Þjóðviljinn - 28.07.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.07.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Miðvikudagur 28. júlí 1943. 167. tölublað. Tagir þúsunda verkamanna i ídnadarborgum Norður-Ifaliu hóta allsherjarverkfallí $egn fasístasfjórn Badoglíos Múrarafélag Reykja- víkur samþykkir ina- göngu í Alþýðusam- bandið Múrarajélag Re-ykjavíkur hef- ur samþykkt með allsherjarat- kvœðagreiðslu að sœkja um inn- göngu í Alþýðusamband Islands. Hefur allsherjaratkvæða- greiðslan staðið þrjá daga og var tillaga um inngönguna sam- þykkt með 58 atkvæðum gegn 12, 2 seðlar auðir og 2 ógildir. brátt fyrir hina ströngu fréttaskoðun sem fas- istastjóm Badoglios marskálks hefur komið á, verður jþað stöðugt greinilegra, að ítalska verklýðshreyfing- in og hin skipulagða þjóðfylking allra andstæðinga fasismans er sterkur þáttur í atburðunum á Ítalíu. í gær héldu hinir fimm ítölsku stjórnmálaflokk- ar þjóðfylkingarinnar, Sósíalistaflokkurinn, Kommún- istaflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn, flokkur kristi- legra lýðræðissinna og anarkistar, opinbera fjölda- fundi í Mailand og Túrin á Norður-Ítalíu, og samþykktu sameiginlegt ávarp til þjóðarinnar, þar sem hvatt er til miskunnarlausrar baráttu gegn fas- isma og hernaðareinræði. Ávarpið var m. a. birt í J stórblaðinu Stampa í Túrino. Blað Mússolini, Popolo dTtalia hefur verið bann- að og götum gefin nöfn Matteottes og annarra myrtra andfasista. Svo virðist sem stjórn Badoglios hafi lítið að segja í iðn- aðarborgunum á Norður-Ítalíu. Tugir þúsunda iðnaðarverlta- manna hafa hótað allsherjarverkfalli gegn hernaðareinræði Badoglios og heimta frið og lýðræðisstjóm. Á dómkirkjutorginu í Mílano 'lét mannjjöldinn í Ijós ákafa andúð gegn Þjóðverjum og krafðist friðar. I Túrin voru kjör orðin: Við viljum ekki láta varpa á okkur sprengjum vegna Þýzkalands! Styrjöldin er okkur töpuð! Niður með Þýzkaland! Það er nú einnig kunnugt orð- ið að það var stórkostleg verk- fallsalda, er neyddi Mússolini til að segja af sér. Allan seinnipart- inn í vetur hafa verkföll bloss- að upp hvað eftir annað í her- gagnaiðnaðinum á Norður-ítal- íu, og 12. júlí s. 1. hófst svo áköf verkfallsalda á Norður-Ítalíu að allt atvinnulíf landsins var í hættu, og leiddu þessi verkföll, sem að miklu leyti voru pólitísk, til þess öngþveitis fasistastjórn- Rauði herinn tekur bæ suður af Ladogavatni Harðir bardagar á Orelvígstöðvunum Þjóðverjar hafa undanfarna daga skýrt frá hörðum árásum sovétsveita á vígstöðvunum suður af Leningrad. í hernaðartil- kynningunni frá Moskva í gærkvöld segir að rauði herinn hafi sigrað í hörðum, staðbundnum bardögum suður af Leningrad og tekið bæinn Mga, 20 km. suður af Ladogavatni. Á Orelvígstöðvunum hefur xauði herinn sótt fram 5—7 km. og tekið allmarga bæi og þorp. Rússar skutu niður í gær 44 þýzkar flugvélar á austurvíg- stöðvunum og eyðilögðu 19 skriðdreka. arinnar, sem nú er orðið öllum heimi kunnugt. Skorað á ítalska verka- menn að láta þýzka her- inn ekki sleppa. Frá Alsír var í gær útvarpað áskorun til ítalskra járnbráutar- verkamanna að hindra undan- komu þýzka hersins frá Sikiléy og Suður-Ítalíu. Her þessi verður að fara eftir tveimur strandjárnbrautum Ítalíu, en það eru rafmagnsjárn- brautir og rafstöðvar víða fram með þeim. Var skorað á ítölsku verkamennina að eyðileggja þessar stöðvar áður en undan- hald þýzku herjanna hæfist. Sendiboði Badogiios kominn til Lissabon » / Aðeins ein áœtlunarflugvél hefur komið til Lissabon, Portu- gal, frá Róm síðan Mússolini fór frá völdum. Með henni voru aðeins tveir farþegar: Sendifulltrúi frá ítölsku stjórninni og §endifull- trúi páfa. Italskur her kvaddur faeím Óstaðfestar fregnir herma að Badoglio hafi kvatt heim frá Frakklandi, Júgóslavíu og Grikk landi 20 ítölsk herfylki. Talið er Framhald á 4. síðu. Badoglio, böðullinn frá Grikk- landi og Abesiníu. Hernaðarhugboð Hitlers gekk út og grét beizklega er Friðar- hugboðið krafðist áheyrnar eftir fréttirnar frá Ítalíu. rj ef þeir stla að halda áfram styrjöldinni Nýja stjórnin hefur enn engar friðar- umleltanir tiafið ítalska stjórnin nýja hefur enga tilraun gert í þá átt aé~ komast í samband við brezku stjómina, til friðarumleitaua, og haldi hún stríðinu áfram undir oki Þjóðverja, munu Banda- menn ráðast á Ítalíu miskunnarlaust úr mörgum áttum í se«M, og hin skilyrðislausa uppgjöf er Bandamenn krefjast kmiiai fram með hervaldi. Þetta voru helztu atriði í ræðu, er Churchill flutti í gær í neðri málstofu brezka þingsins um atburðina á Ítalíu og horf- urnar í styrjöldinni. . Hinsvegar geta Bandamemi boðið itölsku þjóðinni sæti er hún getur verið vel sæmd af meðal hinna frjálsu Evrópuþjóða að nokkrum tíma liðnum, sagði Churchill, ef hún gefst ^iú upp skilyrðislaust. Churchill hóf ræðu sína með því að lýsa ánægju sinni yfir því að „einn af helztu glæpa- mönnum þessarar tortímandi styrjaldar“ Mússolini hafi verið sviptur völdum. Hornsteini ítalska íasismans hafi verið burtu kippt og megi svo fara að öll bygging hans hrynji. Hann minnti á hvernig ítalir hefðu rekið rýting í bak Frakk- lands og ráðizt á Grikkland með i litlum orðstír. Nú stæðu herir Bretlands og Bandaríkjanna við lilið Ítalíu og mundu innan skamms leysa ítali úr styrjöld- inni og undan kúgunaroki Þjóð- verja. ' Það veltur nú' á ákvörðun nýju stjórnarinnar hvort hún vill gera Ítalíu að ægilegum styrjaldarvettvangi fyrir Þjóð- verja, sagði Chubchill. Hann gaf í skyn að Bandamenn kærðu sig ekki um algera upplausn á ltalíu Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.