Þjóðviljinn - 21.07.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.07.1943, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 21. 'júli 1943- ÞJÓÐVILJINN 3 KnðMimni Útgcfandi: Sameiningarflokkur elþýðu — SósíalisrtaflÐkkurinn Ritotjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartars >n Ritstjórn: Garðastræti 17 — Víkingsprent Sími 2270. AfgreiSsla og auglýsingaskrif- *tc<a, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. VSkingsprent h.f. Garðastræti !7. t>jóðin verður að sameinasl gegn uppgjafarmönnunum L>að myndi víst fáa íslendinsa hafa orað fyrir því að þegar að því kæmi að ísland loks aftur, eftir 680 ár, yrði sjálfstætt lýð- veldi, —. þá myndu koma fram vor á meðal menn, sem boðuðu að það, sem íslendingar -ættu að gera við frelsi sitt væri að afhenda það strax aftur í hendur mesta herveldi heims, — að hið langþráða, nýja, frjálsa lýðveldi Island ætti bara að verða ,,áhrifasvæði“ Bandarlkj- anna (,,Vísir“), — að hið frið- helga, fullvalda lýðveldi ætti að verða herstöð fyrir Vesturheim til baráttu við „meginland Bv- röpu“ (Jónas frá Hriflu). Vér Islendingar höfum haldið að þjóð vor hafi síðustu 100 ár- in verið á leið fram á við til frelsis, til fullkomnunar, til þess takmarks að öll þjóðin fái að njóta gæða þessa fagra lands og vors íauðga hafs. Vér höfum staðið í þeirri meiningu, að vei;k- in, sem Baldvin Einarsson, Tóm- ;as Sæmundsson, Jón Sigurðsson, Benedikt Sveinsson, Skúli Thor- oddsen og allir hinir ágætu leið- togar þjóðarinnar í frelsisbar- áttu hennar unnu, hafi verið að ryðja brautina fram til fullkom- ins frelsis fyrir þessa litlu þjóð, þannig að hún mætti skipa jafn- háan sess öðrum þjóðum þótt stærri séu, í krafti þjóðarein- kenna sinna, þjóðmenningar og frelsisástar. — Og nú þegar vér eygjum þetta takmark í ná- munda, þá kemur ,,Vísir“ og upp lýsir oss um að vér íslendingar höfum alltaf bara verið „á leið- inní tíl vesturs“, — ekki á leið fram til sjálfstæðis og þjóðfrels- is, heldur á leiðinni til þess að verða amerískt „áhrifasvæði“. Og Jónas Jónsson setur svo kórónuna á markið: Við eigum ekki bara að verða ,áhrifasvæði‘ um aldur og ævi, við eigum líka að verða herverndað áhrífa- svæði til frambúðar! Islendingar gera samning við Roosevelt > Bandýiríkjaforseta, þar sem tekið er fram, að Island sé viðurkennt sem algerlega frjálst og fullvalda ríki, og allur her skuli fara héðan á brott að stríði loknu og allri hervernd skuli lokið. — íslendingar fagna þessum ákvæðum og eru sam- mála um að fast verði að standa á þeim og hafa tröllatrú á að Roosevelt forseti muni að fullu efna loforð sín. En þegar eygja má stríðslokin og uppfyllingu loforðanna, þá koma fram raddir í ,,Degi“ og Flngflotarnir og friðurinn {eftirfarandi grein enska biaðsins Cavalcade er rætt um hið volduga tæki stórveldanna — tlugflotann, og þann þátt er hann getur átt i aiþjóðasamvinnu að stríðinu loknu — eða í því að vekja á ný ægilegi ófriðarbál Á komandi mánuðum mun 'heimurinn fá lexíu um eyðilegg- iingarmátt flugiflota, sem ekki er líklegt að gleymist næstu kyn- 'slóðum. Loftárásir Bandamanna á þungaiðnað Þjóðverja í Ruhrhér aðinu eru mikilvægir sögulegir atburðir, og ekkl hægt að líkja' þeim við neitt annað en hinar miklu sjó- og landorustur for- tíðarinnar. Þar rpeð er ekki sagt, að þess- ar loftárásir geti einar sér á skömmum tíma brotið herveldi Hitler-Þýzkaland og tryggt Bandamönnum sigur. En loftflotinn er á okkar dög- um að minnsta kosti jafnsterkt afl og herskipaflotinn á Napo- leontímunum, og loftorusturnar ýfir Ruhr eru, í þröngum hern- aðarskilningi, eins sögulega mik- ilvægar og sjóorustan mikla við Trafalgar. Herskipafloti er enn sterkt vopn í alþjóðamálum, en hann verður aldrei framar úrslita- vopnið. A því er enginn efi að ‘loftflotarnir koma til með að ráða úrslitum um þann heim sem koma skal. Loftárásir Breta og Baqþa- ríkjamanna á þýzka iðnaðinn í Ruhr og á iðnaðarburgir og flota Itala, hafa á nokkrum vikum svo miklar afleiðkigar, að her- skipafloti 19. aldarinnar hefði ekki getað jafnazt við það á mörgum árum. Nótt eftir nótt er atvmnulíf mikilvægustu land- svæða Evrópu eyðilagt í spreng- ingum og eldslogum. * í styrjöld er skammt frá því góða til hms illa. Markmið Fulltrúar auðmanna, bæði í Bandarikjaþingi og brezka þiwginu, hafa þegar borið þar fram kröfur um að ríkisstjórnirn- ar seilist til yfirráða yfir flugvöllum sem víðast um heim, til þess að standa sem bezt að vígi eftir stríð í þeirri samkeppni um yfirráð, sem auðmannastéttirnar heimta. Hér á íslandi eru flugvellir, sem ekki væri ólíklegt að auð- ffélög stórveldanna litu girndarangum, svo mikla þýðingu sem * Vænta má að Ísland kunni að hafa i alþjóðaflugsamgöngum. Oss íslendingum er því nauðsynlegt að fylgjast vel með' því, sem ritað er m þessi mál í heiminum nú. Hér birtist grein ur enska blaðinu „(Cavalcade“, sem Þjóðviljinn oft liefur birt greinar úr áður. Bandamanna að slgi'a Hitlerism- ann með þeirri hraðvirku og ódýru aðferð að mola miðstöðv- rar hergagnaiðju Hitlersherj- i anna, er réttlátt. En það er ó- verjandi að beita sl'íkum árásum i hefndarskyni eða nota þær sem vopn í kapphlaupi ríkja um 'efnahagsmuni. Það er fátt til fagnaðar ef ' :reynt er að skyggnast inn í framtíðarútfitið, og varla geta frjálslyndir menn glaðzt af þvi sem hinar hetjulegu og sjálfs- fórnandi áhafnir brezku og bandarísku flugvélanna verða að þola, né líðan þýzka fólksins sem nazistaherrarniT neyða til að dvelja í hinum dæmdu hér- uðum. Þess er að vænta að sigur lýðræðisins færist nær með notkun flugflotans, og mann- tjönið verði minna, það míkið er hægt að sjá fyrir. En þetta dugar ekki til, maður verður að horfa lengra fram. Loftflotinn, vopnið sem Banda menn beita sér til sigurs, verður sennilega stei'kasta pólitíska vopnið að styrjöldinni lokinni. í dag er það vopn eyðileggingar- innar, á morgun getur það orðið aðalstoð samvinnu á heimsmæli- kvarða um endurreisn og varan- legan frið — eða valdið óskap- ’legu böli. Fyrir meir en öld vár líkt á- statt uin skipaflotann. Sam- vinna á heimsmælikvarða um skipasamgöngurnar, byggð á heimspólitík og stjórnað með hag alls mannkyns fyrir augum. hefði breytt rás mannkynssög- unnar. En úrslitavaldið á höfun- um einbeittist í brezkum hönd- um og var yfirleitt notað til að koma fram sérhagsmunum Bret- lands. Söguleg afleiðing þess varð heimsvaldastefnan, vegna pólitískrar þröngsýni og gróðra- -vonar aðalaflanna er mótuðu stjórnarstefnu Bretlands. Ef loftflotar verða ekki skipr lagðir og þeim stjórnað á a. þjóðamælikvarða að stríðin loknu, lenda þeir í höndur þjóða eða þjóðahópa, er kepp hver víð aðra og reyna hver a ota sérhagsmunum sínum. E ekki tekst alþjóðasamvinna þessu sviði, verður úrslitaaflið höndum þess ríkis sem hefu mesta iðnaðarframleiðslu, o það ríkf getur ekki orðið Brel „Vísi“ um að kerverndinni skulí haldið áfram eftir stríð. að ís- land skuli gert amerískt áhrífa- svæðí, það hafi hvorí sem er alltaf verið á leið til vesturs. Og þetta gerist á sama 'tíma sem afturhaldsseggirnir í Bandaríkjunum hefja áróðurs- herferð á móti Roosevelt, Eng- landi og Sovétríkjunum og heimta „ameríska öld“, krefjast þess að Roosevelt-stjórnin beiti sér fyrir því að afla forréttinda víða um heim, amerísku auð- valdi til framdráttar, í stað þess að halda áfram þeirri stefnu friðartímabils að stríði loknu á grundvelli sjálfsákvörðunarrétt- ar allra þjóða og samstarfs þeirra sem Roosevelt-stjórnin hefur hingað til haft á stefnu- skrá sinni. Það sér nú hver maður hver uppgjöf það er á sjálfstæðiskröf- um íslendinga, sem klíka sú fremur, sem nú vill gera ísland bara að „áhrifasvæði“. — hver landráð það eru að krefjast á- framhaldandi herverndar Banda ríkjanna að stríðslokum „gegn meginlandi Evrópu“. Að slíkar kröfur skuli geta komið fram meðal íslendinga nú, ber vott um að hér séu að verki menn, sem einskisvirða sjálfstæði þjóðarínnar og bjóð- ast opinberlega til að farga því, til þess að koma sér í ’mjúkinn hjá því ameríska afturhaldi, sem þeir vona að brjóti frjáls- lyndisstefnur Roosevelts á bak aftur. — Það er engin tilviljun að dagblað uppgjafarmanna, Vísir, skuli samtímis ameríska áróðrinum hefja að nýju gamla Hitlerssönginn um kommúnista og Rússa. Það hefði verið synd, ef sú rödd hefði gleymst í fölskum kór fasistanna á íslandi, en þeir búa sig til þess að leika hér hlutverk fimmtu herdeildar fyrir Morgan & Co. * —_ 1 * En fýrir íslenzku þjóðina er ekki seinna vænna að samein- azt gegn þessari uppgjafar- stefnu, sem svo einkennilega snöggt og harðskeytt hefur I skotið hér upp kollinum. Eining þjóðarinnar gegn afsali sjálf- stæðisins er lífsnauðsyn. land, nema maður hugsaði sér iðnaðarframleiðslu alls brezka heimsveldisins undir einni stjórn, en til þess kemur varla, ef tekið er tillit til hinna sundr- andi afla styrjaldarinnar. Reikna má með því að Þýzka- land verði ekki meiriháttar iðn- aðarríki, það verður ekki sízt af- leiðing að lofthernaði Banda- manna. Ítalía hefur aldrei með réttu talizt í stórvelda tölu. Bret land gæti því af sjálfu sér náð yfirráðum í lofti yfir Evrópu, ef Sovétríkin væru ekki fyrir.. Hægt er að gera ráð fyrir að iðnaðarframleiðslugeta Japans verði mjög veikt. Kína verður lengi að vinna sig upp eftir styrj öldina við Japana, og iðnaðar- þróun Indlands fer mjög.eftir stjórnmálaþróuninni. í Ameríku hljóta Bandaríkin vfirráðin í lofti, Kanada kemur langt á eftir með framleiðslu- getu, en hefur mikla þróunar- möguleika. * Af þessu verður séð að í sam- keppnisbaráttu, sem er það versta er fyrir gæti komið, eða í samvinnu, sem allir heilbrigðir menn æskja eftir, myndu úrslit- in velta á Bretlandi, Bandaríkj- unum og Sovétríkjunum, — hinum þremur stríðsbandamönn um gegn fasismanum, sem bera munu alla ábyrgð á þeim friði er saminn verður. Barátta milli Bretlands, Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna um yfirráðin í lofti mundi , gera að engu vonirnar um var- anlegan frið og stevpa heimin- um út í nýtt tímabil heimsvalda- ’ stefnu, hraðvirkari, skelfilegri : og meir tortímandi, vegna eðlis . lofthernaðarins. ' Víð getum ekki horft fram á | slíka framtíð. Lærdómurinn af ! Ruhrárásunum er sá að engin ; þjóð geti úr þessu gripið til lofthernaðar og lifað af hinar ægilegu afleiðingar. Áreiðanlega getur enginn maður sem nú dvelur á árásarsvæðunum, nokkru sinni gleymt þeim lexí- um, er þeir hafa leert í þjáning- um og ótta, né ævin endast þeim til að bæta tjónið á eignum og sál sinni. Samt mun hættan á nýjum lofthernaði ætíð yfirvofandi . meðan þjóðunum er haldið í heljargreipum stórveldastefn- unnar, þar sem styrjöld er álit- in þýðingarmikið vopn í stjórn- málabaráttunni og allar tilraun- ir að gera stríð ólögleg og fyrir- byggja Þau eru fyrirfram dæmd til að mistakast, eins og reynsla síðustu tuttugu ára sýnir. Eftir útrýmingu fasismans geta Bretland. Bandaríkin og Sovétríkin ráöið, ekki einungis friðarsamningunum, heldur einnig skipulagsformum við- reisnarinnar. Á þeim mun hvíla það starf að hjarga úr rústum ófriðarins þeim verðmætum sem bjargað verður og starfið að vitf- reisn menningarinnar, efnalega os andlega. Eitt aðalskilyrðið til þess að Bretland, Bandaríkin og Sovét- ríkin geti rækt þetta hlutverk, er það, að þau hafi volduga loítflota. Með loftflotanum geta þessi ríki unnið' nauðsynleg lögreglustörf á svæðum þar sem siðferðilegt og andlegt öngþveiti yfirgnaáfði, og flutt þjóðum, er rændar hafa verið lífsskilyrðum sínum, það sem þarf til að byrja nýtt líf. * Þetta starf krefst samvinnu um flugmál og einnar mið- stjórnar, og takist að koma 'slíkri stjórn á, er ástæða til að vona að upp úr hjálparstarfsemi fyrstu friðaráranna komi áfram- haldandi alþjóðleg flugmálasam vinna, er miði að heimsbanda- lagi. Sem nú stendur virðist sá draumur fjarri. Þeir sem nú ráða flugmálapólitík Bretlands og Bandaríkjanna, og þau hags- Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.