Þjóðviljinn - 27.07.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.07.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Þriðjudagur 27. júlí 1943. 166. tölublað. hpohhlasf M Ný stjórn undir forsæti Badoglio marskálks lýsir alla Italíu í hernaðarástand. ðeirðir brjótast út í mörgum ítölskum borgum Bandamenn leggja áherclu á ad nýja stjórnín sé fasísta- sfjorn cg ferafan verðí effír sem áður: Skílvrðíslaus uppgjoí Síðustu fréttir Á ítalíu logar allt í kröfu göngum og óeirðum og hef- ur víða komið til blóðugra bardaga milli verkamanna og lögreglunnar og milli þýzkra og ítalskra her- manna. Fregnir um mjög öfluga og vel skipulagða starfsemi gegn fasismanum berast stöðugt frá Sviss. Víða í ítölskum borgum hefur verið dreift út leyni- blöðum, þar sem þjóðin er hvött til að varpa af sér oki íasismans, og láta engan af hjálparmönnum hans, hvorki konunginn né aðra, sleppa við réttláta refsingu fyrir drýgða glæpi. Gayda, málpípa Musso- linis, hefur verið rekinn frá ritstjórn stórblaðsins „Gi- ornale d'Italia". Bandamenn hafa tekið 70 þús. fanga á Sikiley A Sikiley halda áfram harðir bardagar við Catania, en annars- staðar virðist fasistaherinn á hröðu undanháldi fyrir hersveit- um Bandaríkja' og Kanada- manna. Bandaríkjaherinn sem sækir austur ströndina frá Palermo er sagður kominn um 60 km. aust- ur fyrir borgina. Bandamenn hafa nú alls tek- ið um 70 þúsund fanga, þar á meðal 10 ítalska hershöfðingja og tvo flotaforingja. Talið er að Þjóðverjar hafi 3% herfylki á norðausturhluta Sikileyjar, og ítalar 3 herfylki. Sagt er í brezkum fregnum, að meginhluti baráttunnar hvíli á Þjóðverjum, því ítalir virðist yf- irleitt lítt fúsir til að berjast og gefist upp í stórhópum. Um kl. 9 á sunnudagskvöld var útvarpað frá Róm þeirri tilkynningu til ítölsku þjóðarinnar og sérstak- lega til hermannanna á Sikiley að Benito Mussolini hafi beðizt lausnar og Vittorio Emanuel ítalíukonung- ur samþykkt lausnarbeiðnina. Jafnframt var tilkynnt að Badoglio marskálkur hafi verið skipaður eftirmaður Mussolini sem forsæt- isráðherra ítölsku stjórnarinnar. Ávörp frá ítalíukonungi og Badoglio voru lesin, og segir Badoglio aö stríðið muni halda áfram og hvetur ítölsku þjóðina til að verja ítalíu fyrir árás- Bandamanna. Konungurinn lýsti yfir því að hann hefði tekið í hendur yfirstjórn ítalska hersins, flotans og flughersins. ' um sinar Frá Bern í Sviss hafa borizt fregnir um að óeirðir hafi brot- izt út í borgum víðsvegar um ítalíu. Snqmma í gærmorgun til- "Xo&Sr-*" '»>;** ::':'-'. :': : Mússi: Vertu saell, Hitler niinn! Hitler: Auf Wiedersenen. kynnti Badoglio marskálkur margar neyðarráðstafanir, er í rauninni jafngilda því að her- lög séu sett um allt landið. Hef- ur verið hótað dauðarefsingu við því að hópast saman á göt- um, og mega ekki fleiri en þrír menn sjást saman. Bannað er að vera úti frá því að skyggja tek- ur, bannað að selja og bera vopn og dreifa ávörpum og flugmið- um. Stjórnin hefur komið á svo strangri fréttaskoðun, að frá því í gærmorgun er varla hægt að segja að neinar fréttir hafi bor- izt frá ítalíu nema hinar opin- beru fregnir stjórnarinnar. Róm útvarpið hefur hætt flestum hinum erlendu fréttasendingum sínum, Aðdragandínn I svissneskri fregn segir, að á fundi þeirra Mússolíni og Hitl- ers í Verona fyrir viku hafi Hitl- er borið fram eftirtaldar kröfur: 1. ítalskt varalið sé serit til Sikileyjar til þess að hægt sé að flytja þaðan.burt þýzka herinn sem þar berst nú. 2. Flytja skal allan her ítala og Þjóðverja burt úr Suður-ítal- íu, gefa upp Napoli og Bóm og verjast við varnarlínu á Norður- ítalíu.. Mússolíni bar þessar kröfur Hitlers fram á ráðuneytisfundi. I»eir eru allir samsekir um glæpi fasismans. — ítalíukongur, Mussolini og Badoglio á hersýning:unni. Söhn rauda hepsios á Oreluíg- Eínnígbaríztxíö Bjelgorod o$ Donefis Rauði herinn vinnur á við Orel, segir í miðnæturtilkynn- ingum frá Moskva. Sóttu Rússar fram í gær 5—8 km. og tóku 70 bæi og þorp, þar á meðal tvo járnbrautarbæi^á linunni Kúrsk- Orel. A norðurhluta Orelvígstöðvanna tók rauði herinn nokkur þorp á vesturbakka Okáfljótsins. en ráðherrarnir vísuðu til kon- ungs, en hann neitaði að sam- þykkja þær, segir í fregn þess- ari. Brezka stjórnin sat á fundum mestallan daginn í gær og hafði stöðugt samband við Banda- ríkjastjórn, segir i brezkri út- varpsfregn. ; » Var tilkynnt í gærkvöld að Churchill muni flytja ræðu um horfurnar á ítalíu, næst þegar þingið kemur saman. Eina opinbera yfirlýsingin frá áhrifamönnum Bandamanna Framh. á 2. síðu / Rússar hafa bætt aðstöðu sína á Bjelgorodsvæðinu í hörðum bardögum, en á Donetsvígstöðv- unum hefur aðeins verið um.við ureignir könnunarflokka að ræða. I bardögunum í fyrradag á austurvígstöðvunum voru 52 þýzkir skriðdrekar eyðilagðir og 57 fasistaflugvélar skotnar niður. Þjóðverjar skýra enn frá hörð um varnarbardögum þýzka hers ins á vígstóðvum suður af Len- ingrad, á Orelsvæðinu og í Don- etshéraðinu. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.