Þjóðviljinn - 22.07.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.07.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINH Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- Næturvakt er í Laugavegsapóteki. Útvarpð í dag: 20.20 Hljómplötur: a) Lagaflokkur eftir Richard Tauber. b) Hergöngulag eftir Schubert 20.50 Minnisverð tíðindi (Jón Magn- ússon fil. kand.). 21.10 Hljómplötur: Dauðadansinn eftir Liszt. 21.30 „Landið okkar“. Spurningar og svör (Guðmundur Kjart- ansson jarðfræðingur). Ferðafélag íslands fer skemmtiför inn á Þórsmörk um næstu helgi. Lagt á stað á laugardaginn kl. 3 síð- degis. Farmiðar séu teknir fyrir kl 12 á föstudag á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörð, Túngötu 5. Hvaiur fínnst á reki við Vestmanaeyjar Síðastliðinn fimmtudag fann mótorbáturinn „Emma“ Vest- mannaeyjum hval á reki skammt suður af Eyjunum. Hvalurinn er um 30 metra á lengd. Dró báturinn hann í land. Handknattlðiksmótið í gærkvöldi hélt handknatt- leiksmótið áfram með mjög skemmtilegum leikjum og mátti stundum varla á milli sjá hvor ætlaði að sigra. Fyrri Ieikinn kepptu Haukar og ísfirðingarnir og endaði hann með sigri Hauka 2:1. Leikurinn var spennandi frá upphafi til enda. ísfirðingarnir sýndu nú hvað þeir hafa lært af þátttöku sinni í rþótinu. Bak- verðir þeirra gættu framlínu Haukanna svo vel að þær máttu sig varla hreyfa og nú skutu þær margfalt oftar og öruggar en áður. Bæði liðin hafa gott og fast <grip en Haukarnir eiga betri skipting ar í liðinu og eiga mikla von um að fara heim með meistaratitil- inn. Seinni leikinn léku Ármann og Þór, og endaði hann með sigri Ármanns 5:0. Þessi úrslit voru ekki alveg réttlát miðað við gang leiksins. Framan af leiknum sá ekki á milli, en eftir að Þórsstúlkurnar höfðu fengið á sig mark, fóru þær að gefa sig. Þessi seinni leikur var ekki eins skemmtilegur og sá fyrri, en eft- ir frammistöðu Ármannsstúlkn- anna geta þær gert sér góðar vonir um að halda meistaranafn- bótinni sem þær sóttu til Akur- eyrar í fyrra. í kvöld fara fram tveir leikir í. R. gegn í. R. V. og úrslitalejk- urinn á milli Ármann og Hauka. Að þessu sinni eru svo jöfn fé- lög, sem þreyta kappið, að aldrei hafa jafnari keppinautar háð wm* NÝJA BÍÓ <£M Amerísk sveitasæla (Young.America) JANE WITHERS LYNNE ROBERTS WILLIAM TRACY. Sýnd kl. 5, 7 og 9. m TJAJtNABBtÓ «8S Orusfan um Sfalíngrad (The Story of Stalingrad) Rússnesk mynd. Aukamynd: Aðgerðir á andlitslýtum Litmynd. Sýning kl. 5V7 og 9. Bönnuð fyrir börn innan 16 ára (KVENNAFLOKKAR) heldur áfram á íþróttavellinum í kvöld kl- 8.30 Fyrst keppa: Í.R.—Í.R.V. en síðan hefst úrslitaleikur mótsins: Haukar—Ármann. Hver verður íslandsmeistari? Mest spennandi leikur mótsins! Glímufélagið Ármann. Fískiflofanum bæfísf nýff skíp Hlutafélagið Fiskaklettur í Hafnarfirði hefur látið smíða stórt og vandað fiskiskip í skipa smíðastöð Nóa Kristjánssonar á Akureyri. Er skipið 125 smálestir að stærð, allt byggt úr eik og að öðru leyti vel til þess vandað. í skipinu er dieselvél 280 hest- afla að stærð. Hið nýja skip, sem var skýrt „Fagriklettur", þegar það hljóp af stokkunum s.l. laugardag, er 30 metra langt, 6 metra breytt og 3% mtr. á dýpt. Dagsbrún Framh. af 1. aíðu. Forsætisráðherra tók vel þess- ari málaleitun Dagsbrúnar og lof aði að skipa slíka nefnd jafn- skjótt og hann fengi um það til- mæli frá þingflokkunum. í gærkvöldi skýrði svo for- maður Dagsbrúnar blaðinu frá því, að tveir þingflokkar, sem náðst hafði til, hefðu þegar sent ríkisstjórninni bréf með tilmæl- um um að slík nefnd yrði skip- uð og að von væri á því að hin- ir tveir þingflokkarnir mundu skrifa ríkisstjórninni í dag. með sér hildi hér á íþróttavell- inum. Ef menn vilja sjá skemmti- lega leiki og spennandi úrslita- leik, er þeim ráðlagt að koma út á völl í kvöld kl. 8,30. Áskriftarsími Þjððviljans er 2184 fslenzkir lappomenn fá liðsauka Framh. af 3. síðu. allsherjarsamtök vinnandi stétt anna og veikja trú verkamanna á mátt þeirra og möguleika til samheldni án tillits til flokka- skipunar. Jónas frá Hriflu sér hver hætta er á ferðum fyrir aftur- haldið 1 landinu, ef bandalag al- þýðustéttanna fæst myndað. Jónas hervæðir nú alla þá erind reka og bandamenn, sem hann á í öðrum flokkum til þess að reyna að eyðileggja bandalag þetta. ’ „Vísir“ tekur undir með Jón- asi, eins og hans var von og vísa. Og nú gerir ritstjóri Alþýðu- blaðsins úrslitatilraun til þess að hjálpa Jónasi með því að reyna að eyðileggja bandalagið innan frá. Menn hafa lengi ætlað að rit- stjóri Alþýðublaðsins væri dul- búinn útsendari Jónasar frá Hriflu í Alþýðuflokknum. Nú hefur hann kastað grímunni. — Og það er gott. Alþýðan veit þá að hún á fjandmanni að mæta, ’þar sem ritstjóri Alþýðublaðsins er, fjandmanni sem á örlaga- stund alþýðusamtakanna reyn- ir að reka í bak verkalýðnum rýting sundrungarinnar, með odd hans vættan í, eitri lýginn- ar. En skemmdarvarginum mun ekki takast verk hans. Eining alþýðunnar skal sigra. Sameiginlega skulu verkamenn og aðrar vinnandi stéttir, sósíal- istar, Alþýðuflokksmenn og aðr ir frjálshuga menn, bera sigur úr býtum yfir fasisma Jónasar frá Hriflu og erindreka hans. Alþýðustéttir íslands eru of sterkar, samtök þeirra og mál- efni of gott, til 'þess að einum vesælum flugumanni geti tekizt að vinna þeim varanlegt mein. DREKAKYN Eftir Pearl Buck vegna meðaumkunar sinnar lét hún undan elzta syni sín- um, og tók við því sem guðirnir höfðu sent henni. XX. Þannig fylltist hús Ling Tans aftur, og dagarnir liðu hver af öðrum eins og venjulega, þó að stjórn óvinanna batnaði ekki. Og eftir því sem hann gat bezt séð, var eng- in von til þess að hún batnaði: Hann þoldi með jafnaðar- geði eins og allir hinir hina háu skatta og fégræðgi óvin- anna og baráttan við ópíumið hélt áfram. í þessari bar- áttu höfðu óvinirnir nú yfirhöndina. Þrjátíu grömm af ó- píum kostaði nú í borginni tuttugu og einn dal, og einn dalur á dag nægði einum manni, ef hann keypti sér ekki mat, og þeim fjölgaði stöðugt sem völdu heldur ópíum en mat. Ópíumla^npar og pípur voru seldar á götunum, án þess að nokkuð væri farið í launkofa með það, og hafði það ekki átt sér stað síðan á löngu liðnum tímum, og óvinirn- ir skattlögðu hvern lampa og hverja pípu og rökuðu sam- an fé, á veikleika þeirra/sem ekki máttu án ópíums vera. En óvinunum sjálfum var bannað að neyta ópíums. Og fáar voru þær búðir orðnar, sem seldu klæði og silki, því að óvinirnir tóku alla álnavöru. og allár verksmiðjurnar sem framleiddu silki voru nú í höndum óvinanna. og hveitimyllurnar áttu þeir líka. og fiskinn og hrísinn og sementið. Og Ling Tan hugsaði beizklega oft og tíðum þegar hsnum var hugsað til þess hvernig óvinirnir tóku allar vörur á heimilum og í verzlununum. og allar járnvörur, jafnvel nagla og lása og hnífa og gaffla og hlújárn og rek- ur, og allar aðrar málmvörur sem ekki voru faldar. og fluttu þær til heimalands síns: Jörðin er það eina, sem þeir geta ekki flutt til síns bölv- aða lands. — Og samt var það eins og sjálfur jarðvegurinn risi upp í mótmælaskyni, uppskeran minnkaði um helm- ing móts við það sem hún áður hafði verið. Og hann sagði: Þessir óvinir, þeir lýstu ekki yfir styrj- öld, en þeir fóru þó með stríði á hendur okkur. Nú lýsa þeir yfir friði, en þeir geta ekki staðið við það. Og hann hataði þá vegna þess að allt sitt líf hafði hann verið stoltur og frjáls maður, en varð nú að neyðast til þess að þegja gagnvart þessum óvinum, og hann varð að hlusta á þann minnsta og veikbyggðasta og illgjarnasta af þessum lágvöxnu og hjólbeinóttu mönnum án þess að svara honum nokkru. Það var aðeins vegna tryggðar hans við landið að hann gat gert þetta. En stundum varð hann þunglyndur og þá gat hann ekki borðað, og örvunarorð konu hans, eða það að sjá barna- börn sín, kom honum að engu gagni, né neitt það sem hann átti. Það verður mér um megn ef ég verð að tala við óvin- ina einu sinni enn á landi mínu, sagði hann við konu sína, og hún sagði ekkert, vegna þess að ekkert var honum til hugsvölunar. Þó að ég ætti mér ekki nema vonarneista, sagði hann aftur, ef ég sæi fram á að þetta mundi allt taka enda, hversu fjarri sem sá dagur væri, að við gætum einhvern tíma risið upp og hent óvinunum í sjóinn! Við berum byrð- ir okkar, en getum við nokkurn tíma unnið sigur með því móti? Og enn þá gat Ling Sao engu svarað. Hún óttaðist þær stundir þegar Ling Tan var í þessu skapi, því að þá dimmdi yfir öllu húsinu, og jafnvel synir hans gátu á eng- an hátt spornað við því. Síðari hluta sumars þetta ár greip einmitt slíkt þung- lyndi Ling Tan og það var með versta móti, og það byrjaði á afmælisdag hans. Áður hafði afmælisdagur Ling Tans verið hátíðisdagur í öllu þorpinu, og hann bauð vinum sínum heim og hélt mikla veizlu. Árum saman hafði hann hlakkað til þessa afmælisdags, því að það var sextugsafmæli hans, og það er bezta af- mæli sem maður getur átt, ef hann er góður maður og á syni. Ef allt hefði ekki verið úr skorðum gengið, myndu synir hans hafa safnazt í kringum hann, og fögnuðurinn hefði staðið dögum saman. Hann mundi hafa klæðzt í ný föt, og honum myndi hafa verið gefnar margar gjafir, og hann mundi hafa gefið ættmönnum sínum peninga og all- ir mundu hafa verið kátir og glaðir. En hvernig gat það orðið nú? Yngsti sonurinn var kom- inn lengst út í buskann og elzti sonur hans var úti í hæð- unum. Ling Tan sá afmælisdag sinn nálgast og þau áttu ekki einu sinni svo mikið sem kjötbita á heimilinu og enga peninga til þess að kaupa fyrir. Allt varð að spara

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.