfununarinnar. 2. Samþ. að gefa sömu upp- hæð til Alþjóðasambands sam- vinnumanna til styrktarstarf - semi eftir styrjaldarlok. 3. Samþ. að halda áfram fjár- söfnun til skipakaupa. Hafa þeg ar safnast stofnfjárframlög í því skyni um 430 þús. kr. 4. Samþ. að undirþúa stækkun , og eflingu tímaritsins Samvinn-' an. 5. Samþ. að fela stjórn S. í. S. að athuga á hvern hátt samband ið geti greitt fyrir stofnun menntaskóla í sveit. 6. Samþ. að athuga möguleika fyrir stofnun húsgagnaverk- smiðju til framleiðslu húsgagna við alþýðuhæfi. 7. Samþ. einróma svohljóð- andi tillaga um afstöðu Sam- vinnufélagsskaparins til verka- lýðssamtakanna: „Aðalfundur S. í. S., haldinn að Hólum í Hjaltadal 15.—17. júlí 1943, telur að samvinnusam- tökin og verklýðssamtökin hafi það sameiginlega markmið að efla hagsæld og menningu allr- ar alþýðu til sjávar og sveita. Fundurinn telur því æskilegt, að sem bezt og nánast samstarf sé milli S. í. S. og Alþýðusam- bands íslands, sem og milli hinna einstöku samvinnufélaga og verklýðsfélags, sem starfar í sama byggðarlagi.“ Aftur á móti felldi fundurinn tillögur um að skora á stjórn S. I. S. að rannsaka ástæður stjórn- ar Kaupfélags Arnesinga fyrir því að synja Gunnari Benedikts syni um upptöku í félagið, um að skipa nefnd til að athuga skipulag og útbreiðsluhætti Sambandsins, um að víta og leggja bann við flokkspólitísk- um áróðri Jónasar Jónssonar í Samvinnunni, og loks var fellt að senda fulltrúa á einingarráð- stefnu, sem Alþýðusambandið efnir til á komandi hausti, svo og að mæla með því, að einstök Endurskoðun vísitoludtreikn- inosins þolir enga bið Þjóðviljinn birti í gær töflu yfir meðalársneyzlu 4.8 manna f jölskyldu (= 3.84 heilar neyzlu einingar), sem eV byggð á bú- reikningum 40 fjölskyldna í Reykjavík, er haldnir voru mán uðina janúar—marz árið 1939. En á meðaltali þessara búreikn- inga er núgildandi vísitala grundvölluð. Þess ber þó- að gæta að neyzl- an hjá fjölskyldum þeim sem búreikningana héldu fyrir kaup lagsnefnd, var mjög mismun- andi. Til dæmis var kjötnotkun- in svo tíeytileg að hjá einni fjölskyldu var neyzlan aðeins 22 kg. á neyzlueiningu (fullorð- inn karlmaður) yfir árið, en hjá annarri 108 kg. Hjá 24 f jölskyld- um var neyzlan á öllu kjötmeti yfir árið 40—70 kg. á neyzluein- ingu. Fiskneyzlan var minnst 45 kg. á fullorðinn karlmann, en mest 148 kg. Hjá 19 fjölskyldum var fiskneyzlan 70—100 kg. á neyzlu einingu, en yfir 100 kg. hjá 15 fjölskyldum. Sama máli gegnir um neyzlu annarar innlendra afurða. Lægsta mjólkurneyzla á full- orðinn mann var 168 lítrar, en mesta 388 lítrar. Hjá 9 fjölskyld um var ársneyzlan minni en 200 lítrar á neyzlueiningu, hjá 16 fjölskyldum 200—250 lítrar, hjá 8 fjölskyldum 250—300 lítrar, hjá 7 fjölskyldum yfir 300 lítrar á mann (neyzlueiningu) yfir ár- ið. Smjörnotkun var einnig mjög breytileg. 2 fjölskyldur höfðu ekkert smjör keypt. 8 fjölskyld- ur minni en 1 kg. á fullorðinn mann yfir árið, 18 fjölskyldur 1—5 kg., 7 fjölskyldur 5—10 kg. og 7 fjölskyldur yfir 10 kg. — Smjörlíkisnotkun var minnst 7!/2 kg. á fullorðinn mann, en mest 32 kg. Sama breytileika verður vart í öðrum matvöruflokkum, bæði innlendra og útlendra vara. Þessir búreikningar um mat- vælin bera það með sér að um helmingur búreikningshaldara hefur lifað við fæði sem er á lágmarki og undir lágmarki nauðsynlegra hitaeininga. Eðli- lega hefur neyzlan breytzt mjög mikið á svona löngum tíma, þar sem nú er komið á fimmta ár síðan þessir búreikningar voru haldnir. Það eitt ætti að vera nægilegt til þess að fullkomin endurskoðun vísitölunnar fari fram. Enda var frá upphafi gengið út frá því að vísitöluna þyrfti að endurskoða með vissu millibili (sbr. Félagsmálaritið 1942, bls. 64). Það er margt sem hefur áhrif á breytta neyzlu matvæla. Þeg- ar t. d. hið opinbera lækkar verð ið á mjólk og smjöri að miklum mun, með opinberu framlagi, verður það til þess að kaup- gjaldsvísitalan lækkar. En neyt- andinn fer að auka neyzlu sína kaupfélög sendu þangað full- trúa. á þessum vörutegundum vegna lækkunarinnar og raskast þá aftur kaupgjaldsvísitölugrund- völlurinn, sökum þess að þrátt fyrir verðlækkunina er vísitala þessara vara langt fyrir ofan meðalvísitöluna. Þó er enn meiri nauðsyn á endurskoðun vísitölunnar vegna annarra útgjaldaliða en matvaranna og má þá fyrst og fremst nefna húsaleiguna. Hvert mannsbarn sér í hendi sér að húsaleiguvísitalan er röng, og það stórlega. Það þýðir ekki að halda því fram að meðalhúsa leiga verkamannafjölskyldu miðað við 4.8 menn í heimili sé ekki hærri en 82 krónur á mán- uði eða rúmlega' 1/10 af heildarútgjöldunum. Auðvitað er húsaleigan stórlega breytileg hjá fólki, sumstaðar allt frá %—Vz af útgjöldunum. Og allir vita, að þrátt fyrir þannið á hækkun þúsaleigunnar í göml- um íbúðum, hefur mjög víða verið gengið fram hjá því. Þrátt fyrir þennan grunsama grundvöll vísitölunnar, nema meðalútgjöld fjölskyldunnar ca. 9!4 þús. króna yfir árið, án þess að meðtalin séu útsvör, skattar o. ö. opinber gjöld. Fyrir þennan framfærslueyri getur verka- mannafjölskyldan ekki veitt sér snefil af menningarlífi. Meðal- útgjöldin til jleikhússóknar fyr- ir alla fjölskylduna eru ein króna og sjötíu og einn eyrir yf- ir árið. Það er gert ráð fyrir að hún geti eytt 17 krónum í ferða- lögfc Það er ekki gert ráð fyrir einum eyri til bókakaupa, engu til náms, hvorki skólagjalda né iðnaðarnáms. Eitt blað getur fjölskyldan haldið og ekki nema önnur hver getur leyft sér að hafa útvarp á heimili sínu. Svona mætti lengi telja. Og þó eru tekjur verkamanna fjölskyldunnar nú, með grunn- kaupshækkuninni í fyrra og fullri dýrtíðaruppbót ekki meiri en um 12 þús. kr. á ári, með því að vinna 8 stundir í erfiðsvinnu á dag, hvern einasta virkan dag allan ársins hring fyrir fullan Dagsbrúnartaxta. Svo ætla menn að rifna af lát- um yfir því hversu hátt kaup verkamanna sé orðið. Gagngerð endurskoðun vísi- tölunnar verðyr að fara frarn nú þegar. Og hún verður að fara fram undir handleiðslu fulltrúa alþýðusamtakanna. Daufheyrist valdhafarnir við þeirri kröfu, munu samtök verkalýðsins sjá önnur ráð til þess að rétta hlut sinn. DAGLEGA NÝ EGG, soðin oghrá Kaf f isalan Hafnarstræti 16. 00000<X3>0000000000

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.