Þjóðviljinn - 21.07.1943, Side 4

Þjóðviljinn - 21.07.1943, Side 4
/ þJÓÐVILJINN Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- Næturvakt er í Laugavegsapóteki. Útvarpið í dag: 19,25 Hljómplötur: Söngdansar. 20,20 Hljómplötur: a) Lagaflokkur eftir Richard Tauber. b) Hergöngulag eftir Schubert. 20,50 Minnisverð tíðindi (Jón Magn- ússon fil. kand.) 21,10 Hljómplötur: Dauðamarsinn eftir Liszt. 21,30 „Landið okkar“. Dýralæknisembættið á Akureyri var auglýst laust t’il umsóknar í vor og var umsóknarfrestur útrunninn 1. apríl 1943. Um embættið hafa sótt Bragi Steingrímsson dýralséknir á Austfjörðum og Guðbrandur Hlíð- ar dýralæknanemi í Kaupmanna- höfn. Þormóðssöfnunin. Úthlutunar- nefnd Þormóðssöfnunarinnar til- kynnir að fram að þessu hafi safn- ast samtals 469 810.35 kr Af þessari upphæð hafa 119 þús. krónur safn- ast eftir 16. marz. — Auk þessarar upphæðar hafa safnast 3 625.00 kr. vegna Draupnis-slyssins. Vitamálastjóri ,tilkynnir: Ljósein- kenrium Straumnesvita í ísafjarðar- sýslu, verður breytt þegar kveikt verður á honum 1. ágúst n.k. þannig, að hann sýnir þá eitt leiftur á fjór- um sekúndum, eins og hann gerði fyrrum. Leiðrétting. í frásögn blaðsins í gær um bifreiðaslysið, sem varð um helgina var rangt - skýrt frá föður- nafni systranna, Láru og Kristínar Þær eru dætur Þórarins á Stóra- hrauni Mikill ferðamanna- straumur úr bænum Þessar vikurnar hafa margir bæjarbúar sumarleyfi og er mikið um ferðalög úr bænum. Þátttaka i ferðum til Norður- landsins hefur aldrei verið meiri en nú. Bifreiðastöð Steindórs skýrði blaðinu frá því, að á ein- um degi hafi 8 stórir langferða- bílar flutt fólk til Akureyrar um Akraness, en þessir 8 bílar taka 160—170 manns. En dag- lega fari um og yfir 100 manns með bílum þeirra, auk þess sem margir ferðast með bílum B. S. A. frá Borgarnesi. S. I. S. og bandalagið Framhald af 1. síðu Alþýðusambandsstjórninni. Er Tímanum nær að athuga slíkt framferði flokks síns en að vera að opinbera vanþekkingu sína á því, sem gerist á aðalfundi S. I. S. með ósannindum þeim sem hann hefur um hönd í síðasta blaði. Því þó nöfn einstakra fé- lagssamtaka kunni af vangá að falla út í upptalningu þeirri, sem birt er í síðasta tölublaði „Vinnunnar“, þá er það ekki sama og að vanrækt hafi verið' að bjóða þessum félagssambönd um að vera með. \ "" NÝJA KSÍé Amerísk sveitasæla (Young America) • JANE WITHERS LYNNE ROBERTS WILLIAM TRACY. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJAttNAJBSM O rustan um Stalíngrad (The Story of Stalingrad) Rússnesk mynd. Aukamynd: Aðgerðir á andlitslýtum Litmynd. Sýning kl. 5, 7 og 9. Bönnuð fyrir börn innan 16 ára Flugflofarnír og fríðurínn Framh. aí 3. siöu. munaöfl sem ætíð eru nærri þar sem valdatæki eru annarsvegar, virðast hneigjast að þeirri kleppsvinnu að hnoða farvegum flugvélanna innan hinna þröngu ríkjatakmarka sinna. Bretland, Bandaríkin og Kan- ada,’ að maður minnist ekki á Sovétríkin, háfa orðið fyrir mjög óhollri tortryggni. Á þingum Bretlands og Banda ríkjanna hafa farið fram hávær ar deilur um þetta mál, milli manna jafnfávísra úm‘ frám- tíðarmöguleika flugmálanna og flotastjórnin um flotann á dög- um Pitts. Aðalatriðið virðist vera að sanna það, að guð hjálpi þeim sem hjálpa sér sjálfir, og að Bretland væri að skjóta Bandaríkjunum ref fyrir rass í flugmálunum eða að Bandaríkin væru að komast fram úr Bret- landi. Komið hefur í ljós meðal Kan- adamanna grunur um leyni- Handknattleiksmótið Á handknattleiksmótinu í gærkvöld vann Ármann ísfirð- ingana með 3:0, og Haukar unnu Þór með 5:1. Leikarnir voru hin- ir skemmtilegustu. í kvöld má búast við spenn- andi leikjum. Þá keppa Þór Qg Ármann og Haukar og I.R.V. Hljóðfæraieikarar! Munið atkvæðagreiðsluna Allsherjarátkvæðagreiðslan í Félagi íslenzkra hljóðfæraleik- Borg heldur áfram í dag á skrif- stofu Alþýðusambandsins. Þetta er síðasti dagur at- kvæðagreiðslunnar og eru fé- lagar áminntir um að greiða at- kvæði. vcna-^oooooo-oooo-íxcxx MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 ooooooooooooooooo samning milli Bretlands og Bandaríkjanna til skaða fyrir Kariada, en forsætisráðherrann, Mackeazie King, eyðilagði þær heimsvaldaflækjur með því að lýsa yfir, að „stjórn Kanada sé eindregið fylgjandi þeirri stefnu að alþjóðleg samvinna^verði upp tekin’um flugmál, og sé. reiðu- búin að styðja í alþjóðasamning- um hverja þá alþjóðastefnu í flugmálum, sem bezt er til þess fallin að koma á alþjóðabanda- lagi og hindra nýja heimsstyrj- öld, án tillits til þess hvort nú- verandi þörfum Kanada yrði bezt fullnægt með því móti“. Það er á valdi Bretlands, Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna að mynda slíkt alþjóða- bandalag. Sem stendur beita þessi. ríki yfirráðum sínum í lofti til að mola hinn evrópska fasisma og heimsvaldastefnu Japana. Það er ægilegt verk, og til þess að ljúka því tefla þau framtíðinni í hættu, og leggja óhemju byrðar á menninguna. Samt verður að álíta þessa á- hættu nauðsynlega. Farizt menningin förumst við allir með henni, en það er ekki lík- legt því að yfirráðin í lofti ei eina atriðið sem getur flýtt fyr- ir stríðinu, en í langri styrjöld liggur mesta hættan, Menningin lifir það áreiðanlega af þó leik- hús Göbbels fari forgörðum. En þess er varla að vænta að menningin lifði það af, ef upp úr þessu stríði kæmi barátta milli Bretlands, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um yfirráðin í lofti. Þar í liggur hin raunveru lega hætta fyrir menninguna. Og til að afstýra henni þarf þeg ar að koma á samvinnu þessara þriggja ríkja um notkun flug- flotanria í þjónustu friðarins. # Verði hinsvegar haldið áfram kapphlaupinu um yfirráðin í lofti, eins og fór með yfirráðin á höfunum, þá yrði friðarnotkun flugflotanna aukaatriði, hernað- arflug aðalatriðið, og flugvísind unum yrði heitt að því verkefní að finna sem mest burðarmagn fyrir sprengjur, en ekik fyrir vörur og farþega. Hina alþjóðlegu flugmála- stefnu ætti að ákveða fyrir opn- um tjöldum og gefa almenningi sem beztan kost á að gagnrýna hana og ræða, því það mál mun snerta líf og hamingju livers einasta manns hvar í stétt sem liann stendur. ÐREKAKYN Eftir Pearl Buck rvv- ifr l Þegar Jada heyrði þetta, herti hún enn upp hugann, og Ling Sao hvatti hana til þess að taka á öllu því sem hún ætti til, fyrst það væri drengur. Konan studdi hendinni mjúklega á líkama Jadu, og barnið átti ekkert annað úr- kosta en að láta undan, þó með erfiðismunum væri. Og eftir tvær stundir kom það í heiminn. Ling Sao rétti út hendurnar eftir barninu. En konan leit á Jadu og sagði: Það er annað til. Og hún hélt áfram verki sínu og eftir nokkra stund kom annað barn ásamt blóðgusu úr líkama Jadu. Ó, miskunnsami himnafaðir! hrópaði Ling Sao og rétti hún handleggina eftir yngri drengnum. Og þessir drengir voru svo hraustlegir og grétu eins og þeir væru viku- gamlir. Hver gat nú efast ’um, að guðirnir hefðu sent þessa konu? Þú verður að borða og hvíla þig, og þú getur verið viss um að ég skal sýna þér þakklæti mitt á hvern þann hátt sem þú vilt sjálf, sagði Ling Sao. Hún lét konurnar sem biðu fá börnin, og för inn í eld- húsið til þess að bræða rauðasykurinn í sjóðandi vatni gg sem mundi hressa Jadu við, og hún kallaði á næstelzta ^ son sinn til þess að fara með hann til hennar og segja Jadu að hún hefði staðið sig vel. ^ En meðan hún var að gera þetta hugsaði hún með sjálfri sér: Þessi kona, — hún er of gömul handa syni mínum, en ^ hvernig get ég neitað henni núna? En verður mér það ekki ^ erfitt að eiga svo gamla tengdadóttir? vg Og þegar Lao Er var farinn með sykurvatnið, kallaði ^ hún á mann sinn til þess að tala við hann svo hún gæti ^ vitað hvernig hún ætti að koma fram við þessa konu, hvort ^ hún ætti að álíta hana tengdadóttur sína eða ókunnuga konu. Lao Ta hafði þegar sagt föður sínum hvað hann £ vildi og Ling Tan var því við búinn, og hafði þegar hugsað g sig um. ^ Guðirnir leika svona á okkur nú á tímum. sagði Ling ^ Sao, og bætti á eldinn, til þess að hún gæti hitað mat handa konunni. Ég get svarið fyrir það, að aldrei hefur ^ mér dottið til hugar að ég mundi fá konur handa sonum mínum á þennan hátt. Það eru slæmir tímar sem við lif- um á. En samt- sem áður, hvernig getum við neitað elzta syni okkar nú? spurði hann hana. ^ Á þessu sá hún að hann var fús á að veita samþykki sitt til ráðahagsins, og þá reyndi hún að skjóta einni loku ^ fyrir það. Ef hún er komin úr barneign þá getur hann ekki átt hana. Hvaða gagn er af konu á heimili ef hún getur ekki átt barn? Hún hefur verið okkur til gagns í dag, sagði hann. En það sem gerzt hefur í dag, gerist ekki alla daga, sagði hún. Slíkan dag lifir maður ekki nema einu sinni á ævinni. Og hún vildi fá sínu framgengt og því spurði hún kon- una að aldri þegar hún fór með matinn til hennar, í fullri kurteisi eins og henni var skylda til, og konan sagði hálf- döpur í bragði: ^ Já, ég veit að ég er of gömul. Ég er þrjátíu og sex ára. Og Ling Sao hugsaði með sjálfri sér að vissulega væri ^ það hár aldur, þótt henni félli vel hreinskilni konunnar, $$£ en samt gæti hún fætt þrjú eða fjögur börn tímanlega ef •$£ hún væri þá ekki óbyrja. Hún spurði han því annarrar kurteislegrar spurningar og sagði: Hefurðu átt nokkur börn? 58$ Þá byrjaði konan að gráta og hún sagði: Ég átti börn, w því að ég átti auðvelt með að fæða börn, en ég missti þau öll — fimm í einu í árás frá skipunum fljúgandi. Aðeins 58$ ég og maðurinn minn vorum eftir, en þá missti ég hann 58$ líka í orustu, því að hann var tekinn í herinn. Hann var 58$ koparsmiður að atvinnu og vegna vinnu sinnar varð hann 58$ að vera úti á götunum, og gat ekki falið sig eins og sumir 58$ hinna karlmannanna, gerðu. Þegar boð komu um það frá 5$$ æðri stöðum að okkar hérað ætti að senda þúsund karl- 58$ menn til þess að berjast í hernum í frjálsa landinu, þar 58$ sem við bjuggum, var eðlilegt að hann yrði tekinn því að 58$ hann var sterkur og vanur erfiðum göngum með þunga 58$ byrði á bakinu. Hann kom ekki heim dögum saman og ég 58$ óttaðist að hann hefði verið tekinn. Einhvern vesinn gat 58$ hann komið boðum til mín og sagt mér hvar hann væri, 58$ og ég fór til þess að leita hans. En ég sá hann aldrei aftur, 58$ því að það voru margar þúsundir hermanna þar, og áður 58$ en ég fyndi hann frétti ég að hann væri dáinn. 58$ Þú hefur orðið að þola mikið. muldraði Ling Sao og 58$ 58$ $3$$3$$38$38$38$38$38$38$38$38$38$38$3$$3$$3$$5$$58$5$$5$$5$$5$$5$$5$$5$$ /

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.